Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBBR 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skíptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Landsfundur
Sjálfstæðisflokks
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins verður settur í
Laugardalshöll síðdegis í dag.
Landsfundir Sjálfstæðis-
flokksins vekja ávallt mikla
athygli enda eru þeir umfangs-
mestu og fjölmennustu stjórn-
málasamkomur sem haldnar
eru hér á landi. Eiga um átján
hundruð manns rétt til setu á
landsfundi að þessu sinni.
Aðstæður eru um margt
breyttar frá því að sjálfstæðis-
menn gengu síðast til lands-
fundar í mars 1991. Þá var
flokkurinn í stjómarandstöðu
en nú gegnir hann forystuhlut-
verki í ríkisstjórn. Síðasti
landsfundur snerist einnig að
mestu um það formannskjör
er þá fór fram en nú má búast
við að málefni og stefnumörk-
un verði í fyrirrúmi.
Það er mjög mikilvægt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að á lands-
fundi hans fari fram opinskáar
og hreinskiptnar umræður um
stefnu flokksins. Fylgi flokks-
ins hefur samkvæmt skoðana-
könnunum farið dvínandi á
undanförnum árum og hann
gæti átt á hættu að glata þeirri
yfirburðastöðu, sem hann hef-
ur haft áratugum saman í ís-
lenskum stjórnmálum. Ástæð-
urnar fyrir veikari stöðu Sjálf-
stæðisflokksins eru margar.
Stjórnmálaumhverfið á íslandi
og raunar Vesturlöndum í heild
hefur tekið miklum breytingum
á undanförnum árum. Átaka-
línurnar hafa breyst. Kjósend-
ur eru ekki jafn vanafastir og
virðast grundvalla val sitt á
stjómmálaflokki hverju sinni á
nokkuð öðrum forsendum en
áður. Hjá því verður heldur
ekki litið að Sjálfstæðisflokk-
urinn gegnir nú því erfiða hlut-
verki að vera forystuflokkur í
ríkisstjórn í einhverri mestu
efnahagskreppu þessarar aid-
ar. Innan flokksins gætir að
auki óánægju með að hann
hefur ekki staðið við gefin lof-
orð um að hækka ekki skatta
og niðurskurður ríkisútgjalda
hefur ekki orðið í þeim mæli,
sem búist var við.
Það hefur Iíka tvímælalaust
háð Sjálfstæðisflokknum að
honum hefur á undanfömum
árum ekki tekist að móta trú-
verðuga stefnu í nokkrum mjög
mikilvægum málaflokkum og
þá fyrst og fremst í landbúnað-
armálum og sjávarútvegsmál-
um. Umræður undanfarinna
missera sýna hins vegar glögg-
lega að ekki verður til lang-
frama búið við óbreytt ástand
í þessum atvinnugreinum.
Þjóðin mun ekki sætta sig við
núverandi kvótakerfi í sjávar-
útvegi og einnig er ljóst að
grundvallarbreytingar á land-
búnaðarkerfínu eru óhjá-
kvæmilegar, þannig að í aukn-
um mæli verði komið til móts
við hagsmuni neytenda. Einnig
liggur fyrir að umræður um
breytta kjördæmaskipan, til að
jafna vægi atkvæða, verða of-
arlega á baugi á landsfundin-
um.
Ein helsta ástæða þess
hversu hikandi Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur verið við
stefnumörkun í mikilvægum
málaflokkum á borð við sjávar-
útvegsmál er að innan raða
hans má finna jafnt sterkustu
talsmenn sem hörðustu and-
stæðinga kvótakerfisins.
Flokkurinn hefur einnig notið
verulegs fylgis meðal bænda
en sterkasta vígi hans jafn-
framt verið á höfuðborgar-
svæðinu. Það á þó ekki að leiða
til þess, eins og því miður virð-
ist hafa orðið raunin of oft, að
menn leiði hjá sér að taka af-
stöðu og móta heildstæða
stefnu.
Sjálfstæðismenn eiga ekki
að óttast að ræða þessi mál á
hreinskilinn hátt og deila hart.
Það felst enginn styrkur í því
að breiða yfir ágreining, sem
óneitanlega er til staðar. Styrk-
urinn felst í því að geta tekist
á, náð samkomulagi og taka
síðan frumkvæðið í þjóðfélags-
umræðum. Ef ekki er hægt að
ná samstöðu innan Sjálfstæðis-
flokksins um þessi mál má telja
ólíklegt að um þau náist sátt
í þjóðfélaginu í heild.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins hefur mikla sérstöðu
í íslensku stjórnmálalífi. í
landsfundi býr gífurlegur
kraftur, þegar tekst að virkja
hann í kjölfar opinna umræðna
og málefnalegra átaka. Þá
daga sem hann stendur beinist
athygli þjóðarinnar að flokkn-
um og þeirri stefnu, sem hann
hefur fram að færa. Nái sjálf-
stæðismenn saman um raun-
hæfa stefnu í þeim mikilvægu
málaflokkum, sem áður voru
nefndir, getur það gjörbreytt
þjóðfélagsumræðunum.
Þau tímamót verða á lands-
fundi að þessu sinni, að beinar
sjónvarpssendingar verða frá
fundinum. Þar með geta lands-
menn fylgst með umræðum á
þessum mikla stjórnmálafundi
milliliðalaust. Þetta frumkvæði
sjálfstæðismanna á áreiðan-
lega eftir að verða Sjálfstæðis-
flokknum til framdráttar.
25
Fyrri umræða um kjara- og- atvinnumál á þingi Verkamannasambandsins
Flestir vilja segja
upp samningum
FLESTIR sem til máls tóku við fyrri umræðu um kjara- og atvinnu-
mál á þingi Verkamannasambands íslands í gær kröfðust þess að
kjarasamningum yrði sagt upp í byrjun nóvember er forsendur
þeirra koma til skoðunar í launanefnd aðila vinnumarkaðarins þar
sem ríkisvaldið hefði ekki staðið við loforð sem gefin voru í tengsl-
um við gerð samninganna í vor. Aðrir sem varlegar vildu fara
mæltu því ekki mót að segja upp samningum, heldur lögðu áherslu
á að menn þyrftu að gera upp við sig næstu skref sem tekin yrðu
eftir uppsögn. Mikilvægt væri að skipuleggja framhaldið vel. Það
væri komið nóg af hótunum á undanförnum árum. Ef menn segðu
upp samningum þyrfti fólk að gera sér grein fyrir að tími væri
kominn til að standa við hótanirnar. Það skipti mestu að fólk væri
tilbúið til að fylgja fram kröfunum.
Margir þingfulltrúar tóku til máls
alls staðar að af landinu. í máli mjög
margra kom fram óánægja með
óráðsíu þeirra sem betur mættu sín,
bæði innan embættiskerfisins og
einkageirans. „Sjálftökuliðið" eins
og það var orðað tæki sér laun eftir
þörfum, fengi sér dýra bíla og færi
í utanlandsferðir án tillits til ástands-
ins í þjóðfélaginu á sama tíma og
álögur væru auknar á almennt
launafólk, sjúklinga og elli- og öror-
kulífeyrisþega. Almennt launafólk
bæri eitt byrðamar af þjóðarsáttinni
og því yrði að breyta.
Samningar taka of langan tíma
Þá kom fram óánægja með það
hvað gerð síðustu samninga hefði
tekið langan tíma og það væri ekki
hægt að una við að það endurtæki
sig í kjölfar þess að samningum yrði
sagt upp nú. Meðal annars kom fram
hugmynd um að tilkynna ætti um
verkfall fyrirfram til dæmis með
tveggja mánaða fyrirvara ef samn-
ingar tækjust ekki, til að koma í veg
fyrir að þeir drægjust úr hömlu.
Þá kom einnig fram sú skoðun
að menn ættu ekki að vera feimnir
við að gera launakröfur og þó fiskafli
færi minnkandi væru ýmis jákvæð
teikn á lofti, svo sem í ferðamanna-
iðnaði, mikill loðnuafli og landanir
erlendra fiskiskipa hér á landi og
vinnsla á þeim afla. Aðrir riljuðu upp
að ástæðan fyrir gerð síðustu samn-
inga og þess að samið var um engar
beinar launahækkanir hefði verið
erfiðleikarnir í þjóðarbúinu og sú
röksemd að með þeim væri sá mögu-
leiki fyrir hendi að vernda atvinnu-
stigið. Það hefði hins vegar komið í
ljós að stjórnvöld hefðu enga at-
vinnustefnu. Ekkert væri til dæmis
gert til að fullvinna sjávarafla hér-
lendis sem væri þó eitt öflugasta
ráðið í atvinnumálum.
Þrefaldur orkukostnaður
úti á landi
Nokkrir fulltrúar landsbyggðar-
innar gerðu orkukostnað heimilanna
að umtalsefni og kröfðust þess að
hann yrði jafnaður á milli lands-
hluta, það skipti kjör fólks miklu
meiru en nokkrar krónur í umslagið.
Var vitnað til talna frá iðnaðarráðu-
neytinu frá því í desember í fyrra
þar sem fram kemur að kostnaður
af að hita 400 rúmmetra hús er nær
þrefaldur þar sem hann er dýrastur
samanborið við þar sem hann er
ódýrastur. Kostnaðurinn er frá því
að vera rúmar 31 þúsund krónur þar
sem hann er minnstur upp í það að
vera tæpar 88 þúsund krónur þar
sem það er dýrast.
I drögum að kjaramálaályktun
sem liggur fyrir þinginu er lögð
áhersla á að endurskoða þurfi þá
aðferð sem notuð hafi verið við gerð
samninga frá því „þjóðarsáttarsamn-
ingarnir" voru gerðir 1990. Nauð-
synlegt væri að endurskoða aðferða-
fræði hreyfingarinnar í þeim efnum,
Þingfulltrúar á verkamannasambandsþingi
FULLTRÚAR á þingi Verkamannasambandsins. Flestir sem til máls
tóku við fyrri umræðu um kjara- og atvinnumál á þinginu í gær
kröfðust þess að kjarasamningum yrði sagt upp í byijun nóvember
þar sem ríkisvaldið hefði ekki staðið við loforð sem gefin voru í
tengslum við gerð samninganna í vor.
því þau fyrirheit sem gefin hafi ver-
ið við gerð „þjóðarsáttasamning-
anna“ hafi ekki gengið eftir og
verkalýðshreyfingin og aðrir aðilar
vinnumarkaðarins geti ekki öllu
lengur frestað því að taka á því verk-
efni.
Milljarða skattbyrði frá fyrir-
tækjum yfir á einstaklinga
Síðan segir: „Lausn síðustu kjara-
deilu byggðist á yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um aðgerðir á sviði
atvinnumála ásamt fyrirheitum í
efnahags- og peningamálum sem
leiddu til lækkunar vaxta. Þetta hefði
átt að leggja grundvöll að atvinnu-
skapandi framkvæmdum, getað ver-
ið ómetanlegur stuðningur við at-
vinnulífið og skotið stoðum undir
bætt kjör launafólks. Þetta hefur því
miður ekki gengið eftir. Jafnframt
gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að hún
myndi ekki við gerð fjárlaga leggja
á ný gjöld eða skatta sen rýrðu kjör
almenns launafólks. Verkalýðshreyf-
ingin lýsti og yfir við lok samnings-
gerðarinnar, að hún myndi líta á
allar aðgerðir ríkisvaldsins, sem
legðu auknar byrðar á launafólk,
sérstaklega þá lægstlaunuðu, sem
ógildingu á forsendum kjarasamn-
inga.“
Þá er rætt um að vaxandi ágrein-
ingur hafi verið á milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og samtaka atvinnu-
rekenda um túlkun ýmissa réttindaá-
kvæða kjarasamninga. Svo hart sé
sótt að verkalýðshreyfingunni að hún
verði að beita öllum tiltækum ráðum
til að veija hagsmuni félaga sinna
og óhjákvæmilegt sé að þetta kalli
á viðbrögð af hennar hálfu.:
Ennfremur er á það bent að ís-
lensk fyrirtæki greiði lægri skatta
en í nokkru öðru ríki innan OECD
sem hlutfall af landsframleiðslu.
Þrátt fyrir það liafi milljarða skatt-
byrði verið flutt af fyrirtækjum yfir
á launafólk.
Nefnd um mótun menntastefnu skilar tillögum um áramótin
Fjallað um lengd og fjölda
námsára í framhaldsskólum
SÚ HUGMYND að lengja skólaár og fækka námsvetrum í framhaldsskól-
um kom fyrst fram við skipan nefndar um mótun menntastefnu vorið
1992 eftir því sem Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir. Hann
væntir þess að nefndin skili mótuðum tillögum varðandi hugmyndina við
starfslok sín um áramót. Aðspurður útilokar hann ekki að nám í grunn-
og framhaldsskóla verði stytt um tvö ár. Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands, segir að til greina komi að lengja skólaárið.
Hún hafi hins vegar efasemdir um að rétt sé að fækka námsárum. Elna
Katrín Jónsdóttir, varaformaður Hins íslenska kennarafélags, telur ekki
ólíklegt að þróunin verði í þá átt að lengja og fækka námsvetrum í fram-
haldsskolum.
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra sagði að allt frá skipun
nefndar um mótun menntastefnu í
aprílmánuði árið 1992 hefði verið
umræða innan ráðuneytisins um að
lengja skólaár framhaldsskóla og
fækka að sama skapi námsárum.
Þannig hefði verið tæpt á þessari
hugmynd í áfangaskýrslu nefndar-
innar frá því í janúar og nánari út-
færslu hennar væri að vænta með
lokatillögum hennar um áramót.
Aðspurður hvaða forsendur lægju
að baki hugmyndinni sagði Ólafur
að mönnum væri annars vegar ljóst
að erfitt yrði að veita öllum nemend-
um störf á sumrin eins og gert hefði
verið. Hins vegar þætti ekki, með
tilliti til alþjóðlegra umhverfis, eðli-
legt að íslenskir unglingar eyddu
fleirum árum í skóla fyrir háskóla-
nám en jafnaldrar þeirra í öðrum
löndum. Ungt fólk í nágrannalönd-
unum lýkur stúdentsprófi að jafnaði
einu til tveimur árum fyrr en jafn-
aldrar þeirra hér á Iandi og kvað
Ólafur ekki útilokað að stytta grunn-
og framhaldsskólanám um tvö ár.
Neitaði Ólafur ekki að til greina
kæmi að taka annað árið af grunn-
skólanámi.
Hvað tengsl ykóla og atvinnulífs
varðaði sagði Ólafur að breytingar
á lögum um framhaldsskóla hefðu
þegar gefið aukið svigrúm fyrir meiri
samvinnu skóla við aðila á vinnu-
markaði. Hann minnti í þessu sam-
bandi á að 1. september hefði verið
gerður samningur milli Iðnskólans í
Reykjavík, sem sæi um prentnám,
menntamálamálaráðuneytis og aðila
í prentiðnaði.
Ekki endilega samhengi
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands, tekur
fram að viðhorf Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráðherra á þingi
Verkamannasambandsins varðandi
framhaldsskóla sé ekki nýtt af nál-
inni og vel komi til greina að lengja
skólaárið. „Kennarasambandið er
fyrir sitt leyti alveg tilbúið að ræða
lengingu skólaársins og tók t.d. upp
umræðu af því tagi í síðustu samn-
ingaviðræðum. Þá hafnaði ríkis-
stjórnin hins vegar samningum um
þetta atriði,-" sagði Svanhildur og
bætti við að hún væri ekki jafn hrif-
in af hugmyndum um fækkun skóla-
ára í kjölfarið. „Ég hef miklar efa-
semdir í því sambandi og vísa þá
t.d. til umræðu í þjóðfélaginu um
að íslensk ungmenni séu ekki nægi-
lega vel búin undir háskólanám. Eg
held þess vegna að það væri afar
rangt að fara að fækka skólaárunum
sjálfum þó svo að skólaárið lengdist.
Þannig sé ég ekki ástæðu til að
tengja endilega saman þessar tvær
hugmyndir,“ sagði Svanhildur.
Áhersla á innihald
Elna Katrín Jónsdóttir, varafor-
maður HÍK, minnti eins og Svanhild-
ur á að viðlíka hugmyndir hefðu
skotið upp kollinum áður. „Ég tel
að þessi einhliða áhersla á lengingu
skólans í mánuðum og styttingu í
árum sé engin lausn í sjálfu sér. Það
þurfi að endurskoða menntakerfið
og leggja verulega orku og þjálfun
í að endurskipuleggja það þannig að
það svari bæði kröfum nemenda,
þörfum þeirra og samfélagsins,“
sagði Elna og játti því að umræddar
hugmyndir gætu orðið hluti af endur-
skipulagningu af þessu tagi. „Vissu-
lega. Við lítum svo á að þróunin
muni líklega verða eitthvað í þessa
átt en áður en svo verður þarf margt
annað að breytast," sagði Elna og
ítrekaði að félagið legði mesta
áherslu á innihald náms og námsum-
hverfi. Á eftir væri hægt að ræða
um skiptingu skólanáms í mánuði
og ár og í beinu framhaldi samninga
um kjör til þess að af því mætti
verða. Hún minnti á starf nefndar
um mótun menntastefnu og sagði
að beðið væri eftir niðurstöðum
hennar.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÉTUR GUNNARSSON
31. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í Reykjavík í dag
Búist við sátt um forystumenn
en átökum um ýmis stefnumál
Morgunblaðið/Sverrir
KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson varaformaður,
Davíð Oddsson formaður, og Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins, virða fyrir sér fundargögnin sem fulltrúarnir 1.800 sem rétt eiga á að sitja 31. landsfund Sjálf-
stæðisflokksins fá afhent í dag.
EKKI er fyrirfram búist við
pólitískum stórtíðindum frá
31. landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, sem settur verður í
Laugardalshöll í dag og stend-
ur til sunnudags. Viðmælendur
Morgunblaðsins telja að nokk-
uð almenn samstaða sé í
flokknum um endurkjör núver-
andi formanns og varafor-
manns til næstu tveggja ára.
Þó verður að gæta þess, að
kosningin er án tilnefningar,
atkvæðaseðlum er dreift á
meðal landsfundarfulltrúa og
þeir skrifa nöfn þeirra, sem
þeir vilja kjósa til þessara trún-
aðarstarfa. Þess vegna er í
raun ómögulegt að fullyrða
nokkuð um það, hvað gerist í
slíkri kosningu. í málefnastarfi
má vænta snarpra umræðna
um mál á borð við innflutning
búvara og landbúnaðarmál,
kjördæmamál og jöfnun at-
kvæðisréttar. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins
hyggjast nú 17 landsfundar-
fulltrúar bjóða sig fram í kosn-
ingum um 11 sæti í miðstjórn
flokksins en þær kosningar
fara fram á sunnudag.
Nær 1.800 manns, fleiri en
nokkru sinni fyrr, eiga rétt
til setu á landsfundi en heimildar-
menn Morgunblaðsins eiga ekki
von á að allur sá hópur skili sér
til Reykjavíkur þar sem landsfund-
ur með málefnastarf í fyrirrúmi
dragi ekki menn að sér með sama
hætti og átök eins og þau sem
urðu við formannskosningarnar í
mars 1991. Á skrifstofu flokksins
gera menn sér vonir um að 1.500-
1.600 fulltrúar mæti og fundurinn
verði þar með hinn fjölmennasti í
sögu flokksins. Með landsfundi
verður ýtt úr vör því átaki í innan-
flokksstarfí sem fylgir komandi
sveitarstjórnakosningum.
Sjálfstæðismenn víðs vegar að
sem Morgunblaðið ræddi við eru
hins vegar sammála um að um
mikilvægan landsfund sé að ræða
fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem
tíðinda geti verið að vænta úr
málefnastarfinu sem nú standi
ekki í skugga átaka í forystuliði.
Afstaðan til öryggis- og varnar-
mála sé ekki lengur það bindiefni
Sjálfstæðisflokksins sem áður var
og brýnt sé orðið að taka stefnu-
mál flokksins til skoðunar.
Ólíkar ályktanir um
landbúnað
Ágreiningur sjálfstæðismanna
um búvörumál og innflutning þeirra
kemur meðal annars fram í
ályktunardrögum þeim sem lögð
verða fyrir fundinn. í drögum land-
búnaðamefndar og utanríkismála-
nefndar er komið inn á málið en
lögð áhersla á þann árangur sem
náðst hefur og þær tilslakanir og
skref í fijálsræðisátt sem vænta
megi með GATT-samningi. Utan-
ríkismálanefnd segir mikilvægt að
standa þannig að aðlögun íslensks
landbúnaðar að breyttum aðstæð-
um vegna alþjóðasamninga að
greinin sjálf eigi eðlilegan hlut að
ákvörðunum. í drögum landbúnað-
amefndar segir að landsfundur telji
ótímabært að losa um innflutning
umfram það sem felist í EES og
væntanlegum GATT-samningi.
Ályktunardrög viðskipta- og neyt-
endanefndar flokksins er hins vegar
á öðrum nótum. Sett er fram af-
dráttarlaus krafa um að opnað verði
fyrir innflutning unninna lándbún-
aðarafurða. Um þetta, og landbún-
aðarmál almennt, búast viðmælend-
ur Morgunblaðsins við líflegum
umræðum á landsfundi.
í sjávarútvegsmálum eiga sjálf-
stæðismenn ýmis óuppgerð mál.
Endurskoðun laganna um stjórnun
fiskveiða er yfirvofandi en eins og
kunnugt er hafa hefðbundnar fylk-
ingar í deilum um sjávarútvegsmál
riðlast nokkuð og mótast ekki jafn-
eindregið og áður af afstöðu til
spurningarinnar um kvóta eða
veiðileyfagjald; menn skipast nú
ekki síður í sveitir eftir greinum
og landshlutum. Forystumaður af
Vestflörðum sem Morgunblaðið
ræddi við kvaðst vonast eftir ítar-
legri umræðu um stöðu sjávarút-
vegisins þar sem tekið verði ann-
ars vegar mið af stöðu einstakra
greina og hins vegar af hagsmun-
um héraða á borð við Vestfirði þar
sem sjávarútvegur sé kjölfesta at-
vinnu og byggðar.
Kjördæmamálin
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hyggst ungliðahreyfing
sjálfstæðismanna láta til sín taka
í umræðum um efnahags- og ríkis-
fjármál en þó ekki síst í umræðum
um kjördæmamál og jöfnun at-
kvæðisréttar. Sem kunnugt er
standa um fjórfalt færri að baki
hvers alþingismanns Vestfirðinga
en hvers þingmanns frá Reykja-
nesi. Með breytingum á kjördæma-
skipan árið 1987 náðist jafnvægi
milli flokka og undanfarið hafa
aðilar úr öllum stjórnmálaflokkum
fært í tal nauðsyn endurskoðaðrar
kjördæmaskipunar í því skyni að
jafna vægi atkvæða eftir búsetu.
Flestar tillögur sem heyrst hafa
gera jafnframt ráð fyrir fækkun
þingmanna. Innan Sjálfstæðis-
flokksins hafa löngum verið skipt-
ar skoðanir á þessu máli og svo
er enn. „Flokkurinn verður að taka
af skarið og má ekki tapa frum-
kvæði í málinu til annarra flokka
ef hann ætlar að bera nafn með
rentu og standa vörð um grund-
vallarhugsjónir sínar,“ sagði
áhrifamaður í ungliðahreyfing-
unni. Forystumaður úr dreifbýlis-
kjördæmi sagði að kjördæmamálið
væri eitt af eilífðarmálum Sjálf-
stæðisflokksins sem nú væri farið
að ræða með sífellt vaxandi þunga.
„Ég vildi gjarnan sjá breytingar
en mér hefur alltaf fundist að Sjálf-
stæðisflokkurinn legði ónauðsyn-
lega ofuráherslu á þetta mál. Það
er greiniiegt að kjósendurnir í land-
inu leggja ekki jafnmikla áherslu
á þetta mál og er sýnilegt að tiltek-
inn hópur á landsfundi Sjálfstæðis-
flpkksins hefur gert,“ sagði hann.
„Ég er ósammála þeirri fullyrðingu
að það sé nauðsynleg forsenda lýð-
ræðis að vægi atkvæða sé jafnt á
landinu öllu en viðurkenni að nú-
verandi kosningakerfi er tilviljana-
kennt og gallað." Fulltrúar hinna
ólíku sjónarmiða eru hins vegar
einhuga um að umræður um þetta
mál muni setja mark á landsfund-
inn, ekki síst í tengslum við um-
ræður nú um sameiningu sveitarfé-
laga og breytta verkaskiptingu rík-
is og sveitarfélaga.
Að öllu samanlögðu eiga við-
mælendur Morgunblaðsins ekki
von á hörðum málefnaátökum á
landsfundinum nú fremur en oftast
áður, aðeins „einstaka minni háttar
gosi“ eins og einn þeirra orðaði
það. Hjá flestum örlar á vonbrigð-
um yfir því að minni spennu verði
vart nú við upphaf landsfundarins
en oftast undanfarin ár. Minni at-
hygli sé að vænta fyrir flokkinn
og málefni hans en jafnan í tengsl-
um við landsfund.
Átta ný framboð í miðstjórn
Á landsfundi er kosið um 11
fulltrúa í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins en meirihluti miðstjórn-
armanna er sjálfkjörinn vegna
annarra trúnaðarstarfa fyrir flokk-
inn. Meðan flokkurinn var í stjórn-
arandstöðu kom síðasta miðstjórn
að jafnaði saman á mánaðarfresti
en í dag klukkan tvö kemur núver-
andi miðstjórn saman til þriðja
fundar síns á þessu ári. Eftir þann
fund mun skýrast hverjir þeirra
11 sem kjörnir voru á síðasta
landsfundi hyggja á endurkjör en
i gær var talið að tveir þeirra gefi
ekki gefa kost á sér að nýju.
Nýir frambjóðendur sem Morg-
unblaðinu er kunnugt um eru eftir-
taldir átta aðilar: Ari Edwald,
Reykjavik, Birgir Ármannsson,
Reykjavík, Jón Helgi Björnsson,
Norðurlandi eystra, María Yngva-
dóttir, Seltjarnamesi, Pétur Rafns-
son, Hafnarfirði, Sigrún Símonar-
dóttir, Borgarnesi, Svanhildur
Árnadóttir, Dalvík, og Örn Kærne-
sted, Mosfellsbæ.
Fyrir sitja í miðstjórn sem kjörn-
ir fulltrúar á landsfundi: Davíð
Sch. Thorsteinsson, Reykjanesi,
Þuríður Pálsdóttir, Reykjavík,
Magnús L. Sveinsson, Reykjavik,
Hildigunnur Högnadóttir, ísafirði,
Björn Jónasson, Siglufirði, Theód-
ór Blöndal, Seyðisfirði, Drífa
Hjartardóttir, Suðurlandi, Sigurð-
ur Einarsson, Vestmannaeyjum,
Guðlaugur Þór Þórðarson, Borgar-
nesi, og Þorgrímur Daníelsson,
Norðurlandi vestra. Guðlaugur Þór
er nú sjálfkjörinn sem formaður
SUS og samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hyggst Þorgrímur
ekki sækjast eftir endurkjöri.