Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1993 15 Umboðsmaður Alþingis og ráðning tollvarðar Hæfasti umsækj- andinn var valinn eftir Þröst Ólafsson Ég hygg að um það séu menn nokkuð sammála að stofnun emb- ættis umboðsmanns Alþingis hafi á sínum tíma verið mikilvæg réttarbót. Þá ljúka menn almennt upp einum rómi um að stjóm Gauks Jömndssonar á embættinu hafi verið farsæl þrátt fyrir þær skorður sem fámenni og kunn- ingjatengsl setja slíkri stofnun. Það er jafnframt mikilvægt að starf embættisins haldi áfram að vera faglegt og álit þess mega aldrei vera veitt eða kynnt í póli- tískum tilgangi. Það skiptir miklu að starfsmenn stofnunarinnar forðist tengsl eða náið samstarf við einstaka stjórnmálaflokka. All- ar vangaveltur um hugsanleg hagsmunatengsl rýra álit embætt- isins. Síðasta Ársskýrsla umboðs- manns Alþingis er eftirtektarverð lesning fyrir þá sem áhuga hafa á faglegri stjórnsýslu. Þar er greint frá Í94 kvörtunum sem beinast gegn íslenskum stjórnvöld- um, þ. á m. öllum ráðuneytum stjórnarráðsins. Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um eitt þeirra mála er umboðsmaður Alþingis hefur fjallað um, þ.e. ráðningu tollvarðar í fasta stöðu hjá toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli fyr- ir liðlega þremur árum. Það er undarlegt þótt ekki sé meira sagt, að þetta skuli bera að nú þar sem skýrsla umboðsmanns hefur legið fyrir síðan í júní sl. Þess má geta að aðeins tvær kvartanir eru skráðar á utanríkisráðuneytið. Skyndilegur pólitískur áhugi nokkurra manna á þessu máli virð- ist því miður ekki stafa af áhuga fyrir bættri stjórnsýslu í landinu, enda hefur ekkert framhald orðið á kynningu á öðrum niðurstöðum umboðsmanns. Hér kemur því eitt- hvað allt annað til. Það skyldi þó aldrei vera að til- gangurinn sé að koma höggi á utanríkisráðherra, en stöðugar og ósvífnar árásir á hann eru orðnar að illlæknanlegri áráttu útvalinna hatursmanna. Ef farið er út í að leita skýringa á einstökum álitum umboðsmanns er rétt að hafa í huga að embætt- ið hefur að leiðarljósi að stuðla að auknu jafnvægi í samskiptum einstaklinga við stjómsýsluna. Á jafn fáliðaðri stofnun má ætla að sami aðili kanni málavexti og gefi álit. Það er því afar mikilvægt að viðkomandi embættismaður átti sig á hlutverki sínu og því að hann er ekki lögmaður þess er lagði fram kvörtun. Það er einnig mikil- vægt að gera sér grein iyrir því, að álit umboðsmanns er álit sem byggt er á tilteknum forsendum eins löglærðs manns og er — þótt það vegi þungt — ekki jafngildi dómsúrskurðar frá rétti, enda hygg ég gagnasöfnun ekki sam- bærilega. ffrS G<eBa ■ ® eldíuís- I HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Þar sem fyrrnefnt ráðningarmál er orðið að fjölmiðlamáli er óhjá- kvæmilegt að fjalla nokkuð nánar um álit umboðsmanns því vissu- lega er embættinu lítill greiði gerð- ur ef það fær engin viðbrögð við álitsgerðum sínum. Ég vil byija á því sem umboðsmaður segir „að verulegur annmarki [hafi verið] á undirbúningi málsins". Sem leik- manni í sölum réttvísinnar finnst mér það fulllangt gengið að finnast það ámælisvert að tollvarð- arstaða sé ekki auglýst í Lögbirt- ingarblaðinu, þótt hún sé sannar- lega auglýst í öllum dagblöðum landsins. Mér er ekki kunnugt um að einstaklingar lesi mikið það ágæta blað, nema að sjálfsögðu þeir sem fá borgað fyrir að lesa það. Auglýsingin virðist þó hafa komist ágætlega til skila, a.m.k. sóttu 12 um starfið. Þá finnur umboðsmaður að málsmeðferð, einkum því að ekki hafi verið gengið nægilega skil- merkilega eftir upplýsingagögnum um einstaka umsækjendur. Sú staðreynd að umsækjendur hafi ekki verið kallaðir í viðtöl er talin ámælisverð. Því er hins vegar sleppt að þeir þrir umsækjendur sem eru tilefni umfjöllunarinnar höfðu allir að baki starfsreynslu hjá tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli og höfðu sína starfsferilsskrá, sem t.d. í þessu tilviki segir meira en eitt viðtal. Skyldi það nú ekki einmitt geta verið að ákvörðun um ráðningu hafi byggst á frammi- stöðu og framkomu í starfi? Þeirri reynslu samstarfsmanna hefði eitt viðtal ekki getað breytt. Næsta atriði sem umboðsmaður finnur að er ákvörðunin um veit- ingu stöðunnar. Hann telur að „umrædd stöðuveiting hafi verið ótæk ...“. Þar færir hann fram þau skilyrði, almenn og sérstök, sem umsækjendur þurfa að upp- fylla. Sumir uppfylltu almennu skilyrðin en enginn sérhæfu skil- yrðin. Það er rangt sem kemur fram í álitinu að umsækjandi B „hafi einnig lokið fyrri önn toll- skólans ...“. Skólastjóri Tollskól- ans tekur það fram í bréfi dag- settu 28. febrúar 1991 að um- ræddur einstaklingur hafi ekki „lokið fyrri önn Tollskóla ríkisins með fullnægjandi hætti“, jafnvel þótt honum hafi verið gefið tæki- færi til að þreyta endurtökupróf. Ef gera á sömu nákvæmniskr- öfu til umboðsmanns og hann ger- ir til annarra verða þessi ummæli hans að teljast röng. Þegar umsækjandi er ráðinn ber skv. áliti umboðsmanns „að velja þahn umsækjanda sem hæfastur verður talinn á grundvelli málefna- legra sjónarmiða um menntun, reynslu, skólagöngu, hæfni og aðra persónulega eiginleika, er máli skipta“. Hér er komið að kjarna málsins. Það verður nefni- lega að taka tillit til fleiri sjónar- miða en prófa og náms s.s. reynslu, hæfni og annarra per- sónulegra eiginleika. Það hefur komið fram áður að umsækjendur voru ekki bláókunnugir í tollgæsl- unni á Keflavíkurflugvelli. Þar lá fyrir reynsla af starfi þeirra og hæfni. Það er álit flestra starfs- manna tollgæslunnar sem nú geta gert samanburð á þessum þremur starfsmönnum að sú ákvörðun ráðuneytisins að ráða C hafi verið besti kosturinn. Umboðsmaður finnur að því að umsækjendum hafi ekki verið Þröstur Ólafsson „Þegar um er að ræða mikil álita- og matsmál eins og starfshæfni ein- staklings, vekur það undrun þótt ekki sé meira sagt, þegar því er gefið undir fótinn að maður eigi rétt á miska- hótum ef honum er hafnað í starf sem við- komandi hefur ekki einu sinni réttindi til.“ greint bréflega frá því hvað hafí ráðið vali stjórnvalda í stöðuna. Það kann að vera að greint sé frá þessari reglu í sænskum lögfræði- ritum, en ég efast stórlega um að þessi framkvæmd tíðkist hérlend- is. Ég veit ekki til þess að þetta tíðkist heldur á einkamarkaði en þar þekki ég þó nokkuð til. Það er því óeðlilegt að setja reglu sem ekki er höfð í hávegum í íslenskri stjórnsýslu, til fortakslausrar viðmiðunar í þessu máli. Það síðasta í áliti umboðsmanns sem er eftirtektarvert er það sem kallað er réttur til miskabóta. Svo fortakslausa álítur umboðsmaður niðurstöðu sína vera að hann telur að um miskabætur gæti verið að ræða. Þegar um er að ræða mikil álita- og matsmál eins og starfs- hæfni einstaklings, vekur það undrun þótt ekki sé meira sagt, þegar því er gefið undir fótinn að maður eigi rétt á miskabótum ef honum er hafnað í starf sem við- komandi hefur ekki einu sinni rétt- indi til. Hér fínnst mér rétttrúnað- ur hins óskeikula verða heilbrigðri skynsemi ofviða. Ég tel óþarfa að ræða frekar álit umboðsmanns í þessu máli. Um það er ekkert meira að segja. Ég vil hins vegar vekja athygli á grein ívars Péturs Guðnasonar sem kærði málið til umboðsmanns, en hún birtist í Morgunblaðinu 14. október sl. Ég hvet menn eindreg- ið til að lesa þau skrif. Þessi grein gefur umsækjanda ekki góðan vitnisburð og tel ég nægilegt að vísa í eina setningu því til sönnun- ar: „Alþýðuflokkurinn er mein- semd og böl. Hann er púkinn á þjóðarlíkamanum sem úðar eitri, étur kjötið af beinunum og drekk- ur lífsblóðið.“ Af þessum ummæl- um verður sú ályktun tæplega dregin að viðkomandi uppfylli skil- yrði 28. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem greinir frá skyldum til að gæta kurteisi og réttsýni í starfi. Það er mjög að vonum að slíkur maður eigi kröfur til miskabóta frá ríkinu! Að lokum við ég fagna áhuga Páls Þórhallssonar blaða- manns á Morgunblaðinu og viðtali hans við Heimdellinga og aðra unga sjálfstæðismenn í skemmti- legri Morgunblaðsgrein sunnudag- inn 10. október sl. um þetta fróð- lega mál. Það er einlæg von mín að þessi áhugi fyrir faglegum vinnubrögð- um stjórnsýslunnar eigi eftir að aukast, enda er því miður af nógu að taka í þessum efnum. Það er ég viss um að þjóðin öll hefði áhuga á slíkri umræðu um vinnu- brögð ríkistollstjórans í kalkúna- málinu svokallaða, kjötið góða sem þeir gæddu sér á sjálfstæðismenn á kvöldfundi ekki alls fyrir löngu. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. heinidioniu. Brottfarir á fimmtu- og föstudögum. Heimflug á sunnu- og þriöjudögum. Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eni 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaöur fyrir nlam I Amsterdam bjóöum viö gistingu í eftirtöldum gæöahótelum: Citadel, Singel, Amsterdam Ascot, Estheréa, Krasnapolsky og Holiday Inn Crowne Plaza. á marmirm í tvíbýli í 2 metttrog 3 daga d Hotel Estberéa. * Ycittur cr 5% staðgrciðsluafsláttur* Töfrandi umhverfi á bökkum síkjanna í miöborginni. Iðandi verslunargötur, útimarkaðir, forngripaverslanir, veitingastaðir, kaffihús, skemmtistaðir, næturklúbbar, „Rauða hverfið“, frábær listasöfn (Van Gogh, Rembrandt), öflugt tónlistarlíf. Stutt að heimsækja hlýlega smábæi allt um kring. * Miðað við að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fá 10.500 kr. í afslát:. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. ~!sa QATIAS^ Hafðu samband við söluskrifetoíur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300_ (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.