Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Umræður á Alþingi um varnarmál Björn Bjarnason við utandagskrárumræður um varnarliðsviðræður Þögn gagnvart utanrQdsmála- nefnd farin að skaða málið Utanríkisráðherra segir að tillögnr verði lagðar fram innan skamms ÓLAFUR Rag-nar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði á Alþingi í gær að það væri tvímælalaust lögbrot að utanríkisráðherra hefði ítrekað neitað að upplýsa utanríkismálanefnd um hveijar væru tillögur ríkisstjórnarinnar í viðræðunum við Bandaríkjamenn um fram- tíð Keflavíkurstöðvarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar höfnuðu því að þetta væri brot á lögum en Björn Bjarnason sagði að þögn um viðræðurnar gagnvart utanríkismálanefnd væri farin að skaða málið. Utanríkisráðherra sagði að sljórnvöld hlytu að áskilja sér rétt til að viðhafa trúnað þegar um væri að ræða milliríkjasamninga á viðkvæmu stigi. Þetta kom fram við utandagskrárumræður sem fram fóru að beiðni Ólafs Ragnars. A Iþeim umræðum, sem fram fóru utan dagskrár á Alþingi í gær um vamarmál í framhaldi af frétt Morgunblaðsins sl. laug- ardag, komu ekki fram nýjar upplýsingar um stöðu samninga- viðræðna við Bandaríkjamenn. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, hefur staðfastlega neitað að gefa þinginu og utan- ríkismálanefnd Alþingis upplýs- ingar um gang þessara viðræðna á þeirri forsendu, að Bandaríkja- menn hafí óskað eftir því, að fullur trúnaður ríkti um efni málsins, þar til niðurstaða væri fengin. Þessa afstöðu ítrekaði utanríkisráðherra í gær. Hins vegar kom það fram hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni, að bandarískum stjómvöldum hefði verið tilkynnt, að ströng tíma- mörk væm á því, hversu lengi væri unnt að verða við óskum þeirra um fullan trúnað, ef við- ræður drægjust enn á langinn. Þessi yfirlýsing utanríkisráð- herra er vísbending um, að ríkis- stjómin telji ekki fært öllu leng- ur að halda þessum upplýsingum fyrir sig. Þess vegna má búast við því, að ekki líði á löngu þar til gerð verður einhver grein fyr- ir gangi viðræðna. Þegar samningaviðræður stóðu yfir á milli aðildarríkja EFTA og EB um evrópska efna- hagssvæðið kom glögglega í ljós, að svo mörg sjónarmið vora uppi innan EB, að þótt samninga- menn EFTA teldu sig hafa náð samkomulagi við viðmælendur sína, þýddi það ekki endilega, að samningar hefðu tekizt við bandalagið í heild. Björn Bjarna- son, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, benti réttilega á það í umræðunum á Alþingi í gær, að það tæki tíma í Wash- ington að komast að niðurstöðu og taka ákvarðanir. Ástæðan er sú, að svo margir aðilar eiga hagsmuna að gæta varðandi framtíð vamarstöðvarinnar í Keflavík, að það tekur tíma að samræma sjónarmið þeirra. Bandaríski flugherinn, sem hefur lagt til flugsveitirnar á Keflavíkurflugvelli, þótt þær heyri undir stjórn flotans, þarf að gæta ákveðinna hagsmuna. Flughemum hefur verið gert að draga mjög úr útgjöldum sínum og af þeim sökum kann hann að telja heppilegt að ná því markmiði m.a. með því að hætta starfseminni í Keflavík. Banda- ríski flotinn kemur að þessu máli frá öðra sjónarhorni og tel- ur sér skylt að gæta nokkuð annarra hagsmuna. Bandaríska utanríkisráðuneytið horfir vafa- laust á framtíð vamarstöðvar- innar út frá breiðara sjónarhorni en bæði flugherinn og flotinn. Þessi mismunandi sjónarmið þarf að samræma í Washington áður en Bandaríkjamenn era til- búnir til að taka af skarið af sinni hálfu. Þótt mismunandi viðhorfum þessara aðila sé lýst hér í Morg- unblaðinu, alveg með sama hætti og mismunandi afstöðu EB-ríkj- anna til samninganna við EFTÁ- ríkin var lýst á sínum tíma, þurfa íslenzkir stjórnmálamenn ekki að komast í uppnám af þeim sökum. Þegar varnarliðið kom hingað 1951 grúfði mikil styij- aldarhætta yfir allri heims- byggðinni og hersveitir Samein- uðu þjóðanna börðust í Kóreu við óvígan __ her kommúnískra árásarafla. Á slíkum tímum var skiljanlegt, að mikill tilfinninga- hiti væri í umræðum um þá lykil- ákvörðun að gera varnarsamn- inginn við Bandaríkin. Nú eru allt aðrar aðstæður og þótt ástandið sé víða ótryggt getum við engu að síður rætt öryggishagsmuni þjóðarinnar í allt öðru andrúmslofti en hér ríkti fyrir rúmlega fjöratíu áram. Það á að vera óþarfi og getur verið skaðlegt, að of mikil leynd hvíli yfir þessum viðræðum, þótt sjálfsagt sé að virða óskir við- mælenda okkar í lengstu lög. Bæði forsætisráðherra og svo utanríkisráðherra í þingumræð- unum í gær hafa haldið því fram, að Morgunblaðið hafi ekki farið rétt með staðreyndir í fréttum blaðsins um stöðu þessara við- ræðna. Formaður utanríkismála- nefndar Alþingis gerði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi einnig athugasemdir við fréttaflutning Morgunblaðsins. Það er að sjálf- sögðu réttur þeirra allra að halda slíku fram og gera þær athuga- semdir, sem þeim þykja við hæfí. En þessum ráðamönnum hlýtur þó að vera ljóst, að þau mismun- andi sjónarmið, sem Morgun- blaðið hefur lýst, era til staðar bæði í Washington og hér heima og þá er aukaatriði í sjálfu sér hvað hefur komið fram í hinum formlegu viðræðum og hvað ekki. Bjöm Bjarnason lýsti því raunar í fyrmefndu sjónvarps- viðtali, að hann teldi koma til greina að fækka enn þeim tækj- um, sem nú era í varnarstöð- inni. Miðað við þá fækkun, sem þegar er orðin, er tæpast orðið langt á milli viðhorfa formanns utanríkismálanefndar Alþingis og sumra þeirra sjónarmiða, sem Morgunblaðið hefur lýst, að séu uppi í Washington. Væntanlega munu þessar umræður leiða til þess, að ekki líði á löngu þar til þingi og þjóð verður gerð grein fyrir stöðu mála í þessum mikilvægu samn- ingaviðræðum, sem varða heill þjóðarinnar um langa framtíð. Ólafur Ragnar sagði að tveir mán- uðir væru liðnir frá því að fulltrúar bandarískra stjórnvalda lögðu fram tillögur sínar og fulltrúar íslands gagntillögur sínar í viðræðunum en þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefði utan- ríkisráðherra neitað að upplýsa utan- ríkismálanefnd um hveijar tillögur Bandaríkjanna væru og hveijar væru tillögur íslensku ríkisstjórnarinnar. Sagði Ólafur að ríkisstjórninni bæri lögum samkvæmt að hafa samráð við utanríkismálanefnd um mótun utanríkisstefnunnar. Ekkert sagt um tillögur Vitnaði þingmaðurinn einnig í frétt Morgunblaðsins um þá kosti sem Bandaríkjamenn leggja til við íslensk stjórnvöld. Sagði hann að i yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins frá 18. október kæmi fram að það neitaði að þijú af efnisatriðum frétt- arinnar hefðu komið til umræðu en ekkert hefði hins vegar verið sagt um önnur þrjú atriði fréttarinnar; þá hugmynd Bandaríkjamanna að hér yrði eingöngu hreyfanlegur her- afli, þá hugmynd að herstöðinni verði breytt í flotastöð eða þær tillögur sem íslensk stjórnvöld hefðu sett fram í viðræðunum. í samtali við Morgunblaðið sagði ráðherra umræðu um launasjóðinn á byijunarstigi og að hún sé skref í þá átt að færa stjórn- og fésýslu kirkjumála úr ráðuneyti til kirkjunn- ar. „Þetta var sett fram til umhugs- unar og ég tel að það ætti að vera henni til styrktar ef hún annast sjálf stjórnsýslu og fjármál sín, því að hér eins og í öðru fylgir ábyrgð rétti,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Herra Ólafur Skúlason kynnti í ræðu sinni frumvörp til laga sem lögð verða fram á yfirstandandi Al- þingi um stofnun kirkjumálasjóðs sem axli ábyrgð á ýmsum málaflokk- um sem Alþingi og ráðuneyti hafa til þessa haft yfirumsjón með og um prestsetrasjóð sem felur í sér að kirkjan taki við öllum prestsetrum, biskupsgarði og ráði nýbyggingum, viðgerðum og sölu. Leysast kjaramál presta? Ráðherra sagði að breytingin, sem frumvörpin feli í sér verði þau lög- Þögn farin að skaða málið Björn Bjarnason, formaður utan- ríkismálanefndar, sagði að sú þögn sem hefði ríkt um þetta mál gagn- vart utanríkismálanefnd væri farin að skaða málið sjálft og nauðsynlegt væri að þingnefndinni yrði skýrt frá þeim atriðum sem til umræðu væru. „Það stendur ekki til að rifta varnar- samstarfinu eða slíta því góða sam- starfi sem verið hefur milli Islands og Bandaríkjanna um varnar- og ör- yggismál allt frá árinu 1949 eða 1951,“ sagði Björn einnig. Þá sagðist hann ítreka að áður en næsta við- ræðulota hæfíst milli landanna yrði utanríkismálanefnd skýrt frá öllum málavöxtum. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagðist gera kröfu til þess að utanríkismála- nefnd yrði a.m.k. skýrt frá hveijar væru tillögur íslenskra stjórnvalda þótt orðið yrði við ósk Bandaríkja- manna um trúnað um þeirra tillögur. „Hér er um svo stórt mál fyrir þjóð- ina alla að ræða, að þetta mál má ekki fá þá umfjöllun sem það hefur fengið í skrifum blaða," sagði Stein- grímur. Sagðist hann þó trúa frétt Morgunblaðsins betur en þeim svör- fest, gæti gefið tóninn í fleiri þáttum er varða verkaskiptingu ríkis og kirkju, og meðal annars á þann hátt að kirkjan annaðist launagreiðslur starfsmanna sinna. „Slík leið gæti orðið til að höggva á þann hnút sem kjaramál presta eru í,“ sagði Þor- steinn, en minnti jafnframt á að mikil- vægt væri að lífeyrisréttindi starfs- manna kirkjunnar röskuðust ekki við hugsanlega breytingu af þessu tagi. „í slíkri uppstokkun hljóta að felast miklir möguleikar fyrir þjóðkirkjuna sem myndi sjálf geta ákvarðað launa- kerfí sitt og fjölda starfsmanna og hvar þeim yrði skipað til þjónustu. Sókna- og prestakallaskipun myndi jafnvel vera óþarft að binda í 1 ög,“ sagði Þorsteinn. Breytt sóknaskípan Herra Ólafur Skúlason kvaðst í ræðu sinni vilja að skipan sókna og prestakalla verði endurskoðuð, því í dag sé svo komið að annars vegar geti prestar í fjölmennari sóknum um sem fram hefðu komið hjá utan- ríkis- og forsætisráðherra og virtist honum fréttin vera byggð á traustum upplýsingum. Anna Ólafsdóttir Björnsson, þing- maður Kvennalista, sagði að utanrík- isráðherra hefði sýnt utanríkismála- nefnd virðingarleysi með því að hafa ekki lögboðið samráð við nefndina og sagði það ámælisvert. Efnisatriði fréttar Morgunblaðsins Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði að stefna í málinu hefði verið mótuð fyrir opnum tjöld- um. „Það sem við erum að tala um, er að á þessu stigi málsins er trúnað- ur um samningaviðræðurnar sjálfar. Slíkt er að sjálfsögðu hvorki brot á lögum, né starfsvenjum," sagði utan- ríkisráðherra. Sagði hann að ákveðið hefði verið af hálfu íslendinga að verða við ósk um trúnað í ljósi þess að hraða átti þessum viðræðum. Sagði hann gagnrýnivert að viðræðurnar hefðu dregist á langinn og greindi frá því að lýst hefði verið óánægju ís- lenskra stjórnvalda við starfandi sendiherra Bandaríkjanna á mánudag méð það hversu viðræðurnar hefðu dregist og að ströng tímamörk væru á því hversu lengi væri unnt að verða við ósk samningsaðilans um að við- halda fullum trúnaði. Fullyrti ráð- herra að þess væri skammt að bíða að hægt yrði að leggja tillögurnar fram í utanríkismálanefnd til um- ræðu. Þá sagði hann erfiðleikum bundið að verða við óskum þingmanna um að birta gagntillögur íslendinga ef tillögurnar sjálfar, sem lagðar hefðu verið fram væru bundnar trúnaði. Þá sagði Jón Baldvin að utanríkis- tæpast sinnt sóknarbörnum sínum, en einnig sé víða svo komið að prest- ar beri ábyrgð á alltof mörgum fá- mennum sóknum sem leiði til fækk- unar messa í hverri sókn. Fámennum sóknum fari einnig fjölgandi vegna búseturöskunar. „Eg hef ævinlega haldið því fram að kirkjan eigi að hafa sem ítarlegust umráð yfir innri málum sínum,“ segir herra Ólafur, „og þá á ég við að það sé ekki eðli- legt að við þurfum að leita til Alþing- is ef við ætlum að breyta einhveiju með prestaköll. í lögunum frá 1990 um prestaköll og prófastdæmi er stigið fyrsta skrefíð í þá átt að þijú stærstu prófastdæmin, bæði Reykja- víkurprófastdæmin og Kjalarnes- prófastdæmi, geti að uppfylltum ákveðnum reglum breytt presta- kallaskipan sinni án þess að komi ráðuneytið hefði birt yfirlýsingu sína í tilefni fréttar Morgunblaðsins, þar sem borin hefðu verið til baka þau efnisatriði sem ástæða hafi verið til, þ.e. að í viðræðunum hafi komið til tals að vamarsamningnum yrði sagt upp, eða að sett hefði verið fram krafa um að varnarliðið hyrfi úr landi og um að af hálfu íslenskra stjórnvalda hefði verið samþykkt að hernaðarlegt mat á viðbúnaði varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli yrði alfarið í höndum Bandaríkjahers. „Þetta eru þau efnisatriði í fréttinni sem ástæða var til að bera til baka vegna þess að þau gefa villandi mynd af viðræð- unum, þessar fullyrðingar eru rangar og gætu þess vegna skaðað málið út af fyrir sig,_“ sagði Jón Baldvin. Jóhann Arsælsson, Alþýðubanda- lagi, benti m.a. á að þeir stjórnmála- flokkar sem bæru ábyrgð á veru hers- ins á íslandi hefðu ætíð lýst yfir að hér skyldi vera her af öryggisástæð- um en ekki vegna atvinnu- eða efna- hagsmála. Nú væru runnir upp þeir friðartímar sem kölluðu á brottför hersins en sú stefnubreyting virtist hafa orðið af hálfu stjórnvalda að hér ætti að vera her á friðartímum. Rannveig Guðmundsdóttir, Alþýðu- flokki, sagði að utandagskrár- umræða á þessari stundu væri ekki til þess fallin að eyða óvissu í mál- inu. Árni R. Árnason, Sjálfstæðis- flokki, sagði að stefna viðræðnanna lægi þegar fyrir. Sagði hann mikil- vægt að hætta umræðum um getgát- ur og mikilvægt væri að viðræðunum yrði flýtt. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi, benti á að utanrík- ismálanefnd væri bundin trúnaði og því væri ekki hægt að samþykkja, að ekki væri haft lögbundið samráð við nefndina. til kasta Alþingis, og ég tel að þessi háttur þurfi hvarvetna að vera á. Kirkjan á að bera ábyrgð á þessum málum því hún skilur flestum betur hvar skórinn kreppir og hvar þurfi að veita fé eða færa til.“ Biskup kvaðst ekki eiga við að fækka ætti prestum né að sóknir verði lagðar niður, heldur þyrfti að breyta núverandi skipulagi, m.a. með skipan sérstakra miðnefnda allra sókna í viðkomandi prestaköllum. „Ekkert er því til fyrirstöðu að sami söfnuður beri ábyrgð á fleiri en einni kirkjubyggingu, og reyndar gert ráð fyrir því að í tilfellum eins og hér er vitnað til sé ein sóknarkirkja en hin eða hinar útfararkirkjur og njóti stuðnings úr safnaðasjóðum til við- halds sem og kirkjugarðar,“ sagði herra Ólafur. Hugmyndir um breytta skipan launamála kynntar við setningu kirkjuþings Lítum með varúð til hugmyndanna - segir herra Olafur Skúlason, biskups Islands KIRKJUMÁLARÁÐHERRA kynnti í gær í ræðu sinni við setningu 24. kirkjuþings íslensku þjóðkirkjunnar í Bústaðakirkju hugmyndir um að starfsmönnum kirkjunnar verði í framtíðinni greidd laun úr sjóði sem kirkjan ráði yfir. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, segir launasjóðinn vera forvitnilega hugmynd en hún hafi ekki verið útfærð á nokkum handa máta. „Við höfum ekki séð neitt áþreifanlegt varð- andi sjóðinn né hvernig á að tryggja að hann verði ekki skertur svo að kirkjan standi uppi með starfsmenn sem hún getur ekki greitt laun. Við horfum því með varúðaraugum í þessa átt, því við höfum reynslu fyrir því að ríkið hafi skert þá sjóði sem við töldum tryggða með lög- um,“ segir herra Ólafur. 24. kirkjuþing sett HERRA Ólafur Skúlason, biskup íslands, og Þorsteinn Pálsson kirkju- málaráðherra takast í hendur við setningu kirkjuþings. Afhenti biskup ráðherra tilraunaútgáfu með nýrri þýðingu á fyrstu fimm bókum Gamla testamentisins við það tækifæri. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 23 Morgunblaðið/Sverrir Ríkiskaup taka við NAFNABREYTING Innkaupastofnunar ríkisins tók gildi í gær og var þá sett upp þetta skilti fyrir ofan inngang stofnunarinnar í Borgartúni 7. Ríkískaup taka við af Inukaupastofnun INNKAUPASTOFNUN rikisins hefur hlotið nýtt nafn, Ríkiskaup, og er með því verið að undirstrika þá breytingu sem unnið er að hjá fyrirtækinu að framvegis verði lögð megináhersla á þjónustu við stofn- anir ríkisins um útboð. í útboðsstefnu sem ríkissljórn hefur samþykkt eru ákvæði þess efnis að öll kaup á vöru og þjónustu yfir tvær milljón- ir króna skuli boðin út sem og framkvæmdir yfir fimm milljónir króna. rekstrarvöru hvers konar vera sam- I útboðsstefnu ríkisins er jafnframt kveðið á um að Ríkiskaupum skuli falið að auglýsa öll útboð, afhenda útboðsgögn og taka við tilboðum. Eftir sem áður er það viðkomandi ráðuneyti eða stofnun sem tekur ákvörðun um vöru- eða þjónustukaup og hvaða tilboði skuii tekið. Sam- kvæmt útboðsstefnunni skal þó ætíð taka hagkvæmasta tilboði, með tilliti til verðs og gæða. í hinni nýju útboðsstefnu er skýrt kveðið á um hvað skuli boðið út og hvenær. Fyrir árslok 1994 skal __að minnsta kosti helmingur innkaupa kvæmt útboðum, innkaup og verk- samningar vegna framkvæmda og viðhalds einnig og allir þjónustusamn- ingar skulu gerðir að undangengnu útboði. Þá hefur stjórn opinberra innkaupa gefið út Reglur um innkaup ríkisins. Þar er að finna ákvæði um útboð og útboðsaðferðir, val á bjóðendum, út- boðsgögn, samanburð tilboða og val á tilboði. Reglurnar eru samdar með hliðsjón af reglum nágrannalandanna og ábendingum frá stofnunum at- vinnulífsins og stofnana ríkisins. A Ragnar Ingimarsson, forstjóri HHI Neitar fullyrðingum um þóknun sem happdrættið bjóði RAGNAR Ingimarsson, forsljóri Happdrættis Háskóla íslands, vísar algjör- lega á bug þeirn tölum sem Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross- ins, segir að HHI bjóði í þóknun vegna þeirra spilavéla sem happdrættið er að fá til landsins. „Þetta nær ekki nokkurri átt og við erum gáttaðir á þessum málflutningi," sagði Ragnar. HHÍ er með í athugun nýjungar í flokkahappdrættinu í tilefni af sextíu ára afmæli happdrættisins sem er á næsta ári. Eitt af því sem er í athugun er að bjóða upp á stærsta vinn- _ ing sem sést hefur hér á landi, að sögn Ragnars. Vélamar sem væru á leið til landsins kæmu ekki í stað þess sem þeir hefðu fyrir, heldur væru viðbót og yrðu reknar samhliða því sem happdrættið væri með fyrir. Ragnar sagði að deilurnar um þóknunina væru ekki stórt mál, en það væri afskaplega óeðlilegt frá við- skiptalegu sjónarmiði að skýra frá því niður í hvert prósent hvernig menn höguðu sínum viðskiptasamn- ingum, það væri aldrei gert. „Mér finnst það ekki mjög siðlegt að vera að knýja okkur nákvæmlega upp á punkt og prik að segja hvernig okkar viðskiptasamningur er gerður. Eg hef ekki orðið var við að neinn annar geri þetta. Ég hef til dæmis ekki heyrt neina samninga um það hvern- ig kaupum Rauða krossins á sínum kössum er háttað." Ragnar sagði að þeir hefðu stefnt að því að borga sambærilega þóknun og Rauði krossinn borgaði fyrir sína kassa og það væri meðal annars gert vegna tilmæla frá þeim á fyrri stigum málsins. Um tvennt væri að ræða til viðbótar. Annars vegar þyrftu þeir að leigja hugbúnað vegna vélanna, en hann fengist ekki keyptur, og hins vegar hefðu þeir ákveðið að leigja vélarnar fremur en kaupa þær vegna örrar þróunar á þessu sviði, sem gæti úrelt vélarnar á skömmum tíma. Leigan væri tengd veltunni en auk þess væru öryggisventlar sem tryggðu að greiðslurnar væru eðlileg- ar. Það væri um þriðjungur sem þeir þyrftu að greiða utanaðkomandi aðil- um í það heila tekið. Þeir teldu sig vera með afskaplega hagstæða samn- inga og kannski svo hagstæða að hinn aðilinn hefði fengið út ýmis kon- ar vitleysu varðandi kostnaðinn. Stærsti vinningurinn Ragnar sagði að flokkahappdrættið yrði áfram ein af öflugri fjároflun- arleiðum happdrættis Háskóla íslands og þeir vonuðust til að geta styrkt það ennfrekar. Þeir hefðu fitjað upp á nýjungum á þessu ári sem fælust í því að veita vinninga út á tvær síð- ustu tölur í númerunum og það hefði gert það að verkum að vinningar, sem að vísu væri ekki alltaf mjög háir, kæmu á annan hvern miða. Þeir myndu einnig halda áfram með skafmiðahappdrættið. Happa- þrennan höfðaði til ákveðins hóps í þjóðfélaginu og í flestum löndum nyti hún mikilla vinsælda og hefði eflst að undanförnu. Þar væru einnig ýmsar nýjungar á döfinni. „Flokkahappdrættið og skafmiða- happdrættið eru happdrættisform sem eiga framtíð fyrir sér sem slík,“ sagði Ragnar. Hann sagði til dæmis að það væru möguleikar á að tengja skafmiðahappdrættið sjónvarpsút- sendingum. Það hefði verið gert er- lendis og fengið mjög góðar viðtökur. Hins vegar sagðist hann sannfærð- ur um að sú tækni sem þeir væru að taka í notkun, samtenging í gegn- um tölvuafgreiðslu, yrði ríkjandi á happdrættismarkaði heimsins á næstu tveimur til þremur árum. Þró- unin væri svo ör í þessum efnum. Guggenheim ogMOMA kaupa verk eftir Islendinga HIN VIRTU listasöfn Guggenheim í New York og Museum of Modern Art í San Fransisco hafa fest kaup á verkum eftir ís- lensku listamennina Margréti Magnúsdóttur og Halldór Ásgeirs- son. Um er að ræða listbækur, nokkurs konar grafíkverk sem gerð eru í mörgum eintökum. „Útgáfufyrirtækið Stop Over Press hér í Berlín fór með verkin okkar á bókasýninguna í Frank- furt í byijun mánaðarins ásamt fleiri verkum en fyrirtækið sér- hæfir sig í bókalist, sem er sér- grein innan myndlistar. Islend- ingurinn Helgi Skúta Helgason er einn margra sem að Stop Ovor Press standa,“ sagði Mar- grét í samtali við Morgunblaðið. Kaupverð skiptir ekki máli „Ég gerði tuttugu öskjur með ljóðabókum, í hverri bók er eitt ljóð eftir sjálfa mig og í hverri öskju eru þijár bækur. I tíu öskj- um eru Ijóðin á íslensku og í hinum tíu á ensku. Öskjurnar era merktar og númeraðar eins og grafíkverk og bækurnar hand- unnar að öllu leyti. Ljóðin eru ekki prentuð með bleki heldur er þeim þrykkt á pappa með sérstöku járni. Bókabúðin í Guggenheim keypti tvær öskjur með bókum eftir mig til að sýna og selja og eina bók eftir Hall- dór. Svo keypti Museum of Mod- em Art í San Fransisco, þ.e. safnið sjálft, eina öskju eftir mig,“ sagði Margrét. „Kaupverðið var ekki hátt af því að verkin eru í mörgum ein- tökum. Ég held að bókin mín hafi farið á u.þ.b. 10.000 krón- ur. En það skiptir engu máli. Það er heiður út af fyrir sig að þessi söfn skyldu sýna verkunum áhuga og það er miklu meira virði heldur en einhver tíuþús- undkall,“ sagði Margrét. * ISI athugar með rekst- ur sjónvarpsbingós ÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur verið með til athugunar mögu- . leika á að setja á laggirnar sjónvarpsbingó og hefur málið verið kynnt dómsmálaráðherra. Sölukassar Islenskrar getspár yrðu notað- ir til að selja bingóspjöldin ef af yrði. Tölur í bingóinu yrðu dregnar út í beinni útsendingu og fyrir tilverknað tölvutækninnar yrði ljóst nánast um leið og einhver fengi bingó. Friðjón Friðjónsson, gjaldkeri íþróttasambands íslands, staðfesti að þetta hefði verið til skoðunar hjá samtökunum, en engar ákvarðanir verið teknar. Hugmyndin hefði verið kynnt dómsmálaráðherra og frá því skýrt að íþróttahreyfingin væri að kanna þessi mál, en ekki hefði verið formlega sótt um leyfi. Málið hefði heldur ekki verið rætt við Islenska getspá, en þar er íþróttahreyfingin 46,67% eignaraðili. Hugmyndin væri hins vegar sú að nota sölukassana til að selja bingóspjöldin. Síðan merkti fólk við um leið og tölurnar væru lesnar upp í sjónvarpi og þá væri hægt að vita hvenær einhver fengi bingó þar sem tölvukerfið væri mjög fullkomið. Aðspurður hvernig hann sæi þró- unina í þessum efnum sagði Friðjón, að tölvutæknin væri að ryðja öðrum hefðbundnari formum til hliðar og fólk vildi fá að vita strax hvort það hefði unnið eða ekki. Aðspurður sagði hann að þeir sæju þetta fyrir sér bæði sem möguleika á viðbótar-' tekjuöflun og einnig sem valkost við það sem þeir byðu upp á fyrir. Þarna væri eingöngu verið að bregðast við tækniþróuninni og tíðarandanum. Hins vegar væri málið á frumstigi og lítið hægt að segja um það frek- ar. Aðspurður hvort þeir þyrftu leyfi frá dómsmálaráðuneytinu eða hvort núgildandi reglur heimiluðu þeim' rekstur sjónvarpsbingós sagði Frið- jón að það væri álitamál. Viðkvæmar ástarliugsanir Fyrsta bókin í öskjunni heitir Hvísl, önnur heitir Heimsókn og þriðja Morgunn. Efni ljóðanna eru hugsanir konu til manns, þau eru mjög erótísk og tengjast ástarsambandi. I hverri bók eru sextán síður og eru síðurnar bundnar báðum megin þannig að það þarf að kíkja ofan í bók- ina til að geta lesið ljóðið. „Það er eins og þú sért að hnýsast í hugsanir annars manns eða lesa bréf einhvers annars, þetta er svona svolítil leyndarmál, hugs- anir konu til manns sem enginn veit hveijar eru nákvæmlega en allir kannast við. Bækurnar eru viðkvæmar en það eru hugsanir líka, sérstaklega ástarhugsanir. Þetta er allt svona frekar við- kvæmt en samt ekki svo að það má alveg lesa þær,“ sagði Mar- grét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.