Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER'1993 39 Nokkrar vísur úr Kínaferð eftir Halldór Blöndal Áður en ég fór til Kína nú í byrjun október skaust ég heim til vinar míns Kristjáns Karlssonar skálds og gaukaði hann að mér bókinni „Poems of the Late T’ang“. Það er gott úrval kínverskra (jóða þar sem línan er dregin við Tú Fú. Eg sakn- aði auðvitað Lí Pós eða Lí Beis, eins og mér var kennt að bera nafnið fram. En þann missi gat ég bætt mér í Peking. Á langri flugleið til Kína var þægilegt að gera sér það til dund- urs að reyna að snúa litlu versi yfir á íslensku eftir keisarann Wu Tí Han (156-187 f.Kr.). Ég hafði það fyrir framan mig í fjór- um mismunandi þýðingum auk þýðingar Esra Pounds, sem fór eins og Matthíasi Jochumssyni að geta ekki stillt sig um að sníða frumkvæðið eftir sínum eigin hug- myndum. Hjá Matthíasi Jochums- syni er mér í þessu sambandi minnisstæð þýðingin á Lorelei. Til að byija með hrífst hann af fegurð hennar, en brátt breytist ljóðið í tröllkonuslag þegar hann segir: „Gullnu lokkana greiðir, gelur foman brag, rembdan við reginseiði, rammasta galdralag". Þarna var Gilitrutt lifandi kom- in! Þó vísuorðin væru ekki nema sex í kínversku vísunni tók það mig ferðina alla, einhveija stund á hveijum degi, að verða sæmi- lega sáttur við erindið eins og ég skrifaði það niður á íslensku. Það heyrist ei lengur skijáf í silkislæðum, sest hefur ryk á græna jaði-stétt. Fótatakið er hljóðnað; haustgul lauf hverfast í smáa bingi og liggja kyrr Hún sem ég elska hvílir undir þeim: Fðlbleikt laufblað fest við hallardyr. Þannig á ensku: The rustling of the silk is discontinued, Dust drifts over the courtyard, • There is no sound of foot-fall, and the leaves Scurry into heaps and lie still, And she the rejoicer of the heait is beneath them: A wet leaf that clings to the threshold. Það kom brátt í ljós að gestgjöf- um mínum þótti vænt um að ég skyldi hafa hrifist af kvæðum kín- versku skáldanna í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Ég gerði mér það tii gamans í stuttri ræðu í hinni fomfrægu borg Xi’an að fara með drykkjuvísu Lí Beis í þýðingu Helga fyrir gestgjafana og fékk það að launum að þeir skenktu mér hrísvín sem þeir sögðu að væri af sama tagi og Lí Bei hafði drukkið með skáldahópnum sín- um. „Það er eins og þú finnur mjög veikt,“ sögðu þeir. „Aðeins 3%“: Við sitjum vinir saman hér við borð og súpum vínið hvítt í góðu næði. Við tökum út! Og Lí Bei leggur orð til liðs við mig að yrkja snoturt kvæði. Gestgjafar mínir urðu að láta sér nægja þessa íslensku vísu sem þakklætisvott fyrir vínið hvíta og sögurnar um Lí Bei, en þeir kunnu sig og skenktu mér í staðinn þijár útgáfur af ljóðum Lí Beis á frum- málinu! Síðasti viðkomustaður okkar var í Guang Zhou. Við fengum gistingu í gestahúsi Kínverska kommúnistaflokksins sem var í fallegu umhverfi með iðgrænni lótustjörn fyrir framan, sem gest- gjafarnir höfðu gaman af að sýna mér út af ljóðum Lí Beis. Nú vorum við komin í nágrenni Hong Kong og það leyndi sér ekki að þar voru miklar breyting- ar að gerast. Vega- og bygginga- framkvæmdir voru hvarvetna í fullum gangi og umferðin þyngri en við höfðum áður átt að venj- ast. Fjöldi reiðhjólanna hafði gert mig standandi hissa um leið og ég kom til Peking, en nú keyrði um þverbak. Við vorum óratíma að þokast áfram stuttan götuspöl en þjólreiðamennirnir svifu til Þessi mynd var tekin í garði móttökubústaðar vara forsætis ráð- herra Kína, skömmu fyrir samtal Halldórs Blöndals við varaforsætisráðherrann. Halldór Blöndal og kona hans, Kristín Eymundsdóttir, í safni í Kína, í þeirri deild sem fjallar um menningu og fornminjar frá dögum Djengis Khans. hliðar fyrir framan og aftan bif- reiðina eins og þeim sýndist; stundum stijált og stundum við- stöðulaust. Þar sem lótusblómin sér lyftu úr lygnum og grænum sjó flokkurinn okkur fjórum fyrirtaks náttstað bjó. í skutbíl var skammt í bæinn. Það var skritið! Hann beit og sló og þokaðist ekkert áfram í öngstræti í Guang Zhou. Aidrei ég áður vissi annað eins hjólhestager: Bílstjórinn sortnaði sjálfur og sópaði framan úr sér. Úr því ég var á annað borð farinn að stæla Annes og eyjar kaus ég að láta Jónas Hallgríms- son um niðurlagið. í þessari ágætu borg Guang Zhou fengu þeir sér stuttan göngutúr inn í borgina Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Birgir Jónsson, aðstoðar- vegamálastjóri. Þar komu þeir á matarmarkað og sáu m.a. hvar flakari flakaði fisk af þvílíkri leikni að eftir að flökin lágu á báðar síður hélt hjarta fisksins áfram að slá. Skömmu síðar söfn- uðumst við saman á nýjan leik og okkur var ekið til kvöldverðar í skutbíl og það fór mjög fyrir bijóstið á bæjarstjóra að ökumað- urinn skyldi fara upp í fjórða og jafnvel fímmta gír á hægum götu- hraða borgarinnar á aðeins 1000 til 1500 snúningum, enda truflaði vélarbankið hann. Og með því slæ ég botninn í þessa stuttu upprifj- un: í iðandi fleklqum hrúgast að mér það hyski: Hjólhestamaurar í þéttum götuskóg. Og hjarta bílsins bankar eins og í fiski á borði flakarans í Guang Zhou. Höfundur er landbúnaðarráðherra. t •GÓLFHIRÐULÍNAN • Jr -fyrir gólfdúka ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Pað er allt að seljast upp! F*ú getur ennþá komist með í ódýra ferð til einnar vinsælustu verslunar- og menningarborgar Evrópu. Fyrsta flokks gisting - spennandi skoðunarferðir - ævintýralegir verslunarmöguleikar. T'yagöu Þé JJima' per **« f4- °kt. 3l' °kt 1■ °kt. nóv. 7 0 nÓV' :?• nov. 7' nÓV‘ 27 n°V’ nóv. 24- ^óv. uPPse/f 'aus S®„ uPPse/t s®f/ laus .uPPselt ?rfá «®t/ , T us Pppseit ulUS Sæ" uPPse/f Verð trá 26.900 miðað við mann í tveggja manna herbergi á Hótel Country eða Crest Vöruverð er svo ótrúlega lágt að jafnvel Skotarnir flykkjast þangað til að versla Stærsta verslunarmiðstöð Evrópu — og meira til! B(D *lnnifalið flug, gisting, morgunverður og öll flugvallagjöld 65 22 66 Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651 160 M 9208

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.