Morgunblaðið - 24.10.1993, Side 15

Morgunblaðið - 24.10.1993, Side 15
MÖRGÚNBLAÐIÐ SUKNUDAGÚR 24. OKTÖBER 1993 15 bera. Innan skamms verður farin önnur slík herferð í samvinnu ýmissa aðila. Það er til mikils að vinna því á hverju ári flytjum við inn vörur, sem hægt er að fram- leiða í landinu, fyrir um 20 millj- arða. Ef okkur tækist að lækka þessa tölu um helming og kaupa innlent í stað þess innflutta gætum við skapað hér nokkur þúsund störf.“ Alþjóðlegt viðskiptaumhverfí EFTA samningurinn var gerður 1970 og á næstunni tekur EES samkomulagið væntanlega gildi. Þá er unnið að gerð GATT sam- komulags um alþjóðleg tollamál og viðskipti. Hvernig snertir hið al- þjóðlega viðskiptaumhverfí íslensk- an iðnað? „Þegar EFTA samningurinn var gerður átti iðnaðurinn að fá tíu ára aðlögunartíma,“ segir Haraldur. „Stjómvöld lofuðu miklum breyt- ingum á rekstrarumhverfi iðnaðar- ins, en því miður voru flest loforðin svikin. Aðild okkar að EES þvingar stjórnvöld til búa þannig að ís- lensku atvinnulífí að það búi ekki við lakari aðstæður en ríkja í öðrum löndum EES. Ég trúi því að ef við höfum svipuð rekstrarskilyrði og samkeppnisaðilar í útlöndum þá eigum við möguleika. Mikilvægt skref í þessa átt er niðurfelling aðstöðugjaldsins. Ég tel að opnara rekstrarumhverfi muni þvinga vextina niður, en þeir eru eitt helsta vandamál viðskiptalífsins í dag. Fyrirtækin eru ekki nægilega sterk til að fjármagna rekstur sinn með eigin fé og þurfa á verulegu lánsfj- ármagni að halda. Alvöru hluta- bréfamarkaður myndi bæta mikið úr eiginfjárþörf íslenskra fyrir- tækja. Stærstu fyrirtækin eru þeg- ar farin að geta nýtt erlent fjár- magn á lægri vöxtum og það hlýt- ur að koma að því að sama gildi um smærri atvinnurekendur. Þetta leiðir til þess að bankarnir verða að gefa eftir því vextirnir eru alltof háir. Ríkisvaldið á raunar mjög stóran þátt í að halda uppi vöxtun- um. Það er að bjóða út pappíra með svo hárri ávöxtun að aðrir verða að fylgja á eftir. Það ætti að vera forgangsverkefni að draga úr lánsfjárþörf n'kisins og vonandi er nú verið að vinna að því.“ Haraldur sér ýmsar blikur á lofti við gildistöku EES samningsins, ef stjómvöld sýna atvinnulífinu ekki meiri skilning en hingað til. Hann segist hefði viljað að aðlögun okkar hefði verið lengra á veg kom- in en raun ber vitni. Haraldur telur einnig að sendimenn þjóðarinnar þurfi að beita sér af meiri ákveðni fyrir hagsmunum landsins í alþjóð- legu samstarfi og samningagerð en gert hefur verið. „Það er eins og íslendingar hafi tekið öllu þegjandi sem að þeim er rétt. Mér sýnist stjómvöld loksins ætla að ræskja sig gagnvart skipa- „Þad er ffraleitt aó þaó skuli ekki vera keppikef li opin- berra aóila aó beina vióskipt- um sínum til innlendra fframleióenda." „Meóan aórar þjóóir gera ffjöl- marga ffyrir- vara vió samn- inga skrifum vió undir möglunarlaust og erum bara þægir og góóir." „Fyrst út- geróarmenn haffa effni á aó kaupa kvóta hver aff öórum þá ættu þeir eins aó geta goldió ffyrir hann i opin- beran sjóó/# smíðastöðinni sem á að reisa í Norður-Noregi. Henni verður mót- mælt á gmndvelli EFTA-samnings- ins.“ Skipasmíðastöð þessi á að rísa í Norður-Noregi og er greidd að þremur fjórðu af norska ríkinu. Þessari stöð er ætlað að keppa, meðal annars við íslenskar skipa- smíðastöðvar, um viðgerðir og við- hald á skipum Austur-Evrópuþjóða. Haraldur segir að ef þessi stöð verður byggð þá muni það valda íslenskum skipasmíðastöðvum, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, óbætanlegu tjóni. Á hvaða sviðum á íslenskur iðn- aður helst möguleika á alþjóðlegum markaði? „Við eigum tvímælalaust mesta möguleika í matvælaiðnaði. Við getum auglýst okkur sem hreint og ómengað land og ég trúi að það vegi sífellt þyngra úti í heimi. Eins er hér fyrir hendi mikil þekking og tækni í öllu sem lýtur að fisk- vinnslu og skipasmíðum. Við eigum því mikla möguleika í útflutningi á vélum og tækjum fyrir sjávarútveg- inn.“ Nýr kafli í atvinnusögunni Þegar Samtök iðnaðarins voru stofnuð 24. september sl. hélt Har- aldur Sumarliðason ræðu og minnt- ist í henni á að nú þyrfti að hefj- ast nýr kafli í atvinnusögu íslend- inga. Hvað átti hann við með því? „Þjóðfélagið hefur snúist um sjávarútveginn, en sá tími er liðinn að við getum mokað upp síauknum afla úr sjónum. Nú er svo komið að fiskistofnarnir eru flestir of- eða fullnýttir, fiskiskipaflotinn og fisk- verkunin afkastar of miklu. Það verður að huga að öðrum atvinnu- greinum ef við viljum halda hér svipuðum lífskjörum og nágranna- þjóðirnar. Allir eru sammála um að auka þurfí hagkvæmni í sjávar- útveginum með hliðsjón af minnk- andi afla. Ef það tsekist og áfram yrði rekin samskonar núllstefna í sjávarútveginum og hingað til þá mundi gengi krónunnar hækka og iðnaður og aðrar gengisháðar greinar ættu litla sem enga fram- tíð. Því miður hefur geysileg sóun verið stunduð í sjávarútveginum og hún hefur ekki aðeins verið þeirri atvinnugrein erfið heldur hefur hún komið sérstaklega illa niður á iðnaðinum. Ég get ekki kennt sjávarútveginum um hvemig fjármálum þjóðarinnar hefur verið stjómað, heldur hinum kjörnu stjómvöldum. Þau bera ábyrgðina. Til að koma skikk á þetta ástand tel ég að grípa þurfi til róttækra aðgerða, hreinlega kerfisbreyting- ar. í fyrsta lagi tel ég tímabært að taka upp veiðileyfagjald. Fyrst út- gerðarmenn hafa efni á að kaupa kvóta hver af öðrum þá ættu þeir eins að geta goldið fyrir hann í opinberan sjóð. Næst þyrfti að fella gengið allvemlega. Þar með væri útgerðin betur í stakk búin til að borga fyrir veiðileyfin. Ríkið ætti síðan að nota veiðileyfagjaldið til að lækka virðisaukaskattinn og bæta þannig heimilunum í landinu gengisfellinguna. Ég tel að sjávar- útvegurinn myndi sitja við svipað borð og fyrir breytinguna en flestir aðrir atvinnuvegir myndu standa betur. Með þessu móti ætti við- skiptahallinn að geta snúist við og þá loksins yrði okkur kleift að fara að borga af erlendum skuldum í stað þess að auka þær. Kerfisbreyt- ing af þessu tagi verður að þróast fram, ég er ekki að mæla með byltingu, en það er tímabært að byija nú þegar.“ Eru erlendar skuldir sjávarút- vegsins ekki of miklar til að þetta geti gengið? „Vissulega em þær miklar og það er ein ástæða þess að svona kerfisbreytingu má ekki gera í einni svipan. Breytingu af þessu tagi er ekki beint gegn sjávarútveginum, heldur þvert á móti. Takist svona breyting mun hún verða sjávarút- veginum til góðs í framtíðinni, ef rétt er á málum haldið og ekki farið of geyst í sakimar. Það er líka rétt að minna á að fiskiðnaður- inn hefur sömu hagsmuna að gæta í þessu sambandi og aðrar iðngrein- ar.“ Tækifæri til breytinga Talið berst að framtíðinni og aldamótunum sem em skammt undan. Þegar litið er fram á veg telur Haraldur að við eigum ekki um margt að velja. „Afli hefur minnkað og atvinnuleysi fer vax- andi. Atvinnuleysið getur undið upp á sig líkt og verðbólgan, það er ekki nema 4-5% núna en ég er hræddur um að það geti stóraukist á stuttum tíma. Það er fyrirsjáan- legt að við verðum að búa til gífur- lega mörg störf á næstu ámm til að tryggja fólki sem er að koma á vinnumarkaðinn atvinnu. Mér finnst við eigum um tvennt að velja. Atgervisflótta úr landinu eða að við búum til ný störf. Ég sé ekki annað en að ferðamannaþjónustan og iðnaðurinn geti helst skapað ný störf. Til að svo geti orðið verða fyrirtækin að eiga möguleika á arðsömum rekstri, þau verða að geta grætt. Gróði hefur verið bann- orð hér á landi, en við getum ekki lokað augunum fyrir því að at- vinnulífið verður að skila arði. Mín framtíðarvon er sú að í erf- L iðri stöðu sjávarútvegsins geti iðn- aðurinn tekið við því hlutverki sem þjóðfélagið krefst - og ég er viss um að hann getur það. Við eigum að hætta að velta því fyrir okkur hvernig við getum skipt síminnk- andi þjóðartekjum og hugsa frekar um hvemig við getum aukið þær. Við höfum aldrei verið eins vel í stakk búin til að takast á heodur breytingar og nú.“ Það kostar minna | en þig grunar að j hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *58 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Oslóar á dagtaxta m.vsk. a 2 MEÐ TÓNLEIKA ÍKVÖLD KL. 21.00 Jk (L-Æ RR154 & VR156 * Kælir 150 Itr. * Með eöa án frystihólfs Sjálfvirk affrysting * H:85cm B:58cm D:60cm PSB 27.90(k ATLAS - RR247 :s Kælir 240 Itr. $• Án frystihólfs $ Sjálfvirk affrysting * H:120cm B:58cm D:60cm TILBOÐ Kr. 36.700* «#t«#wstgr ATLAS - RR291 * Kælir 280 Itr. * Án frystihólfs * Sjálfvirk affrysting * H:142cm B:58cm D:60cm TILBOÐ 07 QAA. Kr. 39.900-0/. 7UUs7g« * Kælir 180 Itr. $• Frystir 80 Itr. að neöan * Sjálfvirk affrysting $ H:144cm B:58cm D:60cm ”“.300-44.9005. 1 SuntinhOtn I RONNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.