Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
2S
Meðferðarstöð fyrir áfeng-issjúkling-a undir íslenskri stjórn
Jákvæðar niðurstöður í at-
hugun á gildi meðferðarinnar
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
MEÐFERÐARMIÐSTÖÐ undir stjórn tveggja íslendinga fyrir áfeng-
issjúklinga hefur fengið góða útkomu í athugun, sem danskur lækn-
ir hefur gert. Miðstöðin er rekin í húsnæði sjúkrahússins á Friðriks-
bergi og sinnir fólki i dagmeðferð, en ekki með innlögn. Þetta er
fyrsta danska rannsóknin á Minnesota-meðferðinni í Danmörku, sem
gerð er af óháðum sérfræðingi. Forstöðumenn stöðvarinnar eru
Guðrún íslandi og Gizur I. Helgason, sem bæði hafa hlotið menntun
og þjálfun i áfengismeðferð á Isiandi og i Bandaríkjunum.
Guðrún íslandi og Gizur I. Helga- á þann hátt sem tíðkaðist á opinber-
son komu til Danmerkur til að vinna
á meðferðarheimilinu Von-V.eritas,
sem rekið var af íslendingum. Þeg-
ar það hætti rekstri fóru þau að
huga að áframhaldandi meðferð
áfengissjúklinga í Danmörku. Þau
fengu aðstöðu á sjúkrahúsinu í
Friðriksbergi í Kaupmannahöfn,
þar sem þau reka meðferðarmiðstöð
og kenna áfengismeðferð. í upp-
hafi fóru þau af stað með áætlun,
sem Niels Björum yfírlæknir á geð-
deild sjúkrahússins fylgdi eftir og
sem studd var af ýmsum fyrirtækj-
um og sjóðum. Björum talaði við
120 sjúklinga áður en þeir hófu
meðferð og fylgdi þeim síðan eftir
í eitt ár.
Bindindi og hófdrykkja
hlægileg í augum Dana
Tilgangurinn með athuguninni
var að athuga hvemig meðferðin
verkaði, en einnig hvers konar sjúk-
lingar hefðu mest gagn af meðferð-
inni. Af 120 sjúklingum voru 69
lausir við áfengi ári eftir að með-
ferðinni lauk. Ef miðað væri við
þá sem færu í meðferð á opinberum
meðferðarstofnunum, sem ekki
nota Minnesota-aðferðina þá
drukku áfengissjúklingamir sem
hér voru athugaðir heldur minna
en sjúklingar þar. Reynslan sýnir
,að því meir sem fólk drekkur fyrir
meðferð, því erfíðara reynist því
að hætta. Björum sagðist ekki geta
áttað sig á muninum á þeim sem
hætta eftir meðferð og þeim sem
taka aftur upp drykkju. Þó hann
hefði verið fullur tortryggni á gagn-
semi meðferðarinnar fyrirfram þá
hefði hann skipt um skoðun þar sem
árangurinn væri góður.
Bjömm sagðist þó gera sér ljóst
að til að árangurinn væri strangvís-
indalegur þyrfti að skipta áfengis-
sjúklingum í tvo hópa á handahófs-
kenndan hátt, meðhöndla annan
eftir Minnesota-aðferðinni og hinn
um meðferðarstofnunum. Slíka at-
hugun gæti hann þó ekki hugsað
sér að framkvæma. Það skipti ein-
mitt máli fyrir meðferðina að fólk
veldi sér þá meðferð, sem það tryði
á.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Björum að drykkjumynstur Dana
væri ólíkt því sem væri á hinum
Norðurlöndunum. Hér væri meiri
vanadrykkja, sem gengur út yfír
líkamlega heilsu líkt og í Frakk-
landi og á Ítalíu, en minna um að
fólk drykki sig undir borðið. Vana-
drykkjan er því ekki eins sýnileg,
en hann sagðist ekki í vafa um að
hún væri vaxandi vandamál, eins
og sæist á innlögnum á ljrflækn-
ingadeildir. Danir tækju áfengis-
vandamál hins vegar ekki alvarlega
og þætti svolítið hlægilegt að heyra
bindindi eða hófdrykkju nefnda.
Róninn með kogarann í teikningum
danska teiknarans Storm P. þætti
bara sætur. Það væri athyglisvert
að 1 Svíþjóð væri þriðjungur íbú-
anna bindindismenn, en aðeins
fímm prósent í Danmörku.
Dagsmeðferð í stað innlagnar
Gizur I. Helgason sagði að helsti
munurinn á meðferðinni hjá þeim
og á íslandi væri að þau biðu upp
á dagmeðferð, ekki innlögn eins og
tíðkaðist á íslandi, þar sem hið
opinbera greiddi allan kostnað. Þau
hefðu kosið dagmeðferð, bæði af
því að hún er ódýrari, en einnig af
því að hún hefði gefíð góða með-
ferð í Bandaríkjunum. Dagmeðferð
hefði líklega komið upp þar sem
margir sjúklingar vildu ekki taka
sér frí í sex vikur til að leggjast
inn, en dagmeðferð væri líka heppi-
leg því þá þyrfti sjúklingurinn að
takast á við daglega lífíð, en væri
ekki stikkfrí í vemduðu umhverfí,
sem gæti verið erfitt að yfírgefa
að meðferð lokinni. Meðferðin kost-
ar um 150 þúsund íslenskar krón-
Þau hjálpa áfengissjúkum
FORSTÖÐUMENN Meðferðarmiðstöðvarinnar í Friðriksbergi,
Gizur I. Helgason og Guðrún íslandi.
ur. í henni felst sex vikna dagmeð-
ferð, sem stendur fram til kl. 13 á
daginn, viku fjölskyldumeðferð og
síðan tólf mánaða þátttaka í stuðn-
ingshóp.
Rekstur meðferðarmiðstöðvar-
innar hófst sem tveggja ára til-
raunaverkefni með þátttöku Niels
Björum. Þegar það var á enda
bauðst Gizuri og Guðrúnu að reka
stöðina áfram í húsnæði sjúkra-
hússins. Stjóm sjúkrahússins legg-
ur þeim til húsnæðið endurgjalds-
laust, auk þess sem það greiðir
fyrir ræstingu, rafmagn og hita,
en miðstöðin stendur að öðm leyti
straum af rekstrinum. Samningur-
inn er til fímm ára. Gizur sagðist
halda að helmingur íslenskra áfeng-
issjúklinga gæti notað sér dagmeð-
ferð, ef boðið væri upp á hana á
íslandi, þvi árangurinn væri sá
sami. Styrkur rannsóknarinnar,
sem nú hefði verið gerð væri að
hún væri framkvæmd af aðila, sem
ekki tæki þátt í meðferðinni eða
ætti hagsmuna að gæta varðandi
hana.
Dönsk fyrirtæki vísa
áfengissjúklingum i meðferð
Mörg dönsk fyrirtæki hafa sér-
staka áfengisstefnu innan fyrirtæk-
isins. Hún getur til dæmis falist í
því að ekki sé dmkkið á vinnustað
og að starfsfólk sé frætt um áfengi
og áhrif þess. Ef í ljós kemur að
starfsfólk á við áfengisvanda að
stríða er því gert ljóst að annað-
hvort fari það í meðferð, eða verði
að hætta. Fyrirtækin styðja þá
venjulega áfengissjúklingana fjár-
hagslega til að leita sér lækningar.
Um helmingur sjúklinga í miðstöð-
inni á Friðriksbergi koma sam-
kvæmt tilvísun vinnuveitenda.
Bodil M. Jensen er starfsmanna-
stjóri hjá Dansk olie og naturgas.
Fyrirtækið studdi rannsóknarverk-
efni meðferðarstöðvarinnar og hef-
uf vísað áfengissjúklingum þangað.
Bodil M. Jensen sagði að fyrirtækið
hefði sent þijá sjúklinga í meðferð
og þeir væm nú allir komnir aftur
í vinnu. Hún sagði að vinnuveitend-
ur hefðu mikla möguleika á að
hjálpa áfengissjúklingum, því það
veitti mikið aðhald ef fólk sæi fram
á að missa vinnuna. Það versta sem
hægt væri að gera sjúklingunum
væri að hylma yfír með þeim og
hjálpa þeim til að fela drykkjuna.
Hún sagði að sér þætti mikilvægast
við meðferðina að boðið væri upp
á aðstoð fyrir aðstandendur. Sjálf
sagðist hún hafa fylgt einum starfs-
manni eftir í meðferð og farið í
aðstandendameðferð. Það hefði
opnað augu sín og með því að ræða
drykkjuskap á vinnustað opnaði það
líka möguleika fyrir aðstandendur
áfengissjúklinga til að köma fram
með sín vandamál. Hún sagði að
mörg dönsk fyrirtæki hefðu
áfengisstefnu og að tryggingarfé-
lög legðu til dæmis fé í einkameð-
ferðarstöðvar.
Á meðferðarstöðinni er einnig
boðið upp á menntun fyrir þá sem
vilja leggja fyrir sig áfengismeð-
ferð. Jörgen F. Nissen er umsjónar-
maður með kennslunni, en hann
hefur skrifað sex bækur um áfeng-
ismeðferð og rekur ráðgjafafyrir-
tæki um áfengismeðferð. Hann
lætur vel af samstarfinu við Guð-
rúnu og Gizur sem kenna bæði og
segir að þau hafi ekki ráðist á garð-
inn þar sem hann sé lægstur með
því að bjóða upp á dagmeðferð, því
hún sé nýjung í Danmörku. Ráð-
gjafastarf hans felst meðal annars
í að fyrirtæki hafa samband við
hann og fá hann til að tala við
áfengissjúklinga, sem ekki vilja við-
urkenna sjúkdóm sinn og marga
þeirra sendir hann í meðferð á Frið-
riksbergi. Hann er meðal annars
ráðgjafí fyrir utanríkisráðuneytið
danska og Kastrup-flugvöll. Nissen
og Guðrún eru í sameiningu ráð-
gjafar fyrir stjómvöld í Litháen um
áfengismeðferð.
Bók um áfengissjúklinga og
fjölskyldur þeirra
Guðrún Islandi er dóttir Stefáns
íslandi. Hún ólst upp í Danmörku,
en er íslenskur ríkisborgari og talar
íslensku. Hún segir að viðmótið af
hálfu sjúkrahússtjómarinnar sé
eins og best verður á kosið og það
eitt að þau fái afnot af húsnæðinu
sé viðurkenning á starfínu. Þau
Gizur hafa unnið saman síðan 1986
og vom í hópi íslendinga, sem komu
til Danmerkur til að vinna við með-
ferð áfengissjúklinga á Von-Verit-
as.
Nýlega kom út bók eftir Gizur
um áfengismisnotkun, sem heit-
ir„Lev mens du kan - Alkoholmis-
bmg, et familieproblem". í bókinni
bendir Gizur á að það sé næstum
borin von að áfengissjúklingar nái
tökum á sjúkdómi sínum nema að
fjölskyldan taki þátt í meðferðinni.
Bókin hefur hlotið mjög góða um-
fjöllun og er meðal annars notuð
við kennslu á félagsfræðibrautum.
Fyrri hluti bókarinnar er um hin
ýmsu einkenni áfengissjúklinga og
fjölskyldna þeirra, en seinni hlutinn
er sögur fimm manna, sem annað-
hvort hafa dmkkið eða búið með
áfengissjúklingum. Mikið er gert
úr mikilvægi AA-samtakanna, en
þeim sem fara í meðferð í miðstöð-
inni er eindregið bent á að nýta sér
starf þeirra, bæði fyrir áfengissjúk-
linga og aðstandendur þeirra.
Einar Þorkell Am-
kelsson — Minning
Einar Amkelsson var æskuvinur
minn. Við kynntumst í Laugarnes-
hverfínu um það leyti sem við byij-
uðum í barnaskóla og vomm miklir
mátar allt þar til ég fluttist burt 12
ára gamall. Síðar lágu leiðir okkar
saman í Menntaskólanum við Tjörn-
ina.
Á milli heimila okkar á homi Laug-
arnesvegar og Laugalækjar var stórt
svæði sem til allrar hamingju var
látið ófrágengið árum saman. Þar
gátum við Einar ýmist tekið þátt í
leikjum með öllum hinum krökkun-
um, eða verið út af fyrir okkur við
kofasmíði, dúfnaveiðar, kassabílag-
erð, flekasmíði eða ævintýra-
mennsku. Ekki þótti okkur síður að
lesa bókakost hvors annars upp til
agna eða þvælast saman í strætó til
að sækja meira af svo góðu á Borgar-
bókasafnið.
Einar var ekki alveg eins og hinir
krakkamir. Hann var skapmikill og
oft sérlundaður. En það skipti aldrei
máli. Einar var bara eins og hann
var. Þannig þekkti maður hann og
þannig tók maður honum. Þar með
varð ekkert mál að eiga með honum
allar góðu stundirnar.
Einar var greindur og góður náms-
maður. Þá hæfíleika átti hann að
rekja til foreldra sinna, Elínar Jó-
hannesdóttur og Arnkels Jónasar
Einarssonar, sem gáfu sér tíma til
að setjast niður og tala við okkur
krakkana um allt milli himins og
jarðar. Eftir því sem leið á uppvaxt-
arár Einars kom betur í ljós að hann
átti við geðræn vandamál að stríða.
Því miður komu þau í veg fyrir að
gáfur hans og hæfileikar fengju að
njóta sín til fulls. Gæfa hans var
hins vegar að eiga stuðning í fjöl-
skyldu sinni.
Einar er óijúfanlegur hluti af
áhyggjulausum uppvaxtarárum,
þegar sérhver nýr dagur var stór-
kostlegri en allt annað sem við höfð-
um kynnst. Samverustundimar með
honum voru dýrmætar og fyrir þær
mun ég alltaf minnast hans.
Ólafur Hauksson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir,
GUÐRÚN VÍGLUNDSDÓTTIR,
Faxastíg 11,
Vestmannaeyjum,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. október síðastliðinn.
Róbert Eyvindsson,
Vilhjálmur, Sigurlaug, Bjarki Már,
Jóhann Freyr, Helena Osk, Birgitta íris,
Hermína Marinósdóttir, Víglundur Arnljótsson.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁRSÆLL KR. EINARSSON,
lögregluvarðstjóri,
Sigtúni 33,
lést í Borgarspítalanum að morgni 19.
október.
Guðmunda V. Guðmundsdóttir,
Einar G. Ársælsson,
Kristjana Ársælsdóttir.
t
Móðir okkar,
ANNA MARÍA BALDVINSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Kristskirkju í Landakoti föstudaginn
22. október kl. 15.00.
Karl Guðmundsson,
Ragnar Guðmundsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EiNAR BJARNASON,
fyrrv. aðalvarðstjóri,
andaðist á heimili sínu Mávahlíð 25,
mánudaginn 18. október.
Sigrún Karin Holdahl,
Rannveig Einarsdóttir,
Kristinn Stefán Einarsson,
Skafti Paul Bjarnason,
Sunneva Pétursdóttir,
Steinunn Pétursdóttir,
Klara Kristfn Einarsdóttir,
Sigurður Holdahl Einarsson,
og barnabörn
Einar Karl Kristjánsson,
Guðlaug Hrönn Pétursdóttir,
Christina Annette Bjarnason,
Friðrik Valgeir Guðmundsson,
Guðlaugur Kristinsson,