Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 2
2 FRÉTTIR/INIULENT MORGUNBLÁÐIÐ SUNNÚDAGUR 24. OKTÓBER 1993_ __________EFNI Morgunblaðið/Sverrir Orkumál til umræðu STARFSHÓPAR landsfundarins störfuðu í gærmorgun og hófst afgreiðsla ályktana eftir hádegið. A myndinni eru fulltrúar í starfshópi um orkumál að bera saman bækur sínar. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í Laugardalshöll í dag Kosningunum sjónvarpað Flugleiðir íhuga sam- starf við Japani Flugleiðir reki Boe- ing-757 FLUGLEIÐIR hf. hafa að undan- förnu átt í viðræðum við jap- anskt fjármögnunarfyrirtæki um að taka að sér að rekstur á Boeing-757 flugvél og finna henni verkefni utan venjulegs áætlunarflugs. Vélin verður skipuð íslenskri áhöfn ef samn- ingar nást. Japanska fyrirtækið íjármagn- aði flugvélina upphaflega fyrir ann- að flugfélag en hefur tekið við henni aftur. Hefur fyrirtækið að undanfömu leitað aðila til að sjá um rekstur vélarinnar og fínna verkefni fyrir hana. Einar Sigurðsson, forstöðumað- ur upplýsingadeildar Flugleiða, sagði að málið væri ennþá á við- ræðustigi og myndi væntanlega skýrast fljótlega. „Við höfum hug á því að taka þátt í þessu með samningi um að við sjáum um vél- ina og leitum verkefna utan okkar hefðbundna áætlanaflugs. Þetta yrði því ekki viðbót við okkar flug- áætlun og við erum að huga að hvernig hægt sé að takmarka áhættuna sem allra mest.“ Einar sagði að öðru hvetju væru verkefni í boði fyrir fluvélar af þessari gerð. Flugleiðir gætu á þennan hátt nýtt betur tæki og mannskap hjá félag- inu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær, að hann teldi forsendur vera fyrir raunvaxtalækkun og Seðlabankinn geti notað svigrúm sem hann hafí til að flýta fyrir því. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Sigurðsson að Seðlabankinn hefði þegar gert nokkuð í þessa átt: Lækkað bindi- skyldu og vexti gagnvart innláns- STÖRF landsfundar Sjálfstæðis- flokksins i dag, sunnudag, hefj- ast kl. 10 með umræðum og af- greiðslu ályktana. Því næst verð- ur kosið til miðstjórnar og lýkur þessum lið kl. 12. Umræðum og afgreiðslu álykt- ana verður fram haldið kl. 13 og á afgreiðslu stjómmálaályktunar að vera lokið fyrir kl. 16. stofnunum, beitt viðskiptum á verð- bréfa- og peningamarkaði til þess að ná fram vaxtalækkun á skamm- tímamarkaði, gert vaxtaskipta- samninga við banka og sparisjóði og nú síðast lækkað vexti sína veru- lega gagnvart innlánsstofnunum í viðskiptum við bankann. „Ég vona að þetta muni vera innlegg í þá viðleitni að ná fram Kl. 16 verður kosið til formanns og varaformanns. Að loknu for- manns- og varaformannskjöri verð- ur fundi slitið. Sjónvarpað verður beint frá kosningunum. Á hádegi í gær höfðu um 1.200 landsfundarfulltrúar skilað kjör- gögnum en starfsmenn landsfundar töldu víst að sú tala ætti eftir að hækka töluvert. Fyrir fundinn var reiknað með 15-1600 fulltrúum. raunvaxtalækkun en í raun og veru er samt aðalvandinn í málinu mikil lánsf|'áreftirspurn þrátt fyrir efna- hagssamdrátt og þar kemur ekki síst til eftirspum frá ríkinu. Þann grundvallarvanda verður að takast á við á þeim vettvangi og þar þarf að koma mjög ákveðið átak af hálfu ríkisins í fjármálum," sagði Jón. Miðað við langtímavexti Davíð sagði að eðlilegt markmið væri að ná raunvöxtum niður í 5%. Um það sagði Jón Sigurðsson, að Ekkert var sjónvarpað frá lands- fundinum sl. föstudag og sagði Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins að það hefði verið af tæknilegum ástæðum. Sjónvarpsútsendingar frá lands- fundinum hefðu verið ákveðnar með skömmum fyrirvara og búið hafi verið að ráðstafa upptökubíl í annað verkefni. erfítt væri að ná fram slíkum tölu- settum markmiðum með mark- aðsaðgerðum í nákvæmum greinum. „Ég bendi á að vextir Seðlabankans sjálfs í viðskiptum við innlánsstofnanir eru komnir niður fyrir þetta þegar litið er á raunvexti og þar með er hægt að sjá að hann hefur beitt sínum eigin vöxtum á þennan hátt, en síðan er það vandinn, að í bankakerfinu er ekki örugg tenging milli vaxta á skammtímamarkaði og vaxta í bankalánunum. Þar er viðmiðunin miklu meira við langtímavextina, spariskírteinavextina, og þar komum við aftur að fjárþörf ríkisins, þannig að enginn vafí er að mikið þarf til að koma frá báðum hliðum málsins,“ sagði Jón. Framboð og eftirspurn Stærstur hluti af fjármagni á lánsfjármarkaði kemur frá lífeyris- sjóðum sem stjórnað er af verka- lýðshreyfingu og vinnuveitendum sem hafa knúið á um raunvaxta- lækkun. Jón Sigurðsson var spurður hvort hann teldi eðlilegt að ætlast til þess af þessum aðilum að þeir lækkuðu ávöxtunarkröfuna á ráð- stöfunarfé sínu burtséð frá eftir- spurn. „Það eru auðvitað þeirra eig- in ákvarðanir sem um er að tefla og ég bendi á að vaxandi hluti af þessu ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna fer núna gegnum verðbréfa- markað sem ég tel af hinu góða. Þar verður að haldast í hendur framboð og eftirspum á skuldabréf- um. Það má vera að hægt sé að ná þarna fram breytingum með þeim hætti sem þama er nefndur, en grundvallarskilyrðin verða að vera fyrir hendi því auðvitað geta fjármunir þá leitað annað,“ sagði Jón Sigurðsson. Tilgangurinn helgar meðalið ►Undanfama daga hefur athyglin beinst að neikvæðum félagslegum áhrifum fjárplógsvélanna sem Rauði krossinn ásamt fleiri líknar- félögum og Háskóli íslands hafa bitist um, og ýmsar siðferðilegar spumingar hafa vaknað. /10 Lífróður Sher- vardnadze ►Blóðug borgarastyrjöld ríkir í Georgíu og hættan er sú að allt Kákasussvæðið logi í ófriði fari uppreisnarmenn með sigur af hólmi. /12 Sóknarhugur og sam- takamáttur ►Haraldur Sumarliðason, for- maður nýstofnaðra Samtaka iðn- aðarins og forseti Landssambands iðnaðarmanna, telur að vaxtar- möguleikar atvinnulífsins felist í innlendum iðnaði. /14 Rísandi sól Sean Connerys ► Skotinn heimsfrægi segir að hlutverk sitt í kvikmyndinni Rísandi sól hafi verið klæðskera- saumað á sig. /18 Veröld sem ég vil ► Gripið niður í Sögu Kvenrétt- indafélags íslands 1907-1992 eft- ir Sigríði Th. Erlendsdóttur en sagan er að koma út um þessar mundir./24 B ► 1-24 Réttlætistilfinning ►í miðri kreppunni beitti 18 ára gangastúlka á Landsspítalanum, Aðalheiður Hólm, sér fyrir stofnun Starfsstúlknafélagsins Sóknar. Síðar fluttist hún til Hollands, hef- ur búið þar allt síðan og er meðal annars móðir söngkonunnar Vict- oriu Spans. í viðtali við Morgun- blaðið lýsir hún merkilegu lífs- hlaupi sínu. /1 Slóvenía er góöur kostur ►Svava Bernharðsdóttir víóluleik- ari og eiginmaður hennar, Matej Sarc óbóleikari, ráðgera að fara að ári til starfa í Slóveníu ./8 í vinnu hjá fólkfnu ►í heimsókn hjá Kristjáni Krist- jánssyni í Wales þegar hann var þar að hljóðrita þriðju breiðskífu sína sem væntanleg er á næstu vikum./lO BÍLAR_____________ ► 1-4 Toyota Celica ► Sagt 1994 árgerð þessa sport- bíls sem kynntur var í Japan í síð- ustu viku. /1 Renault Twingo ►Reynsluakstur á þessum nýstár- lega franska smábíl sem vakið hefur mikla athygli./2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 13b Kvikmyndahúsin 20 Fólk i fréttum 14b Leiðari 22 Myndasögur 16b Helgispjall 22 Brids 16b Reykjavíkurbréf 22 Stjömuspá 16b Minningar 30 Skák 16b Útvarp/sjónvarp 40 Bló/dans 18b Gárur 43 Bréf til blaðsins 20b Mannlífsstr. Gb Velvakandi 20b Kvikmyndir 12b Samsafnið 22b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4 íslendingar keppa á heims- meistaramóti landsliða í skák BOÐ um þátttöku íslendinga í heimsmeistarakeppni landsliða í skák barst Skáksambandi íslands óvænt í fyrrakvöld frá Alþjóða skáksam- bandinu og fór íslenska liðið utan í gærmorgun. Fyrsta umferð mótsins var tefld í gær í Luzern í Sviss þar sem mótið er alltaf haldið á fjögurra ára fresti. Rétt til þátttöku í mótinu hafa þær þjóðir sem lenda í fimm efstu sætunum á Ólympíumóti og sterk- asta landslið hverrar heimsálfu, þ.e. Asíu, Afríku, S-Ameríku, N-Amer- íku og Evrópu. íslandi var boðin þátttaka vegna forfalla egypska landsliðsins á síðustu stundu en það átti að keppa fyrir hönd Afríku. íslenska liðið varð í sjötta sæti á síðasta Ólympíumóti. Að sögn Guðmundar G. Þórarins- sonar, forseta skáksambandsins, hafa íslendingar aldrei átt sveit í þessari keppni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að vera með. „Þó að þetta hafí komið óvænt upp á voru menn þeirrar skoðunar að slíku tækifæri væri ekki hægt að sleppa. Aðfaranótt laugardags fór því í að skipuleggja för landsliðsins og leysa mál sem þurfti að leysa vegna henn- ar. Eitt þeirra er fjármögnun ferð- arinnar," sagði Guðmundur. Þjóðverjar í stað Helga o g Hannesar „í liðinu eru Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stef- ánsson og Margeir Pétursson. í gær hófst alþjóðlegt skákmót taflfélags- ins Hellis í Gerðubergi og þar voru skráðir til keppni Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Til þess að íslendingar sem tefla á mótinu eigi möguleika á titiláföng- um verður það að vera í ákveðnum styrkleikaflokki og hann næst m.a. með því að hafa tvo stórmeistara meðal keppenda. Þegar Helgi og Hannes voru teknir- út úr mótinu til að fara utan urðum við að út- vega tvo stórmeistara í staðinn fyr- ir þá til að keppa á mótinu. Aðfara- nótt laugardags tókst að útvega tvo Þjóðveija sem eru stórmeistarar og keppa þeir í stað Helga og Hannes- ar. Það eru þeir Philipp Schlosser og Markus Stangl. Landsliðin __ sem keppa eru frá Rússlandi, Úzbekistan, Úkraínu, Armeníu, Bandaríkjunum, Kúbu, Kína, Sviss, Lettlandi og íslandi. Keppt verður á fjórum borðum og getur farið svo að þeir verði að tefla allir fjórir samtímis án varamanns," sagði Guðmundur. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri um möguleika á raunvaxtalækkun Lánsfjáreftirspum rík- isins er meginvandinn JÓN Sigurðsson seðlabankastjóri segir að aðalvandinn við að ná niður raunvöxtum sé lánsfjáreftirspurn rikisins og takast verði á við þann grundvallarvanda. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.