Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 Kórstjóri kvaddur Ytri-Tjörnum, EyjaQarðarsveit. FRÚ Sigríður Schiöth kórst]óri og organisti við Grundarkirlqu í Eyjafirði hefur nú látið af störfum eftir áratuga langa þjónustu. Sóknarpresturinn séra Hannes Örn Blandon messaði á Grund síðastliðinn sunnudag og lék Sig- ríður þá í síðasta sinn. Presturinn ávarpaði hana í messulok og flutti henni þakkir sínar og safnaðarins fyrir langa og dygga þjónustu. Meðal viðurkenninga sem Sigríði hafa hlotnast má nefna að hún var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að tónlistarmálum. Er það mál manna að hún hafi verið mikill burðarás í menningarlífi Eyfirð- inga. Í hófí sem haldið var í Laugar- borg að lokinni messu voru Sig- Morgunblaðið/Benjamín Kórstjórinn kvaddur SÉRA Hannes Örn Blandon sóknarprestur þakkar Sigríði Schiöth dygga þjónustu eftir messu í Grundarkirkju, Gerður Pálsdóttir meðhjálpari fylgist með. ríði færðar gjafír og blóm og kór Grundarkirkju söng þrjú lög eftir hana undir stjórn Þórdísar Karls- dóttur sem tekur við sem kór- stjóri og organisti Grundarkirkju. Benjamín Gagnfræðaskólinn á Akureyri Tíundubekkingar sýna Þrymskviðu NEMENDUR í 10. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri hafa verið önnum kafnir síðustu daga, en þeir vinna að því að selja upp leik- húsverk, byggt á Þrymskviðu. Allir nemendur, 132 talsins, leggja sitt af mörkum, en sérstök hátíðarsýning verður á verkinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, og verður foreldrum boðið að sjá þá sýn- ingu. Þetta verkefni er liður í norrænu verkefni sem nefnist „Nor- ræn æska - norræn list“. Kjallari skólans iðaði af ungu og kapps- fullu fólki sem var að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar I gær. Sameining sveitarfélaga Fundir haldn- ir á Akureyri BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur ákveðið að efna til tveggja almennra borgarafunda á Akur- eyri til upplýsinga og umræðna um tillögur um sameiningu sveit- arfélaga, sem kosið verður um næstkomandi laugardag, 20. nóv- ember. Fundimir verða haldnir í Safnað- árheimili Glerárkirkju í kvöld, mið- vikudagskvöldið J7. nóvember kl. 20.30 og í kaffiteríu Íþróttahallar- innar annað kvöld, fímmtudags- kvöldið 18. nóvember kl. 20.30. Á fundunum verða fluttar fram- söguræður en síðan verður boðið upp á almennar umræður og fýrir- spumir um sameiningarmálið. Bæjarstjórn hvetur fólk til að koma á fundi þessa og taka afstöðu til tillagnanna. (Fréttatilkynning.) Skólar á Eyjafjarðarsvæðinu hafa tekið þátt í samnorrænu verk- efni ásamt 8 öðmm löndum og lýk- ur fyrri hluta þessa verkefnis nú í vikulokin en þráðurinn verður að nýju tekin upp í febrúar. Listamenn frá Norðurlöndum hafa komið og unnið með íslenskri skólaæsku að margs konar listsköpun. Þeir Ed- ward Fuglo frá Klakksvík í Færeyj- um og Bjöm Asle Tollan frá Norð- ur-Þrændalögum í Noregi hafa ver- ið krökkunum til aðstoðar, Edward aðstoðar þau við leikmynd og bún- inga og Bjöm Asle er leikstjóri verksins. Frurnsamin tónlist Tónlistin sem flutt er í leikritinu er fmmsamin, en Olli Kortenkangas . tónskáld frá Helsinki í Finnlandi var hér í október og aðstoðaði riem- endur úr Tónlistarskólanum sem einnig em í Gagnfræðaskólanum við að semja tónlist til að nota við sýninguna. Daníel Þörsteinsson tónlistarkennari við Tónlistarskól- ann á Akureyri tók síðan við af honum. Áður hefur Bjöm Asle starfað með nemendum í Þelamerk- urskóla og Barnaskóla Akureyrar að leiklistarverkefnum og Edward Miklar vegafram- kvæmdir í Mývatns sveit og nágrenni Björk, Mývatnssveit. MIKLAR vegaframkvæmdir hafa verið hér í sveitinni og á Mývatnsfjöllum að undanförnu. Þær hófust á síðastliðnu sumri og standa enn. Ymsir verktakar hafa unnið að þessum vegabót- um. Búið er að byggja upp 8 kíló- metra langan veg fyrir Austarisels- heiði og áfram austur á svokallað- an Móa, ennfremur er langt komið að fylla upp í mestu lægðir sem sjó leggur helst á á leiðinni að Jökulsá á fjöllum. Næsta sumar er áformað að leggja bundið slitlag á nýja veginn á Fjöllunum. Á Kísilvegi norðan Grímsstaða var lagður vegaspotti síðastliðið Morgunblaðið/Rúnar Þór Þórshamar ÞÆR Sirrý og Ása úr lO.bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar voru að búa til hamar Þórs fyrir sýningu á Þrymskviðu og þeim til aðstoðar er Edward Fuglo frá Klakksvík í Færeyjum. vann með nemendum Valsárskóla á Svalbarðsströnd og Grenivíkur- skóla að myndlist. Önnur verkefni sem verið hafa í gangi síðustu vik- ur eru brúðuleikhús sem unnið var í Oddeyrarskóla og Lundarskóla með leiðsögn Kristiinu Hurmerinte frá Wasa í Finnlandi og þá var sumar og sett á hann bundið slit- lag. Einnig er verið að vinna við nýjan veg frá Skútustöðum fram- hjá Álftagerði og vestur yfir Nau- tey. Ný brú var byggð síðastliðið sumar á Kráká. Áfram verður haldið með þessar vegabætur að Helluvaði á næsta sumri. Þá er og gert ráð fyrir að hefja smíði nýrrar brúar á Laxá norðan Arnarvatns og byggja upp veg í Hofsstaða- heiði. Kristján Nauðasamn- ingar ÞA smiðjunnar samþykktir FRUMVARP að nauðasamn- ingi ÞA smiðjunnar var sam- þykkt nýlega á fundi með atkvæðismönnum, en fyrir- tækinu var veitt heimild til að leita slíkra samninga í sumar. í frumvarpinu felst að lánar- drottnum er boðin greiðsla á helmingi af höfuðstól krafna sinna eins og þær voru 1. apríl síðastliðinn, en þó þannig að lágmarksgreiðsla verði 10 þús- und krónur og kröfur til og með þeirri fjárhæð greiðast að fullu. Greiðslur fara fram með þremur jöfnum afborgunum á níu mánaða fresti, fyrst í jan- úar á næsta ári, síðan i október og loks í júlí 1995. unnið að tónsmíðum í Bamaskólan- um, Gagnfræðaskólanum og Síðu- skóla með leiðsögn Olli Kortekk- angas og við rakuleirbrennslu sem unnið var að í Gierárskóla og Gagn- fræðaskóla Akureyrar með leiðsögn Gretu Hasselberg Klementsen frá Horten í Noregi. Kirkja Hvíta- sunnumanna aflar fjár Fjáröflunardagur verður í Hvítasunnukirlqunni við Skarðs- hlið næstkomandi laugardag 20. nóvember frá kl. 14 til 18. Margir munir verða á boðstólum, s.s. ýmsar jólavörur, föndurvörur, notaður og nýr fatnaður, laufa- brauð, kökur, harðfískur, bækur, kristilegt efni notaðir og nýir skraut- og húsmunir og margt fleira. Einnig verður selt vöfflu- kaffi. Velunnarar og aðrir sem vilja styrkja starfíð geta komið munum eða öðru til Hvítasunnukirkjunnar virka daga frá kl. 9 til 16, en allur ágóði rennur til kirkjubyggingar- innar. (Úr fréttatilkynninjju.) Röng mynd birtist með andlátsfrétt ÞAU leiðu mistök urðu við birt- ingu fréttar af andláti Rannveigar Jósefsdóttur í blaðinu í gær, að röng mynd birtist með fréttinni. Myndin var af Sigríði Schiöth, fyrrverandi kórstjóra og organista við Grundarkirkju í Eyjafírði, en hún átti að birtast með frétt af kveðtjuhófi sem haldið var henni til heiðurs í tilefni af því að hún hefur látið af störfum eftir ára- tuga langt farsælt starf við kirkj- una. Um leið og rétt mynd er birt af Rannveigu Jósefsdóttur, sem lést í síðustu viku á 105. aldurs- ári, elst íslendinga, biður Morgun- blaðið fjölskyldu hennar og Sigríði Schiöth og hennar fjölskyldu inni- lega afsökunar á þessum leiðu mistökum. Rannveig Jósefsdóttir Foreldraráð Síðuskóla Tryggt verði að böm sæki ekki spilastofur FORELDRARÁÐ Síðuskóla gerði á fundi fyrir skömmu samþykkt þar sem farið er fram á að ekki verði leyfð Trekari starfsemi spila- stofa í bænum nema tryggt sé að börn hafi ekki að þeim aðgang. „Mpð hliðsjón af umræðum nú aðgang að þeim. undanfarið um spilakassa og spila- stofur vill Foreldraráð Síðuskóla fara þess á leit við þar til bær yfirvöld að ekki verði leyfð frekari starfsemi af þeim toga í bænum, nema tryggt sé að börn og unglingar hafi ekki Einnig lýsir Foreldraráð Síðuskóla fullri ábyrgð á hendur þeim umráð- endum húsnæðis þar sem spilakass- ar eru nú reknir, að farið sé að lög- um um aðgang barna og unglinga að kössunum,“ segir í samþykktinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.