Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 3 Þingsályktunartillaga á Alþingi Heimilt verði að nota fánann í auglýsingar GUÐMUNDUR Hallvarðsson og Árni R. Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að forsætisráð- herra skipi fimm manna nefnd til að endurskoða ákvæði laga um þjóðfána íslendinga. Vilja þingmennirnir að heimilt verði að nota þjóðfánann á umbúðir varnings og í auglýsingar á vör- um. í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að núgildandi lagaákvæði sem banna notkun þjóðfánans á umbúðir eða í auglýs- ingar á vörum eigi ekki lengur við nein rök að styðjast og benda á að gæðavörur íslenskrar fram- leiðslu, sem til útflutnings séú ætlaðar, geti og eigi að bera glögg einkenni íslands. Einnig leggja þeir til að fulltrúar útflutningsráðs og ferðamála eigi aðild að nefnd- Fánann á vörur TVEIR þingmenn Sjálfstæðis- flokks vilja heimila að þjóðfáninn verði notaður í auglýsingar á vörum. inni sem endurskoði lögin. „Flutningsmenn telja það í hæsta máta eðlilegt og við hæfi að t.d. bæklingar til kynningar á landi og þjóð og til upplýsingar fyrir ferðamenn séu áprentaðir með íslenska þjóðfánanum," segir í greinargerð tillögunnar. Læknar mega reka sjálfstæða starf- semi innan sjúkrahúsa Legudögum myndi fækka og rekstrargjöld lækka ENGIN lagaleg fyrirstaða er fyrir því að læknar reki sjálfstæða starfsemi í húsnæði ríkisspítala, ef um meðhöndlun á dagsjúklingum er að ræða, segir Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðismála- ráðuneytinu. Gunnar Þór Jónsson, prófessors í slysalækningum, seg- ir sjálfstæða starfsemi lækna mögulega á sjúkrahúsunum og myndu þeir þá taka ákveðið gjald, e.t.v. 40-50% af innkomu fyrir aðstöð- -una. „Þá vaknar hins vegar sú spurning hvort ríkið eigi fyrst að borga rekstur spítalans af fjárlögum og síðan að borga í meðferð sjúklinga gegnum Tryggingastofnun," segir Gunnar Þór. Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir slysa-og bæklunardeildar Borgar- spítala, segir að þrátt fyrir að þörf- in sé mest eftir leguplássi á bæklun- arlækningadeild vegna lokana deilda, sé einnig þörf á bættu að- gengi að skurðstofum og ef læknar tækju að sér dagsjúklinga myndi ástandið skána á báðum sviðum. „Stefnan er að gera eins mikið og hægt er af dagskurðlækningum. Ef að t.d. 500 aðgerðir væru teknar út úr hefðbundnum rekstri spítal- anna og legudögum myndi fækka í sama hlutfalli, ættu rekstrargjöld að lækka að sama skapi. Ávinning- inn væri þá hægt að flytja yfir á aðra þætti," segir Brynjólfur. Gunijar Þór segir að rekstur Landakots og St. Jósefsspítala hafí verið með ofangreindum hætti ára- tugum saman, en einnig séu sam- svarandi fordæmi að finna utan spítala á ýmsum stöðum í bænum, s.s. Læknamiðstöðinni í Glæsibæ og Læknahúsinu við Síðumúla, og aðgerðir af umræddum toga hafi verið gerðar víðar, t.d. á Fæðingar- heimilinu á sínum tíma. FRUMSVNING UM HELGINA WS6&H8k Opíð laugardag og sunnudag kl. 12-16 ■■■ TWINGO ER SMÁBÍLL FRAMTÍÐARINNAR -SÁ SEM FÆR BÍLASPEKÚLANTA TIL AÐ HUGSA. 3.43 METRA STUTTUR, 55 HESTAR, 6 6ÍRAR (ÞAR AF EINN AFTURÁBAK). ÞETTA GEFUR ÖÐRUM ÓTAL ÁSTÆÐUR TIL AÐ BLIKNA AF ÖFUND. Ö6RUNIN 6ENGUR LEN6RA. VE6NA LÍFLE6RA LITA ER ENDALAUST SKE66RÆTT UM TWIN60. AÐ INNAN Ö6RAR HANN HEFÐBUNDNUM FORMUM. TWIN60 ER FULLUR NÝJUN6A, LÍKA í VERDI SEM ER KR. 838.000,- EÐA MINNA. TWIN60 ER EINS 06 ÞÚ: ÁKVEÐINN 06 BARA TIL í EINNI ÚT6ÁFU - ÞEIRRI BESTU! ðrr&gp - YKTUR SMABILL Bílaumboðið hf. renault Krókháisi L 110 Reykjavík, sími 686633 á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.