Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
43
Þriðjungurinn úr innbrotum
Frá Helgíi Kristbjarnarsyni:
Á undanförnum árum hefur með
vaxandi þunga verið kynt undir
spilaáráttu þessarar þjóðar. Nú
virðist stefna í að Háskólinn, Rauði
krossinn og fleiri ætli að sameinast
um enn eina nýjungina í íslensku
menningarlífí sem er rekstur svo-
kallaðra vítisvéla.
Vítisvélarnar gera út á spilafíkn
og spennusækni fólks og eru sér-
hannaðar af sálfræðingum og at-
ferlisfræðingum til að gefa af sér
hámarkshagnað fyrir eigandann.
Reynslan erlendis af svona tækjum
er að fólk með vímuefnafíkn laðast
öðrum meira að þessum tækjum
enda verða þau staðsett á vínveit-
ingastöðum og í sérstökum spilasöl-
um. Til að afla fjár til þessarar
spilamennsku neytir fólk ýmissa
bragða, stundum ólöglegra. Þótt
þeir sem afbrot stunda séu aðeins
lítill hluti þeirra sem spila eru þeir
oftast þeir djarftækustu, og ekki
mun Ijarri lagi að um þriðjungur
þess sem aflast úr þessum vítisvél-
um komi af tekjum úr innbrotum
og annarri ólöglegri starfsemi.
Vegna þessa hafa þessar vélar ekki
verið leyfðar í neinu öðru Evrópu-
landi.
Það er sorglegur misskilningur
að það að fimmtíu króna mynt sé
notuð sem spilapeningar tryggi það
að fólk eyði lágum upphæðum í
kassana. Stærð spilapeninganna
skiptir litlu máli þegar aðeins tekur
nokkrar sekúndur að eyða hveijum
peningi. Ólíklegt er að margir muni
gera sér ferð í spilasalina til þess
eins að eyða einum peningi.
Nú hefur verið upplýst að ís-
lensku rekstraraðilarnir eigi ekki
að fá allar tekjurnar af þessum
kössum, þriðjungur hagnaðarins á
að fara beint úr landi til hinna er-
lendu eigenda kassanna, en ekki
hefur verið upplýst hveijir hinir
raunverulegu eigendur vítisvélafyr-
irtækisins eru. Af þeim hluta sem
eftir verður í landi fer verulegur
hluti í auglýsingar og umsýslu. Það
er því ljóst að hlutur Háskólans
verður ekki nema sem svarar þeim
þriðjungi sem spilasjúkir ógæfu-
menn munu leggja stofunni til með
afbrotum sínum.
Enginn efast um að Háskólinn
þarf auknar tekjur en vítisvélarnar
eru ekki endilega besta lausnin. Til
að spara þjóðinni nokkuð hundruð
milljónir á ári í gjaldeyri legg ég
til að dómsmálaráðherra veiti Há-
skólanum leyfi til að auglýsa eftir
íslenskum ógæfumönnum til að
bijótast inn til fólks og stela milli-
liðalaust þessum milljónum sem
vantar, en hætt verði við áform um
vítisvélarnar.
HELGI KRISTBJARNARSON,
Miklubraut 48,
Reykjavík.
Pennavinir
Sautján ára hálfíslensk stúlka í
Bandaríkjunum, hefur aldrei til ís-
lands komið en vill skrifast á við
jafnaldra sína, á ensku. Hefur
áhuga á frönsku og leiklist, einnig
umhverfisvernd og baráttu Am-
nesty International fyrir mannrétt-
indum:
Kristin Réne Fortier,
4201 West Iowa Avenue,
Tampa,
33616 Florida,
U.S.A.
Átján ára japönsk stúlka með
margvíslega áhugamál:
Yukari Hori,
723 Hiroshima-ken,
Mihara-shi Wada-cho,
6592 Japan.
Nítján ára Perúpiltur með marg-
vísleg áhugamál:
Gonzalo Portilla,
Castilla 1480,
Lima 21,
Peru.
Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka
með áhuga á íþróttum o.fl.:
Rosemond Quarshie,
P.O. Box 1124,
Oguaa City,
Cape District,
Ghana.
Frá Þýskalanda skrifar einstæð
45 ára kona sem á 13 ára son.
Vill skrifast á við 45-60 ára karl-
menn. Með áhuga á lestri, sundi
og garðvinnu:
Gudrun Grohmann,
Obernaundorferstrasse 18,
8218 Oelsa,
Deutschland.
Sextán ára japönsk stúlka mefi
áhuga á menningu og lífsháttum
þjóða, kvikmyndum og frímerkjum:
Mayumi Takaki,
242 Odani,
Tamayu,
Yatukagun,
Shimane,
699-02 Japan.
Frönsk 27 ára kona, háskóla-
nemi, með áhuga á hestum, ferða-
lögum, tónlist, íþróttum og kvik-
myndum:
Cecile Coutte,
5 rue Saint Roch,
F-80000 Amiens,
France.
Athugasemd við skrif
Frá Asmundi U. Guðmundssyni:
Sveinn Ólafsson, Furugrund 70,
Kópavogi, sver af sér símaupp-
hringinguna, sem ég vitna til í síð-
asta pistli mínum 23. september sl.
Hveijum má trúa þegar sagt er til
nafns, með heimilisfangi við upphaf
kynningar, eins og gerðist í um-
ræddu tilviki?
Það er líka táknrænt að engum
spurningum er svarað, sem ég hef
varpað fram í skrifum mínum. Held-
ur sveimað á svig, líkt og hundar
og refír gera, er þeir finna óþægi-
lega lykt, og vilja komast í vind-
stöðu af henni, láta sig svo hverfa
í buskann óséðir. Slík hafa skrifin
verið við að réttlæta ökuljósanotk-
unina, samhliða því að gera skoðan-
ir annarra torkennilegar í alla staði.
ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON,
Suðurgötu 124,
Reykjavík.
VELVAKANDI
VILLANDI
AUGLÝSINGAR UM
RJÚPNAVEIÐI
BÓNDI hringdi og vildi benda
ijúpnaveiðimönnum á það að í
raun og veru þyrftu bændur ekki
að taka fram að ijúpnaveiði væri
bönnuð í landi þeirra því það
væri bannað með lögum að skjóta
á annars manns landi. Hann
sagði að þessar auglýsingar frá
bændum gætu verið villandi
vegna þess að veiðimenn teldu
að þeir mættu skjóta hvar sem
væri, svo framlega að bændurnir
hefðu ekki bannað það sérstak-
lega.
HVERJIR BORGA í
SPILAKASSANA?
ÉG HEF mig ekki í að hringja í
Þjóðarsálina svo ég nota Velvak-
anda til að tjá mig um spilakassa-
málin. Ég var að velta því fyrir
mér hveqir yrðu aðalstyrkjendur
Háskóla ísland og halda myndu
uppi húsbyggingum hjá þeirri
stofnun ef þessir spilakassar
komast í gagnið. Ég gæti trúað
að það yrðu fyrst og fremst lág-
launafólk sem væntir fljóttekins
vinnings. Eins og við höfum heyrt
eru það öryrkjar og börn sem
sækja í kassana. Hvaða vit er í
því að ætla að stilla upp kössun-
um á búllum þar sem fólk er að
drekka úr sér vitið? Ætla ráð-
herrar að stilla sér upp við þessa
kassa og styrkja háskólann eða
er verið að sækjast eftir aurum
öryrkjans eða annarra sem eru
með spilafíkn? Hvað segir Þor-
steinn Pálsson um þetta?
Pálína Magnúsdóttir.
ÞAKKIRTILFM
ÁNÆGÐUR útvarpshlustandi
hringdi í Velvakanda til að koma
á framfæri þökkum til FM fyrir
þá rólegu tónlist sem spiluð er á
kvöldin milli kl. 22.00-1.00.
GÆLUDÝR
með bláa hálsól með „gimstein-
um“. Hafí einhver orðið hennar
var er hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma 38576.
Lotta er týnd
LOTTA týndist frá Sólheimum
18 fyrir tveimur vikum. Hún var
Týndur köttur
KÓTTUR þessi hjópst á brott af
heimili slnu á Álfhólsvegi í Kópa-
vogi. Einkennandi er sár á ann-
arri framloppunni. Hafí einhver
orðið hans var er hann vinsam-
lega beðinn að hafa samband við
eiganda svo fljótt sem auðið er
í síma 642045.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Ágæti Velvakandi,
Ég hefi nýlega tapað samsonite-
skjalatösku, hún er grá að lit,
frekar stór, me.rkt bláu plast-
merkispjaldi.
Á liðnum árum hefi ég einnig
tapað:
a) Parker-51, gullhúðaður blek-
penni, árgerð 1951, merktur.
b) Silfurbúin svipa frá Halldóri
Sigurðssyni, merkt.
c) Leðurskjalataska (oksehud)
dönsk, frá 1951, merkt.
Gott væri að fá þessa fjóra
hluti aftur, helst alla.
Leifur Sveinsson,
Tjarnargötu 36,
Reykjavík.
Eyrnalokkur tapaðist
GULLEYRNALOKKUR með
hvítri perlu tapaðist annaðhvort
í Mjódd eða við Gullfoss. Upplýs-
ingar í síma 71794. Fundarlaun.
Reiðhjól fannst
DÖKKBLÁTT fjallahjól frá Ern-
inum fannst í Arbæjarhverfi um
mánaðamótin sept./okt. Eigand-
inn getur vitjað þess í síma
79870.
Hjól í óskilum
Á KLEPPSVEGI 98 er í óskilum
blátt drengjahjól. Upplýsingar í
síma 33845.
Hjól í óskilum
APPELSÍNUGULT kvenreiðhjól
með barnastól aftan á var skilið
eftir í vesturbænum um helgina.
Upplýsingar í síma 10329.
Bætið sambandið
Námskeió í tjáskiptum fyrir hjóna- og sambúðar-
fólk. Þjálfun í tjáningu, hlustun og lausn ágrein-
ings. 4x2 tímar. Leiðbeinandi: Benedikt Jóhanns-
son, sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Skráning í síma 791 39 frá kl. 19.30-21.00.
Þú ræður engu um greind þína, en...
þú ræður öllu öðru um getu þína til náms. Margfaldaðu lestr-
arhraða þinn og bættu námstæknina og árangur þinn í námi
mun batna verulega... með minni fyrirhöfn en áður! Ánægja
af lestri góðra bóka vex einnig með auknum lestrarhraða.
Viljir þú vera með á síðasta hraðlestrarnámskeiði ársins,
sem hefst fimmtudaginn 28. október, skaltu
skrá þig strax í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
35 1978- 1993
ðkeypis lögfræðiaðstoð
á hver ju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 ísíma 11012.
ORATOR, félag laganema.
HEIÐAR JÓNSSON snyrtir og
INGRID HALLDÓRSSON
snyrtifræðingur leiðbeina um val á
m m
ine
SWITZERLAND
I dag 21. október kl. 12-17 í
H Y G E A
tnyrtivðruvcrilun
Austurstræti
Tómstundaskólinn
Gríptu tækifærið!!
Laust er í eftirtalin námskeið
íTómstundaskólanum
Vídéótaka á eigin vélar
Útskurður í tré
Smíði smáhluta úr kopar og blikki
Glerskurður
Trölladeig
Skrautmyndagerð
Slæðuhnýtingar
Silkimálun
Skógrækt
Innanhússkipulagning - litir og lýsing
Þú hefur orðið - ræðumennska
Að ná árangri á fundum
Kökuskreytingar og konfektgerö
Hlífðargassuða
Hattagerö
Sjálfsnudd
Fatahönnun
Handmáluð kort og litlar myndir
Bongo- og kongastrommur
Haföu samband strax!!!
TÓM5TUNDA
SKOLINN
Grensásvegi 16a
Sími 67 72 22