Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993
17
Hausar af útselskópum
sóttir í Skjaldabjamarvík
Trékyllisvík.
Morgunblaðið/Vilmundur Hansen
Hausar í pokum
VALGEIR Benediktsson og Oli Halldórsson með poka með hausunum
í. Sýslumaðurinn í Strandasýslu bannaði myndatökur af hausunum.
SYSLUMAÐURINN í Stranda-
sýslu sendi tvo menn norður í
Skjaldabjarnarvík til að sækja
sýni vegna kópadrápsins þar.
Talið er að a.m.k. fjörutíu kóp-
ar hafi verið drepnir og neðri
kjálki þeirra sagaður burt.
Hræ kópanna lágu í fjörunni
og ekkert hafði verið gert til
að urða þá. Hringormanefnd
styður þessar veiðar með því
að greiða fyrir innlagða
kjálka.
I
Frétíaritari Morgunblaðsins náði
tali af Valgeiri Benediktssyni og Óla
Halldórssyni þegar þeir komu heim
úr ferðinni. Að sögn þeirra fundu
þeir aðeins tvo dauða útselskópa í
fjörunni og var búið að saga neðri
kjálkann af þeim báðum. Greinilegt
var að annar þeirra hafði verið stung-
inn í brjóstið með stórum hnífí eða
sveðju. Þeir sögðu að sárið hafi verið
um 10 cm langt. Hirtu þeir hausinn
af kópunum og verða þeir notaðir
við rannsókn málsins. íbúar á Dröng-
um höfðu áður tekið tvo hausa, þann-
ig að fjórir hausar verða sendir til
rannsókna.
Alls voru um fjörutíu dauðir kópar
í fjörunni fyrir viku en flestir þeirra
höfðu skolast burt. Óla og Valgeiri
var ekið að Hvalá í Ófeigsfirði og
þaðan gengu þeir að Dröngum. Þeir
voru síðan fluttir á báti frá Dröngum
út í Skaufasel og þaðan gengu þeir
í Skjaldabjamarvík. Þegar þeir höfðu
tekið sýni og kannað aðstæður fóru
þeir svo sömu leið til baka. Sögðu
þeir að ferðin hafi verið erfið og tví-
sýnt veður um tíma. Hreppstjórinn í
Arneshreppi hafði reynt í viku án
árangurs að sækja sýni, þegar ákveð-
ið var að senda menn gangandi.
Flestir kópanna stungnir
Að sögn Drangamanna voru allir
kóparnir, sem fundust við Þúfurnar
sunnan megin í Skjaldabjarnarvík,
stungnir eða skomir. Aftur á móti
var hluti þeirra sem fannst norðan
til í víkinni skotinn. Menn hafa verið
að furðá sig á veiðiaðferðinni. Yfir-
leitt eru kópar skotnir í hausinn eða
rotaðir með kylfu. Það þekkist ekki
að menn stingi þá með hnífí eða
skeri þá á háls. Leiddar hafa verið
líkur að því að þetta hafi verið gert
til þess að ekki heyrðust skothvellir
að Dröngum, en þeir liggja sunnan
við Skjaldabjarnarvík. En eins og
einn viðmælandinn benti á, þá hefði
heyrst jafn lítið til þeirra ef þessir
menn hefðu bara rotað þá.
Mikil fjölgun útsela
Óli og Valgeir sögðust hafa orðið
varir við mikinn fjölda kópa á leið-
inni og eru allir hér í sveit sammála
því að útsel hafi fjölgað gríðarlega
undanfarna áratugi. Utselur kæpir á
haustin og eru kóparnir hjálparlausir
fyrstu dagana. Eftir fæðingu fitna
þeir mjög fljótt af urtumjólkinni og
fara þeir ekki í sjó vegna spiks. Þeg-
ar kópurinn fer að dökkna yfirgefur
urtan þá, léttast þeir þá mjög fljótt
og að_ lokum rekur hungrið þá í sjó-
inn. A þeim tíma sem þeir liggja á
landi eru þeir því auðveld bráð.
- V. Hansen
Islenskt Monopoly-
spil kemur út í dag
Kringlan dýrasta gatan í spilinu
ÍSLENSK gerð Monopoly, upp-
runalegrar __ útgáfu Matador,
kemur út á Islandi í dag. Peter
J.B. Salmon, framkvæmdasljóri
Eskifells, segir að spilið sé að
ýmsu leyti ólíkt Matador þó það
sé leikið á svipaðan hátt. Allt
að átta manns, frá átta ára
aldri, geta spilað spilið í einu.
Hvers kyns fasteignir ganga
kaupum og sölum i spilinu og
er Kringlan dýrasta gatan svo
eitthvað sé nefnt. í Matador er
Austurstræti hins vegar dýr-
asta gatan.
Peter sagði að spilið væri að
ýmsu leyti sérstætt, t.d. væru ekki
í því lestarstöðvareitir eins og í
erlendum útgáfum þar sem ekki
væru lestir hér á landi. í staðinn
hefðu verið valin ýmis fyrirtæki
og bankar og má í því sambandi
nefna Nýheija, Vátiyggingafélag
íslands, Flugleiðir og Islands-
banka.
Leitað til fasteignasala
Ekki eru heldur sömu götur í
boði í Monopoly og Matador. Peter
sagði að leitað hefði verið til sér-
fræðinga til að verðleggja dýrustu
göturnar. „Við höfðum einfaldlega
samband við nokkra fasteignasala
og spurðum þá hvaða götur væru
dýrastar. Útúr því fengum við að
Kringlan væri dýrust, næst kæmu
Mjóddin, Fenin, Miðbærinn og svo
ódýrari götur. Af þeim völdum við
nokkrar götur í nýju hverfunum,
t.d. Grafarvogi og Hraunbæ,“
sagði Peter og gat þess jafnframt
PETER segir að Monopoly sé
eitt vinsælasta spil í heimi. Til
gamans má geta þess að frá
því fjöldaframleiðsla hófst hafa
yfir 3.200.000.000 græn hús
verið framleidd. Lengsta
skráða spilið tók 1.680 klukku-
stundir eða 70 sólarhringa.
að ekki væri aðeins spilað með
bílum í Moriopoly eins og Matador.
„Leikmenn eru með alls konar litla
hluti úr málmi eins og t.d. skó,
hund, húfu, skip, straujárn og fing-
urbjörg," sagði hann.
Af öðru sem skilur Monopoly frá
Matador má nefna að í spilinu er
sérstakur samfélagssjóður,
áhætta, lukkuhorn o.fl.
150 milljónir spila
Bandaríkjamaðurinn Charles B.
Darrow hannaði fyrsta Monopoly-
spilið árið 1934. Nú hafa selst yfir
150 milljónir eintaka í 28 löndum
út um allan heim. Heimsmeistara-
keppni í Monopoly er haldin á
hveiju ári.
DAGSFERÐ 1. DESEMBER
Viö gefum fólki einstakt tækífæri til aó skreppa og sjá
Dublin I jölabúningi i eins dags feró þann 1. desember.
Farió veröur frá Keflavík kl. 7:00
og lent í Dublin kl. 9:15. Þaðan er
ekió tíE Buriington HóteBsins sem
veróur samastaður okkar yfír daginn.
Athugió, aóeins þessi
eina dagsferö.
Samviniiiiferúir-Laiiilsj/ii
Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 -69 1010 • Innanlandsferðir S. 91 -6910 70*Símbróf 91 -2 77 96 / 69 10 95 »1616x2241 • Hótel Sögu
við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður. Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55
Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Simbréf 93 -1 11 95
Akuroyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar. Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Slmbróf 98 -1 27 92
OATXAS*
EUROCARD
HVlTA HÚSIÐ / SÍA