Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
Heimur Harúns
eða Khattam Shúd
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Salman Rusdie: Harún og
Sagnahafið
Hannes Sigurðsson þýddi
Útg. ísafold 1993.
Rithöfundinn Salman Rusdie
hefur undarlega sérstöðu í margra
hugum; bók eftir hann var bönnuð
víða í löndum múslíma og Kho-
meini erkiklerkur í íran dæmdi
hann réttdræpan fyrir Söngva Sat-
ans vegna þess að þar væri farið
óvirðulegum og óviðurkvæmileg-
um orðum um trúna. Síðan hefur
Rusdie meira og minna farið huldu
höfði og verið undir vemd breskra
stjórnvalda.
Nú deila menn hins vegar um
hvort Khomeini hafí nokkum tíma
tekið þátt í þessari bannfæringu,
hann hafí verið meðvitundarlaus
að kalla eða gersamlega elliær og
ekkert vitað hvað var að gerast
svo það hafi jafnvel verið fyrir at-
beina núverandi forseta landsins
Rafsanjani sem bannfæringin var
útgefin á sínum tíma.
Þetta var ekki síður ruglað og
skringilegt vegna þess að þó allir
hafí heyrt um Söngva Satans hafa
færri lesið bókina og þeir sem
hafa lesið hana sjá ekkert réttlæt-
anlegt við þessi ofsafengnu við-
brögð.
Þó ætla mætti að einangrun sem
Salman Rusdie hefur búið við og
sú aðstaða sem hann hefur mátt
sætta sig við, rændi hann ritgleði
og sköpunargáfu er eitthvað annað
að sjá af nýjustu bók hans Harúr
og Sagnahafið sem Isafold hefur
sent frá sér í afbragðssnjallri þýð-
ingu Hannesar Sigurðssonar.
Þar segir frá sorgmæddu borg-
inni Alifbay og þó allt sé raunalegt
þar er þó 'sem betur fer einn
skemmtilegur maður í bænum
Rashíd Khalífa. Hann er feikilegur
sögumaður og frásagnargleði hans
er frægt ekki bara í óhamingju-
sömu borginni heldur og vítt og
breitt um landið svo eftir honum
er kallað m.a. þegar pólitíkusar
þurfa að slá sér upp hjá kjósendum
og afla sér fylgis. Rashíd veit
hvemig hann getur stöðugt end-
umýjast, þá fær hann sér sopa úr
hinu mikla Sagnahafi og þá færist
hann allur í aukana.
Harún sonurinn er seigur og
sniðugur strákur og Soraja kona
hans lifa þarna góðu lífi með Keis-
aranum af Bla-bla sem er heimilis-
faðirinn og í sama húsi búa kyndug
hjón og eilítið gransamleg án þess
að augljóst sé af hveiju, þau Seng-
úptahjónin.
Það gerist svo einn góðan veður-
dag og næstum því samtímis að
allt í einu missir Rashíd sagnagáf-
una og út úr honum kemur ekkert
nema krúnk og Soraja hleypur í
burtu með hinum ógeðfellda herra
Sengúpta.
Nú era góð ráð dýr og Harún
safnar liði kynlegra liðsmanna .og
þeir fara í langa ferð - sem kannski
stendur þó ekki yfir nema augna-
blik - því hann hefur komist að
raun um að fólið Khattam-Shúd
Á djúpmiðum með
almennskunnar
Salman Rusdie
hefur ákveðið að menga Sagnahaf-
ið sem er uppspretta allra sagna
og eitra það og hann svífst einskis
í baráttunni.
Það má lesa sögu Salmans
Rushdie eins og dæmisögu og
hörkulega á þjóðfélag sem er að
úrkynjast, þar sem ráðist er gegn
fornum og klassískum gildum, það
má lesa hana sem sögu þar sem
háð er grimmileg barátta góðs og
ills. Og hið góða sigrar hvernig sem
á allt er litið því fyrir mikið harð-
fylgi Harúns og hinna kyndugu
vina hans tekst að bjarga Sagna-
hafinu og kveða hin illu öfl endan-
lega í kútinn.
Sagan er því margbrotin og
heillandi og þó skömm sé frá að
segja hafði ég ekki grænan gran
um að Salman Rushdie gæti meira
að segja verið alveg drepfyndin.
Og þýðandi á ekki minnstan þátt
í því hve sagan nær miklu og góðu
flugi.
Spor í myrkri
Békmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Þorgrímur Þráinsson: Spor í
myrkri. Fróði 1993.
Binni situr í strætó þegar blá-
ókunnug stúlka sest við hlið hans
og byijar að lesa í lófa hans. Sag-
an hefur engan aðdraganda, les-
andi er hrifinn inn í einkennilegan
söguþráð án vífilengna og frásögn-
in er svo grípandi að ekki er hægt
að leggja hana frá sér fyrr en að
lestri loknum.
Sex kunningjar, þijár stelpur og
þrír strákar, fara í útilegu á af-
skekkt eyðibýli á Snæfellsnesi eina
helgi. Binni, strákurinn úr strætó,
og Sóla, stelpan sem tók í hönd
hans í strætó, era tvö úr hópnum
og era aðalsöguhetjumar. Sóla er
skyggn og hagar sér á margan
hátt undarlega, eða öllu heldur —
höfundur leyfír sér að láta hana
gera hluti sem venjulegir unglingar
mundu ekki gera. Binni er bældur
og feiminn og á í erfiðleikum með
sjálfan sig en hinir krakkamir,
Melka og Kría, Hebbi og Trausti,
eru krakkar eins og maður á að
vænta í unglingasögum. Dálítið
upptekin af kynlífí og kossum,
reyna að sýnast klár og sæt og
rétt eins og páfuglar breiða þau
út fallegu fjaðrimar sínar.
Umhverfið er tilvalið fyrir dulúð-
uga sögu þar sem draugagangur
og alls kyns dulræn fyrirbrigði
gætu átt sér stað.,Þar gerast und-
arlegir atburðir sem tengja ungl-
ingana mjög sterkum böndum.
Sóla er í aðalhlutverki en hinir
krakkamir hafa sínu hlutverki að
gegna. Sóla stýrir sögunni og leið-
ir alla krakkana undir lok sögunn-
ar til að opna sig og segja frá sín-
um dýpstu leyndarmálum og sjá
sig í nýju ljósi. Ef til vill era vanda-
málin sem börnin hafa upplifað
fullmikil til að vera sannfærandi,
en sem betur fer hegða þau sér
fullkomlega eðlilega á heimleiðinni
og geyma reynsluna hvert fyrir sig.
Talsmátinn í sögunni er léttur
og kíminn. Unglingarnir era mjög
opnir í umræðum sínum og tala
„ýkt“ mál. Orðanotkun er óvenju-
leg og orðatiltæki vel til þéss fallin
að auðga íslenskuna enda ungling-
ar oft frábærir orðasmiðir. Mér
finnst gaman að sjá talað um „hug-
arflugur“ og „krampuð“ andlit.
Umræðuefnin eru alls kyns hlutir
sem eflaust falla í lesendahópi
þessarar bókar mjög vel í geð.
Ég hygg að höfundur vilji í þess-
ari sögu koma á framfæri vissum
boðskap en hann gerir það þannig
að ekki skaðar söguna. Hann lætur
Sólu hamra á því að menn eigi að
vera þakklátir fyrir það góða sem
hendir þá, allt sem illt kemur fyrir
er til að þroska einstaklinginn og
sjálfvíg er aldrei lausn. Vandamál-
in era til að leysa þau.
Kápan er gerð af Helga Sigurðs-
syni. Hún í gráum tónum, mjög í
Bókmenntir
Þorgrímur Þráinsson
anda sögunnar með alvarlegum
unglinga-andlitum og skuggalegu
húsi í baksýn. Þetta er ein besta
kápumynd á unglingabók sem ég
hef séð lengi.
Einar Falur Ingólfsson
Eysteinn Björnsson: Dagnætur.
Bókaútgáfan Norðurljós. Ljóð, 70
bls. Kápumynd eftir Ingiberg
Magnússon.
Titillinn Dagnætur á ágætlega við
ljóðabók Eysteins Björnssonar, og
gefur tóninn, því ljóðin falla mörg á
rómantískan hátt um kvöld, myrkur
og einsemd. Þá leikur náttúran líka
stórt hlutverk, mild náttúruorð og
náttúruskynjanir, eins og heiti bók-
arhlutanna þriggja bera vitni um:
Andvari, Sólfar og Blikur. Ljóðaheiti
á borð við Sumarnótt, Haust, Minn-
ing og Ég elska þig segja líka sitt-
hvað um efnið.
Skáldið er á hefðbundnum slóð-
um, er að fást við kunnuglegar til-
fínningar og stemmningar. En ljóðin
eru engu að síður ólík í byggingu
og stíl. í sumum beitir Éysteinn
óspart ljóðrænum myndhverfingum
og litorðum — sækir þar sitthvað til
skálda eins og Snorra Hjartarsonar
og Steins Steinarr — en gerir það
stundum á annaðhvort svo upphaf-
inn eða venjulegan hátt að ljóðin
falla flöt. Þannig bregður á einum
stað fyrir gulu haustlaufi (33), „Ég
elska þig sumarnótt" (15) segir ljóð-
mælandinn annarsstaðar, og hann á
líka gamla mynd af rökkrinu: „Mjúkt
sem silki/sveipar rökkrið/mig
skikkju sinni“ (38). Allt er þetta
kunnuglegt og bætir engu við það
ljóðmál sem við eigum. En í ljóðun-
um, sem yfirleitt eru fínleg og ágæt-
lega byggð, má líka finna persónu-
legri tök á myndmáli, eins og þar
sem „þoka í gilinu/grætur steinum"
(10). Styttri ljóðin eru yfirleitt betri,
og best þau þar sem rómantískri
náttúrusýninni, sem er eins og til-
beiðsla til æðri máttarvalda, er kom-
ið til skila á látlausan hátt, en ekki
upphafínn. Bæn er gott dæmi:
Leyfðu mér að líta
enn eitt sinn
eldrauða frjóhnappa
fjallafurunnar
sjá duftið sáldrast
er ég strýk
hið græna hár
finna ilminn
af fingrunum
í ferðalok.
Eysteini tekst vel upp þegar hann
nær á einfaldan hátt að skapa óvissu
eða undrun. Þannig er það í Gisti-
stað, þar sem ljóðmælandinn vaknar
undir súð, vindur fer um húsið, og
hann veltir fyrir sér hvort hann hafí
komið þar áður. Annarsstaðar vill
hann leggjast til svefns í helli risa:
„fínna hárin rísa á höfði mér/þegar
hann byltir sér/bíða í ofvæni/eftir
að hann vakni“ (51). En það ljóð sem
hvað mest stingur í stúf er um leið
eitt það athyglisverðasta, Til Edith
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Guðmundur Ólafsson. Emil og
Skundi - Ævintýri með afa. Vaka
Helgafell. 1993
Þetta er þriðja saga höfundar um
Emil og hundinn hans Skunda.
Fyrsta bókin fékk íslensku bama-
bókaverðlaunin enda einstaklega
vekjandi saga. Síðari sögurnar eru
sjálfstætt framhald af þeirri fyrstu.
Emil er nú orðinn tæpra þrettán
ára og ferðinni er heitið til Emils aía
í Ólafsfirði. Með honum í för er vin-
ur hans Gústi sem er ári eldri með
systur sína Gunnu sem er fímm ára.
Emil á nú litla systur og allt fjöl-
skyldulífið með besta móti. Þau 'éiga
að fá að vera um skeið hjá afa.
Sagan er látlaus frásögn af hvers-
dagslegum atburðum, ferðinni í rút-
unni norður þar sem Gunna leikur
heilmikið hlutverk sem skemmtilegum
orðatiltækjum og er hún skemmti-
kraftur sögunnar. Eftir að norður
kemur fara þau í veiðitúr. Gunna
syndir „skrifsund" af þvílíkum krafti
að dygði í í heila skáldsögu og þau
njósna um afa og ökumanninn á rauða
Skódanum. Spennandi og skemmti-
legt atvik verður þegar þau fara í
útilegu og Gústi verður að fara yfír
fjall til að sækja hjálp. Eflaust hefði
mátt vinna betur úr því ferðalagi en
frá því er sagt eins og í fjarlægð.
Þessi saga er lipurlega skrifuð en
hún skilur lítið eftir. Emil er mjög
barnalegur eftir aldri og gerir lítið
annað en að gráta þegar eitthvað
bjátar á. Hann hefur minni framtaks-
semi nú sem smápatti í fyrstu sög-
unni. Höfundur hefur ekki látið hann
þroskast með aldrinum. Ur því svo
er ekki hefði jafnvel verið betra að
hafa aðra söguhetju í þessari bók
en þann Emil sem við kynntumst í
fyrstu bókinni.
A
Sumarferð til Olafsfjarðar
Guðmundur Ólafsson
Eysteinn Björnsson
Piaf; þar sem einhver óræður galdur
er bak við orðin:
Ég iðrast
bara eins
Edith
að ég skyldi ekki
fara burt
meðan ég gat
enn gengið
Mörg ljóð bókarinnar virðast ekki
vera mikið annað en orð, sem raðað
hefur verið saman af vandvirkni.
Sem dæmi má taka Hugarró: „Ein-
rúm innri kyrrð/alvídd/varðeldur
sálarinnar/sem vísar veginn/til
guðs“. Það er ekki nóg að orðin séu
skáldleg, þau þurfa að segja eitthvað
og ná sambandi við lesandann. Bók-
in hefði orðið sterkari ef hún hefði
verið grisjuð af nokkrum boðskap-
ar-, ákalls- eða ástarljóðunum; text-
um með rauðum vörum, þar sem
kveikt er í hrossaflugum eða Guð
spurður um hlutverk.
Eins og flest önnur skáld gera
einhverntíman, þá veltir Eysteinn
fyrir sér hinni erfiðu glímu við orð-
in. Ljóðið Örvænting er um þá bar-
áttu, um mann sem vill losna úr
átökunum en getur það ekki, hann
verður að beijast. Þetta er: „maður
sem kyrkir/sitt kærasta barn“, og
hann „byrlar þeim eitur/sem ann
hann hvað mest“. En skáldið rífur
síðan niður þessa mynd með þeirri
fýlulegu staðhæfíngu, að á meðan:
„pissa menningarvitarnir/hver utan
í annan“.
Ljóðskáldið mætti skerpa ljóð sín
og skýra, og skera burtu þau sem
ekki lifna. Því eins og sum ljóðanna
eru ágæt, þá vantar Eystein enn
persónulegan tón sem getur borið
uppi heila bók, sérstakan tón eins
og til dæmis þann sem er í ljóðinu
um Edith Piaf. Það.er ekki nóg að
kunna að fara snyrtilega með orð
og þekkja skáldskap annarra til hlít-
ar; tónninn þarf að vera persónuleg-
ur og sannur, og í ljóðunum líf-
Þangað til svo verður er Eysteinn
eins og Skáldið í samnefndu ljóði
hans, en það „hefur engin svör á
bálreiðum höndum/ og dorgar á
djúpmiðum meðalmennskunnar".
-------------»-♦ ♦---------
Nýjar bækur
■ „Aldrei aftur“. Þórey Frið-
björnsdóttir hefur sent frá sér
unglingaskáldsöguna Aldrei aftur.
Þórey hefur áður þýtt fjölda bóka,
en þessi er bók er frumraun hennar.
A bókarkápu segir m.a.: „Þau
vora systkini. Hún var sextán ára
og ástfangin. Hann var átján ára
og í leit að sjálfum sér. Og svo var
það Jói. Hann vildi vera meira en
bara einhver vei\julegur gaur. En
heimurinn reyndist miklu harðari
en þau óraði fyrir. Hvað ef ástin
var ekki sú sem hún sýndist? Hvað
ef það varð allt í einu of dýrkeypt
að vera svalur? Gat maður yfírleitt
dáið fyrir tvítugt?"
Útgefandi er Klettaútgáfan.
Bókin kostar 1.950 krónur.