Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 24

Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 Um þessar mundir er að koma út á vegum Kvenréttindafélags íslands saga þess í 85 ár skrá- sett af Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. I bókinni eru nær 500 myndir valdar af Björgu Ein- arsdóttur rithöfundi. Veröld sem ég vil er heiti bókar- innar og skírskotar meðal annars til þeirrar veraldarsýnar er stofn- endur Kvenréttindafélagsins áttu sér — samfélags kvenna og karla þar sem jafnrétti kynjanna væri í reynd á borði sem í orði. Fyrir forgöngu Bríetar Bjarnhéð- insdóttur var Kvenréttindafélag Is- lands stofnað 27. janúar 1907 á heimili hennar Þingholtsstræti 18. Af fimmtán konum sem þar komu við sögu bjuggu átta við þá götu og mætti því segja að vagga kven- réttindanna hér í bæ hafi verið þar og strætið réttnefnt kvenréttinda- gata. Bókin er á sjötta hundrað síður og skiptist í tíu meginkafla. Höf- undur rekur réttindabaráttu kvenna erlendis, tildrög hennar og fram- vindu hérlendis og hvernig félags- konur tókust á við þau mál er heit- ast brunnu á hverri tíð. Réttindum til að kjósa ög kjörgengis, menntun- ar og starfa, embætta og launajafn- réttis; réttlátara skattakerfí og bætt kjör mæðra og barna þeirra, að konur héldu ríkisfangi sínu við giftingu og eigin nafni þrátt fyrir hjúskap. Staðið var að stofnun stéttarfélaga, bamaheimila og leik- valla, stuðlað að betra heilbrigðis- kerfi meðal annars með því að hrinda af stað byggingu Landspít- ala og síðar kvennadeild við hann. Og mikið gert til að styrkja stöðu kvenna á sviði stjómmála til að > stuðla að áhrifum kvenna á það samfélag sem við byggjum. í bókarlok eru viðaukar og skrár sem veita mikilsverðar upplýsingar um þær konur er gegnt hafa for- ystu í Kvenréttindafélaginu og ýmis almenn atriði. Kvenréttindafé- lag íslands er þverpólitískt á þann veg að í stjóm þess sitja fulltrúar þeirra stjórnmálaafla er hvetju sinni eiga kjöma menn á Alþingi. Saga Kvenréttindafélagsins lýsir sleitulausri vinnu að betra og jafn- ara þjóðfélagi þar sem hver og einn eigi auðveldara með að njóta sín, hæfileika sinna og upplags án tillits til hvort um karl eða konu er að ræða. I raun er hún saga kvenna- baráttu 20. aldarinnar hér á landi. Verður gripið niður á bókinni á nokkrum stöðum. Hugmyndafræði I kafla sem ber heitið Forsagan skilgreinir höfundur bókarinnar meðal annars þá hugmyndafræði sem kvenréttindabarátta 19. aldar og framan af þessari öld byggðist á og lýkur því á þessa leið: Forvígismenn í kvenréttindabar- áttunni á síðustu áratugum 19. ald- ar og í upphafi hinnar tuttugustu - háðu harða baráttu fyrir sjálfstæði kvenna og þjóðfélagslegum réttind- um sem karlar nutu. í þessu skyni var beitt tvenns konar andstæðum rökum. Annars vegar gerðu konur kröfur til þess að viðurkennt væri að þær væru gæddar sömu hæfi- Íslenskar konur voru orðnar langeygar eftir að koma konu ó þing og órið 1922 buðu þær fram sérstakan kvennalista í landskjöri það ór skipaðan þeim Ingibjörgu H. Bjarnason skólastjóra, Ingu Lóru Lárusdóttur kennara og ritstjóra, Halldóru Bjarnodóttur bæjarfulltrúa á Akureyri og Theódóru Thoroddsen rithöfundi. Ingibjörg náði kjöri og settist á þing í ársbyrjun 1923 fyrst íslenskra kvenna. Eftir harða kosningabaráttu fár hún í stutta orlofsdvöl til Þingvalla. Á heimleið komu nokkrar stuðningskonur til máts við hana hjá Geithálsi og dúkuðu lyngmóann, stilltu upp ræðustóli, fánum sveipaðan, afhentu blómvönd og skáluðu í púrtvíni fyrir unnum sigri. Þessi mynd er tekin við það tækifæri og er Ingibjörg fyrir miðri mynd með blámvönd og ber hana í ræðustólinn er hún hlýöir á ávarp og meðtekur heillaóskir. leikum og karlar og verðskulduðu því sömu tækifæri og þeir til að hasla sér völl. Hins vegar beittu konur þeim rökum að mismunur væri á kynjunum — konur væru fyrst og fremst mæður, siðavandir friðarsinnar og á margan hátt „betri“. Karlar væru aftur á móti kappsamir og metnaðargjarnir og stafaði þessi munur af eðli og upp- eldi. Þess vegna var það talið þjóna best .hagsmunum beggja kynja að konur hefðu jafnan aðgang að menntun og öðrum borgaralegum réttindum til þess að koma jafn- vægi á samfélagið með framlagi sínu. Það er athyglisvert að konur beittu þessum tvenns konar rökum beinlínis í sama orðinu og ljóst að þessi andstæðu rök þrifust vel hlið við hlið langt fram eftir 20. öld- inni, jafnt hér á landi sem annars staðar. Stofnunin Þriðji kafli í sögu Kvenréttindafé- lagsins fjailar um stofnun þess. Þegar rakinn hefur verið beinn að- dragandi þess að Bríet Bjamhéðins- dóttir hefst handa eftir áskorun frá erlendum kvenréttindakonum segir svo: Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjamhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins, sem snerti konur og börn, og fram- kvæmd Iaganna, eða eins og segir í 2. gr. fýrstu laga félagsins: „Að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karl- menn, kosningarétt, kjörgengi, svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir.“ Til fund- arins boðuðu Bríet Bjarnhéðinsdótt- ir og Sigríður Hjaltadóttir Jensson. Samþykkt var af öllum fundarkon- um að stofna félagið og telst þessi fundur stofnfundur félagsins. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska kvenréttindafélag og bráðabirgða- stjórn var kosin. Var henni falið að semja frumvarp til laga félags- ins. Kosningu hlutu: Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, for- maður, frú Sigríður Hjaltadóttir Jensson, frú Guðrún Pétursdóttir, frk. Sigríður Bjömsdóttir og frk. Laufey Vilhjálmsdóttir. Mánuði síðar var haldinn fundur á sama stað þar sem lög félagsins voru samþykkt. Jafnframt var sam- þykkt að senda fundarboð til allra þeirra kvenna í Reykjavík sem greiddu opinber gjöld svo og til annarra kvenna sem áhuga kynnu að hafa á þessu máli. Þær voru síð- an boðaðar á fund í Iðnaðarmanna- húsinu (Iðnó) 20. mars til frekari umræðna. Undir fundarboðið skrif- uðu fimmtán konur sem stofnendur Gripið niður í Sögu Kvenrétt- indafélags íslands 1907-1992 eftir Sigríði Th. Erlendsdóftur en sagan er að koma út um þessar mundir félagsins. Aðrir stofnendur en þær sem hér voru talar eru Elín Matthíasdóttir Laxdal, Guðrún Aðalsteinsdóttir Finsen, Guðrún Björnsdóttir frá Presthólum, Guðrún Daníelsdóttir, Ingibjörg Guðbrandsdóttir, Ingi- björg Cl. Þorláksson, Jórunn Guð- mundsdóttir, Kristín Vídalín Jacobsson, Margrét Stefánsdóttir og Þórunn Pálsdóttir. Gerð er grein fyrir þessum konum öllum, mennt- un og störfum, ætt og uppruna og tengslum þeirra í bæjarlífinu um það leyti sem félagið var stofnað. Vinnumiðstöð kvenna Laufey Valdimarsdóttir tók við formennsku í Kvenréttindafélaginu 1927 og gegndi þvi til dauðadags 1945. A hennar tíð svarf kreppan mjög að fólki hér á landi og létu forystukonur í félaginu kjör kvenna á vinnumarkaðinum til sín taka samanber eftirfarandi frásögn í fimmta kafla bókarinnar: Félagskonur tóku nú til óspilltra mála og árangur lét ekki á sér standa því að Vinnumiðstöð kvenna tók til starfa 4. desember 1931 að Þingholtsstræti 18. Þar með var kominn staður sem konur jafnt sem atvinnurekendur gátu snúið sér til enda kom fljótlega á daginn að brýn þörf var á slíkri stöð fyrir báða aðila. Bæjarstjórn veitti 500 króna styrk til stöðvarinnar og vaf loforð um að veita 1.500 krónur á næsta ári. Jafnframt fór stjómin fram á atvinnubætur fyrir konur og sérstaka styrki til þeirra sem einar þurftu fyrir fjölskyldu að sjá. Forstöðumaður Vinnumiðstöðv- arinnar var ráðin Guðrún Ásmunds- dóttir. Hún var enginn nýgræðingur í félaginu, hafði gengið í það 7. febrúar 1910 og setið í stjórn 1915-16 og aftur 1927 og sat til 1933. Hægri hönd Laufeyjar við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.