Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
3
U PANT
- Einfaldur í notkun
- Mikill tímasparnaður
PÖNTUN: Frá þinni skrifstofu með teiefaxi
eða símtali við söludelld Odda
AFCRBIÐSLÆ Samdergun ,e« pantað er
fyrir hódegi.
ALLT í ElNNt FERÐ
fc SKR/FSTOFUVÖRUR Vöru/ista Odda verður dreift ti/ fyrirtækja.stofnana og fólagasamtaka um land allt
á næstunni. Óskir þú eftir að fá vörulistan sendan eða söiumann í heimsókn, þá
rf} SKRiFSTOFUBÚNAÐUR hafðu samband við söludeild okkar.
Atvinnumálanefnd
Reykjavíkur
Rúmlega
7,4 milljón-
ir í styrki
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögur atvinnumálanefndar
Reykjavíkurborgar um veitingu
fjögurra styrkja, samtals að upp-
hæð 7.450.000 krónur. Þar af fá
Tölvusamskipti hf., vegna T.S.
hf., 5 millj. til sölu og markaðs-
setningar á Skjáfaxi og Plús- film
fær 1.400.000 krónur í gerð þátta
um nýsköpun til sýningar í sjón-
varpi.
Lagt er til að framlag til Tölvu-
samskipta hf., verði veitt með því
skilyrði, að Atvinnumálanefnd og
Aflvaki Reykjavíkur hf., taki á síð-
ari stigum afstöðu til að framlaginu
verði breytt í hlutafé eða lán með
venjulegum kjörum.
Þá var samþykkt 900 þús. króna
aukafjárveiting vegna fyrirhugaðs
námskeiðs íþrótta- og tómstunda-
ráðs fyrir atvinnulaus ungmenni á
aldrinum 16 til 20 ára.
Loks var samþykkt, að veita
Hansínu B. Einarsdóttur 150 þús.
króna styrk til að kanna þörf fyrir
nýtt þjónustufyrirtæki á sviði heim-
ilishjálpar. Er styrkurinn veittur
með því skilyrði að nefndin fái grein-
argerð um niðurstöðu könnunarinn-
ar.
------»-♦ ♦----
Ætlaði að
ræna sölutum
UNGUR piltur hefur játað tilraun
til ráns í söluturni við Einarsnes
í Skeijafirði í fyrrakvöld.
Pilturinn vatt sér inn í söluturninn
og úðaði úr spreybrúsa í andlit
starfsstúlku með þeim afleiðingum
að hún þurfti að leita til slysadeild-
ar Borgarspítalans. Ekki er vitað
hvaða efni var í brúsanum.
Pilturinn hvarf á braut í bíl, sem
beið ásamt bílstjóra utan við sölu-
turninn og hafði lögreglan uppi á
eiganda bílsins. Pilturinn náðist
fljótlega og við yfirheyrslu játaði
hann að hafa ætlað að ræna sölu-
turninn.
Qpinberar fjársafnanir frá árinu 1989
190 leyfi gefin út
ALLS fengu 190 aðilar leyfi dómsmálaráðuneytisins til að gangast
fyrir opinberri fjársöfnun eða merkjasölu á götum eða í húsum frá
og með árinu 1989 og það sem af er árinu 1993 Samkvæmt lögum
um opinberar fjársafnanir er skylt að senda lögreglustjóra reiknings-
yfirlit söfnunar og tilkynningu um birtingu þess í dagblaði, vikublaði
eða á annan hátt. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins
hafa tilkynningar um reikningsyfirlit söfnunar aðeins borist lögreglu-
stjóranum í Reykjavík frá fimm aðilum frá árinu 1991. Þetta kemur
fram í svari dómsmálaráðherra á alþingi við fyrirspurn Margrétar
Frímannsdóttur alþingismanns.
Lögum samkvæmt ber lögreglu-
stjórum á viðkomandi stöðum að
fylgjast með því að reglur um Ijár-
safnanir séu haldnar. Kemur fram
í svari dómsmálaráðuneytisins að
það hafi seinast í júní 1991 ítrekað
við alla lögreglustjóra skyldur þeirra
í þessum efnum. Einnig kemur fram
að samkvæmt upplýsingum frá 17
lögreglustjóraembættum hafi aðeins
borist tilkynningar um fjársafnanir
áður en þær áttu að hefjast eða um
reikningsskil vegna þeirra til lög-
reglustjórans í Reykjavík og í einu
tilviki til lögreglustjórans í Keflavík.
Eftirlit með notkun
söfnunarfjár
fjárins, sem eigi að fylgja reiknings-
yfirliti til viðkomandi lögreglustjóra
en ekki hafi verið gerðar aðrar ráð-
stafanir til að fylgjast með notkun
söfnunaríjár.
Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson
Skólalóðin orðin
góður leikvöllur
Meðal þess sem hefur breytt verulega um út-
lit á Höfn í sumar er skólalóð Hafnarskóla en
þar ganga yngri nemendur grunnskóla um sína
skóladaga. Lagt var slitlag á lóðina og settar
upp körfur ásamt mörkum og er nú iðandi kös
ungmenna á lóðinni allar frímínúturnar. Og auð-
vitað koma krakkarnir svo líka utan skólatíma
til að leika sér. Það er ekki einungis að aðstaða
barna til leikja batni heldur skilar þetta sér í því
að ræsting er mun auðveldari innan veggja skól-
ans og svo einfaldlega gleður þetta augað líka.
Stórmarkaður
með skrifstofuvörur
Margrét óskaði eftir svörum við
því með hvaða hætti fylgst væri
með því að söfnunarfé væri notað
í þeim tilgangi sem upphaflega var
ætlað. I svarinu kemur fram að
löggiltum endurskoðanda beri að
gefa skýrslu um notkun söfnunar-
NYJUIMG í ÞJONUSTU VIÐ FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
P=1 HIRSLUR
*p
PAPPÍR OG UMSLÖG
LÍMMIÐAR
EYDUBLOD OG BÆKUR
PRENTÞJONUSTA
opnunartImi söludeiloar : mánud.-fimmtud. kl. 8.00-18.00
föstudagar. kl. 8.00-17.00
HEILSHUGAR I HALFA OLD
i: ..
i sm ~ _ . ! . . •> 5* > _ _ --