Morgunblaðið - 30.11.1993, Side 4

Morgunblaðið - 30.11.1993, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Greiðslustöðvun Hafarnarins hf. Hlutafé Akranesbæj- ar um 100 milljónir í ábyrgð fyrir um 78 milljónum kr. AKRANESBÆR á 42% hlut í Haferninum hf. á Akranesi en fyrirtæk- ið hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar í þrjár vikur. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra, er hlutur bæjarsjóðs um 100 milljónir króna auk tæpra 78 milljóna króna ábyrgðar vegna togarakaupa. Er bærinn stáersti hluthafi fyrirtækisins með 42% eignarhlut. Leitað hefur verið til banka og sjóða eftir aðstoð við misjafnar undirtektir. Sagði Gísli að ábyrgðin væri að mati manna nægjanlega tryggð eins og sakir stæðu með veði í togurum fyrirtækisins Höfðavík og Sæfara. „Bærinn kemur að þessu máli á tvennan hátt,“ sagði hann. „Ann- arsvegar fjárhagslega gagnvart ábyrgðum sem við verðum að tryggja að falli helst ekki á bæinn eða þá að minnsta kosti þannig ef svo fer að tekin verði ákvörðun um það sérst'aklega af hálfu bæjarins sem lið í endurskipulagningu fyrir- tækisins. Hins vegar er það spurn- ingin um atvinnu fólks og er það skylda okkar að reyna að sjá til þess að sem fæstir missi vinnuna. Þegar hafa tapast atvinnutækifæri eftir að Sæfara var lagt og má segja að þar verði ekki snúið við.“ Víða vandi Gísli sagðist vilja benda á í fram- haldi af þeirri umræðu sem átt hefði sér stað um Vestfirði, Suðurnes og Byggðastofnun um að stofnunin útvegi þeim fé, að ástandið væri ^svipað og þar víða annarsstaðar á landinu og ástæða fyrir stjórnvöld að kanna það nánar. „Við erum með tvö fyrirtæki Haförninn og Þorgeir og Ellert milli handanna, svo við stöndum í stórræðum í at- vinnumálum," sagði hann. Morgunblaðið/Kristinn Stækkurí hjá Eimskip ÞESSA dagana er unnið að stækkun athafnasvæðis Eimskips í Sunda- höfn, en félagið fékk nýlega lóð til afnota vestanmegin við núver- andi svæði. Að sögn Knúts Haukssonar hjá Eimskip er verið að tengja svæðin saman og stækka gámasvæði í kringum frystigeymslu og setja upp tengla þar fyrir frystigáma. Fiskveiðasjóður Ekki verið reynt að svíkja út lán MÁR Elísson, forstjóri Fiskveiða- sjóðs íslands, segist ekki vita til þess að reynt hafi verið að svílqa út hærri lán úr sjóðnum vegna skipakaupa en menn hafi átt rétt á. Færeyska landsþingið hefur farið fram á það við forsætisráð- herra Dana að hann láti fara fram rannsókn á því hvort fé hafi verið svikið út úr landstjórninni vegna skipakaupa, með vitund færeysku bankanna. Már Elísson segir að Fiskveiða- sjóður fái kostnaðarverð, matsverð og tryggingarverð skipanna og láni út á þá upphæð sem sé lægst og því sé minni hætta á því að menn geti svikið út peninga en þar sem ein viðmiðun sé. Hann sagði að Fisk- veiðasjóður hefði eigin matsmenn til að meta verðmæti skipanna og starfsfólk hans hefði mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 30. NOVEMBER YFIRLIT: Alldjúp lægð við Reykjanes hreyfist norðnorðaustur. STORMVIÐVORUN: Búist er við stormi á Austurmiðum, Austfjarðamið- um, Suðausturmiðum, Norðurdjúpi, Austurdjúpi, Færeyjadjúpi, Suðaust- urdiúpi og Suðvesturdjúpi. SPA: Allhvöss norðanátt með éljum vestaniands, en suðvestankaldi eða -stinningskaldi og bjartviðri norðaustan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðan- og norðvestan- kaldi og fremur svalt. Smáél um norðan- og vestanvert landið en ann- ars þurrt. Víða léttskýjað á Suðausturlandi og Austfjöröum. HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss norðlæg átt. Snjókoma eöa éljagang- ur um norðanvert landið en þurrt og víða léttskýjað syðra. Frost um allt land. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. O £ Heiðskírt Léttskýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda o Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma A Skýjað Alskýjað V V V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld Þoka riig.. FÆRÐA VEGUM: <KI.17.30ígær) Vegir á landinu eru víðast greiðfærir. Þó er víða nokkur hálka á heiðum, einkum á vestanverðu landinu og á Vestfjörðum. Þá er ófært um Dynjand- isheiði fyrir vestan og þungfært um Eyrarfjall. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyr! Reykjavík hiti veftur 8 alskýjað 8 skúr Björgvin 0 léttskýjað Heloinki •í-4 6kýjaft Kaupmannahöfn 0 rigning Narssarssuaq +11 léttakýjað Nuuk +10 iéttskýjað Ósló +4 kornsnjór Stokkhólmur 0 alskýjað Þórshöfn 7 þokumóða Algarve 18 skýjað Amsterdam 1 þokumóða Barcelona Berlfn •f4 þokumóða Chicago +3 snjókoma Feneyjar 4 skýjað Frankfurt +2 hálfskýjað Glasgow 4 mistur Hamborg 0 hátfskýjað London 4 skýjað Los Angeles 12 þoka Lúxemborg +2 skýjað Madrtd 8 þoka Malaga Mallorca 17 léttskýjað Montreal +1 léttskýjað NewYork 4 heiðskírt Orlando 8 léttskýjað Parfe +1 léttskýjað Madelra 20 léttakýjað Róm 16 rigning Vín +4 snjókoma Washington 2 heíðskírt Winnipeg +18 fsnálsr ÍDAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.30 í gær) Tvímenningur Bridssambands Evrópu Islenskt bridspar varð í sjötta sæti ÍSLENSK bridspar, Arnór Ragnarsson og Karl Hermannsson, varð í 6. sæti í sínum riðli og i 20. sæti í heildina, i tvímenningi sem spil- aður var samtímis um alla Evrópu fyrir skömmu. Alls tóku 10 þús- und pör þátt í mótinu. Mótið, sem kennt er við Philip Morris, er spilað samtímis í bridsfé- lögum í öllum aðildarlöndum Brids- sambands Evrópu. Þeir Arnór og Karl spiluðu mótið í Keflavík og fengu 69,14% skor sem er mjög hátt. Þátttakendum var skipt í tvo riðla og dugði skor íslendinganna þeim í 6. sæti í sínum riðli en efstir í riðlinum og um leið í mótinu urðu Danirnir Jesper Thomsen og Svend Novrup með 77,44% skor. í hinum riðlinum urðu sigurveg- arar Betti og Molinier frá Frakk- landi með 74,92% skor. Þar náðu 14 pör hærri skor en Amór og Karl svo þeir teljast í 20. sæti í heildina. Alls spiluðu 20 þúsund spilarar um alla Evrópu þátt í mótinu. Á íslandi tóku um 20% af öllum með- limum Bridgesambands íslands þátt í keppninni og þátttakan var aðeins hlutfallslega meiri í ísrael og Tyrk- landi. Kolareykur yfir Reykjavík SÉÐ AF vatnsgeyminum á Háaleiti yfir Reykjavík á árunum 1930 til 1940 þegar flest hús í borginni voru kynnt með kolum eða olíu. Fimmtíu ár frá teng- ingu við Reykjalund STJÓRN veitustofnana Reylyavíkurborgar hefur ákveðið að gefa Listasafni Einars Jónssonar jafnvirði 1,5 milljóna króna til upphit- unar hússins næstu árin en fimmtíu ár erú liðin síðan Hnitbjörg fyrst húsa var tengt við hitaveitu frá Reykjum í Mosfellssveit. Jafnframt hefur verið ákveðið að minnast afmælisins með því að aðstoða Vinnuheimilið á Reykjalundi við kaup á bifreið sem nota á til flutnings fatlaðra sjúkl- inga milli húsa. Hugmyndin um hitaveitu fyrir Reykjavík fæddist í upphafi þriðja áratugarins og um sumarið 1930 var farið að líta til Reykja í Mos- fellssveit sem forðabús fyrir hita- veitu Reykjavíkur. Samningur við eigendur jarðanna Reykja, Reykjahvols og Blómvangs um heimild til rannsókna og forkaups- réttar á heitu vatni til handa Reyk- víkingum var samþykktur í bæjar- stjórn 6. júlí 1933. Tilraunaboran- ir hófust strax á því ári og endan- legur samningur um kaup á jarð- hitaréttindum var samþykktur ár- ið 1935. Alls voru boraðar 32 holur á Reykjum og samanlögð dýpt þeirra var hálfur ellefti kíló- metri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.