Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 Jóhannes Guðmundsson prentari — Minning Fæddur 26. febrúar 1917 Dáinn 16. október 1993 Jóhannes var fæddur að Núpi í Haukadal í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmunds- son, bóndi á Núpi, og kona hans, Sólveig Ólafsdóttir. Faðir Jóhannes- ar drukknaði árið 1926 í Grindavík þar sem hann vann á vertíð. Jóhannes kvæntist Kristínu Egg- ertsdóttur árið 1945. Hún átti lengi við mikil veikindi að stríða og lést síðla árs 1967. Árið 1946 fæddist þeim Jóhannesi og Kristínu dóttirin Lára. Hún giftist Guðmundi A. Jó- hannessyni verslunarstjóra hjá Heklu hf. Þau Lára og Guðmundur eignuðust fjögur böm, en misstu eitt á unga aldri. Lára lést í apríl á þessu ári. Jóhannes fluttist til Reykjavíkur nokkru fyrir stríð og stundaði í nokkur ár ýmsa vinnu. Árið 1942 hóf hann nám í setningu í Víkings- prenti hf. og lauk þar námi 1946. Hann stundaði vélsetningu í Vík- ingsprenti í fjölda ára að námi loknu. Við vorum starfsfélagar í áratugi. Jóhannes var mjög greind- ur og víðlesinn. Hann var ákaflega vandaður maður, orðheldinn, stund- vís og prúðmenni. Okkur Jóhannesi varð vel til yina þó að skoðanir okkar, og þá sérstaklega í pólitík, færu ekki alltaf saman. Eftir að Kristín eiginkona Jó- hannesar veiktist lá hún langdvöl- um á sjúkrahúsum. Hún var í mörg ár á Vífilstöðum. Á hveijum degi heimsótti Jóhannes hana og þurfti að taka þangað strætisvagna í mörg ár áður en hann eignaðist bifreið. Eins og fram hefur komið varð Jóhannes fyrir þungum áföllum í lífinu og oft held ég honum hafi ekki liðið vel. Þó held ég að hann hafí átt sínar gleðistundir. Hann eignaðist góðan og traustan tengdason og barnabörn, sem hann dáði mjög. Ég sendi ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Hörður Óskarsson. Gjaman er það svo, þegar vinur og ættingi hefur lokið lífsgöngu sinni, að þá flýgur hugur manns til baka. Staldrar maður gjaman við þætti þá og hæfileika sem mest verður opnuð ó morgun með vandoða skó af heildsölulager fró Axel 0. Einnig mikið úrval af verksmiðjulager beint fró Portúgal. Barnaskór - strigaskór - dömuskór - herraskór. Stendur aðeins í 10 daga! Skóverslunin Laugavegi 1 1 - Simi: 21675 990,- Aðeins 4 verð: 1990,- 2490,- 2. SKÓÚTSALA voru áberandi í fari viðkomanda. Svo er einnig nú. Jóhannes Guðmundsson var fæddur á Núpi í Haukadal í Dala- sýslu hinn 26. febrúar 1917, sonur hjónanna Guðmundar Guðmunds- sonar bónda, frá Harmaendum í Sauðafellsókn, f. 29. sept. 1879, lést í fískiróðri í Grindavík 14. mars 1926, og Sólveigar Ólafsdótt- ur frá Bálknastöðum í Vestur- Húnavatnssýslu, f. 15. okt. 1885, d. 12. jan. 1936. Böm þeirra voru níu og em þijú þeirra látin. Eftir brottför Jóhannesar úr Döl- um vann hann almenna vinnu í Reykjavík, en 1. október 1942 hóf hann prentnám í Víkingsprenti og lauk sveinsprófí í hand- og vélsetn- ingu 3. nóvember 1946, og stund- aði þau störf upp frá því. Hinn 9. júní 1945 gekk Jóhannes að eiga systur okkar Jónínu Krist- ínu Eggertsdóttur, sem fædd var 3. ágúst 1924 í Stykkishólmi, en foreldrar hennar vom hjónin Egg- ert Th. Grímsson, f. 26. júní 1891, dáin 28. september 1969. Kristín var þriðja bam þeirra af sex. Þau stofnuðu heimili sitt, fyrst í Hrísa- koti (Nesvegi 63) og síðar í Sörla- skjóli 90. Snemma gerðu gömul meiðsli vart við sig hjá systur okkar, en þeim fýlgdu langvarandi veikindi; einkum þegar hún eignaðist þeirra eina barn, sem skírt var Lára, f. 22. september 1946, en hún varð mesti sólargeisli í lífi þeirra. Hjóna- band þeirra var mjög hamingjusamt og báru þau mikla virðingu hvort fyrir öðm, enda mjög félagslynd. En eftir ellefu ára sambúð veiktist Kristín af alvarlegum sjúkdómi og lést á Vífilsstöðum 4. desember 1967, eftir ellefu ára sjúkdómslegu. Á þessum árum sýndi Jóhannes hvaða mann hann hafði að geyma, með einstakri rósemi sinni og ómældri umhyggju og kærleika til eiginkonu og heimilis, og Lám dótt- ur þeirra, sem var hin mesta mann- kostastúlka. Lára gekk að eiga Guðmund Al- bert Jóhannsson verslunarmann (f. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 10.479 krónur. Þær heita Gyða Þorkelsdóttir, Harpa Hrund Berndsen, Ásta Soffía Pétursdóttir og Herborg Drífa Jónas- dóttir. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar krabbameinssjúkum börnum og varð ágóðinn 2.100 krónur. Þær heita Helga Kolbeinsdótt- ir, Helga Hrönn Lúðvíksdóttir og með þeim var Ingunn Guðmunds- dóttir, en hana vantar á myndina. KVENNADEILD REYKJAVÍKURDEILDAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 27. október kl. 20.00 í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Kynnt verða störf Kvennadeildar RRKÍ, í Sjúklinga- bókasöfnum og sölubúðum deildarinnar í sjúkrahús- um borgarinnar svo og heimsóknarþjónusta og fönd- urstarfsemi deildarinnar. Allir, sem áhuga hafa á að kynnast störfum Kvennadeildar RRKÍ eru velkomnir. Sjúkravinir, sem ekki hafa sótt slíkt námskeið eru sérstaklega beðnir um að mæta. Vinsamlega skráið ykkur á námskeiðið í síma 688-188. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.