Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 46

Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 1111........... ■ fta'OFESdlONAL: fclk r fréttum AFMÆLI Morgunblaðiö/Ami Sæberg Afmælisbarnið Bragi Hlíðberg gat ekki annað en hlegið þegar félag- ar hans spiluðu „Tumi fer á fætur“. Við hlið hans stendur eiginkon- an, Ingrid. F.v. eru þeir Hilmar Hjartarson, Þorvaldur Bjömsson og Þosteinn Þorsteinsson. Spilað fyrir Braga Hlíðberg* í morgnnsárið Klukkan níu að morgni sl. fostudag í beljandi rigningu og slagviðri mættu ellefu félagar úr Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík fyrir utan heimili Braga Hlíðberg harmonikuleikara. Til- efni var 'sjötugsafmæli kappans og vildu félagar hans því koma honum á óvart með nikkumar sín- ar. Kona Braga, Ingrid Hlíðbérg, var með í samsærinu en afmælis- barnið gmnaði ekkert. Bragi tók uppákomunni með stóískri ró og kom brosandi út á tröppurnar þeg- ar félagarnir spiluðu lagið „Tumi fer á fætur“. Síðan var afmælis- söngurinn spilaður og þegar hon- um var lokið var öllum boðið inn í morgunkaffí. Nágrannakonu, sem hafði komið til að fylgjast meðj var einnig boðið inn. „Eg var að ppkrast með kaff- ið,“ sagði Ingrid þegar inn var komið og bætti við að hún hefði óttast mest að Bragi kæmi auga á félaga sína út um gluggann. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa grunað neitt. „Þetta var mjög skemmtileg uppákoma. Ég hef heyrt um að sungið væri fyrir fé- laga í karlakórum, en mér datt aldrei í hug að mínir menn kæmu og spiluðu á harmonikurnar. Ekki síst vegna þess að veðurspáin var afleit.“ Félagið er elsta harmonikufé- lagið á íslandi, var stofnað 1947 og í því eru nú um 150 manns. Að sögn Hilmars Hjartarsonar for- manns er þetta í fyrsta skipti sem einhveijir innan félgsins taka sig saman og koma öðrum félaga á óvart á afmælisdaginn. Nýja stjórnin ásamt formanni Svd. kvenna í Reykjavík^ Ingibjörgu B. Sveinsdóttur (t.v.). Við hlið hennar stendur Birna E. Oskarsdóttir nýkjörinn formaður, Sigurlaug Bjarnadóttir, Helga Runólfsdóttir, Helga E. Kristjánsdóttir, Ásta Björg Kristjónsdóttir, Soffía Guð- mundsdóttir, Jóhanna Runólfsdóttir, Kristín Unnur Ásgeirsdóttir og Halldóra Emilsdóttir. FELAGASAMTÖK Ný slysavama- deild stofnuð ASeltjamamesi hefur nýverið verið stofnuð sLysavamadeild kvenna. Á stofnfundinn mættu áttatíu manns bæði félagar og gest- ir. Formaður var kjörin Bima E. Óskarsdóttir. Sagði hún að mark- mið hinnar nýju deildar væri að vinna að slysavömum í bæjarfélag- inu ásamt því að styrkja starf björg- unarsveitarinnar. Myndin var tekin á fundinum þegar formaður Slysa- vamadeildar kvenna í Reykjavík, Ingibjörg B. Sveinsdóttir, færði nýkjörinni stjórn deildarinnar blóm. SAMSKIPTI Víkingamir heilluðu kennarann Morgunblaðið/Emilía Iris Grossmann, grunnskóla- kennari í Berlín vill koma á bréfaskriftum á milli íslenskra og þýskra skólanema. um, hvorki veður- né_ fréttakortum og fólk veit lítið um ísland. Það er einfaldlega einangrað frá Evrópu.“ Heimilisfang skóla Irisar er: Clay-Oberschule Bildhauerweg 9 D 12355 Berlin. Víkingar hafa átt fastan sess í hjarta Irisar Grossmann, gmnnskólakennara í Berlín, frá því að hún var lítil stúlka. Hún hefur heimsótt landið í þrígang og upp- numin sagt nemendum sínum frá því sem fyrir augu ber í norðrinu. Hún segir Þjóðveija hins vegar vita afar lítið um hið einangraða ísland og hyggst nú koma á tengslum ís- lenskra og þýskra nemenda á ensku. Með því vonast hún til að slá tvær, ef ekki fleiri, flugur í einu höggi; halda tengslum sínum við ísland, kynna nemendunum landið, æfa þá í ensku og fá þá til að skapa hluti og gefa eitthvað af sér. Hreinleikinn mikilfenglegur Iris kom fyrst til íslands árið 1991 og hreifst af landinu, þrátt fyrir að henni virtust íslendingar vera heldur kuldalegt fólk. „Það var sérstaklega hreinleiki landsins sem varð svo áberandi í samanburði við Berlín þar sem allt er svo yfírhlaðið og að fara í hundana. Ég kom aft- ur ári seinna til að leita uppi ís- lenska skóla til að eiga samskipti við í gegnum tölvunet. Árangurinn af þeirri ferð var enginn og þegar ég sneri aftur heim var búið að fjar- lægja tölvurnar vegna niðurskurðar sem er í vesturhlutanum vegna uppbyggingarinnar í austri. Ég hafði komið á samskiptum nemenda minna við Noreg og til að halda þeim áfram skrifuðu þau bréf. Það reyndist miklu betri og persónu- legri leið og krakkarnir hafa um nóg að skrifa, poppstjörnur og þess háttar. Þá hef ég einnig fengið þau til að mála myndir, búa til pappír og umslög og senda til Noregs, sem hefur gengið vel. Þau bíða í ofvæni eftir svari.“ ísland lítið í fréttum Iris kennir ensku, myndlist og þýsku fyrir útlendinga í Berlín en í skólanum eru böm af 27 þjóðern- um. Hún segist vera ákafur blaða- lesandi og fylgjast vel með fréttum. Hefur henni mnnið til rifja hversu lítið er fjallað um ísland í Evrópu en frá því að hún kom hingað fyrst hefur hún starfað með íslendingafé- laginu í Berlín. „ísland komst í fréttimar í kringum leiðtogafund- inn 1986 og svo ekki söguna meir. Landið er ekki inni á neinum kort- BORGARKRINGLUNNI SÍMI677230 \ .. « 0 TAGHeuer SWISS MADE SINCE 1860 COSPER rlB \L5S7 BL COSPER Hafð’ekki áhyggjur, elskan, ég fékk ágætt sæti. MeísölubUk) á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.