Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 74 pör tóku þátt í afmælismóti Soffíu Guðmundsdóttur í brids Afmælisbaraið lenti í 14. sæti „Ég ER mjög glöð yfir hversu vel þetta tókst, þetta var afskap- lega eftirminnilegt og gaman,“ sagði Soffía Guðmundsdóttir sem í tilefni af 75 ára afmæli sínu hélt bridsmót í Verkmenntaskólan- um á Akureyri um helgina. Mikill áhugi var fyrir mótinu og mættu 74 pör til keppninnar. Við veisluborðið Morgunblaðið/Rúnar Þór SOFFÍA Guðmundsdóttir við veisluborð sitt á bridsmóti sem hún hélt í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Spilað var báða dagana um helgina og þátttakendum og gestum boðið i veglegt kaffi báða dagana, sem hátt í 400 manns þáðu. Soffía spilaði með félaga sínum, Jóni Inga Bjömssyni og höfnuðu þau í 14. sæti á mótinu. „Ég verð að sætta' mig við þessi úrslit, þó ég hafi oft komist ofar, en það var gaman að það skyldu vera Akureyringar sem unnu þetta mót,“ sagði hún, en þeir Reynir Helgason og Sigurbjörn Haralds- son, sem var fermdur síðasta vor báru sigur úr býtum. Hátt á fjórða hundrað í kaffi Bæði á laugardag og sunnudag var þátttakendum, áhorfendum og öðrum boðið í afmæliskaffi og hefur fjölskylda hennar haft í nógu að snúast dagana fyrir af- Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagði að nú væri verið að undirbúa fundinn með einkavæðingarnefnd- inni, en þar ætti að kynna stöðu mála. Útgerðarfélag Akureyringa keypti meirihluta í Mecklenburger Hochseefischerei á fyrri hluta þessa árs, eða 60%, en Mecklenburger fylki, Rostockborg og Rostockhöfn Pexrör með súrefniskápu til vatnslagna, í geislahitun, og miðstöðvarlagna. QrJ3Ct3 DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 mælið, en allt brauð var heima- bakað. Hátt á fjórða hundrað manns þáðu afmæliskaffi, „en ég á samt nóg eftir, þarf örugglega ekkert að baka til jólanna. Eg kæri mig ekki um að skammta naumt þegar ég býð í kaffi, þann- ig að ég á ævinlega eitthvað af- gangs,“ sagði Soffía. Soffíu bárust fjöldi gjafa m.a. frá bridsfélögum, en hún leysti einnig alla þátttakendur á mótinu út með gjöf; gaf hverjum og einum spilastokk. „Mér voru gefin þessi spil, ég ákvað að gefa keppendum þau til minningar um mótið,“ sagði hún. Soffía hefur strax fengið tilboð eiga félagið á móti ÚA. Fyrirtækið gerir út 8 frystitogara og er heildar- brúttórúmlestatala þeirra tæplega 17 þúsund tonn. Sjö skipanna eru smíðuð árið 1987, en eitt er eldra, 11 ára gamalt síldar- og makríl- vinnsluskip. Gengið á eigið fé Gunnar sagði að þær áætlanir Hjólabretta- pallur fauk á hópferðabíl HJÓLABRETTAPALLUR við Hafnarstræti 82 tókst á loft þeg- ar vindur var hvað mestur á sunnudagsmorgun og hafnaði hann á hópferðabíl sem stóð skammt frá þeim stað þar sem pallurinn var. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri fór vindur upp í 58 hnúta í mestu hviðunum á sunnu- dag, en önnur óhöpp urðu þó ekki. Ekki urðu verulegar skemmdir á rútunni í árekstrinum við rútuna. Lögreglan á Akureyri klippti númer af 7 bílum á sunnudag, en þeir höfðu ekki verið færðir til aðal- skoðunar á réttum tíma. Á undan- förnum vikum hafa númer verið klippt af nokkrum tugum bíla. Einn ökumaður var tekin á 100 kílómetra á Hlíðarbraut á sunnu- dag, en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar. Þá var tilkynnt um rúðubrot til lögreglu og hún hafði nokkur afskipti af ölvuðu fólki svo sem vant er. um að skipaleggja 75 ára afmæli kunningjakonu sinnar en því hafn- aði hún og aðspurð um hvort hún væri byijuð að huga að áttræðis- sem gerðar hefðu verið varðandi rekstur þýska fyrirtækisins hefðu ekki gengið eftir og ástæða þess væri fyrst og fremst miklar verð- lækkanir á afurðum að undanförnu, en fleiri þættir spiluðu einnig inn í að hlutirnir hefðu ekki farið eins og áætlað hafði verið. Fyrirtækið hefði tapað umtalsverðum fjárhæð- um á árinu og til að mæta þeirri stöðu sem upp er komin í rekstri þess hefur einn togaranna verið settur á söluskrá, en að sögn Gunn- ars er í kaupsamningi ákvæði um að heimilt sé að selja tvö skipanna. Eigið fé félagsins sem lagt var upp með í aprílbyijun var 1.200 milljón- ir og hefur gengið nokkuð á það í afmælinu sagði hún þegar ákveð- ið að því yrði tekið með ró. „Þá ætla ég ekkert að gera, bara hafa það rólegt." hallarekstri síðustu mánaða. „Við ætlum að gera grein fyrir þessari stöðu á fundi með einka- væðingarnefndinni úti í Þýskalandi í næstu viku, mánudaginn 6. desem- ber. Það er verið að skoða ýmsa möguleika og við ætlum að freista þess að finna vænlega leið út úr vandanum," sagði Gunnar. Ingi tekur við Ingi Björnsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri síðustu ár hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Mecklenburger Hochseefisch- erei og tekur hann við starfinu eft- ir áramótin. Erfitt að halda svellinu opnu ERFIÐLEGA hefur gengið að halda skautasvellinu á Akureyri opnu síðustu daga í þeirri hrinu lægða sem yfir hafa gengið. Um helgina skemmdist svellið lítil- lega, en það þynntist nyög þar sem hlýtt var í veðri. Magnús Finnsson hjá Skautafélagi Akureyrar sagði að á ýmsu hefði gengið frá því svellið var opnað, en miðað við aðstæður mætti þó segja að furðanlega vel hefði tekist að halda því opnu. Um helgina skemmdist svellið lítil- lega, í það komu pollar og það þynnt- ist á köflum helst til of mikið. Magn- ús sagði að skautafélagsmenn myndu þurfa smátíma til að koma því í lag, en ef vel gengi ætti að vera hægt að opna svellið í kvöld, þriðjudagskvöld. „Þegar við sjáum fyrir endann á þessari lægðahrinu ætlum við að gera átak í að auglýsa svellið, við höfum í hyggju að kynna það í skólum og reyna að fá hingað hópa sem við síðan getum boðið leið- sögn,“ sagði Magnús. Glasgow-stemmning „Við viljum endilega kynna þessa íþrótt fyrir fólki í nágrannabyggðum okkar,“ sagði Magnús og benti á í tilefni tíðra verslunarferða fólks úr nágrenni Akureyrar til bæjarins að í verslunarmiðstöð einni í Glasgow væri skautasvell sem viðskiptavinir gætu brugðið sér á. Skósöfnun að ljúka SKÓSÖFNUN hefur staðið yfir í Vöruhúsi KEA að undanförnu, en lokadagur átaksins er á morg- un 1. desember. í tilefni af skósöfnuninni hefur gám verið komið fyrir framan við Vöruhúsið og þangað getur fólk komið með þá sem sem það hyggst gefa í söfnunina, en þeir skór sem þannig safnast verða sendir til þró- unarlanda. Skósöfnunin hefur staðið á annan mánuð og höfðu safnast hátt í 6.000 pör í síðustu viku. í fullan gám þarf um það bil eitt par af hveijum bæjarbúa á Akureyri. -----» ♦ ♦---- Krislján árit- ar í Bókvali KRISTJÁN Jóhannsson, tenór áritar geisladisk sinn „Af Iífi og sál“ í Bókvali, Kaupvangsstræti 4 á Akureyri á morgun, miðvikudag- inn 1. desember frá kl. 16 til 18. Kristján áritaði yfir þijú hundruð geisladiska í bókabúð Máls og menn- ingar síðastliðinn sunnudag, en disk- urinn er einn sá söluhæsti á íslenska markaðnum um þessar mundir. Vegna anna Kristjáns verður þetta eina áritun hans á Norðurlandi, en tekið verður við pöntunum í bóka- búðinni, Bókvali. -----♦ ♦ ♦ ■SYSTRAKVÖLD verður haldið í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudags- kvöldið 30. nóvember, og hefst það kl. 20.30. í hádeginu á morgun, frá kl. 12 til 13, verður kyrrðarstund í kirkjunni sem lýkur með léttum sameiginlegum hádegisverði. Fyrir- bænastund verður kl. 18.15 á fimmtudag, 2. desember. Morgunblaðið/Rúnar Þór Lúðrasveitamót NORÐURLANDSMÓT skólalúðrasveita var haldið á Akureyri um helgina, en því lauk með tónleikum á sunnudaginn. Tónlistarskólinn á Akureyri og Foreldrafélag blásaradeilda skólans stóðu fyrir mótinu. Áætlanir um rekstur Mecklenburger Hochseefischerei hafa ekki staðist Fundað verður með einka- væðinganefndinni í næstu viku GUNNAR Ragnars framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa og Halldór Jónsson formaður stjórnar félagsins og fleiri munu ræða stöðu þýska fyrirtækisins Mecklenburger Hochseefischerei, sem ÚA á meirihluta í, á fundi með þýsku einkavæðingarnefndinni á mánu- dag í næstu viku. Áætlanir um rekstur félagsins hafa ekki staðist og hefur það tapað umtalsverðum fjárhæðum. Ingi Björnsson tekur við stöðu framkvæmdasljóra fyrirtækisins um áramótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.