Morgunblaðið - 15.12.1993, Side 11

Morgunblaðið - 15.12.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 11 Hinn 16. desember verða haldnir árlegir barrokktónleikar á jóla- föstu í Laugarneskirkju. Barrokktónleikar í Laugameskirkju ÁRLEGIR barokktónleikar á jólaföstu verða haldnir í Laugarnes- kirkju 16. desember. Leikin verða verk eftir F. Couperin, G.Ph. Telemann, J.Chr. Bach og J.B. Loeillet. Sigurður Flosason. Tíminn er dökka hliðin á svona múltífúski eins og ég stunda. Auðvit- að gengur það út á að hafa í sig og á - ég vildi bara spila og semja ef ég ætti þess kost. En það er einfaldlega ekki vinnandi vegur að lifa af djass- tónlist á íslandi. Og raunar alls stað- ar erfitt. Það er næstum ekki til að menn labbi inn á staði hér og spili svona vafningalaust og óhátíðiega." Hér er eitthvað fyrir Hannes „Til að hlutirnir komist í kring þarf heilmikið skipulag og fjármögn- un sem getur þýtt ýmsar fórnir. í djassinum hérlendis gera menn nefnilega flest að eigin frumkvæði. Þar veltur allt á hvort menn hafist sjálfir að. Ég held að Hannes Hólm- steinn Gissuararson ætti að snúa sér að djasstónlist, hún er hinn eini sanni vettvangur frjálshyggju og einka- framtaks á íslandi." Hvað vinda þeir sér í þessir fram- takssömu djassgeggjarar? Tónleika, svarar Sigurður, alls konar tónleika- verkefni. Nýja piatan kom þannig til að hann hélt tónleika á Listahátíð í Hafnarfírði og fór síðan með félögum sínum út um land. „Þetta var tíu daga verkefni/með sex tónleikum og upptökum í stúdíói. Áður þurfti margra mánaða vinnu við símann og tölvuna. Ég gat gert þetta en nú kemur að því sem er heldur blóðugt; þannig er það ekki með alla; það er töluvert af tónlistarmönnum sem ekki hafa aðstöðu eða uppburði til svona nokkurs. Þess vegna fínnst mér að það ætti að vera á íslandi apparat fyrir djass, klassík aðra en Sinfóníuna og jafnvel ósöluvænlega rokktónlist. Til að auðvelda tónleika- hald, útgáfu og kynningu, hér heima og í útlöndum. Þetta bráðvantar. Nú er ég ekki að tala um neitt stórt og óviðráðanlegt heldur litla skrifstofu með ákveðið fjármagn þar sem fólk getur komið, sett fram hugmyndir og óskað eftir aðstoð. Til dæmis útvíkkun á Islenskri tónverk- amiðstöð, þar sem þegar eru hafnar tilraunir í þessa átt. Þó að ágætt sé að berjast fyrir íslensku tónlistarhúsi fínnst mér ekki mega gleymast hveij- ir halda við tónlistarlífi þjóðarinnar. Það er svona fólk eins og ég og hóp- ar eins og Kammersveit Reykjavíkur og Blásarakvintettinn og kórar og lúðrasveitir. Það verður svolítið að hjálpa þessu fólki til að halda áfram.“ Nákvæmlega réttu mennirnir Gengið á lagið hefur orðið til af tónsköpun Sigurðar og samvinnu hans við þá Eyþór Gunnarsson píanó- leikara, Pétur Östlund trommara, Ulf Adáker trompetleikara og Lenn- art Ginman bassaleikara. Elstu lögin á diskinum eru sex til sjö ára gömul en um helmingurinn saminn á þessu ári. Sigurður fékk listamannalaun í hálft ár og nýtti tímann til þess ama og raunar ýmissa fleiri tónlistarverk- efna. Síðan fékk hann til liðs við sig þá fjórmenninga, gamla félaga ef frá er talinn sá sem plokkar bassann, Honum heyrði Sigurður í á plötu og fannst að hér væri réttur maður. „Svo hringdi ég í hann og bauð að vera með, sem hann þáði, það er geysilega mikiivægt að finna ná- kvæmlega réttu mennina. Ég held að það hafi tekist á þessum diski, hafði lengi ætlað að koma frá mér eigin tónlist á föstu formi og hlýt að vera ánægður með útkomuna. Músíkin er persónuleg eins og ég minntist á í upphafí og hún er von- andi skemmtileg. Af ólíkum uppruna, með alls konar stemmningu. En allt- af með stemmningu." Þ.Þ. Listamennirnir sem koma fram eru Camilla Söderberg, Ragnheiður Haraldsdóttir, Martial Nardeau, Guðrún Sigríður Birgisdóttir, Peter Tompkins, Svava Bernharðsdóttir, Judith Þorbergsson, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Snorri Örn Snorrason og Elín Guðmundsdóttir og leika þau á upprunaleg hljóðfæri. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og em u.þ.b. klukkustundar langir. Aðgangseyrir er 800 kr., 500 kr. fyrir nema og ókeypis fyrir börn. Höfundar lesa úr verk- um sínum HÖFUNDAR Almenna bókafé- lagsins munu lesa úr verkum sín- um á veitingahúsinu 22 í kvöld, miðvikudagskvöld 15. desember, kl. 21. Eftirtaldir höfundar munu kynna verk sín: Illugi Jökulsson — skáld- söguna Barnið mitt, barnið, Einar Már Guðmundsson — skáldsöguna Engla alheimsins, og Jóhanna Kris- tjónsdóttir mun kynna Perlur og steina, árin með Jökli. Allir em velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nýjar bækur Ég hugsa eins og þið, ljóðabók Ásdísar Jennu Ástráðsdóttur, er komin í þriðju prentun. Bókin kom fyrst úr 1990 og vakti athygli. Ásdís Jenna hefur ekki stjóm á hreyfingum handa og fóta, en stjóm- ar rafmagnshjóla- stól og ritar á tölvu með því að styðja á takka með hök- unni. Hún stundar *®2na nú háskólanám. Astraðsdottir Út er komin bókin Veður á ís- landi í 100 ár eftir Trausta Jónsson veðurfræðing. Bókin er uppsláttar- rit og hefur að geyma mikinn fróð- leik. I bókinni er yfírlit yfir veðurfar hvers mánaðar frá árinu 1893 til 1993. Hvert ár fær umfjöllun á einni opnu bókarinnar og er hæsta og lægsta hitastig, fjöldi sólskinsstunda, mesta og minnsta úrkoma og ríkj- andi vindáttir meðal þess sem skráð er fyrir hvern mánuð. Þá fylgir lýs- ing á tíðarfari mánaðarins í heild, sem og lýsing á veðurfarinu yfir árið. Einnig er getið veðurmeta í ein- stökum mánuðum og yfír árið í heild, auk þess sem helstu óveður, mann- og fjárskaðar, hafískomur, jarð- skjálftar og eldsumbrot eru tíunduð. Á hverri opnu er ljósmynd frá þeim tíma sem fjaliað er um, með fróðleiksmolum er tengjast megin- efni bókarinnar. h Útgefandi er ísafold. Bókin er 237 bls. að stærð, í stóru broti og kostar 3.490 krónur. gæðanrn vegrn! að sjálfsögðu! s|l| % v v % E ff f) TirfcttjV- ‘ ' ' ’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.