Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
sama; að græða peninga. Aðferð-
irnar eru hins vegar ólíkar, hvar
sem borið er niður. Bandaríska
nálgunin er miklu brotakenndari
og hampar einstaklingnum og ofur-
huganum í viðskiptum. Japanirnir
eru hins vegar þaulskipulagðir í
sinni hópvinnu og grímulausu heild-
arhyggju. Mér finnst mjög snjallt
að draga þennan mismun fram í
spennumynd."
Ekki kynþáttahatur
Hefur Rísandi sól pólitískan boð-
skap eða þjóðfélagsgagnrýni fram
að færa?
„Flestar kvikmyndir hafa póli-
tískan boðskap. Flestar myndir
hafa einhvetja sýn á þjóðfélagið,
sem hlýtur þá að vera pólitísk.
Ef Rísandi sól segir eitthvað um
bandarískt þjóðfélag er það að
spillingin veður þar uppi og
útlitið virðist ekki fara batn-
andi. Sjálfur er ég hins vegar
meiri bjartsýnismaður en
svo að ég vilji taka undir
þessa lýsingu."
En hvað um þá gagn-
rýni að myndin feli í
kynþáttafordóma
fordóma gagn-
vart Japön- /,;
um? „Þess-
ar ásak-
anir
upphó-
fust um
leið og
bókin
kom út og
lágu í loft-
inu á með-
an við vor-
um að
gera
myndina.
Ég held hins
vegar að þær séu ástæðulausar.
Kynþáttahatur er alls staðar - víðar
en við viljum kannski viðurkenna.
Ég held að það sé ekki upphafið á
nokkurn háttt í þessari mynd - en
kannski hef ég bara ferðazt of mik-
ið og séð of margt.“
Það hefur vakið athygli
sér
RISANDI
SOL
SEANS
eftir Ólof Þ. Stephensen
„ÉG HEF leikið í bíómyndum í áratugi og
nú fannst mér kominn tími til að fá pening-
ana og virðinguna, sem fylgja því að fram-
leiða kvikmyndir. Margir yngri lcikarar og
framleiðendur þekkja ekki beztu aðferðina
til að búa til góða bíómynd. f»að er of mikið
um að fyrst sé samið handrit í hvelli, svo
gangi menn frá öllum praktísku atriðunum,
en lendi svo í því að umskrifa handritið í
miðjum tökum,“ segir Sean Connery glott-
andi og fullur af sjálfstrausti atvinnumanns-
ins, er hann er spurður hvers vegna hann
hafi byrjað að framleiöa bíómyndir, auk
þess að leika í þeim. Connery fer með hlut
verk ásamt Wesley Snipes í myndinni The
Rising Sun eða Rísandi sól, sem frum-
sýnd verður hér á landi um mánaðamótin.
Hann er aukinheldur framkvæmdastjóri
myndarinnar, en Philip Kaufman leik-
stýrir. Connery ræddi í síðustu viku við
blaðamenn nokkura evrópskra dagblaða í
Lundúnum um gerð þessarar nýjustu kvik-
myndar sinnar og sinn eigin feril, sem
spannar meira en þrjátíu ár og yfir fjörutíu
kvikmyndir.
Skáldsaga Johns Crich-
tons, The Rising
Sun, vakti einkum
athygli fyrir þá
mynd, sem þar er
dregin upp af ítökum
Japana í bandarísku
viðskipta- og þjóðlífí,
en sagan Ijallar um
tvo lögreglumenn, sem rannsaka
morð á ungri stúlku í höfuðstöðvum
japansks stórfyrirtækis í Los Angel-
es og rekast oft á vegg, bæði hjá
Japönum og bandarískum embætt-
ismönnum, sem virðast handbendi
þeirra fyrmefndu. Það er ekki nóg
með að Connery sé framkvæmda-
stjóri myndarinnar, ásamt því að
leika annað aðalhlutverkið, því að
Crichton hafði hann sem fyrirmynd
er hann skapaði aðalsögupersónuna,
lögreglumanninn John Connor.
Jafnvel nafnið vísar til Connerys.
Þeir Crichton eru ekki að vinna sam-
an í fyrsta sinn, því að Crichton
leikstýrði leikaranum skozka í Lest-
arráninu mikla fyrir hálfum öðrum
áratug.
„Það er augljóslega auðveldara
og þægilegra en venjulega," segir
Connery, aðspurður hvemig það sé
að leika hlutverk sem er sérstaklega
skrifað fyrir hann. „Þetta er eigin-
lega eins og að láta klæðskerasauma
á sig hlutverk. Ég hef átt gott sam-
band við Crichton í mörg ár, bæði
sem vin og kvikmyndagerðarmann.
Hitt er svo annað mál að ég vissi
ekkert um þetta brall hans fyrr en
ég opnaði bókina, las lýsinguna á
persónunni og sá nafnið. Þá áttaði
ég mig á að hann var að spauga
með mig. En Crichton hafði unnið
heimavinnuna sína og ég féllst á
að taka að mér þetta auðvelda hlut-
verk. Connor hefur dáiítið meira hár
en ég og er Iíka gáfaðri, en þegar
ég las bókina kannaðist ég við ýmis-
legt frá sjálfum mér, þótt auðvitað
sé líka margt ólíkt.“
Ólíkar aðferðir Japana
Hver er skoðun Connerys á um-
fjöllunarefni myndarinnar? Er hann
sammála því að Japanir séu að gera
innrás í bandarískt þjóðlíf og miði
Skotinn heimsfrægi
segir ad hlutverk sitt
í kvikmyndinni Rísandi
sól haffi verið klæð-
skerasaumaö á sig, en
hann var fyrirmynd að
aðalsöguhetjunni
að því að leggja heilar atvinnugrein-
ar undir sig - þar á meðal kvik-
myndaiðnaðinn? „Japanska innrás-
in, til dæmis í kvikmyndaverin í
Kalifomíu,. hefur fólgizt í því að
Japanirnir hafa eytt ósköpunum öll-
um af peningum í að kaupa upp
fyrirtæki. Ég er ekki viss um að
þeir hafi haft það upp úr þessari
fjárfestingu sinni, sem eðlilegt gæti
talizt. Ég held að venjulega séu
þeir skipulagðari og útsjónarsamari
en þeir hafa reynzt vera í kvik-
myndabransanum. Kvikmyndaver-
in, sem eru í eigu Japana, hafa
ekki afrekað mikið, að Júragarðin-
um frátöldum. Japanir eru alls ekki
að taka yfir bandaríska kvikmynda-
iðnaðinn og því síður eru myndim-
ar, sem þeir láta búa til, Japansk-
ar“. Þetta eru ósköp venjulegar
amerískar bíómyndir, framleiddar
af Ameríkönum."
Connery segist hins vegar telja
að á ýmsum öðrum sviðum hafi
Japanir gerzt fullumsvifamiklir fyrir
bandaríska almenningsálitið. I hug-
um margra hafí Japanir snúið stríð-
inu, sem þeir töpuðu á vígveliinum,
upp í viðskiptastríð. í Rísandi sól
sé meðal annars fjallað um þetta.
„Það er mjög snjöll hugmynd að búa
til hefðbundna spennumynd, morð-
sögu, láta hana gerast í Los Angel-
es, sem er höfuðvígi Japana í Banda-
ríkjunum, og snúast um árekstra
þeirra og Bandaríkjamanna og það
hvernig þeir nálgast alla-hluti á ólík-
an hátt. Markmið bandarískra og
japanskra kaupsýslumanna er það