Morgunblaðið - 21.10.1993, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR' 21. OKTÓBER 1993
mumnn
^undurinn. cut heilCtn, pótcx. a/
ChilLpipa.r.''
TM Rog. U.S Pat Oft.—all rights resorved
® 1993 Los Angeies Times Syndicate
Afsakið frú Jóna að ég skyldi
trufla yður í morgunpásunni.
Hún getur ekki staðið hærra. Hún
þjáist af lofthræðslu og svima.
BREF TTL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Nafnareglur til réttarbótar
Frá Halldóri Ármanni Sigurðssyni:
Páll Þorgríms Jónsson, Hæðar-
garði 28 í Reykjavík, á orðastað við
mannanafnanefnd í Morgunblaðinu
síðastliðinn laugardag, 16. október,
undir fyrirsögninni „Vinnureglur —
til hvers?" Páll greinir þar frá nýleg-
um vinnulagsreglum mannanafna-
nefndar, telur að nefndin fari sjáif
ekki eftir þessum reglum og spyr
síðan til hvers reglurnar séu. Þessu
er fljótsvarað. Reglurnar eru almenn-
ingi til réttarbótar og núverandi
mannanafnanefnd telur sig hafa far-
ið eftir þeim í hvívetna — að sjálf-
sögðu. Eg skal nú skýra hvernig
þessu víkur við.
1. málsliður 2. gr. laga nr.
37/1991 um mannanöfn hljóðar svo:
Eiginnafn skal vera íslenskt eða
hafa unnið sér hefð i íslensku máli.
Greinargerð með lögunum skýrir
ekki hvað átt er við með hugtökunum
„íslenskt eiginnafn" og „hefð í ís-
lensku máli“ og dómsmálaráðuneytið
hefur af ýmsum gildum ástæðum
ekki enn talið tímabært að setja
reglugerð um túlkun þeirra eða fram-
kvæmd laganna að öðru leyti. Jafn-
framt er þó ljóst að lögin eru ófram-
kvæmanleg nema túlkun þeirra
styðjist við skýran skilning á þessum
hugtökum. Þegar ný mannanafna-
nefnd tók til starfa í júlí síðastliðnum
lét hún það því verða eitt af sínum
fyrstu verkum að setja sér reglur
um það hvaða nöfn skuli teljast „ís-
lensk“ í lagaskilningi og hvenær „óís-
lenskt“ nafn telst hafa unnið sér
hefð í íslensku máli. Þetta áleit
nefndin nauðsynlegt til að eyða rétt-
aróvissu og til að tryggja jafnræði
borgaranna gagnvart lögunum eins
og frekast er kostur. I reglum nefnd-
arinnar eru m.a. eftirfarandi ákvæði
um hefð ungra tökunafna:
Ung tökunöfn eru þau tökunöfn
sem hafa komið inn í íslenskt mál
eftir 1703. Ungt tökunafn telst hafa
unnið sér hefð ef það fullnægir ein-
hverju einu af eftirfarandi skilyrðum:
a. Það er nú borið af a.m.k. 20 ís-
lendingum.
b. Það er nú borið af 15-19 íslend-
ingum og sá elsti þeirra hefur náð
a.m.k. 30 ári aldri.
c. Það er nú borið af 10-14 íslend-
ingum og sá elsti þeirra hefur náð
a.m.k. 60 ára aldri.
d. Það er nú borið af 5-9 íslend-
ingum og kemur þegar fyrir í
manntalinu 1910 (eða fyrr).
e. Það er nú borið af 1-4 Islending-
um og kemur þegar fyrir í mann-
talinu 1845 (eða fyrr).
f. Það er nú ekki borið af neinum
íslendingi en kemur þegar fyrir í
manntalinu 1845 (eða fyrr) og
hefð þess hefur ekki rofnað eftir
1910.
Þessi ákvæði eru að sjálfsögðu
umdeilanleg, svona svipað og það
getur verið umdeilanlegt hvort há-
markshraði á einhveijum vegar-
spotta eigi að vera 60 eða 70 kíló-
metrar á klukkustund eða hvort
knæpur eigi að vera opnar til mið-
nættis eða kl. 1 að nóttu einhveija
tiltekna vikudaga. En einhvers stað-
ar verður að draga mörkin og það
sem máli skiptir er að reglur manna-
nafnanefndar hafi stoð í landslögum,
mismuni ekki fólki og séu svo ljósar
að almenningur geti gert sér grein
fyrir rétti sínum og viti að hveiju
hann gengur. Væru á hinn bóginn
ekki hafðar neinar reglur af þessu
tagi ætti mannanafnanefnd varla
annars kost en fara eftir tilfinningu,
smekk eða jafnvel geðþótta sínum
hveiju sinni og getur þá hver maður
gert sér í hugarlund hvert réttarör-
yggi borgaranna væri.
I bréfi sínu segir Páll Þorgríms
meðal annars að reglur mannanafna-
nefndar séu „góðar vinnureglur", en
telur á hinn bóginn að nefndin fari
sjálf ekki eftir þeim, og það væri nátt-
úrulega heldur lakara, ef satt væri.
Máli sínu til stuðnings nefnir Páll
að mannanafnanefnd hafi hafnað
nafninu Amold á þeirri forsendu að
þaty sé ekki íslenskt og hafi ekki
unnið sér hefð í íslensku máli. Þenn-
an úrskurð telur Páll rangan þar eð
nafnið fallj undir lið d í hefðarregl-
unni: Það komi fyrir í manntalinu
1910 og hafi verið borið af 8 manns
1989. Hvort tveggja er rétt, eins og
lesa má í bók Guðrúnar Kvaran og
Sigurðar Jónssonar, Nöfn íslendinga.
Sú ályktun Páls af þessu að úrskurð-
ur mannanafnanefndar standist ekki
er hins vegar röng. Eins og þau
Guðrún og Sigurður taka skýrt fram
á bls. 116 í sinni miklu og ágætu
bók var nafnið Amold borið af 8
körlum í þjóðskrá árið 1989, en í
þjóðskrá er að sjálfsögðu fjöldi út-
lendinga. Það vill svo til að Hagstofa
íslands hefur gengið sérstaklega úr
skugga um það fyrir mannanafna-
nefnd hversu margir íslendingar (ís-
lenskir ríkisborgarar) bera nafnið
Amold og reyndust þeir vera fjórir
en ekki átta. Nafnið fullnægir því
ekki neinu af skilyrðum hefðarregl-
unnar. Hefði það hins vegar komið
fyrir þegar í manntalinu 1845 eða
fyrr hefði það fallið undir e-lið regl-
unnar og hlotið samþykki manna-
nafnanefndar.
Mannanafnanefnd telur sig hvorki
óskeikula né hafna yfir gagnrýni og
geti Páll Þorgríms eða einhver annar
sýnt fram á að þau gögn sem hún
reisti úrskurð sinn um Arnold á séu
röng mun nefndin að sjálfsögðu end-
urskoða hann. En svo lengi sem for-
sendurnar standa óhaggaðar stendur
úrskurðurinn einnig.
Það er á hinn bóginn rétt hjá Páli
að ýmsir af þeim úrskurðum sem
mannanafnanefnd kvað upp frá
hausti 1991 fram á mitt þetta ár eru
ekki í samræmi við vinnulagsreglur
nefndarinnar, enda voru þær ekki
settar fyrr en í ágúst síðastliðnum.
Eins og Páll nefnir var nafninu Aage
t.d. hafnað á síðastliðnu ári (mál nr.
64/1992) en það er þó það gamalt
í málinu og borið af svo mörgum að
það ætti að hljóta samþykki sam-
kvæmt núgildandi reglum. Ýmis nöfn
sem áður hafði verið hafnað hafa
nú reyndar verið samþykkt á grund-
velli reglnanna en það vill þó svo til
að enginn hefur farið fram á að fá
að gefa nafnið Aage eftir að reglum-
ar voru settar, og það er ástæðan
fyrir því að nafnið hefur ekki enn
komist á mannanafnaskrá.
Þetta ástand er að sjálfsögðu
óheppilegt og hyggst mannanafna-
nefnd ráða bót á því þegar manna-
nafnaskrá verður gefin út á nýjan
leik, snemma á næsta ári, með því
að bæta í hana þeim nöfnum sem
hafnað hefur verið en eiga þar heima
sakvæmt nýsettum reglum nefndar-
innar. En fram að því er hveijum
og einum sem hyggst gefa eitthvert
af þessum nöfnum náttúrlega fijálst
að leita eftir nýjum úrskurði nefndar-
innar um það.
Eg skil lokaorðin í bréfi Páls svo
að hann telji það réttlætismál að
aðstandendur bama fái að ráða nöfn-
um þeirra. Eins og áður hefur komið
fram á síðum Morgunblaðsins er ég
einnig þeirrar skoðunar að lög um
mannanöfn eigi að setja almenningi
sem fæstar skorður. En á meðan
núgildandi lög um mannanöfn standa
óbreytt á mannanafnanefnd ekki
annars kost en framfylgja þeim eftir
bestu samvisku.
HALLDÓR ÁRMANN •
SIGURÐSSON,
formaður mannanafnanefndar.
HÖGNI HREKKVÍSI
« pAÐ ÆTTl AE> VERA AUÖL3ÓST.
HAMM EIS AE> IPYMGJA BOL.TANM.1'
Yíkveiji skrifar
Ymis tilefni undanfarið hafa orð-
ið til þess að Víkveiji veltir
því fyrir sér hvort ekki sé brýnt
hagsmunamál þeirra fjölmörgu að-
ila sem afla fjár til góðgerðarmál-
efna með hvers kyns söfnunum og
„þjóðarátökum" — ekki síður en
almennings — að í lög verði settar
reglur um sérstök skilyrði sem þeir
þurfi uppfylla sem leita til almenn-
ings í landinu eftir ijárhagslegum
stuðningi vegna mannúðarmála. Er
ekki eðlilegt að kreíjast þess að
bókhald slíkra aðila og ráðstöfun
þeirra á söfnunarfé fái gæðastimpil
löggiltra endurskoðenda eða ann-
arra hæfra aðila sem hafi sérstakar
upplýsingar- og trúnaðarskyldur
gagnvart bömunum, sem halda
tombólurnar, fólkinu sem kaupir
merkin og happdrættismiðana eða
gefur fé í söfnunarbaukana, og fyr-
irtækjunum sem láta margs konar
styrki í té?
xxx
Almennur vilji íslendinga til að
láta fé af hendi rakna til
„þjóðarátaka" og „landssafnana" í
þágu góðgerðarmálefna hefur öðru
fremur gert fjölmörgum samtökum
kleift að halda hér uppi merku og
ómissandi líknar- og mannúðar-
starfí á ýmsum sviðum. Þessari
hugmynd er alls ekki hreyft hér í
gagnrýnisskyni á starf þeirra þjóð-
þrifasamtaka. Þvert á móti hljóta
hertar kröfur um meðferð fjármuna
sem fengnir eru með þessum hætti
að styrkja starfsgrundvöll þeirra
sem ná árangri í slíku starfí. Aukn-
ar kröfur eru hins vegar mikilvæg-
ar til að vinna gegn því að tor-
tryggni í garð „þjóðarátaka" og
„landssafnana“ skjóti rótum og
slævi vilja fólks til þess að leggja
þeim lið sem eiga undir högg að
sækja.
xxx
Fjölmörgum félögum og samtök-
um berast árlega höfðinglegar
gjafír frá fólki sem lætur sér annt
um framgang líknar- og mannúðar-
mála og felur jafnvel stóran hluta
eigna sinna slíkum samtökum í
hendur að sér látnu. Stundum eru
sett fram skilyrði eða tilmæli um
að framlaginu verði varið til ákveð-
ins verkefnis sem gefandanum er
hjartfólgið og er í senn tilefni og
forsenda gjafar. Sá sem þetta ritar
minnist þess að hafa séð í fjölmiðl-
um greint frá því að samtök hafí
móttekið gjafír af þessu tagi frá
nafngreindum einstaklingum en
síður að fram komi upplýsingar um
það hvernig gjöfunum er ráðstafað
og hvort þær nýtast þegar upp er
staðið til þess verks sem til var
ætlast eða hvort andvirði þeirra var
varið til að greiða rekstrarkostnað
viðkomandi samtaka. Hér á það
sama við og um „landssafnanir" og
„þjóðarátök" að starfsgrundvöllur
félagasamtaka sem vinna þjóðþrifa-
störf fyrir frjáls fjárframlög ein-
staklinga ætti einungis að styrkjast
við það að með löggöf verði skotið
styrkari stoðum undir þær ríku sið-
akröfur sem gera verður til starf-
semi af þessu tagi.