Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ’ FIMMTUDÁGUR 21. OKTÓBER 1993 Leirvara sem verður seld á 399 krónur kílóið í Hagkaup ÞESSA dagana er verið að taka úr 40 feta gámi portúgalska leirvöru hjá Hagkaup og vænt- anlega verður varan komin í verslanir um helgina. Leirinn verður seldur í Skeifunni og á Akureyri og verður kílóið af leirnum selt á 399 krónur. Hér er um að ræða bolla- og matarstell, eldföst mót, stórar skálar, blómapotta, vasa, skraut- skálar og svo mætti áfram telja. Um 80% leirsins verður seldur í kílóavís á 399 krónur en einstaka hlutir verða seldir á hærra kflóa- verði. Ekki mun meira verða flutt inn af þessari leirvöru. ■ Eftirréttaskeiðar í framleiðslu á ný hjá Ernu hf. ÁRIÐ 1954 teiknaði Eggert Guðmundsson listmálari dessertskeið sem prýdd var mynd af Stekkjastaur. Framleiðsla lagðist af nokkru síðar en var tekin upp aftur í fyrra. Nú er komin ný skeið sem teikn- uð var og er framleidd í Gull- og silfursmiðjunni Ernu hf. Sam- kvæmt jólasveinakvæði Jóhannes- ar úr Kötlum er það Giljagaur sem fylgir bróður sínum. Væntanlega mun nýr sveinn bætast í hóipinn fyrir hver jól. Skeiðarnar Stekkja- staur og Giljagaur eru framleiddar úr 925 sterling silfri með gylltu blaði. Gull- og silfursmiðjan Erna hf er systurfyrirtæki Guðlaugs A. Magnússonar og framleiðir ís- lenska silfurborðbúnaðinn og ís- lensku jólaskeiðina. ■ X æpaSt i T^alin i Oi?örf I og nærföt frá kr. 300,- UUUVI61J0 SIMI624225 Ltikur iukkan vfó þigV Hún gerir þab ef þú verslar vlb Eldhús og bab. í október getur þú dottib í lukkupottinn og fengib eldhúsinnréttinguna þína e&a Scholtes- heimilistækin frítt. Þeir sem stabfesta pöntun í október fara í pott og einn heppinn vibskiptavinur verbur dreginn út. Hluti af ánæg&um vi&skiptavinum Eldhúss og ba&s á matrei&slunámskei&i. A& auki fá allir 5% afslátt og frítt matrei&slunámskeib hjá meistarakokkinum Sigur&i L. Hall, sem kennir réttu handtökin á frábærum kvöldum í Eldhúsi og ba&i. Vib tökum vib pöntunum allt til áramóta, en fyrstu afhendingar me& pöntun nú geta or&i& um mi&jan nóvember. Hjá okkur eru gæ&in í öndvegi. Funahöfða 19, sími 685680. UPPSKRIFT VIKUNNAR Ég vil endilega hafa fólk í kringum mig KAFFISTOFAN á Kjarvals- stöðum tók umtalsverðum breytingum fyrir u.þ.b. ári síðan. Hún er ekki lengur á ganginum í miðju húsinu, heldur komin út í horn, þar sem allt er fullt af blómum og útsýni er yfir Klambratún, sem nú heitir víst Miklatún, og Öskjuhlíð. Haustlitir eru nú allsráðandi og þegar Daglegt líf heimsótti Ámýju Hallvarðsdóttur sem hef- ur umsjón með kaffistofunni, var eins og Öskjuhlíðin logaði undir Perlunni, svo sterkir voru haust- litirnir. Gestir kaffistofunnar sitja við borð innan um vel hirtar friðarliljur og fíkjutré. Árný tek- ur á móti þeim eins og þeir væru vinir hennar og þegar þeir fara kveður hún þá á sama hátt og þakkar þeim kærlega fyrir kom- una. „Mér finnst svo gaman að hafa fólk í kringum mig,“ segir hún. Nýja kökuhúsið rekur kaffi- stofuna og hefur Ámý unnið hjá því fyrirtæki um nokkurt skeið. Síðastliðið sumar vann hún til dæmis á vegum þess í Dillons- húsi í Árbæjarsafni. „Þá fór ég aftur í aldir og hætti að ganga með klukku. Ég þjónaði til borðs í síðu svörtu pilsi, hvítri skyrtu og með stóra hvíta blúndusvuntu. Maður þarf að vera í stíl við umhverfið." Undir berum himni Þegar vel viðrar er hægt að opna út á stétt við Klambratún og setjast jafnvel þar við borð. Gestir geta skoðað farandsýning- ar sem í boði eru hveiju sinni og þegar Daglegt líf var á Kjarvals- stöðum var til dæmis sýning með ljóðum Hannes Péturssonar. Þeir geta einnig tyllt sér í hæginda- stóla í lítilli setustofu og litið í Le Figaro, New York Times eða önnur erlend blöð. Árný segist smakka allt sem boðið er uppá á kaffistofunni. „Ég vil vita hvað ég er að selja fólki,“ útskýrir hún, en auk kaffi- veitinga er boðið upp á franskar Árný Hallvarðsdóttir Eplaterta með marengs er bragðgóð en ekki of hátíðleg. pönnukökur, súpu og brauð og tvisvar í viku er salat á boðstóln- um. Nýlega var farið að bjóða upp á eplatertu með marengs, sem Ámý hefur bakað árum saman. Nýja kökuhúsið bakar kökuna fyrir kaffístofuna, en Árný var fús að gefa lesendum Daglegs lífs einnig uppskriftina. Eplaterta Árnýjar 250 g hveiti 175 g smjörlíki 2 dl og 50 g flórsykur _____________4 egg _____________ 4 súr epli 2 msk. sykur vatn 50 g súkkulaði 50 g smjör 1. Hveiti, smjörlíki, 2 eggjarauð- ur og flórsykur hnoðað saman. 2. Deiginu þrýst í botn á eldföstu fati eða springmóti og þrýst upp á barmana. 3. Bakað við 150 gráður í 15-20 mínútur. Fylling 1. 4 epli afhýdd og skorin í 4 bita hvert. 2. Epli soðin ásamt 2 msk. sykri í 5 min. og vatn rétt látið fljóta yfir. 3. Epli veidd upp úr og þeim raðað í kökubotninn. 4. Súkkulaði og 50 g smjör brætt saman. 5. 2 eggjarauðum hrært saman við súkkulaðikremið og því síðan hellt yfír eplafyllinguna. 6. Þá eru 4 eggjahvítur stífþeytt- ar og 2 dl flórsykri bætt út í. 7. Eggjahvítum sprautað í toppa yfir fyllingu. 8. Bakað við 75 gráður í 1 'fr-2 klukkustundir. Að sögn Árnýjar er kakan góð hvort sem hún er borin fram heit eða köld og þeyttur ijómi á vel við hana. ■ BT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.