Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Reykjaveitan 50 ára í dag eftir Pál Gíslason Þann 30. nóvember 1943 var hleypt vatni á fyrsta húsið í Reykja- vík frá Reykjaveitunni. Það var Hnit- björg, listasafn Einars Jónssonar, þess stórbrotna frumherja högg- myndalistar á íslandi. Þetta var langþráður dagur, því að alls konar erfiðleikar höfðu steðj- að að Hitaveitu Reykjavíkur við framkvæmdina, að mestu vegna stríðsástandsins sem þá ríkti. Borg- arbúar máttu búa við það að götur voru uppgrafnar svo mánuðum skipti, því ekki fengust pípur til að setja í skurði, annað hvort vegna hráefnisskorts erlendis eða að skip sem flytja áttu þær til landsins voru tekin til annarra nota eða þeim sökkt. Það má þó segja að með Iagningu veitu frá Reykjum í Mosfellssveit hafi hafist ævintýri sem hefur í stór- um stíl veitt hita 4 hús Reykvíkinga og nágranna þeirra og sparað þeim og þjóðinni gífurlega fjármuni og gjaldeyri. Eins og flest önnur ævintýri átti þetta sér nokkra forsögu. Allt frá upphafi byggðar á Islandi hafa fram- sýnir menn nýtt jarðhita. Ifyrst um sinn til þvotta og baða eins og forn- ar sögur herma og einnig að ein- hveiju leyti til að sjóða mat í hver- um. Upp úr síðustu aldamótum fóru menn í Mosfellssveit og Borgarfirði að gera tilraunir með að leiða heita vatnið úr hverum í hlaðvarpanum inn í hús og hita þau þannig upp. Á þriðja áratugi aldarinnar hófust umræður um það að nýta heitt vatn í bæjarlandi Reykjavíkur til að hita upp hús í bænum í stórum stíl. Það var jarðhitinn í Laugardalnum sem menn horfðu þá helst til, en hann hafði um Iangan aldur verið nýttur til þvotta í þvottalaugunum. Það voru íslenskir verkfræðingar, sem höfðu forgöngu í þessu máli. Hér verður þeirra ekki getið ,allra, en óhætt er að fullyrða að þar ber nafn eins manns hátt yfir önnur. Það er nafn Jóns Þorlákssonar. Jón Þor- Iáksson var verkfræðingur að mennt, en þekktari sem stjómmálamaður, því hann varð bæði borgarstjóri og forsætisráðherra íslands. Hefði at- orku hans og framsýni ekki notið við hefði það ævintýri sem ég minntist á hér áðan hafist fyrr en löngu síð- ar. Skylt er einnig að geta Rnúts Ziemsens verkfræðings og bæjar- stjóra, sem fylgdi þessu mikla framf- aramáli fast eftir í sinni bæjarstjórat- íð. íbúðarhúsin sem hituð voru upp með þvottalaugaveitunni urðu ekki mjög mörg, líklega 72. Hins vegar nutu nokkrar opinberar stofnanir góðs af henni, svo sem Landsspítal- inn, Austurbæjarskólinn og síðar Laugamesskólinn, Stúdentagarður- inn og síðast en ekki síst hin nýja Sundhöll Reykjavíkur, sem fékk heita vatnið án endurgjalds. Laugaveitan markaði samt tíma- mót. Hún sýndi mönnum að draum- urinn gat orðið að vemleika, að það var bæði hægt og fjárhagslega hag- kvæmt að nýta heita vatnið til upp- hitunar. Þess vegna var ákveðið að halda áfram og þá tóku menn að horfa til Reykja í Mosfellssveit, þar sem nægt heitt vatn virtist fyrir hendi til að hita allan bæinn upp. Samningur við eigendur jarðanna Reykja, Reykjahvols og Blómvangs í Mosfellssveit um heimild til rann- sókna og forkaupsrétt. á heitu vatni til handa Reykvíkingum var sam- þykktur í bæjarstjórn Reykjavikur 6. júlí 1933, og endanlegur samning- ur um kaup á jarðhitaréttindum var svo samþykktur 1935. Þótt menn horfðu vonaraugum til Reylq'a var samt langt í það að fram- kvæmdir gætu hafist. Þetta var dýrt fyrirtæki og það sem meira var: Ekki var unnt að sækja þekkingu til annarra þjóða, hitaveita frá Reykjum til að hita upp heila borg var eins- dæmi í allri heimsbyggðinni. Því fóm menn varlega og hófu tilraunaboran- ir, jafnframt því sem ítarlegar áætl- anir vom unnar. Fyrstu tilraunaboranimar að Reylq'um hófust þegar árið 1933. Áður en vatn tók að streyma til bæjarins höfðu verið boraðar 32 hol- ur, bæði til rannsókna og síðar til framleiðslu. Sú grynnsta var 135 metrar en sú dýpsta var rúmlega 620 metrar. Samtals vom holur SIEMENS Þú gerir ekki betri kaup en í þessum frábæra baksturoini fiá Siemens, hvort heldur þúert að innrétta nýtt eldhús eða vilt endumýja gamalt. • 5 hitunaraðferðir • Katalýtísk sjálfhreinsun • Rafeindaklukka • ítaiiegur leiðarvísir og matreiðslubók á íslensku Baksturojn * . eins. og peir gerast bestir! Verð aðeins kr. 59.900,- (afb.verð) kr. 55.707,- (staðgr.verð) UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: BúðanJalur. Húsavík: Rafþjónusta Sigurdórs Ásubúð öryggi Borgames: Glttnir Borgarfjöröur Rafstofan Hvítárskála Hellissandun Blómsturvellir Isafíöröur. Þórshöfn: Póliinn Noröurraf Blönduós: Neskaupstaöur. HjÖrlerfur Júllusson Rafalda Sauöárkrókun Rafsjá Siglufíöröur Torgiö Akureyit Ljósgjafinn Reyöarfjörður Rafvélaverkst Áma E. Egilsstaðin Sveinn Guömundsson Breiðdabvík: Stefán N. Stefánsson Höfn I Homafiröi: Kristall Vestmannaeyjan Tréverk Hvolsvöllur. Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garöur: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Grundarfjörður. Guöni Hallgrímsson Stykkishóbnun Skipavík Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 628300 þessar um tíu og hálfur kílómetri. Raunvemlegar framkvæmdir við hitaveituna hófust 29. júlí árið 1939, þegar byrjað var á lögninni frá Reykjum til Reykjavíkur. UpphaJFlega höfðu vonir staðið til að hitaveitan frá Reykjum tæki til starfa fyrir árslok 1940. En fram- kvæmdir gengu hægar en jafnvel hinir varkámstu höfðu búist við. Til þess lágu einkum ástæður sem eng- inn réði við: Evrópa var á barmi styij- aldar og ríkisstjórnir helstu við- skiptalanda okkar kusu fremur að beina fjármagni til undirbúnings henni en til að lána það til hitaveitu- framkvæmda í hlutlausu landi. Svo skall síðari heimsstyijöldin á og hafði margþætt áhrif. Efni til fram- kvæmda lokaðist inni í Evrópulönd- um og skipum sem fluttu annað efni frá Vesturheimi var sökkt á leiðinni. Samið hafði verið við danska verk- takafyrirtækið Höjgárd & Schultz um að leggja hitaveituna, og það sendi hingað Kaj Langvad verkfræð- ing, sem stjómaði verkinu af mikilli röggsemi. Þrátt fyrir alla erfiðleika hélt verkið áfram. Aðalleiðslan frá Reykjum til borgarinnar lengdist jafnt og þétt, geymar risu á Öskju- hlíð og lagnir vom grafnar í jörðu um alla borgina. Það var samt ekki fyrr en undir árslok 1943, sem unnt var að hleypa vatni á fyrstu húsin. Fyrsta húsið sem tengdist hinni nýju hitaveitu var Hnitbjörg, lista- safn Einars Jónssonar á Skólavörðu- holti. Vafalaust var það hvorki tilvilj- un að þetta hús varð fyrir valinu né heldur hvaða dagur var valinn til að hleypa vatninu á. Það var dagurinn fyrir aldarfjórðungs- afmæli hins íslenska fullveldis. Langvad verkfræðingur var orð- inn örlítið óþolinmóður og taldi unnt að hleypa vatninu á nokkmm Páll Gíslason. „Hitaveita Reykjavíkur er gróskumikiö fyrir- tæki sem ekki staðnar, heldur mun halda áfram að þróast og veita aukna og betri þjónustu. Þess ber að minnast á þessum tíma- mótum.“ dögum fyrr, en eftir þessum degi var beðið. Það var vel við hæfi því með þessum atburði var að heíjast nýtt tímabil í sögu þjóðarinnar sem enn stendur: Nýting jarðhita í stómm stíl til hagsbóta fyrir land og lýð. Framkvæmdir héldu áfram og Vogim vinnur, vogun tapar Um vinningshlutfall og vinningslíkur eftir Eggert Briem Happdrætti Háskóla íslands er bráðum 60 ára gamalt. Frá upphafi hefur það verið megintilgangur happdrættisins að leggja fram fé til að reisa byggingar í þágu Háskóla íslands. Seinna bættist við stuðning- ur til rannsóknastofnana og til kaupa á rannsóknatækjum og svo viðhald bygginga Háskólans. í ljós hefur komið að steinsteypan er ekki það varanlega byggingarefni sem vonast hafði verið eftir og hefur meira að segja fremur lágt rústagildi. (Hefur nokkur sé faliega rúst eftir stein- steypt hús?) Þessi staðreynd ásamt minnkandi ágóða happdrættisins verður til þess að sífellt stærri hluti af tekjum þess fer til viðhalds bygg- inga skólans. Þetta er mjög bagalegt þegar stórauka þyrfti fjárframlög til rannsókna. Hví skyldi einhveijum detta í hug að spila í happdrætti? Megin ástæð- umar em sennilega tvær: Vilji til að styðja gott málefni og Von um vinn- ing. Hjá hveijum og einum blandast líklega ástæðumar tvær saman. Því þótt stuðningur við gott málefni geti vegið þungt þá þarf líka einhveija vinningsvon. Fæstir em tiibúnir að reiða fram fasta upphæð í hveijum mánuði án þess að eiga von um umbun. Auk þeirra sem spila í happdrætt- inu og hafa stuðning við vísindi og þekkingu að leiðarljósi, emm við hin sem sækjumst einkum eftir skjót- fengnum gróða. Við leggjum líka okkar af mörkum þótt markmið okk- ar séu kannski ekki eins háleit. Happ- drætti Háskóla íslands höfðaði sér- staklega til okkar í auglýsingaher- ferð í sjónvarpinu hér um árið, sem sýndi fólk er lifði í vellystingum pragtuglega eftir að hafa unnið þann stóra. Og mörg keyptum við nokkra „Á seinasta ári voru seldir miðar fyrir 1164 milljónir og í vinninga voru greiddar 809 millj- ónir, sem gefur 69,5% vinningshlutfall.“ miða í viðbót til að auka vinningsvon okkar. Önnur auglýsingaherferð í sjón- varpinu fjallaði í fyrirlestraformi um hugtökin vinningshlutfall og vinning- slíkur. Spaugstofan hafði einnig sitt að segja um málið. Vegna þeirra þátttakenda í Happdrætti Háskóla Islands sem hafa áhuga á þessum hugtökum en misstu af umfjölluninni í sjónvarpinu verður fjallað hér lítil- lega um þessi hugtök. Ef stórum hluta af andvirði seldra miða er varið í vinninga er talað um hátt vinningshlutfall en lágt ef iitlum hluta er varið í vinninga. Þannig er vinningshlutfallið 100% af öllu and- virði seldra miða er varið í vinninga, 0% ef ekkert fer í vinninga og 50% ef helmingnum er varið í vinninga. Vinningshlutfallið upp á 100% verður að teljast spilurum mjög í hag, en 0% að sama skapi spilurum mjög í óhag. í Happdrætti Háskóla íslands er vinningshlutfallið u.þ.b. 70%. Á seinasta ári voru seldir miðar fyrir 1164 milljónir og í vinninga voru greiddar 809 milljónir, sem gefur 69,5% vinningshlutfall. (Þegar dreg- inn hefur verið frá kostnaður og einkaleyfisgjald voru eftir 250 mi- ljónir.) Þetta er hæsta vinningshlut- fall í happdrætti hér á landi. Við sem spilum í happdrættinu aðallega vegna gróðavonar höfum mikinn áhuga á vinningslíkum. Þær eru mælikvarði á væntingar okkar. En tengjast vinningslíkur vinnings- smám saman voru hús borgarinnar tengd hitaveitunni. Kolareykurinn sem hafði grúft yfir bænum hvarf, Reykjavík varð sú höfuðborg heims sem gat státað af heilnæmasta and- rúmsloftinu. Þegar erlendir gestir fóru að heimsækja land okkar að nýju eftir hinn mikla hildarleik vakti Hitaveita Reykjavíkur meiri athygli þeirra en flest annað sem fyrir augu bar. Hér er ekki tími til að rekja sög- una frá þessum tíma til okkar daga. Það bíður betri tíma enda þekkja hana flestir. Mikið hefur bæst við þekkingu okkar og annarra þjóða á jarðhita og nýtingu hans frá því ungu verkfræðingamir hófu baráttu sína á þriðja áratugi aldarinnar. ís- lendingar eru viðurkenndir braut- ryðjendur á þessu sviði í heiminum og Sameinuðu þjóðimar hafa valið skóla sínum í nýtingu jarðhita stað á íslandi. Það fræ sem verkfræðing- amir sáðu upp úr 1920 hefur því borið ríkulegan ávöxt. Nú njóta 145 þúsund manns á höfuðborgar- svæðinu heits vatns frá Hitaveitu Reykjavíkur og orkulindir eru fleiri en áður. Innan Reykjavíkur hafa verið boraðar margar holur og á Nesjavöllum höfum við tekið í notkun stórt orkuver. Allt þetta tryggir okkur að Hita- veita RÍeykjavíkur geti séð íbúunum fyrir nægri hitaorku, jafnvel í meiri háttar kuldaköstum. Gamla leiðslan frá Reykjum, sem hefur gegnt sínu hlutverki í 50 ár, fékk á sínum tíma „systur" - aðra leiðslu til hliðar. Þessar leiðslur hafa reynst vel, en í nánustu framtíð er kominn tími til að endurnýja eldri leiðsluna. Hitaveita Reykjavíkur er grósku- mikið fyrirtæki sem ekki staðnar, heldur mun halda áfram að þróast og veita aukna og betri þjónustu. Þess ber að minnast á þessum tíma- mótum. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stjórnar veitustofnana. Eggert Briem. hlutfalli? Þótt ótrúlegt kunni að virð- ast er svarið við þessari spurningu nei. Hugsum okkur happdrætti þar sem allt andvirði seldra miða væri sett á einn vinning. Ef seldir væru 100.000 miðar og (bara dregið úr seldum miðum) þá væru vinningslík- ur ekki nema 1 á móti 100.000 en vinningshlutfallið væri 100%. Hugs- um okkur síðan annað happdrætti þar sem seldir væru 100.000 miðar á 1000 kr. hver og að síðan væru allir miðarnir dregnir út og fengju 100 kr. vinning hver. Hér væru vinn- ingslíkur 100% en vinningshlutfallið bara 10%. í síðara happdrættinu myndu einungis þeir spila sem hefðu mjög háleit markmið. Þessi dæmi eru ekki raunsæ en þau greina á milli hugtakanna vinningshlutfail og vinn- ingslíkur. Happdrætti Háskóla íslands hefur farið þá leið að hafa fáeina mjög stóra vinninga, allnokkra miðlungs- stóra og nú nýverið bætt við mörgum smærri vinningum sem eru fjórfalt miðaverð. Þannig hafa vinningslíkur verið auknar. Nú er að bíða og sjá hvort Happdrætti Háskóla íslands heldur velli á markaði þar sem skyndihappdrætti með lágum vinn- ingum en miklum vinningslíkum verða sífellt vinsælli. Höfundur er prófessor í stærðfræði við raunvísindadeild Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.