Morgunblaðið - 21.10.1993, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú átt annríkt í dag og ert
með mörg járn í eldinum en
ættir ekki að dreifa hugan-
um um of. Viðskiptin ganga
vel í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ástvinir fara yfir framtíðar-
horfur og er ferðalag á dag-
skránni. Þú átt auðvelt með
að komast að samkomulagi
við aðra.
Tvíburar
(21. ma! - 20. júní) 5»
Skynsemi og dugnaður veita
þér vaxandi frama í vinn-
unni. Taktu enga áhættu í
peningamálum og varastu
óþarfa eyðslu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) Hg
Þú nýtur þess að geta veitt
barni aðstoð í dag. Félagar
eru samstíga. Varastu
óþarfa peningaaustur í
kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú kemur miklu í verk ár-
degis í vinnunni. En þegar
á daginn líður hefur þú til-
hneigingu til að slá málum
á frest.
Meyja
(23. ágúst - 22. sentnmber!
Nýjungagimi leiðir til þess
að þú leitar nýrra afþrey-
inga. Sumir fara á stefnu-
mót, en þeir ættu að varast
peningasóun.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú gætir fyrirvaralaust
ákveðið að bjóða heim gest-
um í kvöld. Nú er rétti
tíminn til að taka ákvörðun
varðandi fjárfestingu.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þér gengur vel að tjá þig í
dag og þú færð góða hug-
mynd. Áríðandi símtal bíður
þín, en mundu að sumum
hættir til að ýkja.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember) m
Nú er rétti tíminn til að
hefjast handa við nýtt verk-
efni sem lofar góðu fjár-
hagslega. Þú nýtur þín í
samkvæmislífinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vertu vel á verði í vinnunni
í dag og ekki ganga að neinu
sem vísu. Vinir sækjast eftir
nærveru þinni í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) IfTk.
Þú þarft næði í dag til að
sinna einkamálunum og þér
tekst að koma miklu í verk.
Viðskiptin ganga mjög vel.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú ert að leggja drög að
góðri helgi þar sem margt
stendur þér til boða því þú
nýtur mikilla vinsælda með-
al vina og kunningja.
Stjörnuspána á a<) lesa sem
dœgradv'ól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
DYRAGLENS
m ©ogleuugl swgy/ ( É& HATA | TðSWPAGS 0 ( eftirmi&daga! 1 V —- J
^-T-T-rm n n , i±. ,._i ,1, ,.t—i—rn-rÁ Stooooop/ SLVUVURPl <&®yps<stt!M&
©1993 Dibono Media Ebrviees, Inc. v l/Æ All Rights Reserved 11L d Já. >
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
FERDINAND
SMAFOLK
HERE'5 YOUR. 016
CHANCE TO IMPKE55 THAT
LITTLE REP-HAIREP
6IRL, CHARLIE BR0WN..
5EET 5HE'5 5ITTIN6
AT THAT TABLE, 5VT
5HE'5 HAVIN6 TR0UBLE
6ETTIN6 THE UMBRELLA
TO 60 UP...
Núna er stóra tækifærið til Sérðu? Hún situr við þetta
að vekja aðdáun litlu rauð- borð, en hún á í vandræð-
hærðu stelpunnar, Kalli um með að spenna sólhlíf-
Bjarna. ina.
Kannski væri best að einhver
sækti strandvörðinn.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
„Heldur pínlegt að vera með
ÁD9x í trompi og fá aðeins einn
slag í vörninni,“ segir Ásgeir
Metúsalemsson, Reyðarfirði, í
formála sínum að eftirfarandi
spili, sem hann sendi þættinum.
Það kom fyrir í sveitakeppni
milli Aðalsteins Jónssonar, Eski-
firði, og Slökkvitækjaþjónustu
Austurlands. Ásgeir og Kristján
Kristjánsson voru í NS gegn
Aðalsteini og Gísla Stefánssyni
í AV:
Norður gefur.
Vestur
♦ 1092
♦ D8762
♦ 3
♦ D1093
Norður
♦ ÁKG654
♦ ÁK
♦ 1065
♦ K2
Austur
♦ D87
▼ 1093
♦ ÁD94
♦ G75
Suður
♦ 3
▼ G54
♦ KG872
♦ Á864
Vestur Norður Austur Suður
Gísli Ásgeir Aðalst. Kristján
1 lauf* Pass 1 spaði**
Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar
Pass 3 spaðar Pass 3 grönd
Pass 6 tíglar Allir pass
‘sterkt lauf
** 3 kontról.
Utspil: hjartatvistur.
Kristján átti fyrsta slaginn í
borði og spilaði strax tígultíu.
Aðalsteinn hugsaði sig aðeins
um, en lagði svo drottninguna á
tíuna. Suður átti slaginn á kóng-
inn og fór nú í spaðann, tók ÁK
og trompaði spaða með tvisti.
Kristján hafði tilfinningu fyrir
því að austur ætti öll trompin,
svo hann fór næst inn á blindan
á hjarta til að spila fríspaða.
Aðalsteinn henti laufi og Kristján
líka. Næsta spaða trompaði Áð-
alsteinn hins vegar, en Kristján
yfirtrompaði og fór inn á lauf-
kóng til að spila spaða í fimmta
sinn. Við því átti Aðalsteinn ekk-
ert svar.
Umsjón Margeir
Pétursson
Þetta peðsendatafl kom upp á
sterku alþjóðlegu móti í Rakvere
í Eistlandi í haust. Pólski stór-
meistarinn Alexander Wojtki-
ewicz (2.570), hafði hvítt og átti
leik gegn Rússanum Alexander
Khalifman (2.645).
a b c d ■ I g
Hvítur virðist sigldur í strand,
en Pólverjinn kom auga á snjalla
vinningsleið: 44. a5! — bxa5, 45.
Kc5 - a4, 46. d6 - b6+, 47.
Kc6 - a3, 48. d7 - a2, 49. d8=D
— al=D, 50. Dd6+ — Ke4, 51.
Kxb6 og með hættulegt frípeð
sitt yfir í drottningarendatafli
vann hvítur auðveldlega. Úrslit
mótsins: 1.—3. Khalifman,
Ehlvest, Eistlandi og Rosentalis,
Eistlandi 5‘/2 v. af 10 mögulegum,
4. Wojtkiewicz 5 v. 5. Hodgson,
Englandi AVi v. og Yermolinsky
frá Bandaríkjunum rak lestina
með 4 v.