Morgunblaðið - 15.12.1993, Page 47

Morgunblaðið - 15.12.1993, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 47 VELVAKANDI PENINGAR TÖPUÐUST UMTALSVERÐ peningaupphæð í umslagi tapaðist þriðjudaginn 7. desember fyrir utan Búnaðar- bankann í Garðabæ. Vinsamlega skilist gegn fundarlaunum í Bún- aðarbankann. MEIRA AF ÍSLENSKRI TÓNLIST KONA hringdi til Velvakanda og vildi koma þeim skilaboðum til útvarpsstöðvanna að þær spiluðu meira af íslenskri tónlist núna fyrir jólin, því við eigum svo mik- ið til af frambærilegum lista- mönnum á því sviði. JÓLASMJÖRIÐ ER NÝTT VEGNA pistils í Velvakanda sl. þriðjudag um fúlt jólasmjör vill Þorsteinn Karlsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Osta- og smjörsölunnar, taka það fram, að jólasmjörið, sem nú er selt, er fyrsta flokks smjör og ekki eldra en annað smjör sem selt er í verslunum. Hann benti einnig á það, að nauðsynlegt væri að bræða smjörið við vægan hita því annars kæmi þessi sterka lykt sem konan talaði um í pistl- inum. Þegar smjör er brætt við of háan hita verða viss efnahvörf sem valda þessari lykt. TAPAÐ/FUNDIÐ Eyrnalokkur tapaðist SILFUREYRNALOKKUR med svörtum steini tapaðist á Ömmu Lú sl. laugardagskvöld. Finnandi vinsamlega hringi í síma 657237. Poki med handavinnu tapaðist PLASTPOKI tapaðist frá Hvíta bandinu og inn á Hlemm og í honum var rauður trefill og út- saumaður dúkur. Vinsamlegast hringið í síma 20618 eda 41255. Píanóbækur töpuðust ÞRJÁR píanóbækur í plastpoka merktum Cosmo töpuðust í strætisvagnabiðskýlinu í Lækjar- götu hjá Alþingishúsinu um miðj- an sl. föstudag. Hafi einhver fundið þennan poka er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 628424. Karlmannsúr fannst VANDAÐ karlmannsúr með ól fannst á Lækjartorgi aðfaranótt sl. laugardags. Sá sem hefur tap- að úri á þessum tíma hafi sam- band við Svein í síma 660557. Verður úrið þá afhent gegn full- kominni lýsingu á því. Gleraugu fundust GLERAUGU í tvílitri stálum- gjörð fundust á Skúlagötu fyrir nokkru. Eigandi má hringja í síma 618744 á milli kl. 8 og 19 á daginn. GÆLUDÝR Puddle-hundur TVEGGJA ára puddle-hundur fæst gefins á gott heimili. Ætt- bókarskírteini fylgir. Upplýs- ingar í síma 11851. Gleymum ekki náunganum Frá Friðriki Ásmundssyni Brekk- a n: Þegar jólin nálgast eykst sam- kennd og vinir skrifast á og hafa samband með öðrum hætti. Fjöl- miðlar í efnaðri ríkjum heimsins fyllast auglýsingaglingri og gylli- boðum og öllum þegnum viðkom- andi landa er veitt gullið tækifæri til þess að steypa sér í ævarandi fjárhagslega glötun með tilheyrandi raðgreiðslum og kostakjörum. Þessvegna þótti mér rétt í tilefni af jólahátíð og fyrir marga erfitt tímabil að staldra við og birta út- drátt úr bréfi er mér barst nýverið frá miðaldra hjónum í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Bréfkorn þetta lýsir í hnotskurn erfiðleikum þeirra, sem enn hafa atvinnu í landi sem eyðir öllu umframfjármagni sínu í stríðsrekstur. Ofurverðbólga er í landinu og man ég að fyrir um átta árum mátti fylla benzíntank fyrir um 50 dínara, sem er gjaldmiðillinn í Serb- íu. En bréfið sem mér barst fyrir fáeinum dögum var frímerkt með sex milljónum sjöhundruð og sjö- þúsund og fimmhundruð_ dínara burðargjald (6.707.500). í hitteð- fyrra kostaði súpudiskur á meðal- veitingastað í Belgrad um eina milljón dínara, (1.000.000) en í dag um átján milljónir eða jafnvel 20 milljón dínara (20.000.000) og eflaust er súpan orðin útþynnt í þokkabót. Belgradbúar hafa þó heil hús og rúm að sofa í á meðan millj- ónir annarra í ríkjasambandinu fyrrverandi hvíla annaðhvort í fros- inni gröf eða eru á vergangi vegna styijaldarinnar. Bréfritari tekur sem dæmi að mánaðarlaun hans duga núorðið fyrir einni tannkremstúbu og er unnið frá sjö að morgni til sjö að kveldi. Eg veit af reynslu að það þýðir lítið að segja einhveijum sem ekki hafa kynnst ástandi af þessu tagi frá hörmungunum, en ég læt þessar línur samt róa svona til þess að minna okkur á að stutt getur verið milli gleði og sorgar og gott getur verið'að eiga varasjóð en ekki fylla öll háaloft og herbergi af forgengi- legum varningi. Þá mætti minna á að vandinn hefur knúið dyra einnig hér á landi og mætti leggja innlendu hjálpar- starfi lið um þessi jól og áfram eft- ir jól. Að þessu sögðu læt ég hér fylgja úrdrátt úr bréfi frá Belgrad. „Efnahagsástandið hefur náð al- gjörum botni. Til dæmis dugar mánaðarkaup okkar aðeins fyrir einni tannkremstúbu. Samgöngur eru í ólestri og áætlanir óregluleg- ar. Á hveijum degi fer ég fótgang- andi marga kílómetra til og frá vinnu. Er ekki sagt að það sé heilsu- samlegt að ganga? Hér ríkir mat- arskortur, engin lyf né aðrar vörur. Rafmagnið hverfur oft og það er kalt í húsunum, vinnunni, skólun- um. Glæpir hafa stóraukist. Tvö- hundruð og fimmtíu dómarar hafa hætt störfum og tekið upp aðra iðju og vinna jafnvel sumir sem svartamarkaðsbraskarar á götum úti. Geturðu ímyndað þér annað eins ástand? Stundum finnst mér eins og allt sé orðið eins og í „Ani- mal Farm“ eftir George Orwell. íbúðin okkar er til sölu. Við verðum að yfirgefa þetta fallega svæði en við höfum í raun enga möguleika til að láta þann draum rætast. Ég veit að það er mjög erfitt, jafnvel vonlaust að reyna það héðan. Við myndum geta unnið við hvað sem er hvar sem er og við myndum gera okkar besta fyrir það land sem myndi veita okkur hæli. Ég hef svo miklar áhyggjur af fjölskyldu minni, en takk fyrir þína hjálp. Gleðileg jól.“ FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN, Mímisvegi 6, Reykjavík. Pennavimr Sautján ára finnsk stúlka með áhuga á íþróttum og ljósmyndun: Hanna Lyytikainen, Hulluksentie 2 i 18, 02430 Masala, Finland. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ferðalögum og tónlist: Akosua Essel, P.O. Box 390, Cape Coast, Ghana. Sextán ára norsk stúlka með áhuga á tónlist, eróbík o.fl., vill skrifast á við 15-18 ára drengi eða stúlkur: Cecilie Hulbekkmo, Skogbrynet 14, 8612 Andfiská, Norway. Ástralskur 48 ára karlmaður með áhuga á dansi, kvikmyndum, tón- list, ferðalögum og matargerð: Magnus Kaye, P.O. Box 45, Moonee Ponds, Vic. 3039, Australia. LEIÐRÉTTIN G Matur og matgerð I Morgunblaðinu á laugardag 11. desember, birtist í þættinum Matur og matgerð uppskrift af finnsku kökubrauði. í uppskriftinni kom fram meinleg villa. í stað 200 gr hveitis eiga að vera 400 gr. Þetta deig er þó laust í sér og erfitt að hnoða það. Kristín Gestsdóttir. I D A G 10-18— KRINGMN STJÖRNUKORT Skemmtileg gjöi Persóntilýsing, framtíðarkort, karmakort, samskiptakort. Sjálfsþekking er íorsenda velgengni. Gunnlaugur Guömundsson, Stjörnuspekistöðin, Kjörgctrði, Laugavegi 59, sími 10377. riUDDSKÓLI RAFriS QEIRDALS NVÐÐNÁM 1 'lz árs nám hefst 10. janúar nk. Hægt er að velja um dagnám eða kvöldnám. Upplýsingarog skráning í símum 676612/686612 alla virka daga. Smiðshöfða 10,112 Reykjavík. Skrifborðsstólar Ný sending - mikii úrvnl Teg. Rodi kr. 2.980,- stgr. Teg. Megara kr. 7.300,- stgr. Teg. Parma kr. 11.300,-stgr. Visa-Euro raógreióslur CJQQIQEJEZD HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 \ 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.