Morgunblaðið - 21.10.1993, Side 36

Morgunblaðið - 21.10.1993, Side 36
36 félk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 r STÓRAFMÆLI Hugsaði mönnum þegjandi þörfina Vinir Sveins M. Sveinssonar kvik- myndagerðarmanns óskuðu honum til hamingju með afmæli sitt á heldur óvenjulegan hátt þegar hann varð fertugur sl. föstudag. Þeir mættu að heimili Sveins um klukkan hálfsjö um morguninn og sprengdu 50.000 kínveija fyrir utan svefnher- bergisgluggann hjá honum. Sveinn, fjölskylda hans og nágrannar voru í fastasvefni og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar ósköpin dundu yfir. „Maður rauk upp og hélt að væri kominn jarðskjálfti eða loftárás. Börnin komu fljúgandi í fangið á okkur og við stóðum frosin í eina og hálfa mínútu. Mig fór þó fljótlega að gruna ástæðuna fyrir látunum og hugsaði ákveðnum mönnum þegjandi þörfina. Ég hef þegar útvegað mér kennitölur nokkurra vel valinna manna til að vita hvenær ég geti náð mér niður á þeim,“ sagði Sveinn að kvöldi afmælisdagsins.' — En þótti þér ekki pínulítið vænt um uppátækið? „Jú vissulega. En konan mín varð Húsráðandi, afmælisbarnið Sveinn M. Sveinsson, kemur til dyra, heldur illilegur á svip. að halda aftur af mér um stund og ef vatnsslangan hefði ennþá verið tengd síðan í sumar þá hefði ég lát- ið vaða úr henni á þá alla saman. Svo komu hinar tilfinningarnar. Það er náttúrulega mikið á sig lagt hjá þessum drengjum að koma svona saman fyrir allar aldir til að gera mér daginn eftirminnilegan. Sumir hafa átt erfitt með að mæta í vinn- una fyrir níu en það er kannski auð- veldara að rífa sig á lappir þegar kvikindisskapur er annars vegar. Nágrannarnir hafa verið að gefa mér auga í dag og ég athugaði með aldr- aða nágranna mína sem búa hérna á efri hæðinni hvort það væri allt í lagi með þá. Það virðast allir hafa tekið þessu ágætlega. Hér í kring eru þrjár háar blokkir og þegar læt- in stóðu sem hæst sá maður ljósin kvikna í gluggunum svona eins og í ævintýramynd. Ég kann strákunum blendnar þakkir fyrir athæfið," sagði Sveinn M. Sveinsson fertugur. íbúar hrukku upp af værum svefni þegar sprengingarnar hófust. Vinimir sungu afmælissönginn hárri raust. Frá vinstri: Jón Karl Helgason, Ari Magnússon, Ámi Johnsen, Ingi R. Ingason, Einar Sveinsson og Júlíus Kemp. ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Frosti Eiðsson Karatemeistari hjá Þórshamri Japanski karatamaðurinn Sensei Kawasoe dvaldi hér á landi í . vikunni í boði Karatefélagsins Þórs- hamars. Kawasoe er einn af þeim bestu í heiminum í shotokan stíln- um. Hann er tæplega fimmtugur og hefur gráðuna 7. dan í svarta beltinu en örfáir karatemeistarar hafa hlotið 8. dan að sögn forráða- manna Þórshamars. Myndin er tek- in á æfingu hjá félaginu en Kaw- asoe kenndi öllum flokkum.félags- ins, þar á meðal barnaflokknum sem hér sést með karatemeistaran- um. m ■ Æ k| f ■ mm m €18 \ r WM . Ari Magnússon (t.v.) og Ingi R. Ingason tilbúnir með kínverjabeltin. Sveinn með dætrum sínum þegar ósköpin voru liðin hjá. Vinstra megin við Svein er yngsta dóttirin Elísabet Birta og hægra megin eru Elsa og Guðrún Tara. FRAMTÍÐ Moore kaus trompettið Hinn gamalkunni leikari Roger Moore, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín sem „Dýrlingur- inn“ í samnefndri sjónvarpsþátta- röð og sjálfur James Bond, á son einn, Geoffrey Moore. Sá er nú 28 ára gamall og þykir nauðalíkur föður sínum. Roger hefur löngum haft áhuga á því að Geoffrey feti í fótspor sín á hvíta tjaldinu og sjónvarpsskermum og drengurinn hefur látið það ganga eftir og afgreitt talsvert af minni háttar hlutverkum sem hafa talist hvert fyrir sig vera skref í átt að ein- hverju bitastæðara. Samhliða hef- ur hann hins vegar ævinlega lagt mikla rækt við tónlistarnám með sérstakri áherslu á trompetleik. Nú hefur Geoffrey Moore hins vegar tekið stóra og mikla ákvörð- un. Að hætta að gera það sem aðrir vilja og einbeita sér fremur að því sem hann vill sjálfur. Þ.e.a.s. að leggja fyrir sig tónlist- arbrautina. „Eg er í raun ekki leikari. Tónlistin á hug minn allan og ég væri að brjóta gegn eðli mínu að hlusta ekki á hjartað þegar það segir mér að sleppa leikarastússinu. Pabba vegna þykir mér það leiðinlegt, en þetta er jú mitt líf,“ segir Geoffrey. Hann segir jafn framt að hann muni leggja djass fyrir sig og eft- irlætistónlistarmenn sínir hafi ævinlega verið Marvin Gaye, Ste- ely Dan og Jimmy Hendrix. Geof- frey vinnur þessa daganna hörð- um höndum að því að koma út sínum fyrsta geisladiski. Á diskin- um eru að hans sögn frumsamdar djassballöður. Geoffrey Moore með trompettið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.