Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 37 Val Súsönnu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Fanturinn - The Good Son Leikstjóri Joseph Ruben. Hand- rit Ian McEwan. Tónlist Elmer Bernstein. Kvikmyndatökustjóri John Lindley. Aðalleikendur Macauley Culkin, Elijah Wood, Wendy Crewson, David Morse. Bandarísk. 20th Century Fox 1993. Nýjasta mynd Joseps Rubens (Sofið hjá óvininum) fjallar um hið illa og góða í mannkindinni. Aðal- sögupersónumar eru tveir ungir drengir, systkinabörnin Mark (Elijah Wood) og Henry (Macauley Culkin). Sá fyrrnefndi ósköp eðli- legur en hinn sannkallað illyrmi. Þegar móðir Marks fellur frá er honum komið fyrir um stundarsakir hjá föðurbróður sínum og fjölskyldu hans norður í Maine. Það lítur vel út, frændfólkið besta fólk sem eiga litla dóttur og drenginn Henry, sem er á svipuðu reki og Mark. Eða hvað? Mark kemst fljótlega að því að jafnaldri hans er ekki allur þar sem hann er séður. Undir sakleysislegu og aðlaðandi yfir- bragði býr ófreskja sem engu eirir, með margt miður gott á rýrri sam- viskunni. Mark reynir að koma bæði foreldrum Henrys og sálfræð- ing í þorpinu í skilning um sjúkt sálarástand drengsins en talar fyrir lokuðum eyrum. Þetta ágætisfólk telur á hinn bóginn að ekki sé allt sem skyldi hjá honum sjálfum, svo- sem ekkert undarlegt, rétt eftir frá- fall móðurinnar. Henry er því ein- sog gangandi tímasprengja og nið- urtalningin hafin. Myndir sem Fanturinn eru ónota- legar og þó hún jafnist ekki á við þær bestu í þessum flokki, einsog The Bad Seed (’56), þá er hún yfír höfuð bæði voveifíleg og spenn- andi. Ramminn er heldur kuldaleg- ur við hæfí sögunnar. Lindley stjómar tökunni vafningalaust líkt og í fyrri myndum Rubens og tón- list Elmers Bernsteins drungaleg einsog efni standa til. Sagan er í sjálfu sér góð þó hápunkturinn minni óneitanlega á kjarna málsins í hinni mögnuðu sögu Sophie’s Choice, eftir William Styron. En Ian McEwan lætur ekki vel að skrifa kvikmyndagerðir bóka sinna, sbr. The Comfort of Strangers. Ruben er heldur enginn Hitchcock,- en ger- ir fagmannlegar myndir og á ör- ugglega eftir að gera heilsteyptari verk en þetta og Sofið hjá óvinin- um. Það vantar herslumuninn al- ræmda í þær báðar, sem standa The Stepfather, fyrstu mynd leik- x stjórans sem vakti athygli, nokkuð • að baki. Leikurinn er misjafn. Culk- in ræður ekki sem skyldi við óberm- ið Henry (tilvísun til fjöldamorðingj- ans?) en Wood er greinilega gæddur meiri túlkunarhæfíleikum. Gefur myndinni sál ásamt Wendy Crew- son sem allt að því heldur myndinni saman með eftirminnilegum, hlýj- um og sterkum leik í hlutverki Sú- sönnu, móður Henrys. Ætti að fá Óskarsverðlaunatilnefningu, í það minnsta. Bankaræn- inginn Basinger Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hetjan („The Real MaCoy“). Leikstjóri: Russell Mulcahy. Að- alhlutverk: Kim Basinger, Val Kilmer, Terence Stamp. í spennumyndinni Hetjan leikur Kim Basinger hátæknivæddan bankaræningja sem lenti í höndum lögreglunnar fyrir sex árum en er nú laus úr fangelsi. Hún kemst að því að sonur hennar heldur að hún sé dáin og húri kemst að því að Terence Stamp, sem kom henni í fangelsið, vill fá hana aftur til að ræna fyrir sig banka. Skilorðsfull- trúinn stendur með Stamp svo það virðist engin leið útúr klemmunni, sérstaklega eftir að þeir ræna syni hennar. Samkvæmt fréttum að utan af kostnaðarsömum málaferlum Bas- inger veitti henni ekkert af því að ræna einn eða tvo banka en eins og Hetjan sýnir svo ljóslega mundi það ekkert eiga við hana. Leikkon- unni fögru tekst aldrei að sannfæra mann um að hún sé í hópi fremstu bankaræningja heims. Hún getur ekki gengið í hvaða hlutverk sem er. Leikur hennar - það litla sem til er af honum - minnir sífellt á leikkonurnar í dagsápum sjónvarps- ins. Hann er -allur á yfirborðinu, fullkomin glansmynd, rétt eins og hjá megninu af hasarmyndaleikur- um_ yfirleitt. Ástralski leikstjórinn Russell Mulcahy, sem gerði Hálendings- myndirnar, heldur um stjórnar- taumana og ferst það ekki vel úr hendi. Myndin er ágætlega tekin eins og aðrar hans myndir en ef hann hefur ætlað að gera spennu- mynd um súpermömmu í kröggum gleymdi hann spennunni, situr uppi með ranga súpermömmu og það sem verra er, gleymdi húrnomum. Honum er hvergi fyrir að fara nema í einstaka töktum Val Kilmers, sem leikur galtóman þjóf er vingast við Basinger og reynist henni hjálpar- hella. Þessi ágæti leikari, sem hefur þó annað stærsta hlutverk myndar- innar, má kyngja því að hverfa úr mýndmni löngum stundum svo fyr- ir kemur að maður gleymir því að hann er yfirleitt með í spilinu. Stamp er aftur ágætur, tekur hlut- verk sitt sæmilega alvarlega og sleppur með skrekkinn. Hetjan er þannig heldur lin has- ar- og spennumynd sem hefur ekki uppá neitt nýtt að bjóða og reynist sjálfsagt skárri kostur innan um meðalafþreyinguna á myndbanda- leigum þangað sem henni virðist fyrst og fremst stefnt. <------------ Þessi geysivinsæla og fjölliæfa hrærivél er alveg ómissandi við aUan bakstur. w Hún býðst nú ásérstöku jóiatilboðsverði! • Allt í einum armi > Blandari, grænmetiskvöm og hakkavél fylgja með • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker > íslenskur leiðarvísir og uppskriftahefti llún er elskub og dáð ajöUum! Verð aðeins kr. 17.300,- (afb.verö) kr. 16.435, - (staðgr.verö) UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: Búðardalur. Rafþjónusta Sigurdórs Ásubúð Borgarnes: Glitnir Borgarfjörðun Rafstofan Hvítárskála Hellissandur Blómsturvellir Grundarfiörður ni Hall Pólfinn Blönduós: HjÖrleifur Júlíusson Rafalda R, Húsavík: Öryggi Pórshöfn: Noröurraf Neskaupstaður Sauðárkrókur Revðarfjörður. Rafsjá Rarvélaverkst Áma E. Guöni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Siglufiöröur Torgio Akureyri: Ljósgjafinn Ral Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Homafirði: Kristall Vestmannaeyjar. Tréverk Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS. SMITH & NORLAND SlMI 628300 N Ó A T Ú N I 4 p [mSii Metsölublaóá hverjum degi! MIKIL GÆÐI Nýr VW Golf á aáeins T ,058.0 FYRIR LÍTIÐ VERÐ Það er ekki oft sem eðalvagn á borð við VW Golf býðst á jafn lágu verði og raun ber vitni: 1994 árgerSin af þessum þýska gæðabíl kostar nú aðeins 1.058.000 kr. Volkswagen HEKLA Laugavegi 170 -174 • Sími 69 55 00 VERND UMHVMUÍY VinURKINNINO lONIANAMOON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.