Morgunblaðið - 30.11.1993, Page 10

Morgunblaðið - 30.11.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Lífshlaup og lífsviðhorf Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Þórir S. Guðbergsson: Lífsgleði II. Viðtöl og frásagnir. Hörpu- útgáfan 1993. Það er margt óljóst um eðli og tilgang þeirra sjö æviþátta sem Þór- ir S. Guðbergsson skrifar eða ritstýr- ir í bókinni Lífsgleði II. í undirtitli segir að hún sé viðtöl og frásagnir. Samt er erfitt að átta sig á hvað af textanum Þórir byggir á viðtölum og hvað á rituðum frásögnum hinna sjö einstaklinga. Hann nefnir þá raunar höfunda í formála sínum. Eg hygg að þarflegt hefði verið að gera grein fyrir þessu í formála. Þetta er önnur bók Þóris sem ber þetta heiti. Það eru þjóðkunnir borg- arar á efri árum sem segja frá, þau Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Áslaug S. Jensdóttir, Einar J. Gíslason, Kristinn Þ. Hallsson, Pétur Sigurðs- son, Sigfús Halldórsson og Sigríður Rósa Kristinsdóttir. Svo er að sjá sem það sé ætlun Þóris að draga í senn upp myndir af ævi þessa fólks og lífsskoðunum þess. Þættimir eru mislangir og ærið ólíkir að uppbygg- ingu. Þóri tekst þó ætlunarvek sitt í sumum þáttanna en í öðrum þeirra er eins og eitthvað vanti. Þeir eru stuttir, allt að því snautlegir og ekki nógu persónulegir. Þá er þáttur Sig- ríðar Rósu á allt annarri bylgjulengd en hinna og snýst upp í þjóðfélags- gagnrýni og trúarlegu ádeilu, ekki síst á Biblíuna sem Sigríður telur bersýnilega kvenflandsamlega. Ýmislegt er þó bitastætt í þessari bók. Sumir þættirnir eru ijörlega skrifaðir. Þar er að finna sögur full- ar af kímni og mannviti og ýmisleg- ar áhyggjur kom þar fram ekki síst vegna stöðu aldraðra í samfélaginu, varðandi húsnæðismál þeirra, virð- ingarleysi hinna yngri og óvirkni eldri borgara. Þórir S. Guðbergsson Víða er í þáttunum að finna dá- sömun lífsins og ýmissa gilda tilver- unnar. Samt horfa þessir einstakling- ar ekki á heiminn í rósrauðum bjarma. Lífsreysnlan í hörðum heimi hefur kennt þeim að vonbrigði, veik- indi, aikólismi og jafnvel beiskja þurfi ekki að vera neitt feimnismál. Sú einlægni er oft og tíðum mesti styrk- ur þessarar bókar. Ánnað getur lesanda virst dálítið undarlegt. Sigfús Halldórsson segir t.d. margar ágætar sögur og heldur á lofti mikilvægi þess að sjá til sólar í lífinu. En svo fyllist hann vandlæt- ingu í garð samtímans, einkum þess sem hann nefnir sýnimennsku og hefur vafalaust rétt fyrir sér í mörgu. En sá lesandi sem hér fer á erfitt með að tengja sýndarmennsku þeim leik barna, sem Sigfús gagnrýnir, að mála sig í regnbogans litum sér til ánægju á hátíðarstundum. Lífsgleði II er í heild misgóð bók. Ýmislegt er þar forvitnilegt en að mini hyggju hefði mátt ritstýra henni betur og gefa henni meiri heildarsvip. Ljóðatónleikar Garðars Cortes Beztir voru söngvarnir um Bangsimon og Kristófer Orra Tónlist Ragnar Björnsson Garðar Cortes hefur reynst ís- lenskum söngvurum betri en eng- inn með stofnun Söngskólans, þar sem, fyrir utan menntunarmögu- leika fyrir marga, að íslenskir söngvarar sáu fram á föst laun fyrir vinnu sína, þótt lág væru og í flestum tilfellum aðeins hluti af fullum launum. Af bjartsýni, hugsjón og einstæðri heppni tekst Garðari og kollegum að koma íslensku óperunni á legg, þótt deila megi um hversu heppilegt hafi verið að draga óperuflutn- inginn út úr Þjóðleikhúsinu. Þakklæti sitt sýndu söngvarar m.a. með því að mæta vel á ljóða- tónleika hans og Jónasar Ingi- mundarsonar í Gerðubergi laug- ardaginn 27. nóv. Fyrri hluti efnisskrárinnar samanstóð af ítölskum lögum frá 17. öld, lögum sem vinsæl eru fyrir söngunnendur svo sem Vergin, tutto amor, Sebben, crud- ele, 0 cessate di piagarmi og Danza, danza. Það setti strax nokkuð gagnrýnan svip á flutn- inginn að söngvarinn hafði nótna- bókina fyrir framan sig, sem hann leit varla upp úr tónleikana í gegn. Þetta er ekki gott for- dæmi nemendum sem maður predikar að læra hlutina utanað og þannig fluttir áheyrendum. Ekki fann undirritaður nýjan heim í flutningi á þessum vin- sælu ítölsku lögum, þau voru flutt af góðri tilfinningu fyrir tónlist, en ekki mikið fram yfir það. Á Garðar Cortes "Itkum nótum voru íslensku lögin, nema að forvitnilegt var að heyra ,lög eftir Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Pál ísólfsson, lög sem undirritaður hafði ekki heyrt áður. Næm tilfinningin fyrir tónlist, eða skulum við segja tónlistar- gáfa, er a.m.k. að einhveiju leyti lögð manni til við fæðingu en er þó aldrei nema en veganesti til listsköpunar. Sjálfsagt hefur söngvarinn kunnað öll verkefnin utanað, en söngvari' má ekki gleyma því að hundruð augu hvíla á hverri hreyfingu hans, augu listamannsins eru sterkur miðill, augnalokin mjög sjaldan. Jónas Ingimundarson Eftir hlé kvað við annan tón. í Söngvum um Bagsimon og Kristofer Orra kom sviðsreynsla Garðars, ágætur húmor svo og meðfæddir leikhæfileikar til sög- unnar, svo og að einkenndi ensks húmors virðast Garðari nærtæk, en í meðferð þessara laga og texta sýndi Garðar oft frábærar hliðar á sér og enskum húmor og trúi ég að þarna gæti hann gert óvenju raffíneraða hluti, ef hann legði sig sérstaklega eftir því. Það er éinkenni góðs píanó- leikara að spila alls ekki lakar en söngvarinn syngur og Jónas stóðst það vitanlega. En ennþá er Garðar, fyrir mér, stærstur sem Otello í Otello. Nýjar bækur Skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson ÚT ER komin ný skáldsaga eft- ir Einar Má Guðmundsson, Englar alheimsins. I kynningu útgefanda segir: „Englar alheimsins fjallar um ævi og endalok manns sem lendir í hremmingum geðveikinnar. Aðal- persónan segir sögu sína frá vöggu til grafar; þegar sakleysi æskuár- anna lýkur, fellur skuggi geðveik- innar á líf hans og fjölskyldu hans. Angurværar tilfinningar og harður veruleikinn mætast í frá- sögn og stíl. Upp er dregin mynd af bemsku aðalpersónunnar og lýst hinum nöturlega heimi þeirra sem dæmdir eru til einveru og af- skiptaleysis.“ Útgefandi er Almenna bók- afélagið. Englar alheimsins eru um 200 bls., prentuð hjá Prent- stofu G. Ben og kostar 2.980 krónur. Einar Már Guðmundsson Taktpunktinn vantaði ________Ténlist_____________ Jón Ásgeirsson Kammersveit Hafnarfjarðar hélt tónleika í Hafnarborg sl. sunndagskvöld, undir stjórn Arn- ar Óskarssonar. Á efnisskránni voru verk eftir Copland, Barber og Martinú. Einleikarar með hljómsveitinni voru Gunnar Gunn- arsson, Peter Tompkins og Einar Jónsson. Fyrsta verkið á efnisskránni var Appalachian Spring, ballett- tónlist eftir Aaron Copland. Þetta er þokkafull tónlist, ekki rismikil en var á köflum of linlega leikin. Það vantar taktpunktinn í slag Arnar, svo að slaghreyfingarnar verða líðandi og án hrynfestu, sem á köflum vantaði, til halda uppi skörpu samspili og jafnvel í hægu köflunum, vantaði hryn- ræna samskipan tónhendinga, svo að innkomur ýmissa radda voru oftlega hikandi. Þetta kom einnig fram í næstu verkum, Capricorn Concerto eftir Samuel Barber og Toccata e due Canzoni eftir Bohuslav Martinú. Kaprikom konsertinn er á köfl- um erfiður í leik, sérstaklega fyr- ir strengina og þá vildi samleikur- inn stundum riðlast. Einleikarar í þessum konsert voru Gunnar Gunnarsson á flautu, Peter Tompkins á óbó og Einar Jónsson á trompett og var leikur þeirra félaga góður og vel samæfður og sérstaklega gaman að heyra Ein- ar „syngja“ fallega á lúðurinn sinn. Lokaverkið var tokkata og tvær kansónur eftir Martinú, gott verk, sem var ekki nægilega vel leikið og vantaði t.d að gera meira úr hrynrænum andstæðum og leik með ýmis fallega gerð blæ- brigði en bæði þessi atriði eru hinn leikandi skáldskapur í verk- um Martinú. Mjög líklegt er að fáar æfingar hafi gefist til að æfa þessi verk, en stílinn í báð- um, konsertinum og kansónun- um, þurfa menn beinlínis að kunna, vera hagvanir í því tónum- hverfi sem þessi tónverk eru mótuð í, til að ná fram safaríkum strengjahljómi. Reynsluleysi Amar var þarna nokkuð augljóst, er bæði kom fram í linu taktslagi og frekar daufri mótun tónverkanna. Ekk- ert getur þarna verið til bóta nema að vinna' sig upp þann þungfæra bratta er liggur að höll listagyðjanna og sú þraut verður ekki unnin á einu kveldi en framtíðin er mönnum gefin til að sigrast á erfiðleikunum. Nýjar plötur Sigurður Bragason syng- ur íslenzk og erlend lög ÚT er kominn geislaplata með íslenskum og erlendum sönglög- um í flutningi Sigurðar Braga- sonar söngvara og Hjálms Sig- hvatssonar píanóleikara. Platan heitir Söngvar ljóss og myrkurs. Á geislaplötunni er svo til sama efnisskrá og listamennirnir fluttu í Wigmore Hall í London í septem- ber 1993 og fékk frábæra dóma hjá tónlistargagnrýnendum í Lundúnum, segir í fréttatilkynn- ingu. Á plötunni eru sönglög eftir Guiseppe Verdi, Gaetano Doniz- etti, Óttorino Respighi, Francesco Palo Tosti, Sigvalda Kaldalóns, Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen, Jón Leifs og Modest Mussorgsky. Ljósmyndir tók Páll Stefánsson og tónmeistari er Ragnar Björns- son. Japis sér um dreifingu. Sigurður Bragason og Hjálmur Sighvatsson. Nýjar bækur ■ Vegabréf til Palestínu eftir nóbelsskáldið Isaac Bashevis Sin- ger er nú komin út. í kynningu útgefanda segir: „Davíð Bendinger er staddur í Varsjá árið 1922 — allslaus unglingur sem er nýkominn þangað og getur ekki hugsað sér að feta í fótsport forfeðra sinna, gyðinganna, en dreymir um að verða rithöfundur. Hann á hvergi höfði sínu að halla. Aldrei veit hann hvað morgundagurinn ber í skauti sínu, en hrekkvísi örlaganna lætur ekki að sér hæða og fyrr en varir sogast hann inn í hringiðu atburða sem hann virðist einatt hafa lítið vald á sjálfur." Sagan kemur nú út í fyrsta sinn í bókarformi víða um lönd. Setberg gefur út og er þessi bók sú ellefta eftir þetta vinsæla sagnaskáld í þýðingu Hjartar Pálssonar. Bókin er 208 bls. og kostar 2.580 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.