Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 44
 <5»[| KJÖRBÓK FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 Landsbanki Bk íslands SÍMaJsm Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Sjomenn eimr greiða auðlmdaskatt segir formaður Sjómannasambandins Félög leiti eftir s verkfaUsheimild SJÓMANNASAMBAND íslands hefur skorað á aðildarfélög sín að leita verkfallsheimilda og í næsta viku verða samtökin með fundaherferð um allt land vegna þvingaðra kvótakaupa sjómanna. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, segir sjómenn einu stétt landsins sem sé farin að greiða auðlindaskatt. Sá skattur renni beint í vasa útgerðar- manna til kvótakaupa en þeir greiði hins vegar engan skatt af fram- lagi sjómannanna. Að mati Skúla Eggerts Þórðarsonar, skattrannsókn- arsljóra ríkisins, vantar skýr ákvæði í lög um skattalega meðferð á framlagi sjómanna til kvótakaupa Skúli Eggert segir að annað hvort bæri að líta á framlag sjómanna til kvótakaupa sem hluta af þeirra heild- arlaunum eða þá að þeir ráðstöfuðu hluta af launum sínum til útgerðar- •*%innar með þessum hætti. „Það er mitt mat að þegar menn ráðstafa iaunum sínum til útgerðinnar með þessum hætti þá séu þeir að leggja fram ákveðinn hluta af launum sín- um sem þeir ættu þá að hafa greitt skatt af,“ sagði Skúli Eggert. Hann sagði að það væri sjónarmið hvort ekki þurfi að vera skýr ákvæði í lög- um um þetta mál. „Það eru gífurleg skattsvik í þjóðfélaginu sem talin eru nema 11 milljörðum kr. Embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins hefur að undanförnu einbeitt sér að svartri atvinnustarfsemi og tvöföldum skráningarkerfum og þessi atriði hafa ekki verið á verkefnaskrá stofn- unarinnar og eru frá sjónarhóli skatt- svika ekki sérstakt forgangsverk- efni,“ sagði Skúli Eggert. Stórkostlegft brask „Þarna er á ferðinni stórkostlegt brask sem teygir anga sína bæði skattalega og ekki síst í því sem haft er af sjómönnum. Við teljum að með þessu sé ein stétta manna farin að borga auðlindaskatt en borga það útgerðamönnum sem kom- ast hjá því að greiða skatt af því,“ segir Óskar. „Þetta er tekið af þeirra hlut sem annars myndi koma sem 1 _»skatttekjur til hins opinbera. Hvað verður um þessar tekjur þegar út- gerðin notar þær upp til kvótakaupa? Það er afar þungt í sjómönnum og við teljum að það sé vegið allharka- lega að kjarasamningi sjómanna í þessu efni. Nú hvetjum við öll sam- bandsfélög Sjómannasambands ís- lands að afla sér verkfallsheimildar útgerða. því þetta verður ekki brotið á bak aftur nema með átökum að okkar mati. Svo virðist sem í frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem nú er í skoðun í þingflokkunum sé engu í breytt varðandi svokallaðar kvótatil- færslur útgerðarmanna," sagði Ósk- ar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra vildi ekki tjá sig um þetta mál og heldur ekki Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. ------»■ -------- Nýtt fang- elsi á Litla- Hrauni FRAMKVÆMDANEFND í fang- elsismálum hefur valið tillögu arkitektanna Finns Björgvinsson- ar og Hilmars Þórs Björnssonar að nýbyggingum og endurbótum á eldra húsnæði á Litla-Hrauni úr hópi þriggja tillagna í lokaðri samkeppni. Haraldur Johannessen, fangelsis- málastjóri, segir að áhersla verði lögð á að flýta framkvæmdum við byggingu nýs fangelsis. Áætlað er að framkvæmdir heíjist upp úr ára- mótum og verði lokið vorið 1995. Ákveðið hefur verið að nýja fang- elsið rísi við hliðina á núverandi fangelsisbyggingum en verði ekki tengt þeim. Framkvæmdanefndin hefur ákveðið að leita til þriggja verk- fræðistofa eftir tilboðum i verkfræði- þátt verksins. Morgunblaðið/RAX LIFSLEIKUR Frumvarp til laga gegn ofbeldiskvikmyndum Beina þarf til sjónvarpsstöðva að draga úr ofbeldi í sjónvarpi ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til nýrra laga gegn ofbeldiskvikmyndum. Menntamála- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið, að frumvarpið myndi fyrst og fremst eiga að ná til kvikmyndahúsa, en sérstök ákvæði gæti þurft að setja í útvarpslög til að stemma stigu við ofbeldi í sjónvarpi hér á landi. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra telur t fyllstu ástæðu til að beina því til sjónvarpsstöðva að draga úr ofbeldi í dagskránni. „Menn eiga einskis að láta ófreistað til að draga úr þessum ósóma,“ sagði Ólafur. Það væri hins vegar alltaf spumingin hve- nær sé tímabært fyrir stjómvöld að hafa bein afskipti af sjónvarps- kefni stöðvanna. Taldi hann eðlilegt að útvarpslaganefnd sem nú er að störfum ijalli um málið. „Það má hugsa sér ýmsar leiðir til að knýja sjónvarpsstöðvar til að gæta hófs í þessum efnum þótt alltaf sé spuming hvenær hið opinbera eigi að grípa inn í,“ sagði hann. „Mér finnst að vel mætti Ieggja þá ábyrgð á ráðherra að beita þeim viðurlögum sem yrðu að vera í út- varpslögum eða á ábyrgð nefndar sem kynni að verða komið á. Aðal- atriðið er að finna leiðir sem duga.“ Ábyrgð sjónvarpsins Þorsteinn Pálsson taldi að áskorun bandaríska dómsmálaráð- herrans í vikunni á hendur sjón- varpsstöðvum um að þær dragi verulega úr ofbelsisatriðum í dag- skrá sinni ætti fyllsta rétt á sér. Það væri fyrst og fremst undir Bandaríkjamönnum komið að draga úr framleiðslu ofbeldis- mynda. Þá væri á verksviði þeirra sem fara með málefni útvarpsins að ákveða hvort ástæða sé til að setja ákveðnari reglur um sjón- varpsefni. „Best væri ef hægt yrði að koma þeim sem ábyrgðina bera í skilning um þá hættu sem hér er á ferðum og um ábyrgðina sem fylgir því að hafa réttindi til að velja efni sem þjóðin horfir á í jafn miklum mæli og í sjónvarpi,“ sagði hann. Sjá frásögn bls. 4 Kjúklingabændur Deilt um greiðslur Selfossi. LOGI Jónsson hjá ísfugli hefur sagt sig úr stjórn Félags kjúld- ingabænda vegna óánægju með það hvemig fyrirhugað er að endurgreiða bændum uppsafnaðan afgang af kjarn- fóðurgjaldi. Logi segist vilja að afgangur- inn verði greiddur til bænda í sömu hlutföllum og gjaldið var tekið af bændum. Afgangurinn var fluttur yfir í framleiðnisjóð eftir tillögu frá embættismönnum og þaðan á síðan að sögn Loga að greiða út til bænda en þá heitir það styrkur til framleiðni- aukningar og kemur aðeins til þeirra sem eru með framleiðslu en ekki til þeirra sem hugsanlega eru hættir en greiddu gjaldið. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.