Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 25 Keppni í bardagalistum er í athugun hjá lögreglunni í Reykjavík Lögreglurann- sókn talin líkleg LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur óskað eftir að könnuð verði keppni í bardagalistum sem haldin var á vegum fyrirtækis- ins Colob sl. sunnudag til að athuga hvort hún gefi tilefni til lögreglurannsóknar. Þar var í fyrsta skipti barist opinberlega í hnefaleikahring síðan hnefaleikar voru bannaðir hérlendis 1956. Elín Hallvarðsdóttir, deildarlögfræðingur hjá Lögreglunni í Reykjavík sem annast málið, segir ýmislegt benda til þess að um dulbúna hnefaleika hafi verið að ræða og að öllum líkindum stefni i lögreglurannsókn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins beinist skoðun lögreglustjóraembættisins sér- staklega að keppni í svokölluðu skjaldböku-kung-fu („turtle kung fu“) en keppendur voru flestir um 6-12 ára gamlir og börðust með hönskum sem svipar mjög til þeirra hanska sem not- aðir eru í hnefaleikum. Einnig var keppt í öðrum austurlenskum íþróttum eins og t.d. júdó, kar- ate, fujaka-do, kung-fu, kick-box og ninjutsu sem byggjast flestar á harðneskjulegri bardagatækni, s.s. höggum og spörkum í and- stæðing. Dulbúnir hnefaleikar Elín Hallvarðsdóttir kveðst hafa rætt við íþróttafulltrúa rík- isins og framkvæmdastjóra íþróttasambands íslands og að við fyrstu sýn virðist keppnin sl. sunnudag hafa verið dulbúnir hnefaleikar. „Frekari rannsókn inun leiða í ljós hvað þarna var um að ræða og hvort lög um bann gegn hnefaleikum hafi ver- ið brotin," segir Elín og segir að öllum líkindum stefna í lögreglu- rannsókn. Hún segir að sam- kvæmt lögum frá 1956 sé „bann- að að nota og selja hnefaleiks- glófa“ og einnig að kenna og sýna hnefaleika, og megi sekta menn fyrir að bijóta þau lög. Ekki náðist í Guðna Guðnason, eiganda Colob sem stóð fyrir bardagakeppninni, í gær. Hnefaleikar eða saklaus íþrótt? TVEIR keppenda í bardagalistakeppni sem bardagalistastöðin Colob stóð fyrir sl. sunnudag takast á, f.v. Svavar og Hnikarr sem kepptu í þyngdarflokki undir 50 kílóum. Áætlunarbifreið slapp naumlega undan grjóthruni á veginn í Gilsfirði Hnullungamir komu á fljúg- andi ferð niður fjallshlíðina AÆTLUNARBÍLL frá Vestfjarðaleið á suðurleið varð næstum fyrir grjóthruni á veginum í miðri hlíðinni á milli Olafsdals og botns Gils- fjarðar um klukkan kortér yfir fjögur á sunnudag. Magnús Sigurgeirs- son, bílstjóri rútunnar, segir að aurskriða hafi nýlega fallið þar á veginn sem hann hafi verið drjúga stund að komast hjá. „Þá sé ég tvo heljar mikla hnull- mig. Ferðin var svo rosaleg að stærri unga koma á fljúgandi ferð niður steinninn snerti varla veginn heldur fjallið, 10-15 metrum fyrir framan fór yfir hann í loftköstum, á að giska Refsidómur þyngdur vegna tékkafölsunar íjárhæð samtals rúmlega 775 þúsund kr. Var hún dæmd í 15 mánaða fang- elsi, þar af 3 mánuðu óskilorðs- bundna. Áfrýjaði hún þessum dómi til Hæstaréttar og krafðist mildari refsingar og að hún yrði að öllu leyti skilorðsbundin. Ákæruvaldið krafist þyngingar á refsingu, þannig að stærri hluti hennar yrði ákvarðaður óskilorðsbundinn. HÆSTIRETTUR hefur þyngt refsidóm yfir konu sem nokkrum sinnum hefur verið dæmd fyrir fölsun tékka. Hún hafði verið dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í héraðsdómi, þar af þijá mánuði óskilorðsbundna en áfrýjað þeim dómi. Hæstiréttur dæmdi hana í tólf mánaða óskilorðsbundið fang- elsi. Konan hafði á árunum 1992 og 1993 ijórum sinnum hlotið skilorðs- bundna refsidóma fyrir fjársvik og skjalafals á árunum 1991 og 1992, nær eingöngu með tékkum, áður en til þessa máls kom. Nemur fjárhæð þeirra tékka sem hún misfór með samtals tæpum 589 þúsund kr. í maí síðastliðnum var hún dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fleiri tékkafalsanir á svipuðum tíma og hefur hún þannig falsað tékka að Eindreginn brotavilji í dómi Hæstaréttar segir að þegar litið sé til eindregins brotavilja ákærðu, sem lýsi sér í hinum mörgu brotum hennar, svo og til þeirra hagsmuna, sem hún hafi raskað, þyki verða að ákveða henni óskilorðs- bundna refsingu, fangelsi í tólf mán- uði. Konunni er einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og málsvarnar- laun. Hross drápust í árekstri Hvolsvelli. FJÓRIR hestar drápust og farþegi skarst í andliti þegar bíl var ekið inní hrossahóp við Landvegamót um áttaleytið á sunnudagskvöld. Slysið varð með þeim hætti að hrossastóð hafði sloppið úr girðingu og var komið út á Suðurlandsveg. Þegar verið var að reka hrossin aftur í girðinguna kom bíllinn í suðurátt eftir Landvegi. Bílstjórinn varð hrossanna ekki var fyrr en hann lenti á þeim og drápust tvö þeirra strax, eitt þurfti að aflífa vegna fótbrots en það íjórða fannst dautt á mánu- dagsmorgun. Skyggni var lítið sem ekkert þegar slysið átti sér stað og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli telur hún það hafi bjargað farþegun- um að bifreiðin var stór af amerískri gerð og farþegar í bílbeltum. Farþeginn sem skarst í andliti fékk glerbrotaregn yfir sig. Alls voru fjór- ir í bílnum og hlutu þeir aðeins minni- háttar skrámur. Bíllinn er talinn nær ónýtur. SÓK. á hæð við framrúðu bílsins. Hinn kom hægar niður og rúllaði yfir veg- inn,“ segir Magnús. Magnús kveðst halda að stærra bjargið hafi verið um hálfur annar metri í þvermáli en sá minni um metri í þvermál. Ætla má að stærra bjargið hafi verið um þijú tonn að þyngd en hið minna tonni léttara. „Eftir á þakkaði ég fyrir að hafa verið svo lengi að hjakka í skriðunni því annars hefði ég líklega verið á punktinum sem gijótið féll á,“ segir * Ifarbann vegna smygls á fíkniefnum 39 ÁRA gömul þýsk kona var handtekin við komu til landsins á laugardag með um 2 kg. af hassi, 245 grömm af amfetamíni og 4,7 grömm af kókaini í fórum sínum. Talið er víst að hún hafi tekið að sér gegn greiðslu að flytja efnið inn fyrir íslenska aðila. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu um gæslu- varðhald yfir konunni en úr- skurðað hana í farbann til 22. desember. Konan, sem er þýsk en hefur um árabil verið búsett í Hollandi, kom til landsins frá Amsterdam um Kaupmannahöfn og lenti sarn- kvæmt upplýsingum tollyfirvalda í svokallaðri úrtaksskoðun tollgæsl- unnar. Þá fundust 1.967 grömm af hassi falin í ferðatösku hennar og 245 grömm af amfetamíni á lík- ama hennar. Einnig reyndist hún hafa falið 4,7 grömm af kókaíni í skóm sínum. Konan var færð til yfirheyrslu í Reykjavík og gerði fíkniefnalög- reglan kröfu um gæsluvarðhald yfir henni. Þeirri kröfu hafnaði Héraðs- dómur Reykjavíkur en úrskurðaði konuna í farbann til 22. desember næstkomandi. Magnús. Hann segir að „óhemju rigning" hafi verið á þessum slóðum, en aðeins farið að draga úr henni þegar atvikið varð. Þrír í bílnum Magnús kveðst hafa áður orðið sjónarvottur að gijóthruni á þessum slóðum, en aldrei á viðlíka hraða og afli sem á sunnudaginn. Tveir far- þegar voru staddir í bifreiðinni auk Magnúsar. Magnús tilkynnti Vegagerðinni í Búðadal um hrunið um fimmleytið og var hefill frá henni búinn að ryðja veginn um tveimur tímum síðar. Frjáls fjöl- miðlun ekki í viðræðum við TranSat FRJÁLS fjölmiðlun hf. á ekki í viðræðum við breska sjónvarps- búnaðarfyrirtækið TranSat um kaup á búnað til sjónvarpssend- inga, að sögn Jónasar Kristjáns- sonar ritsljóra DV. Fram kom hér í blaðinu á sunnu- dag að TranSat ætti í viðræðum við auðugt íslensk einkafyrirtæki um kaup á búnaði til örbylgjusendinga. Jónas sagði að Fijáls fjölmiðlun hefði sótt um útsendingarrás á hefð- bunda tíðnisviðinu en fengið afsvar frá fjarskiptaeftirlitinu. Það þýddi, að ef fyrirtækið ætlaði að hefja sjón- varpsútsendingar yrðu áskrifendur að hafa önnur loftnet en þau hefð- bundnu. „Það hefur mjög litla þýð- ingu að taka upp hefðbundið sjón- varp á tíðnisviði þar sem lítið er til af loftnetum og ef þetta er endanleg niðurstaða liggur okkur ekkert á í bili að fara af stað,“ sagði Jónas. ------» -».4---- Óskaðeftir viðræðum við Norðmenn JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur sent Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra Noregs bréf þar sem farið var fram á formlegar viðræður við Norðmenn um veiðar í Bar- entshafi og sjávarútvegsmál. Utanríkisráðherra sagði í ríkisút- varpinu á sunnudag að í bréfinu væri óskað eftir viðræðum við Norð- menn um þá ákvörðun íslensku ríkis- stjórnarinnar að stefna að aðild ís- lands að Svalbarðasamningnum. Einnig hefði hann óskað eftir við- tölum um samstarf innan Sameinuðu þjóðanna, að því er varðar hafréttar- þróunina. Loks óskuðu íslendingar eftir viðræðum við Norðmenn um hvern hlut þeir geti hugsað sér að íslendingar eigi í framtíðinni að því er varðar fiskveiðar á Barentshafinu, með vísan til þeirra samninga sem þeir hafa gert við aðrar fiskveiðiþjóð- ir við Norður-Atlantshaf. Fyrirhugað var að Jón Baldvin og Brundtland hittust á fundi forustu- manna norrænna jafnaðarmanna- flokka í Ósló á sunnudag, en vegna veikinda norska forsætisráðherrans varð ekki af þeim fundi. Því skrifaði utanríkisráðherra Gro Harlem Brundtland persónulegt bréf. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN T0PPTIL80Ð Kuldaskór Verð 1.995,- Stærðir: 30-41 Litir: Svartur, brúnn Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.