Morgunblaðið - 21.10.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.10.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 T T i • ! ^ • i t Morgunblaðið/Sverrir Undirbumngur landsfundar UNDIRBÚNINGUR 31. landsfundar Sjálfstæðisflokksins stóð sem hæst í Laugardalshöllinni I gær. Þar hafa 1.600 manns boðað þátttöku og er Laugardalshöllin eina húsið á landinu sem rúmar þann fjölda með góðu móti. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Um 1.600 manns hafa tilkynnt þátttöku sína LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins hefst kl. 17.30 í dag í Laugar- dalshöll í Reykjavík undir yfirskriftinni Sókn og samstaða. Um 1.600 manns hafa tilkynnt þátttöku á fundinum eða um 8% af flokksbundn- um sjálfstæðismönnum. Bæði Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson varaformaður flokksins gefa kost á sér til endurkjörs og hafa mótfram- boð ekki borist. Davíð Oddsson sagði á frétta- mannafundi í gær, að það myndi væntanlega móta mjög fundarstörfin að Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkis- stjóm á miðju kjörtímabiii. „í álykt- unum verður farið yfir þá stefnu sem fylgt hefur verið í ráðuneytunum sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með en jafnframt verða örugglega rædd ýt- arlega önnur efni sem áttu að koma upp á seinni hluta kjörtímabiisins eins og kjördæmabreyting og kosn- ingalög," sagði Davíð. Fundinn landsfundur sem hefst í dag sá 31. I röðinni. Davíð Oddsson sagði að lands- fundur Sjálfstæðisflokksins væri lokapunkturinn á mikilli vinnu sem mörg hundruð manns hefðu komið að. 20 málefnanefndir leggja drög að ályktunum sem lagðar eru fyrir fundinn. Á fundinum fara starfs- hópar yfir ályktanadrögin og gera á þeim breytingar ef þurfa þykir áður en ályktanimar eru ræddar og afgreiddar. Fundinum lýkur á sunnudag með kosningu formanns og varaformanns og lokahóf verð- ur á Hótel íslandi á sunnudags- kvöld. Viðhorfskönnun Á landsfundinum efna formaður og varaformaður flokksins til við- liorfskönnunar meðal landsfundar- fulltrúa um Ijölmörg áhersluatriði í stjómmálum. Davíð Oddsson sagði að niðurstöður könnunarinnar yrðu ekki birtar opinberlega en hafðar flokksforustunni til leiðbeiningar og stuðnings í viðræðum við samstarfs- flokkinn í ríkisstjóm. Sjónvarpað verður í fyrsta skipti frá landsfundi flokksins og er sent út á sjónvarpsstöðinni Sýn. Útsend- ingartími verður í dag kl. 17.15 til 18.30, á laugardaginn frá kl. 13.15 og á sunnudag kl. 9.45 til 17.30. Sjá bls. 25: „Búist við sátt...“ Vextir á ríkisvíxlum lækka um V2% Arangnr af vaxta- lækkun Seðlabankans VEXTIR á ríkisvíxlum lækkuðu um hálft prósentustig í útboði í gær. Meðalvextimir lækkuðu úr 8,61% í 8,11% sem er óvenjumikil lækkun í einu. Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkis- verðbréfa, segir að vextir á ríkisvíxlum hafi ekki áður verið jafnlágir og þama sé að koma fram árangur af vaxtalækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í siðustu viku og kemur til framkvæmda í dag. Með útboðinu skuldbatt ríkissjóður takt við aukinn stöðugleika verðlags sig til að taka tilboðum á bilinu 500- 1.500 milljónir króna. 18 tilboð bár- ust að upphæð 2.376 milljónir og tekið var tilboðum frá sjö aðilum að upphæð 665 milljónir, þar af 150 milljónum króna frá Seðlabanka ís- lands á meðalverðri samþykktra til- boða. Pétur sagði að vextir hefðu verið að lækka í undanfömum útboðum í Síðan hefði Seðlabankinn tilkynnt lækkun á sínum vöxtum í síðustu viku og markaðurinn brygðist greini- lega við því. í hlutfalli við þetta væru vextir innlánsstofnana alltof háir. Menn væru nú að borga af skuldabréfum sem bæru yfir 17% vexti og það væri ekki eðlilegt að munurinn á vöxtum ríkisvíxla og banka væri tíu prósentustig. Ábúendur tveggja ríkisjarða fóru í mál Dómur fell ríkinu í vil í öllum atriðum DÓMUR var kveðinn upp i Hér- málsins," segir fjármálaráðherra. aðsdómi Reykjavíkur I gær í máli sem lögmenn ábúenda rikis- jarðanna Kirkjuferju og Kirkju- ferjuhjáleigu í Ölfushreppi höfð- uðu á hendur ríkinu. Málið var höfðað vegna vanefnda á samn- ingi sem Steingrímur J. Sigfús- son þáverandi landbúnaðarráð- herra gerði í marsmánuði 1991 við ábúendurna um kaup ríkisins á níu refahúsum á jörðunum. Dómur féll ríkinu í vil í öllum atriðum. Embætti ríkislögmanns taldi að kaup landbúnaðarráðuneytins á níu loðdýrahúsum á tveimur bújörðum ríkisins, að upphæð um 47 milljónir króna, ættu sér enga stoð í lögum. Fjármálaráðherra segir að þessi samningur hafi gengið í berhögg við landslög. Lög kveði á um að rík- inu beri aðeins skylda til að greiða ábúendum ríkisjarða útlagðan kostnað vegna bygginga á jörðinni ef ríkið leysir til sín jarðirnar. „Ég hef hins vegar ekki séð dóminn og vil því ekki tjá mig um framhald Veijandi ríkisins var Jón Steinar Gunnlaugsson. Iðnfyrirtæki mánaðarins Morgunblaðið hefur í sam- vinnu við samtök iðnaðarins ákveðið að mánaðarlega verði útnefnt eitt fyrirtæki í íslensk- um iðnaði sem iðnfyrirtæki mánaðarins. Tilgangurinn er að vekja athygli á íslenskum iðn- fyrirtækjum sem þykja hafa náð góðum árangri á sínu sviði. Val á fyrirtæki hefur nú farið fram í fyrsta sinn ög varð niðurstaðan sú að Hf. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson var valið iðnfyrirtæki mánaðarins. Er sérstaklega fjallað um fyrirtækið í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í dag. Fyrsti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn árið 1929. Fundimir eru að jafnaði haldnir á tveggja ára fresti og að sögn Dav- íðs Oddssonar er fundurinn nú haldinn í upphafi vetrar sem mark- ar upphaf að baráttu fyrir sveitar- stjórnakosningar næsta vor. Síð- asti landsfundur var haldinn vorið 1991 við upphaf kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar það ár. Sá fundur var sá 29. í röðinni að því að talið var, en á síðasta ári upp- götvaði Magnús Þórðarson fram- kvæmdastjóri, sem nú er látinn, að landsfundur sem haldinn var 1934 hafði hreinlega glatast. Ekki er til fundargerð frá þeim fundi og þegar fyrst var gefín út skrá yfír Iandsfundi Sjálfstæðisflokks- ins árið 1948 var fundarins árið 1934 ekki getið. Því er fundurinn Forsætisráðherra um hugsanlega uppsögn á kjarasarnninpfum Reynt að ná samkomulagi við verkalýðshreyfingnna DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ríkissljórnin verði í næstu viku að ræða við aðila vinnumarkaðar og reyna að ná samkomulagi þannig að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Ábyrgðarleysi væri að leita ekki eftir sameiginlegri niðurstöðu þótt staðan sé þröng. Bæði forseti Alþýðusambands ís- lands og formaður Verkamannasam- bands íslands lýstu því yfir við upp- haf þings VMSI á þriðjudag að segja í dag Mannanöfn Mannanafnanefnd hefur sett sér vinnureglur 5 Ódýr kjúklingur Bónus segist geta boðið erlenda kjúklinga á 135 krónur kílóið fáist leyfí fyrir innflutningi 18 Bíómynd klippt Atriði þar sem ungur maður ieggst á hraðbraut, verður kiippt út úr bandarískri bíómynd 22 Leiðari Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 24 Viðskipti/A tvinnulíf ► Veltuaukning Þormóðs ramma - Óheppni og offjárfest- ing felldi K. Jónsson - Egill Skallagrímsson iðnfyrirtæki mánaðarins Dagskrá ► Lohengrin flutt í Bayreuth - Kappflugið mikla - Klaufaleg mistök - Sagnameistari njósn- anna - Hálsaborg heimsótt - Tísk- an í Köln og New York eigi kjarasamningunum upp breytist ekki þær forsendur sem ríkisstjórnin hefur sett í fjárlagafrumvarpinu. Davíð Oddsson sagði um þetta að ríkisstjórnin hefði átt fundi með launanefnd aðila vinnumarkaðarins þar sem farið hefði verið yfir sjónar- mið þeirra. „Ég held að efnahagsfor- sendurnar, sem voru hinar almennu forsendur kjarasamninganna, séu í lagi, en þeir gera aðallega athuga- semdir við tvo þætti. Annars vegar framlög til atvinnumála sem Jjeir halda fram að séu ekki með þeim hætti sem lofað hafði verið, og hins vegar tala þeir um fyrirkomulag tekjuöflunar ríkisins til að bæta sér upp að hluta tap vegna kostnaðar "við lækkun matarskattsins," sagði Davíð, en til að greiða fyrir kjara- samningunum sl. vor hét ríkisstjórn- in að lækka virðisaukaskatt á mat- vörum um næstu áramót. Ráðherrar hafa lýst því yfir að ef kjarasamning- um verður sagt upp komi sú lækkun ekki til framkvæmda. Gott tækifæri gæti farið forgörðum Davíð sagðist telja að ríkisstjórnin þurfí að eiga viðræður við launþega- samtökin og vinnuveitendur í næstu viku og sjá hvort ekki verði hægt að koma málum þannig fyrir a menn geti sætt sig við niðurstöðuna eftir atvikum. „Ekki má gleyma að það er afskaplega mikilvægt fyrir atvinnulífið og atvinnuástandið að kjarasamningarnir haldi og það er alveg ljóst.að ekki verði aftur reynt að lækka matarskattinn, eins og tókst að gera í þessum samningum. Þar myndi fara forgörðum gott tæki- færi varðandi mál sem verkalýðs- hreyfingin hefur haft áhuga fyrir. Sá skattur varð banabiti ríkisstjórn- ar árið 1988 og er afskaplega við- kvæmt mál,“ sagði Davíð. ----»- ♦ ♦- Flugstjóri ákærður RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð- ið að höfða opinbert mál á hendur flugstjóra Flugfélags Norðurlands, en hann stjórnaði flugvél sem rann út af flugvellinum í Olafsfirði lenti í mýrlendi og stakkst þar á nefið. Atburðurinn varð í ágúst á síðasta ári. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Norðurlands eystra næstkom- andi mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.