Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1993 Minning Jónas Gústavsson , Þegar Jónas Gústavsson er fall- inn frá er stórt skarð fyrir skildi. Ekki aðeins vegna þess að hann var snjall og reyndur. dómari heldur einnig af þeim sökum að persónu- leikinn var þeirrar gerðar að nær- vera hans lífgaði upp á hvern dag. Maður er manns gaman stendur einhvers staðar skrifað og kann ég fáa að nefna til sögunnar er þetta á betur við um en Jónas sem nú er genginn til feðra sinna langt fyrir aldur fram. í mínum huga er sá skammi sam- starfstími sem við áttum í Héraðs- dómi Reykjavíkur tími skemmtileg- heita, bráðfyndinna athugasemda og skarpleika sem Jónas miðlaði einatt af til annarra. Undarlegt er acj örlögin skuli beita valdi sínu til að kalla Jónas burt í blóma lífsins og fær mann helst til að trúa því að hann hafi verið kallaður til ann- arra og þýðingarmeiri starfa en unnin eru í Héraðdsómi Reykjavík- ur. Annað sýnist misbeiting á því valdi sem mannlegur máttur fær aldrei ráðið yfir. Þetta er tími sorgar og saknaðar okkar sem í Héraðsdómi Reykjavík- ur störfum þótt sárastur sé harmur konu Jónasar, dætra og ættingja. . y Ég vil senda þeim mínar ríkustu samúðarkveðjur og megi allt verða þeim til styrktar og blessunar. Friðgeir Björnsson. Það var á haustdögum 1956, sem ég sá Jónas í fyrsta sinn. Það var í Vonarstræti, og ef til vill var það táknrænt, því að við, sem og aðrir á þeim aldri, áttum þá enn allar okkar framtíðarvonir sem og drauma. Kynni okkar hófust þó fyrst fýrir alvöru, þegar við sett- umst í þriðja bekk menntaskólans og urðum sambekkingar. Óx þar með okkur órofa vinátta, vinátta sem aldrei hefur brostið né borið skugga á, enda þótt stundum liðu ár á milli funda. Nú er vík, sem ekki verður róin, milli vina og trega- tár falla um kinnar, þegar sest er niður til að festa fáein minningar- prð á blað, en af miklu er að taka. Í huga mér kemur upp sænskur texti, sem sunginn er við lag eftir Haydn. Textinn fjallar um vinátt- una og hljóðar svo í lauslegri þýð- ingu: Hvað er vinátta? Verður hún skýrð? Auglit sem tjáir okkur, að við séum vinir. Við tölum ef til vill ekki oft um tilfinningar okkar, en við vitum bara að við erum vinir. Árin líða og við hittumst ekki oft, en þegar við hittumst, þá ert þú enn sá sami. Við vitum báðir, að vinátta okkar er jafnsterk og hún eitt sinn var. Mér er það mikii gleði, að þú ert til, að við getum bæði hist og kvaðst á einfaldan hátt, án allra aukaorða. Minnumst þess ætíð, að lífið getúr gefið okkur svo dásamlega gjöf sem þessa. Nú er Jónas allur, en ljúfar og glaðar minningar liðinna ára streyma fram. Síðasta samtal okkar tengdist vonum um endurfundi. Það var ekki hvað sízt fyrir áeggjan Jónasar að ég lét verða úr því að koma heim í tilefni 30 ára stúdents- afmælis okkar í júní 1991. Við sát- um saman í Háskólabíói þar sem skólauppsögn menntaskólans fór fram, og við vorum báðir djúpt snortnir. Eftir athöfnina fórum við saman niður í Lækjargötu, þar sem Guðni rektor, að góðum íslenzkum sið, hélt kaffiboð í Casa Nova. Við hittum þar og ræddum við gamla kennara, gengum síðan saman um gamla skólann, rifjuðum upp gaml- ar og notalegar minningar. Ég lof- aði honum að ég skyldi ekki vera fjarri góðu gamni, þegar næsta stúdentsafmæli rynni upp. Þetta var dagur tilfinninga, ef til vill mest ljúfsárra slíkra, því að ég fann hversu mikils ég hafði farið á mis vegna sjaldgæfra heimsókna minna. En við vorum ekki bara tveir, við vorum fjórir óaðskiljanleg- ir félagar. Móðir mín kallaði okkur „quadrumviratið" en auk Jónasar og mín voru það Sigurður Björnsson og Þorkell Erlingsson.. Við vorum sem bræður og áttum nánast fjórar mæður hver, svo náin voru tengsl okkar. Það kom líka vel í ljós, þeg- ar ég kom heim ásamt Söru, konu minni, og börnum tveim sumarið 1989 að tengsl þessi voru órofin, enn tilheyrðum við allir sömu fjöl- skyldunni. Því verður ekki með orð- um lýst, hversu notaleg tilfinning það var að finna þetta, og Jónas átti sterkan þátt í að svo var sem og Kristín, lífsförunautur hans og félagi í einu og öllu. Enn var það eitt, sem batt okkur böndum, og það var að sonur minn bar nafn hans. Ég veit að stóri Jónas eins og við ætíð kölluðum hann í fjöl- skyldu okkar kunni vel að meta það. Það sýndi sig einnig þegar á reyndi, að vinátta okkar félaga var ekki bara innantóm orð, því að í baráttunni við þann sjúkdóm, sem að lokum sigraði Jónas, naut hann allrar hugsanlegrar hjálpar Sigurð- ar og Þorkell og Margrét veittu honum, Kristínu og dætrunum, Guðrúnu og Steinunni, alla þá stoð, sem unnt var að veita. Við Sara sendum ástvinum Jón- asar innilegustu samúðarkveðjur okkar og ég vil ljúka þessum orðum með þeirri kveðju sem ég hefði fiutt, ef ég hefði getað verið viðstaddur útförina. Far þú í friði, gamli góði vinur. Þökk sé þér fyrir ævarandi vináttu. Blessuð veri minning þín um aldir alda. Gunnar Benediktsson. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn, nú þegar Jónas Gústavsson héraðsdómari er fallinn í valinn, langt um aldur fram. Eftir að hafa fylgst með baráttu hans fyrir lífi sínu í allt sumar og haust tel ég víst að hvíldin hafi orðið hon- um kærkominn, en missir ástvina, vina og samstarfsmanna er ákaflega sár. Jónas fæddist í Reykjavík 12. mars 1941 og var því aðeins 52 ára er hann lést. Hann var yngstur íjög- urra barna þeirra Gústavs Jónasson- ar ráðuneytisstjóra og Steinunnar Sigurðardóttur. Jónas lauk stúd- entsprófí frá MR 1961 og hóf þá nám í Háskóla íslands. Hann lauk lögfræðiprófi 1968 og vann um skeið eftir það á lögmannsstofu í Reykjavík, en sumarið 1970 hóf hann störf hjá borgarfógetaembætt- inu í Reykjavík. Hann var skipaður borgarfógeti frá 1. desember 1979 og gegndi því embætti þar til lög um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði tóku gildi 1. júlí 1992. Þá varð Jónas héraðsdómari í Reykjavík og gegndi því starfi til dauðadags. Jónas var kvæntur Kristínu Gyðu Jónsdóttur félagsráðgjafa og eru dætur þeirra tvær, Guðrún 24 ára og Steinunn 20 ára. Jónas var skarpgreindur og mjög vel að sér um marga hluti. Hann var mikill unnandi klassískrar tón- listar, mjög góður málamaður og töluglöggur svo að af bar. Hann hafði næmt skopskyn og átti jafnan auðvelt með að sjá hinar léttari hlið- ar tilverunnar. Hann var þó skap- mikill og gat verið fastur fyrir, þar sem það átti við. Hann var mikill vinur vina sinna og þeir voru býsna margir sem þess. nutu gegnum tíð- ina. Leiðir okkar Jónasar lágu fyrst saman er ég réðst til starfa við borg- arfógetaembættið í Reykjavík árið 1980. Þar unnum við svo saman allt þar til ég lét af störfum í mars 1992. Við störfuðum hvor í sinni deild embættisins og því var ekki mikið um eiginlegt samstarf að ræða hjá okkur, en ómetanlegt var fyrir mig að eiga Jónas að til sam- ráðs og rökræðu í vandasömum málum. Þessi kynni leiddu svo aftur til samgangs utan vinnustaðarins, ferðalaga með fjölskyldum okkar og annarra samskipta sem mér og mínum verða ógleymanleg. Það var sérstök upplifun að ferðast erlendis með þeim Jónasi og Kristínu. Það var sama hvert ferðinni var heitið, alltaf reyndist Jónas vera búinn að undirbúa alla hluti þannig að miklu meira kom út úr ferðalaginu en al- mennt var hægt að reikna með. Jónas var afar vinnusamur maður. Borgarfógetastarfið var mjög eril- samt og krefjandi og útheimti starfskrafta langt umfram dag- vinnu. Þær voru því ófáar helgarnar og kvöldin sem hann mátti „stauta í athvarfmu“ eins og hann orðaði það stundum sjálfur. Jónas lét sér mjög annt um hagi fjölskyldunnar. Þegar vinnudagur- inn var hvað lengstur hjá honum hér á árunum kvartaði hann oft undan því að geta ekki eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Eg dáðist oft að því hve ræktunarsamur hann var við ættingja sína og kunningja, ekki síst systkin sín og tengdafólk. Hann hafði gert sér ákveðnar vonir um að vinnutíminn yrði skaplegri eftir að hann tók til starfa við hinn nýstofnaða Héraðsdóm Reykjavíkur á síðasta ári, þannig að hann gæti varið meiri tíma með fjölskyldu sinni, en því miður fékk hann ekki að njóta þeirrar breytingar nema stuttan tíma. Jónas var fullfrískur maður fyrir hálfu ári. Fráfall hans nú er ástvin- um hans og fjölskyldum þeirra mik- ið áfall. Við Guðríður vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Ragnar Halldór Hall. Erfidrykkjur (ilaísileg kiiífi- hlaöborö íallegir salir og nijög g(>ð þjónustit llpplýsingar ísínia22322 FLUGLEIDIR HÉTEL LIFTLEIIIt t Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ELLIÐADÓTTIR, lést í Landspítalanum 17. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Birna Kjartansdóttir Fisch, Armand Fisch, Nadia Rúna, Christine Alice og Stefany Birna Fisch. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HJÖRTUR MAGNÚSSON fyrrv. vagnstjóri hjá SVR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 19. október. Arnbjörg Sigurðardóttir og dætur. t Fósturbróðir okkar og frændi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON frá Erpsstöðum, lést í Landspítalanum 18. október. Fóstursystur og systrabörn hins látna. t Elskulegur eiginmaður minn, ÞORBERG PÁLL JÓNASSON, Dalbraut 20, lést þriðjudaginn 19. október í Borgarspítalanum. Elísabet Karlsdóttir. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, ÞÓR SÆVARSSON garðyrkjufræðingur, J Heiðmörk, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 22. október kl. 13.30. Karitas Óskarsdóttir Sævar Magnússon, Ómar Sævarsson, Reynir Sævarsson, Jóna Dísa Sævarsdóttir. t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRIÐUR PÁLÍNA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Látrum f Aðalvík, lést mánudaginn 18. október í Sunnuhlíð, Kópavogi. Matthildur G. Guðmundsdóttir, Jón Freyr Þórarinsson, Erna Þ. Guðmundsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Bjargey Guðmundsdóttir, Jakob Þór Jónsson, Kristfn M. Guðmundsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Valdimar Kr. Valdimarsson, Rósa Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJÖRGVIN ÓLAFSSON, Sóleyjargötu 4, Akranesi, er látinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 22. október, kl. 14.00. Arndís Þórðardóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Manuel Villaverde, Valdimar Björgvinsson, Jóhanna L. Jónsdóttir, Þórður Björgvinsson, K. Sigfríð Stefánsdóttir, Ólöf Björgvinsdóttir, Guðjón Þ. Kristjánsson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR JÓHANNS ÞÓRÐARSONAR úrsmiðs frá (safirði, verður gerð frá Venneslakirkju, Noregi, föstudaginn 22. október kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. María Jóhannsdóttir, Helga Magnúsdóttir Lund, Thor Helge Lund, Kristfn Magnúsdóttir, Karl Sigurðsson, Camilla, Róbert, Teresa, Nordii 30, N-4700 Vennesla, Norge. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát elskulegs sonar okkar, fóstursonar, föður, bróður og eiginmanns, SIGURÐAR MARKÚSAR SIGURÐSSONAR (SONNA). Sigrfður Hjelm, Bragi Eyjólfsson, Sigurður Ingimarsson, Ingibjörg Árnadóttir, Alexander Rafn Sigurðarson, Ásdfs Halla, Aðalheiður Þóra, Sívar Sturla, Árni Ingi, Ingimar, Sonja, Magnús, Embla Arnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.