Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
31
Áslaug Katrín Lín-
dal — Minning
Fædd 8. september 1913
Dáin 11. október 1993
Það verða kaflaskipti hjá stórri
fjölskyldu, þegar ættmóðir fellur
frá. Samheldin fjölskylda missir
mikið. Samskipti og hefðir, sem
hafa mótast á margra áratuga ferli,
raskast og verða aldrei söm aftur.
En góðri menningararfleifð hefur
verið skilað til nýrra kynslóða og
fjölskyldna í vexti. Þannig lít ég á
þau tímamót sem verða við fráfall
tengdamóður minnar, Áslaugar
Líridal.
Áslaug var fædd á Tvöreyri við
Trongisvog á Suðurey i Færeyjum,
dóttir hjónanna Jóhanns Antons
Öster, skipstjóra, og konu hans
Sunnevu Kathrine Öster, en þau
voru bæði frá Suðurey, hann frá
Froðba og hún frá Hove. Fullu nafni
hét hún Kathrine Elisabet Áslaug,
en notaði Áslaugar-nafnið eftir að
hún fluttist til íslands. Hún var
yngst af sjö systkinum, en þau voru
í aldursröð: Povl, Jaspur, Sofus,
Else Margrete, Karl Anton og Laur-
its. Þau eru nú öll látin nema Laur-
its. sem býr háaldraður á Tvöreyri.
Áslaug ólst upp með foreldrum
sínum og systkinum á Tvöreyri og
lauk þar almennu skólanámi. Innan
við tvítugt fór hún til náms í Kaup-
mannahöfn við hinn virta Zahles-
kennaraskóla. Á þessum árum
kynntist hún mannsefni sínu, Jósa-
fat J. Líndal, síðar sparisjóðsstjóra
í Kópavogi, sem þá var við nám við
verslunarháskólann í Kaupmanna-
höfn. Varð það úr að Áslaug hætti
námi til þess að flytjast til Islands
og átti þá skammt eftir til kennara-
prófs. Þau lögðu fýrst leið sína til
Færeyja, þar sem þau gengu í
hjónaband í kirkjunni á Tvöreyri
hinn 17. júlí árið 1938.
Fyrstu árin bjuggu þau á ýmsum
stöðum á Reykjavíkursvæðinu, uns
þau festu kaup á nýbyggðu húsi á
Kópavogsbraut árið 1951. Kópa-
vogur var þá ungur bær í mótun
og tóku þau Áslaug og Jósafat
bæði þátt í uppbyggingu hans með
þátttöku í félagsstarfi. Áslaug var
einn af stofnendum Sjálfstæðis-
kvennafélagsins Eddu og Jósafat
tók virkan þátt í bæjarpólitíkinni.
Af öðrum félagsstörfum Áslaugar
má nefna, að hún var einn af stofn-
endum Færeyingafélagsins á ís-
landi og starfaði í Oddfellow-stúk-
unni Rebekku.
Fljótlega eftir að þau fluttust í
Kópavoginn tóku þau að sér rekstur
Sjúkrasamlags Kópavogs undir sínu
þaki. Áslaug annaðist lengi vel af-
greiðslu fyrir sjúkrasamlagið á
heimili sínu, og þar kynntist Áslaug
fjölda Kópavogsbúa, sem þangað
áttu erindi. Eftir að sjúkrasamlagið
fluttist annað starfaði Áslaug þar
áfram allt til ársins 1982 og var
það hennar aðalstarf utan heimilis-
ins.
Áslaug og Jósafat eignuðust
fjögur börn, þau eru: Erla Guð-
ríður, hárgreiðslumeistari og síðar
sjúkraliði, gift Gylfa Ásmundssyni
sálfræðingi. Þau eiga fjögur börn.
Jóhanna, rannsóknaritari, gift Tóm-
asi Zoéga framkvæmdastjóra, þau
eiga þtjú börn og þrjú barnabörn.
Kristín, kennari, fráskilin. Hún á
tvær dætur. Jónatan Ásgeir, kerfís-
fræðingur, kvæntur Helgu Þor-
bergsdóttir frá Prestsbakkakoti á
Síðu, þau eiga þijú börn saman,
auk þess sem Helga á þijú börn
af fyrra hjónabandi.
Nú eru liðin meira en þijátíu ár
síðan fyrstu tengdasynirnir voru
teknir inn í fjölskyldu þeirra Ás-
laugar og Jósafats, hin tengdabörn-
in nokkrum árum síðar, og á fáum
árum var kominn álitlegur hógur
barnabarna. Bæði Jósafat og Ás-
laug nutu þess að eiga stóra fjöl-
skyldu. Áslaug lét sér mjög umhug-
að um barnabörnin og var mikil
amma, en Jósafat var ættarhöfðing-
inn, sem hafði vakandi auga fyrir
ytri velferð fjölskyldunnar og hafði
gaman af að stofna til fjölskyldu-
boða. Það er varla tilviljun, að öll
börn þeirra kusu að eiga heimili
sitt í Kópavogi og atvikin hafa hag-
að því svo til að þau eru öll í stuttu
göngufæri frá Áslaugu og Jósafat.
Þetta hefur eflaust stuðlað að enn
nánari samskiptum, ekki síst barna-
barnanna við afa og ömmu og hvert
viðannað.
Áslaug var fremur dul kona og
jafnvel börn hennar voru að upp-
götva á seinni árum merkilega
þætti úr æsku hennar og hæfileika
sem hún hafði ekki haldið á lofti.
Eyrir nokkrum árum grófum við
upp teiknimöppu frá skólaárum
hennar í Kaupmannahöfn. Með
mikilli undrun skoðuðum við teikn-
ingar og litkrítarmyndir, sem báru
vott um ótvíræða myndlistarhæfí-
leika. Urval þessara mynda prýða
nú veggi hjá okkur. Fyrir stuttu
heyrðum við svo í fyrsta sinn að
Áslaug hefði leikið á fíðlu á þessum
árum. Hvorugan þessara hæfíleika
ræktaði hún á fullorðinsárum og
er mikil eftirsjá að því. Hins vegar
mátti öllum vera ljóst að hún bjó
yfír listrænum hæfileikum. Heimili
þeirra Jósafats, fyrst á Kópavogs-
braut og síðar á Sunnubraut, bar
vott um óvenju mikla smekkvísi og
næmt fegurðarskyn húsmóðurinn-
ar. Hún var mikil blómakona, sem
sjá mátti bæði utan og innan dyra.
Blómaskálinn á Kópavogsbraut var
skart heimilisins og vakti athygli
þeirra sem þar bar að garði meðan
slíkir skálar voru ekki eins algengir
og nú er orðið
Fyrir nokkrum árum gerðum við
hjónin okkur ferð til Færeyja, ég í
fyrsta skipti. Mér er þessi ferð ákaf-
lega minnisstæð og margt kom mér
þar ánægjulega á óvart. Nátt-
úrufegurð er mikil í Færeyjum, en
fólkið og lífshættir þess þótti mér
ekki síður áhugavert. Þorpin og
bæirnir búa yfír sérstökum þokka
og mér fannst Færeyingar vera ein-
staklega gott fólk. Við komum til
Tvöreyrar, þar sem Áslaug ólst
upp, og heimsóttum ættingja henn-
ar. Bernskuheimili hennar stóð þar
lítið breytt frá því hún var þar lítil
stúlka. Eg hafði á tilfínningunni að
hinn rólegi taktur mannlífsins væri
hinn sami og fyrrum. Þessi ferð
vakti mikinn áhuga minn á Færeyj-
um og ég spurði hana margs. Eg
fann þá að tengsl hennar við
bemskuslóðimar voru sterkari en
mig hafði grunað. Mér fannst ég
þekkja Áslaugu tengdamóður mína
betur eftir þessa ferð en áður.
Við fjölskyldan kveðjum móður,
tengdamóður og ömmu með sökn-
uði og þökkum henni fyrir langa
og góða samfylgd, sem mun geym-
ast í minningunni. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Gylfi Ásmundsson.
Amma Kópó eins og við barna-
börnin kölluðum hana lést eftir
skamma sjúkralegu aðeins mánuði
eftir að við höfðum öll hist á afmæl-
inu hennar og fagnað þessum stóra
degi með henni.
Nú þegar við kveðjum ömmu
kemur ýmislegt upp í hugann. Við
barnabörnin vorum tíðir gestir á
heimili ömmu og afa Kópó þar sem
við bjuggum öll í næsta nágrenni
við þau. Súkkulaðikex og trópíkana
var alltaf til reiðu fyrir svanga og
þyrsta krakka eftir leiki dagsins.
Skúffan sem geymdi súkkulaðikex-
ið hefur enn vissan ljóma í okkar
augum.
Amma Kópó var alltaf afar góð
við okkur krakkana og var alltaf
að gefa okkur eitthvað. Afmælis-
gjafir, jólagjafir og páskaegg voru
fastir liðir fyrir allan skarann en
einnig t.d. smápeningur fyrir bíó-
ferð eða öðru. Ef eitthvert okkar
var á leið til útlanda var sá kallað-
ur til og gaukað að honum gjald-
eyri sem amma lumaði á eftir ein-
hveija utanlandsferðina. Ömmu
þótti gaman að ferðast og hafði
ferðast víða um ævina.
Að amma væri færeysk var nokk-
uð sem við áttuðum okkur ekki á
fyrr en_ tiltölulega seint á okkar
uppvaxtarárum. Hún talaði íslensku
alveg lýtalaust og aðeins einstöku
sinnum heyrðist hún tala færeysku.
Sem ung stúlka var amma við nám
i Danmörku og til að halda tengsl-
unum við Danmörku var hún áskrif-
andi að dönsku blöðunum sem hún
las reglulega. Dönsku blöðin eiga
eflaust alltaf eftir að minna okkur
á hana ömmu. Stundum raulaði hún
einnig dönsk lög sem okkur krökk-
unum þóttu skrýtin.
Kettir sáust iðulega sniglast í
kringum hús ömmu og afa því að
amma setti oft fisk í skál út fyrir
greyin sem alltaf voru sársvöng.
Það voru því fleiri en krakkarnir
sem nutu góðvildar ömmu og sóttu
í að heimsækja hana. Þegar amma
og afi bjuggu á Kópavogsbrautinni
var amma með mikið af blómum
og vel ræktaðan garð. Á Sunnu-
brautinni var ekki hægt að hafa
lifandi blóm í húsinu því kyndingin
hentaði þeim illa. Það var því mikil
gleði þegar sólstofan var sett upp
við húsið og hægt var að hefja
blómarækt á ný.
Hún amma var engin já-mann-
eskja. Hún hafði afar ákveðnar
skoðanir á stjórnmálum og kven-
réttindamálum og lét þær óspart í
ljós ef umræðuefnið var á þeim
nótum. Þjóðviljinn sem hún kallaði
Illvilja kom ekki inn fyrir dyr á
hennar heimili og réttur kvenna var
henni hugleikinn.
Vegna nálægðarinnar hefur
heimili afa og ömmu verið nokkurs
konar félagsheimili fyrir börnin,
barnabörnin og barnabarnabörnin.
Þetta er stór hópur sem hefur litið
á heimili þeirra sem sitt annað
heimili og safnast þar saman við
hin ýmsu tilefni. Nú þegar amma
er dáin og afi orðinn einn er mikil-
vægt að halda þessu áfram þó að
það verði aldrei alveg eins og var.
Við þökkum fyrir alla samveru-
stundirnar og kveðjum ömmu með
söknuði.
Barnabörnin.
Minning
Guðmundur Vignir
Jósefsson fyrrv.
gjaldheimtustjóri
Fæddur 24. febrúar 1921
Dáinn 12. október 1993
Það er skrýtið hvað tilveran get-
ur verið einkennileg eða er það al-
mættið, sem ræður ferðinni? Með
tveggja daga millibili hafa látist
menn, sem báðir hafa verið nánir
starfsmenn mínir. Annar þessara
manna var Jónas Gústavsson, fyrr-
um borgarfógeti og seinna héraðs-
dómari, sem lést aðfaranótt hins
10. október sl. Hinn var Guðmund-
ur Vignir Jósefsson, fyrrverandi
gjaldheimtustjóri, er lést 12. sama
mánaðar.
Báðir þessir menn eru mér hug-
leiknir og hverfa af sjónarsviðinu
nánast á sama tíma. Mikill sjónar-
sviptir og eftirsjá er að þeim enda
höfðu þeir hvor um sig sinn sterka
persónuleika, hvor á sinn hátt.
Guðmundur Vignir Jósefsson var
húsbóndi minn í u.þ.b. sjö ár, þar
sem ég vann við stofnun hans,
Gjaldheimtuna í Reykjavík, frá
1981 til 1982 og síðan frá 1986.
Vignir, eins og hann kallaði sig
stundum sjálfan, kom mér strax
fyrir sem hæglátur maður með stillt
fas en samt einbeittan vilja til að
ná sínu fram. Hann var einarður
og staðfastur í svörum og gat
brugðið snöggt skapi, en var þá
jafnan fljótur að taka upp jafnaðar-
geð sitt á ný. Sumir kunnu ekki
að meta svör hans, er þeir leituðu
til hans bónarveg í Gjaldheimtuna.
Að sjálfsögðu var það eðlilegt að
viðskiptavinir þessarar stofnunar
gengju stundum bónleiðir til búðar,
ella hefði Guðmundur Vignir brugð-
ist trausti húsbænda sinna.
Starf Guðmundar Vignis var
vissulega erfítt og lýjandi og að
margra mati lítt eftirsóknarvert.
Því taldi hann það afar nauðsynlegt
að sýns réttsýni og sanngirni þann-
ig að allir yrðu jafn settir hvaðan
sem þeir komu og hveijir sem þeir
voru. Guðmundur Vignir var gædd-
ur mörgum góðum mannkostum.
Hann var prúður og orðvar. Fáa
hefi ég hitt, og eru þó inargir ólast-
aðir, sem sýndu jafnmikla vinnu-
semi og jafnvel vinnuhörku við
sjálfan sig eins og hann. Alltaf var
hann mættur fyrstur á morgnana
og þá jafnan klukkustund áður en
venjulegur vinnutími hófst. Hann
var maður vinnuseminnar, skyldu-
rækninnar og festunnar. Þetta voru
eðlisþættir, sem gerðu það að verk-
um að hann krafðist meira af sjálf-
um sér en öðrum. Þessir eiginleikar
gerðu það einnig að verkum að
hann var fljótur að átta sig á aðalat-
riðum hvers máls og sneri laga-
flækjum upp í einfaldar lausnir.
Honum var annt um heiður stofn-
unarinnar út á við og gerði kröfu
um að fá vinnufrið, t.a.m. fyrir fjöl-
miðlum og að starfsmenn fengju
að vinna störf sín án afskipta utan-
aðkomandi aðila. Margir starfs-
menn geta vafalaust tekið undir það
hversu Guðmundur Vignir var trúr
undirmönnum sínum jafnvel þótt
hann vissi e.t.v. að sitthvað mætti
bæta í þeirra gerðum eða fari.
Hann hafði einstakt lag á að koma
boðum til skila án þess að stuða
eða meiða í orðum. Það var mér
alltaf undrunarefni hversu vel Guð-
mundur Vignir fylgdist með allri
starfsemi stofnunarinnar, jafnt
smáatriðum sem öðru og það virtist
ætíð vera án allrar fyrirhafnar.
Guðmundur Vignir var vel að sér
í bókmenntum og annálaður íslen-
skumaður þannig að hann hafði
gott vald á tal- og rítmáli. Það sást
vel hvað honum var létt um mál
við hin ýmsu tækifæri en þar stóðu
margir honum að baki hvað snertir
gamanmál og ræðusnilld.
Guðmundur fór hins vegar var-
lega með sinn hárfína húmor á
vinnustað, beitti honum í hófi enda
gaf eðli starfsins ekki alltaf tilefni
til þess.
Guðmundur var lágmæltur en
skýr í tali, bar sig vel og var ætíð
snyrtilegur með klæðaburð þannig
að saman fór smekkvísi og stíll.
Tungumál voru Guðmundi Vigni
hugleikin. Honum reyndist afar
auðvelt að tjá sig í rituðu og töluðu
máli, þegar Norðurlandaþjóðirnar
voru annars vegar.
Guðmundur tók virkan þátt í
störfum hinna ýmsu nefnda, félaga
og samtaka og mun ég láta öðrum
eftir að tíunda þau störf frekar.
Ásamt starfí gjaldheimtustjóra
gegndi hann starfi vararíkissátta-
semjara, sem gat verið feikna eril-
samt og erfítt á köflum. Það hef
ég fyrir satt að hæfileikar hans
hafi nýst vel sem maður sátta og
samninga, en þar reyndi á allt aðr-
ar áherslur en í Gjaldheimtunni.
Hann hafði næmt auga fyrir þeim
meðulum og smugum, sem dugðu
til að fá menn að samningaborðinu.
Segja má að það hefði verið sama
á hvaða sviði lögfræðinnar Guð-
mundur Vignir hefði borið niður,
alls staðar hefði hann notið sín sem
hæfíleikamaður.
Ég tel það gæfu að hafa fengið
að starfa með Guðmundi Vigni und-
anfarin ár. Að fá að kynnast fag-
mennsku á háu stigi í stjórnsýslu
er eftirsóknarvert. Það er einnig
þakkarvert að hafa fengið tækifæri
til að starfa með embættismanni,
sem var íhaldssamur á hin gömlu
góðu gildi og lét ekki tískustrauma
hafa áhrif á sig.
Guðmundur Vignir var heil-
steyptur persónuleiki, hélt sig við
raunveruleikann og lét ætíð skyn-
semina ráða. Hann sýndi óvenju-
legan andlegan styrk í veikindum
sínum og fádæma æðruleysi þrátt
fyrir mikið andstreymi vegna missis
eiginkonu sinnar á síðasta ári og
nú síðast vegna hins erfíða sjúk-
dóms, sem varð honum að aldurtila.
Dætrum hans, tengdasonum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum votta ég innilega samúð á
þessari erfíðu stundu. Blessuð sé
minning hans.
Magnús Bryiyólfsson.