Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
17
Samkomulag um rekstur söfnunarkassa og happdrættisvéla
Aðilar skipta með sér ágóða
og takmarka fjölda spilavéla
mannaeyjum, Hveragerði og á Kefla-
víkursvæðinu.
Aðgangur að Gullnámunni verður
takmarkaður við 16 ára og eldri og
leggur Happdrættið áherslu á að
strangt eftirlit verði með því að þær
reglur verði virtar.
Þrír vinningsmöguleikar
Fjórir mismunandi leikir verða í
vélunum. Vinningslíkur verða um
90%. Hægt er að spila fyrir minnst
50 krónur og mest 150 kr. og mögu-
leiki er að vinna allt að 25 þúsund
kr. og greiðir vélin vinningana sam-
stundis út. Þeir sem spila fyrir 150
kr. í einu eiga einnig möguleika á
að vinna úr stærri pottum sem tæm-
ast þegar þeir hafa náð fyrirfram
ákveðinni upphæð. Áætlað er að
vinningur úr Silfurpottinum geti náð
um 250 þúsund krónum og er þá
reiknað með að hann tæmist á viku
eða tíu daga fresti. í Gullpottinn
safnast hærri fjárhæðir, eða allt að
5,5 milljónir kr., og tæmist hánn
sjaldnar, jafnvel á nokkurra vikna
fresti.
Happdrættisvélamar eru sam-
tengdar með símalínum. Stjórnstöðin
er í húsnæði HHÍ við Tjarnargötu
og þaðan er fylgst með hverri
hreyfingu vélanna allan sólarhring-
inn.
Morgunblaðið/Júlíus
Grafið í Gullnámunni
Happdrættisvélar Háskólans voru kynntar í gær. Þær gefa möguleika
á þrenns konar vinningum og sést jafnóðum á skjá í vélinni þegar
hækkar í stóru pottunum sem kenndir eru við gull og silfur.
Þingmenn fjögurra
stj órnmálaflokka
Vilja af-
nema verð-
tryggingu
SJÖ alþingismenn hafa lagt fram
frumvarp til laga á Alþingi um
afnám verðtryggingar fjárskuld-
bindinga frá næstu áramótum og
að lánskjaravísitalan verði þá lögð
niður. Frumvarpið er lagt fram í
sjöunda sinn á Alþingi en flutn-
ingsmenn þess eru Eggert Haukd-
al og Matthías Bjarnason, Sjálf-
stæðisflokki, Steingrímur Her-
mannsson og Páll Pétursson,
Framsóknarflokki, Kristín Ást-
geirsdóttir, Kvennalista, og Jó-
hann Ársælsson og Kristinn H.
Gunnarsson, Alþýðubandalagi.
Vilja þingmennirnir að óheimilt
verði að verðtryggja fjárskuldbind-
ingar, þar með talin inn- og útlán
í bankakerfinu, skuldabréf og verð-
bréf þar sem enginn grundvöllur
sé lengur fyrir verðtryggingu hér á
landi.
Happdrætti Háskóla íslands kynnti nýju happdrættisvélarnar í gær
Vinningar geta
farið í 5,5 millj.
HAPPDRÆTTI Háskóla íslands sýndi í gær hvernig happdrættisvélar
Gullnámunnar starfa en þær verða teknar í notkun í næsta mánuði.
Settar verða upp 400 slíkar vélar á alls 22-24 stöðum á landinu, þar
af 10-12 á höfuðborgarsvæðinu og síðan þrjár í hveijum landsfjórð-
ungi. Að jafnaði verða því 15-20 vélar á hverjum stað.
Vélarnar verða staðsettar á vín-
veitinga- og skemmtistöðum og hót-
elum og fyrst um sinn í þremur sér-
stökum spilastofum. Tvær þeirra
verða í Reykjavík og ein á lands-
byggðinni. Ekki er búið að ganga
endanlega frá því á hvaða stöðum
úti á landi happdrættisvélamar verða
en reiknað er með að það verði að
minnsta kosti á Akranesi, ísafírði,
Akureyri, Egilsstöðum, Höfn, í Vest-
Torgeirs-
staðir end-
urnýjaðir
NORDMANNSLAGET, _ Félag
Norðmanna búsettra á íslandi,
minnist um þessar mundir 60
ára afmælis síns. Við þessi
tímamót tekur félagið i notkun
nýjan bústað í Heiðmörk sem
áhugamenn hafa komið sér
upp á undanförnum mánuðum.
Þar stóð áður bústaður í hefð-
bundnum norskum stil en hann
gereyðilagðist eftir íkvekju
fyrir tveimur árum og hafa
félagsmenn lagt mikið kapp á
að koma sér upp nýjum bústað.
Gamli bústaðurinn, Torgeirs-
staðir, var reistur fyrir fjörutíu
árum og bar nafn Torgeirs And-
ersen Rysst sem lengi var sendi-
herra Norðmanna á Islandi og
náinn vinur Hákonar Bjarnason-
ar, skógræktarstjóra, og jnikill
áhugamaður um íslenska skóg-
rækt. Norðmenn á íslandi nýttu
bústaðinn tii margvístegrar
starfsemi og stunduðu mikið
skógræktarstarf í samvinnu við
Skógræktarfélag Reykjavíkur.
í október 1991 var kveikt í
bústaðnum og reyndis ógerning-
ur að endurbyggja hann. Var
þá brugðið á það ráð að byggja
nýtt hús samkvæmt teikningum
Rolfs I. Larsen_, arkitekts, sem
búsettur er á Islandi og hefur
hann haft yfirumsjón með verk-
inu. Framleiðandi er norska fyr-
irtækið Norske fjellhus A/S í
Flesberg í Noregi en umboðs-
maður þess er Stein Hvasshovd.
Húsið var tekið í notkun 16.
október sl. að viðstöddu fjöl-
menni.
í athugasemdum frumvarpsins
segir að gera verði ráð fyrir að inn-
lánsstofnanir taki upp þá reglu að
greiða vaxtaauka á bundin spari-
innlán til eins árs eða lengur ef
gildandi vextir séu lægri en nemur
verðbólgu.
SAMKOMULAG náðist í fyrrakvöld fyrir milligöngu dómsmálaráðherra
milli Happdrættis Háskóla íslands (HHÍ) annars vegar og Rauða kross
íslands, Samtaka áhugafólks um áfengisvandann (SÁÁ), Slysavarnafé-
lags íslands (SVFÍ) og Landsbjargar, landssambands björgunarsveita,
hins vegar um rekstur söfnunarkassa og happdrættisvéla. Samkomulag-
ið felur í sér að fjöldi söfnunarkassa og happdrættisvéla verði takmarkað-
ur og að ágóðanum af rekstri þeirra verði skipt á milli fyrrgreindra aðila.
DAS o g SIBS vilja
fá að reka spilakassa
HAPPDRÆTTI DAS og SÍBS hafa í sameiningu sótt um leyfi til rekst-
urs spilakassa til dómsmálaráðuneytisins. Forsvarsmenn happdrætt-
anna höfðu lýst áhuga á að vera með í viðræðum Happdrættis Háskól-
ans og Rauða krossins og samstarfsaðila hans um rekstur spiiakassa
en deilan sem reis á milli þeirra leystist í fyrradag án þátttöku flokka-
happdrættanna. Sigurður _ Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis
DAS, harmar að DAS og SÍBS skuli enn einu sinni hafa orðið útundan
og segist te(ja nauðsynlegt að lög þau sem happdrættin starfa eftir
verði endurskoðuð.
Sigurður óskar þeim aðilum sem
að samkomulaginu stóðu til ham-
ingju en harmar jafnframt að flokka-
happdrættin skyldu hafa orðið út-
undan enn einu sinni því forsvars-
menn þeirra höfðu látið í ljós áhuga
á að vera með í viðræðunum. Sigurð-
ur segir það versta sem komið geti
fyrir happdrætti sé neikvæð umræða
eins og farið hafí fram að undan-
fömu. Hann hafi verulegar áhyggjur
af þessu og þeir sem aðild eigi að
henni eigi að vita að afleiðingamar
geti orðið afdrifaríkar.
Sigurður segír að þetta sé í þriðja
sinn sem DAS sæki um leyfi fyrir
spilakassa. Þeir hafi fyrst gert það
árangurslaust 1970 og síðan endur-
tekið umsóknina 1990. Þá hafí SÁÁ,
Slysavarnafélagið og Landsbjörg
gengið til samstarfs með Rauða
krossinum en þeim hafi verið sagt
að halda sig við flokkahappdrættið
og reyna ekki fyrir sér á þessum
markaði. Þeir hefðu sæst á það og
ekki verið með neinar hótanir.
Sjúklingarnir út á lóð
Hann sagði í fjörutíu ára sögu
happdrættisins hefði það ekki notið
skilnings yfirvalda á að fá qð þróa
happdrættið í samræmi við breyttan
tíðaranda. Það væri enn bundnið af
lögum um vöruhappdrætti og það
væri löngu tímabært að fella niður
þá kvöð að þurfa að bjóða upp á
búvélar og búpening í happdrætti.
Einkaleyfí HHI á peningahappdrætti
standist eingöngu gegn SÍBS og
DAS, því jafnvel erlendar þjóðir séu
komnar inn á markaðinn og borgi
vinninga út i peningum. „Lögin
standa í vegi fyrir að við getum þró-
ast eðlilega. Þeim þarf að breyta því
þau setja okkur í algera spenni-
treyju," sagði Sigurður.
Sigurður vildi leiðrétta tölur um
afkomu sem vom birtar í Morgun-
blaðinu i fyrradag og fengnar í dóms-
málaráðuneytinu. Heildarsala á síð-
asta reikningsári hefði verið 186,3
milljónir, útgreiddir vinningar 109,1
milljón og hagnaður 28,9 milljónir.
Þá væri gert ráð fyrir að hagnaður
á þessu ári yrði 35-40 milljónir en
samkvæmt gögnum dómsmálaráðu-
neytisins var sameiginlegur hagnað-
ur happdrætta SÍBS og DAS á þessu
ári álitinn verða 50-60 milljónir. Þeir
greiddu út 60% af allri innkomu í
vinninga, 10% væru greidd í umboðs-
laun og síðan kæmi rekstur fyrirtæk-
isins, sem væri mjög hagkvæmur,
þó auðvitað væri hann hagkvæmari
hjá happdrætti Háskólans þar sem
veltan væri meiri.
í framhaldi af samkomulaginu
mun dómsmálaráðuneytið gefa út
reglugerð þar sem HHÍ er heimilaður
rekstur samtengdra peningahapp-
drættisvéla og einnig beita sér fyrir
því að lagaíeg staða reksturs söfnun-
arkassa RKI, SÁÁ, SVFÍ og Lands-
bjargar verði tryggð.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra sagðist vera ánægður með
lausn málsins. „Hún felur í sér að
hagmunir allra þeirra aðila sem
þarna eiga hlut að máli eiga að vera
vel tryggðir. Ég er mjög ánægður
með þessa lausn og þakklátur for-
ystumönnunum fyrir að hafa tekið
minni ósk um að setjast aftur að
samningaborði vel og náð saman um
þessa niðurstöðu," sagði Þorsteinn.
Hreinum tekjum skipt
Samkomulagið gerir ráð fyrir að
hreinum tekjum af rekstri söfnunar-
kassa og happdrættisvéla verði skipt
þannig að í hlut RKÍ, SÁÁ, SVFÍ
og Landsbjargar komi fjórir hlutar á
móti tveimur hlutum HHÍ. Pjöldi
kassa verður takmarkaður við að
RKÍ og samstarfsaðilar reki mest
500 kassa, þar af 50 á vinveitinga-
stöðum og HHÍ reki mest 400 kassa,
þar af 65 á almennum spilastofum
sem yrðu á 3 stöðum og þar af 2 í
Reykjavík.
Samkomulagið gildir í þijú ár eða
til ársloka 1996 og framlengist um
eitt ár verði því ekki sagt upp með
6 mánaða fyrirvara.
Snörp og erfið barátta
Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Rauða krossins, sagði að bar-
áttan hefði verið snörp og erfið.
„Við erum mjög ánægð með að dóms-
málaráðherra skyldi hafa beitt sér
fyrir samkomulagi í málinu og ánægð
með samkomulagið sjálft. Það ver
okkur fyrir því áfalli sem annars
hefði án efa orðið,“ sagði Sigrún.
Samkomulagið ásættanlegt
„Við erum fegnir því að samkomu-
lag náðist og þakklátir formanni
stjómar happdrættisins og formanni
Rauða krossins sem tóku lokalotuna.
Ég held að samkomulagið sé ásætt-
anlegt fyrir báða aðila," sagði Svein-
björn Björnsson rektor Háskóla ís-
lands um samkomulagið.
Háskólarektor sagði að Happ-
drætti háskólans fengi að koma með
nýja tækni inn í happdrættisrekstur-
inn. Spilakassamir yrðu aðallega
settir upp á vínveitingahúsum og
hótelum en einnig á örfáum almenn-
um spilastofum. Þeir sem rækju söfn-
unarkassana hefðu óttast að það
myndi stórskaða tekjur þeirra.
„Samningurinn tryggir að þeir verði
ekki fyrir því. Það er kannski mikil-
vægast í þessum samningi að við
setjum upp samstarfsnefnd sem ræð-
ir ágreiningsefni og gætir þess með
menn brjóti ekki rétt hver annars.
Nefndin fær aðgang að reiknings-
uppgjömm beggja aðila og gætir
samræmis. Við ætlum að skipta svo-
kölluðum hreinum tekjum á milli
okkar og því verður að vera fullur
trúnaður á milli,“ sagði rektor.
Erfitt að áætla tekjur
Sveinbjörn sagði erfítt að áætla
tekjurnar. Rauði krossinn og sam-
starfsaðilar hans hefðu áætlað að fá
500 milljónir í tekjur af sínum köss-
um á næsta ári. Háskólinn reiknaði
með 200 milljónum af sfnum kössum
og ef heildartekjur af kassarekstrin-
um myndu aukast sem því næmi
myndu báðir halda sínu. Ef svo færi
að markaðurinn inyndi ekkert aukast
við nýju tæknina myndi háskólinn
alltaf fá í sinn hlut 140 milljónir.