Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
15
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Uppspretta
hins æðsta söngs
eftir Njörð P.
Njarðvík
„... skilníngurinn á umkomu-
leysi sálarinnar, á baráttunni milli
tyeggja skauta, það er ekki upp-
spretta hins æðsta saungs. Sam-
líðunin er uppspretta hins æðsta
saungs. Samlíðunin með Ástu
Sóllilju á jörðinni.“
Þennan sannleika uppgötvar
Nonni litli í Sjálfstæðu fólki, þeg-
ar hann verður vitni að sorg og
örvæntingu systur sinnar, þótt
hann geri sér ekki grein fyrir
hvað í honum felst fyrr en löngu
síðar. Það er sem sé ekki skilning-
urinn sem skiþtir sköpun, heldur
samkenndin.
Samlíðunin, samkenndin, er
eins konar siðferðilegur máttur,
sem knýr okkur til að finna, að
við getum ekki verið afskiptalaus
um aðra. Sá sem kennir þessa
máttar, getur ekki notið vellíð-
unnar ef hann horfír upp á vanlíð-
an annarra. Hann er knúinn til
þess að rétta fram hjálparhönd,
— sjálfs sín vegna. Þetta er ofur-
einfalt að skilja, þegar í hlut eiga
ástvinir, skyldmenni, vinir, starfs-
félagar, — fóik sem við eigum
daglegt samneyti við. En siðferði-
legur máttur er í eðli sínu óper-
sónulegur og því skiptir ekki
máli hvort við þekkjum þann sem
er hjálpar þurfí eða ekki, hvort
hann er íslendingur eða útlend-
ingur, hvítur eða svartur, krist-
inn, búddisti eða trúleysingi.
Þetta viðhorf hefur okkur verið
innprentað frá bamæsku: Þú
skalt elska náunga þinn — það
sem þú gjörir mínum minnsta
bróður... Þetta er krafa sem
reynir á, því að hin ópersónulega
samkennd er í raun æðri hinni
persónulegu, af því að hún er
jafnframt erfíðari.
Hugsjón jafnaðar
Þessi hugmynd um þörf og
nauðsyn samkenndar hefur einn-
ig orðið að uppistöðu í þjóðfélags-
legu lífsviðhorfi, sem telur alla
menn jafna. Frumþarfir manna
eru hinar sömu og því er réttur
manna hinn sami, réttur til
menntunar, sjúkrahjálpar og lífs-
öryggis. Þetta er það sem við
köllum velferðarþjóðfélag og ein-
kennir líf okkar Norðurlandabúa.
Við greiðum fúslega hluta af tekj-
um okkar til samhjálpar þjóðfé-
lagsins, af því okkur líður sjálfum
betur þegar við vitum að þeim
er veitt aðstoð sem hennar þurfa.
Þess vegna er það svo, að hver
sá sem kennir sig við jafnaðar-
stefnu hlýtur sjálfkrafa að vera
málsvari þeirra sem minna mega
sín. Það eru fyrst og fremst þeir
sem þurfa að sækja rétt sinn til
jafnaðar.
Sá sem kennir sig við jafnaðar-
stefnu og kemst til áhrifa hlýtur
ævinlega að beijast fyrir rétti
hins sjúka til bestu fáanlegrar
læknishjálpar án tillits til efna-
hags sjúklingsins, hvort sem sjúk-
dómur hans er líkamlegur, and-
legur eða félagslegur. Hann hlýt-
ur að beijast fyrir rétti hins fatl-
aða (hvort sem fötlun hans er lík-
amleg eða andleg) til að lifa eins
eðlilegu lífí og framast er kostur,
ekki í felum, heldur sem sjálf-
sagður hluti venjulegs lífs.
Sá sem kennir sig við jafnaðar-
stefnu og kemst til áhrifa hlýtur
ávallt að beijast fyrir jöfnum rétti
til æðstu menntunar án tillits til
efnahags og mun ekki geta sætt
sig við fjárhagsbyrðar á námsfólk
er skapi hinum efnameiri forrétt-
indi.
Þar sem hugsjón jafnaðar snýst
fyrst og fremst um mannréttindi
og samkennd, þá segir sig sjálft,
að gerðar eru siðferðilegar kröfur
til þeirra sem telja sig til þess
kjöma að framfylgja þeirri hug-
sjón.
Þegar samkenndin
fær að ráða
Við lifum á tímum sem sumir
kenna við eigingimi, þar sem
hver er talinn sjálfum sér næst-
ur. Okkur er sagt, að það efli
„kostnaðarvitund" fólks, þegar
það greiðir fyrir félagslega þjón-
ustu. Okkur er jafnvel sagt, að
eðlilegt sé að þeir greiði fyrir
þjónustuna, sem á henni þurfi að
halda, — ekki aðrir. Undir slíkum
formerkjum á að selja okkur að-
göngumiða að þeirri þjónustu,
sem við höfum þegar greitt með
sköttum okkar.
En þessi hugsun er andstæð
hugsjóninni um jöfnuð og gefur
til kynna skort á samkennd. Slíkt
bera þeir einir fram, sem finna
ekki til með öðrum, líður ekki illa
þótt aðrir þjáist. Slíkir menn eru
vissulega til. Við höfum þá fyrir
augunum. En þeir sýna undarlega
hörku í fámennri þjóð, sem er í
raun líkt og stór fjölskylda. Og
þeir ættu ekki að koma fram
undir yfirskini jafnaðar. Það er
eiginlega meiri kaldhæðni en svo,
að hægt sé að taka henni þegj-
andi.
„Samúðin á sér kannski ekki
letur, en það er vonandi að einn
dag verði hún sigursæl í öllum
heiminum," segir Halldór Lax-
ness í Sjálfstæðu fólki. Þegar
samkenndin fær að ráða gerðum
okkar, þá fyrst er von til þess að
heimurinn batni. Og þegar hver
maður gerist málsvari þess sem
er minni máttar, þá verður enginn
minni máttar lengur. Þá munum
við skilja, að það er samlíðunin
sem er uppspretta hins æðsta
söngs. Ekki þess söngs sem berst
til okkar frá óperusviði. Heldur
þess söngs sem býr djúpt í sál
hvers góðs manns, — þótt hann
fái ekki alltaf að hljóma.
Hötundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum
bókmenntum við Háskóla
íslands.
11
'íSSSS-SSSfX-SKíS:
UÍÚSSSSSSSSSSSSÍ:;:
.
SS'jSSS:
'
■ ■
:
SjSSjjSSSSSSS:;:
iSvSSSS^fivSS:
% i
[ÍSÍ::S::Í:ÍiÍ::Íii:$:i:
'SgáS'-SSSf
iÍiSÍi-iÍisÍiiiÍii:
illllll
mDÚRBBSLm
<►
S 1
S I
<► 1
<► I
n 1
<► I
<► 8
s :
n «
u I
n 1
n I
<> I
<► |
<> I
u |
<>J
<> u
<> 1
n
<> «
<> 1
<► s
<►
<► I
<► I
<►§
<►1
<► I
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
A HOTEL ISLANDI
m m
ÞÓR NIELSEN - HARALD G. HARALDS - STÉFÁN JÓNSSON
GUÐMUNDS - SIGGI JOHNNY - ANNNA VILHJÁLMS - BERTI MÖLLER - ASTRID
JENSDÓTTIR - EINAR JÚLÍUSS. - ÞORSTEINN EGGERTS - SIGURDÓR SIGURDÓRS.
Sjávarrettatrio í vinnepvdovu með
Jk
eggyaród og agúrkuvalati.
Jlunangoregktur .iceíkera-
grúiahrgggur nieá krgddrjóma.uhu,
ofnbókuðum kartSflum, rauðvínoperu
og gljáðu greenmeti.
MokkaLi nted ferokjum og .iberrgoó.uu
GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT
STÓRHLJÓMSVEIT GUNNARS
ÞÓRÐARSONAR SEM SKIPA:
Gunnar Þórðarson - Rúnar Júlíusson
-Engilbert Jensen - Jón Kjell-
Rúnar Georgsson - Einar Scheving-
Ásgeir Steingrímson - Helga Möller
Verð kr. 3.900 m/sýningu og mat
Verð kr. 1.500 m/sýningu
Verðkr. 1.000 eftir sýningu
Næstu sýningar: 23. okt. -13. nóv. - 20. nóv. - 27. nóv.
PÁLL ÓSKAR OG
MILJÓNAMÆRINGARNIR
leika fyrir dansi til kl» 03.
Tllvalið fyrir t.d.
vinnustaðahópa,
fálagasamtök og
saumaklúbba.
Miða-
Komið inn úr kuldanum - 101 bíll í sal! Hlær frúin í betri bíl?
igj ... -i- m oá / fíf\y - . ^ 5
Chevrolet Astro EXT 4x4, Chevrolet X-CAB S-10 4x4, Forxl Aerostar 4x4, árg. '91, Ford Econoline dísil, árg. '86.
árg. '90, ekinn 120 þús. km. árg. ‘88, ekinn 80 þús. km. ekinn 58 þús. km. Verð 1750 þús. 15manna.
Verð 1200 þús.
OPIÐ frá kl. 10-22 LAUGARDAGí k OG SUNNUDAGA.
BILABORG
Skeifunni 6, sími 686222