Morgunblaðið - 07.01.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
31
Olafía Friðriks-
dóttir - Minning
báðar, dæturnar, voru að lokum
búsettar á ný hér á landi. Og ánægja
var það okkur fjórum ferðalöngum
að njóta stöðugrar návistar hennar
upp frá því.
Fjöldi bréfa fór á milli þeirra
mæðgna fjarvistarárin. Anna hafði
j móðurmálið á valdi sínu eins og
hennar kynslóðar var vandi. Bréf
hennar voru á lipru og látlausu
| máli, en þó orðríku. Alltaf birtist
einlægur áhugi á velferð okkar fyrir
handan haf, ekki síst barnabarn-
| anna.
Anna var atorkusöm heima og
heiman. Heimili hennar var fallegt
og þrifalegt. Hún var gestrisin og
góð heim að sækja, hvort sem boðið
hafði verið símleiðis löngu áður eða "
litið var inn fyrirvaraiaust af þjóð-
leið um Njálsgötu eða Snorrabraut
úti fyrir. Hún var snyrtimenni,/lagf-
arsprúð og orðvör. Aldrei heyrði ég
styggðaryrði hrjóta af vörum henn-
ar. Hún var maður sterkra fjöl-
skyldubanda, enda úr samrýndum
systkinahópi þeirra Salóme í Dan-
mörku og Kristínar, sem látnar eru,
og Gríms á Blönduósi og Ingibjarg-
ar, sem syrgja nú systur sína. Hún
fylgdist af áhuga og ástríki með
j vexti, námi og störfum barnabarna
sinna.
Eldri dóttir þeirra Önnu og Jó-
| hannesar er Aðaiheiður Jóhannes-
dóttir, fulltrúi á Orkustofnun, gift
Hauki Pálmasyni, aðstoðarraf-
| magnsstjóra Reykjavíkurborgar.
Börn þeirra eru þrjú: dr. Anna Soff-
ía prófessor, gift Þorgeiri Óskarssyni
sjúkraþjálfara; Jóhannes viðskipta-
fræðingur hjá Reykjavíkurborg, en
sambýliskona hans er Kristrún Ein-
arsdóttir á skrifstofu Reykjavíkur-
borgar; og Helga laganemi. Yngri
dóttir þeirra Önnu heitinnar er eigin-
kona mín, Jóhanna Jóhannesdóttir
rannsóknatæknir hjá Háskóla ís-
lands, en börnin eru tvö: dr. Þóra
stjórnunarfræðingur, gift dr. Paul
Garrad, vatna- og umhverfisfræð-
ingi; og dr. Vésteinn eðlisfræðingur,
kvæntur Aaliyu Gupta listmálara.
Þau Anna Soffía og Þorgeir eiga
hnokkann Hauk Óskar sem glatt
| hefur langömmu sína í nokkrum
heimsóknum á Hrafnistu.
Anna Gísladóttir bjó í Hallgríms-
( prestakalli og starfaði um áratugi í
Kvenfélagi Hallgrímskirkju. Raunar
man ég eftir Gísla Jónssyni, föður
( Önnu, sækja messu hjá föður mínum
í Hallgrímskirkju, það hús sem þá
hafði verið byggt og er nú hluti af
kórnum í fullgerðri kirkjunni. Ég sé
í huga mér snyrtilegan gamlan mann
með fallegan vangasvip og grátt
yfirvararskegg sitja á sínum stað
undir prédikunarstólnum og hlýða á
föður minn. Kynni fjölskyldna okkar
eru því orðin býsna löng.
Þær Anna tengdamóðir mín og
móðir mín, Þóra Einarsdóttir, sem
um árabil var formaður Kvenfélags
Hallgrímskirkju, störfuðu því lengi
saman í félaginu. Kæit var með
þeim alla tíð, og gagnkvæm virðing.
Stuttur var spölurinn milli Njálsgötu
og Engihlíðar fyrir þær léttfetur,
I mæðurnar mínar, og ósjaldan brugð-
ið sér milli bæja. En þar kom að
Elli kerling íþyngdi og jafnvel vega-
( lengd síðustu ára milli húsa hlið við
hlið, Hrafnistu og Skjóls, varð göml-
um vinkonum ofraun. Síðast hittust
( þær fyrir nokkrum mánuðum í 92
ára afmæli móður minnar. Þær héld-
ust í hendur, fast og lengi. Að leiðar-
lokum kveður móðir mín hjartkæran
öðling sem farið hefur á undan.
Að lokum ber ég kveðju þeirra
systra, dætra Önnu Gísladóttur,
starfsfólki Hrafnistu. Þær þakka
hlýju og umhyggju sem þar hefur
verið veitt síðustu æviár móður
þeirra.
Lítið reynitré var gróðursett á
leiði ungs manns fyrir liðlega hálfri
öld. Öll ár síðan hefur leiðisins verið
vitjað. Tréð hefur dafnað, gildnað
og teygt sig til himins. Traustar
rætur þess hafa búið fórnfúsri ekkju
hvílu við hlið mannsins síns. Og nú
( er lokið langri og góðri ævi. Við
kveðjum Önnu Gísladóttur með
söknuði. En fallegur verður söngur
' þrastanna á greinum tijánna þegar
líður að vori.
Þór Jakobsson.
Fleiri minningíirgreinar um
Önnu Gíslndóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í hlað-
inu næstu daga.
Fædd 26. september 1916
Dáin 22. desember 1993
Hinn 30. desember síðastliðinn var
til moldar borin tengdamóðir mín
Ólafía Friðriksdóttir en hún andaðist
22. desember á Landspítalanum eftir
erfiða baráttu við sjúkdóm sem bar
hana að lokum ofurliði. Ólafía var
fædd í Vestmannaeyjum 26. septem-
ber 1916, dóttir hjónanna Sigurínu
K. Brynjólfsdóttur og Friðriks Jóns-
sonar. Þau hjón eignuðust sjö börn
og eru tvær systur Ólafíu enn á lífi,
Sigurína húsmóðir j Reykjavík og
Klara tvíburasystir Ólafíu, húsmóðir
í Vestmannaeyjum.
Systkinahópurinn missti móður
sína er hún var aðeins 36 ára gömul
og var Ólafía þá aðeins sex ára að
aldri. Það kom í hennar hlut og tví-
burasystur hennar og bræðra að
ganga í verk móður sinnar og að-
stoða föður sinn að bestu getu. Syst-
umar sáu um heimilið en bræðurnir
sóttu sjóinn með föður sínum.
Ólafía ólst upp í Vestmannaeyjum
og þaðan átti hún margar sínar bestu
minningar og voru Eyjamar henni
mjög kærar.
Ólafía fór á Húsmæðraskólann á
ísafirði og þar kynntist hún eigin-
manni sínum, Þorvaldi Árnasyni
skipstjóra, en hann lést 13. desember
1992. Þau eignuðust þqú börn: Sig-
fríð, Sigríði Hrefnu og Árna. Hjóna-
band þeirra Ólafíu og Þorvalds var
afar farsælt og einkenndist af ást
og umhyggju hvors fyrir öðru og
börnum sínum og fjölskyldum þeirra.
Ég kynntist tengdamóður minni
árið 1965, en þá bjó fjölskyldan á
Kaplaskjólsvegi 45 í Reykjavík. Ólaf-
ía var glæsileg kona, há og dökk
yfirlitum. Hún var hæglát en ákveð-
in og oftast var það svo að það var
hún sem hafði síðasta orðið í málum
sem upp komu. Með okkur var alltaf
góð vinátta og bar ég mikla virðingu
fyrir tengdamóður minni. Hún var
einstaklega bárngóð og var barna-
börnum sínum frábær amma. Ég vil
þakka henni fyrir allar þær stundir
sem hún gaf börnum okkar á upp-
vaxtarárum þeirra.
Ólafíu var íjölskyldan afar kær.
Ég veit að hennar bestu stundir voru
eftir að Þorvaldur hætti á sjónum
og hún gat haft alla fjölskyiduna í
kringum sig. Það var ekkert það til
sem henni var kærara en að hafa
alla sína nánustu í kringum sig og
njóta þess að fylgjast með börnunum
og finna fyrir návist þeirra og okk-
ar. Við munum öll sakna þessara
stunda sem við áttum með Ólafíu og
Þorvaldi.
Síðustu tvö ár voru Ólafíu erfíð.
Hún var með sjúkdóm sem dró smátt
og smátt úr kröftum hennar og að
lokum var svo komið að hún gat
Fæddur 1. júní 1924
Dáinn 30. desember 1993
Nú hefur Magngeir Valur Jóns-
son, vinur minn, greitt Karon gjald-
ið af sömu skilvísi og trúmennsku
og hann greiddi allt annað. Hann
hafði verið mikið veikur, og menn
vissu, að hann var ferðbúinn. Hann
kvaddi hljótt; dó um nótt í svefni.
Þannig fór hann, eins og hann lifði:
án þess að ónáða nokkurn mann.
Hann var til hinstu stundar hann
sjálfur, stoltur einfari, sem gekk
sína eigin götu og kvaddi sjaldan
dyra. Hann var ekki allra, en svar-
aði alltaf kalli þeirra, sem hann tók,
og fyrir þá voru engin skref of stór.
Og hann var gjöfull umfram efni.
Það eru ekki aðeins orð á kveðju-
stund, heldur tær sannleikur, þegar
ég segi: hann var greiðviknasti
maður, sem ég hef kynnst. Greiða-
semi hans var án minnstu tilætlunar
um þakkir eða endurgjald.
ekki verið ein heima þar sem hún
þurfti mikla umönnun og hjúkrun,
en sem betur fer lögðust allir á eitt
um að hjálpa henni að dveljast sem
lengst heima þennan erfiða tíma. Ég
vil nota þetta tækifæri og þakka
héimilisaðstoð og heimahjúkrun
Reykjavíkurborgar fyrir það sem þau
lögðu af mörkum til að Ólafíu liði
sem best síðustu mánuðina sem hún
lifði.
Að lokum þakka ég tengdamóður
minni ógleymanlegar stundir og alla
þá ást og umhyggju sem hún sýndi
mér í gegnum árin.
Guð blessi minningu Ólafíu Frið-
riksdóttur.
Gunnar Kvaran.
Þér þakka ég, móðir, fyrir trú og tryggð:
á traustum grunni var þín hugsun byggð.
Þú striddir vel, unz striðið endað var
og starf þitt vott um mannkærleika bar.
Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt:
þinni hvíld ei raskar framar neitt.
Á þína gröf úm mörg ókomin ár,
ótal munu falla þakkar tár.
(J.M.B.)
Sigfríð, Sigríður Hrefna
og Árni.
Hinn 30. desember síðastliðinn
kvöddum við systkinin hana elsku
ömmu okkar Ólafíu Friðriksdóttur í
hinsta sinn.
Þegar við hugsum til baka rifjast
upp margar og góðar minningar sem
ekki munu gleymast. Það var ekki
sjaldan sem við systkinin fengum að
gista hjá ömmu og afa á Kapló og
alltaf leið okkur jafn vel í þeirra
húsum því þar fundum við fyrir svo
mikilli hlýju og öryggi. Hún amma
var alveg einstök mánneskja, sem
vildi allt fyrir alla gera og vildi eng-
um illt. Heimili ömmu og afa var lík-
ast leikvelli fyrir okkur barnabörnin,
þar fengum við að gera flest sem
okkur datt í hug. Amma var þeim
hæfileika gædd að hún skildi þarfir
og óskir okkar allra og gerði allt sem
í hennar valdi stóð til að þær mættu
rætast.
I okkar augum voru amma og afi
hin fullkomnu hjón og var það því
afar mikið áfall fyrir hana og okkur
öll þegar afi kvaddi þennan heim
fyrir rétt rúmu ári. En það hefur
ávallt verið trú okkar að afí væri að
undirbúa komu sinnar heittelskuðu
eiginkonu, hennar ömmu okkar. En
eftir að við höfum kvatt ömmu vitum
við að þau eru saman á ný hjá Guði
og getum við verið viss um það að
við erum enn undir þeirra verndar-
væng eins og við vorum þegar þau
voru á meðal okkar.
Elsku amma, við þökkum fyrir
Magngeir var vinur foreldra
minna, og einn daginn óf lífið hann
jarðlitum í mína tilveru, án þess
að ég muni hvenær það var, en
síðan þá var eins og ég hefði alltaf
átt hans liti. Hann var ekki litlaus,
þótt ég noti hér orðið ,jarðliti“.
Jarðlitir eru sannir, trufla ekki og
falla að öllu. Þeir eru. Magngeir
var. Með honum var jafn gott að
sitja í þögn og á tali.
Menn kynnast og gefa lífi hver
annars lit án þess að rýna í hvern
gamlan saum. Mér fannst ég þekkja
Magngeir vel án þess að þekkja
hveija lykkju í hans lífsvef. Hann
ræddi oft um skemmtileg atvik,
sagði góðar sögur, en sleppti því,
sem miður hafði farið. Þó duldist
ekki, án þess að nokkuð væri sagt,
að hann var tilfínninganæmur og
auðsærður. Ég veit, að hann hafði
verið kvæntur og átti einkasoninn
Jón Magngeirsson pípulagninga-
meistara hér í borg. Magngeir var
allar þær yndislegu stundir sem þú
gafst okkur og þú munt ávallt eiga
fastan stað í hjarta okkar.
Við vottum mömmu, Sissý og Árna
okkar dýpstu samúð. Einnig biðjum
við Guð að styrkja alla þá sem eiga
um sárt að binda, systur hennar og
aðra ástvini.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Blessuð sé minning ömmu.
Jón Þór, Ólafía og
Gunnar Ólafur.
Þegar við „stelpurnar" í sauma-
klúbb vorunr mitt í önnum við að
undirbúa jólin og reyna að færa
heimili okkar í hátíðarbúning, barst
okkur fregn um andlát Ólu okkar,
en svo var Ólafía Friðriksdóttir ætíð
nefnd meðal vina og nánustu kunn-
ingja. Okkur kom fréttin ekki á óvart.
En hver er viðbúinn að heyra lát
yndislegrar vinkonu sinnar? En lík-
lega var þetta þó besta jólagjöfin til
hennar, því að hún hafði svo lengi
háð erfíða baráttu við þungbær veik-
indi. Hún sagði þá stundum: „Ég
skil ekki í honum Valda að fara ekki
að sækja mig.“ En við lát Ólu hinn
22. desember sl. var nákvæmlega
ár liðið síðan maður hennar, Þorvald-
ur S. Árnason skipstjóri, var jarðs-
unginn. Óla saknaði hans mikið;
hann reyndist henni ákaflega vel, var
vakandi og sofandi að létta henni
lífið í veikindunum, enda voru þau
ætíð mjög samrýnd. Eftir fráfall
hans tóku börnin þeirra, Sigfríð, Sig-
ríður og Árni, við aðhlynningarhlut-
verki hans og sinntu móður sinni af
sérstakri alúð og umhyggju.
Óla og Þorvaldur áttu ákaflega
fallegt heimili. Eftir að þau giftu sig
vann Óla lítið úti eins og kallað er.
Á sjómannskonunni hvílir oft megin-
ábyrgð við uppeldi og umönnun barn-
anna, og því sinnti Ola af mikilli alúð
og ánægju. Sannarlega má líka geta
þess, hve konur sjómanna þurfa einn-
ig að gegna mörgum störfum fyrir
heimilið, sem lítið mæða á okkur, sem
lærður matsveinn og var lengi á
sjó. í landi vann hann mörg ár hjá
Olgerð Egils Skallagrímssonar og í
Sundlaugunum í Laugardal og var
um hrið sjálfstæður sölumaður. Síð-
ustu árin og fram á síðasta haust
vann hann í Nóatúni við Hátún og
mat mikils húsbónda sinn, Jón Júl-
íusson, enda reyndist hann Magn-
geiri vel.
eigum mennina í landi.
Oft urðum við undrandi er við
vorum í saumaklúbb hjá Ólu, hvað
hún var æðrulaus þótt stormurinn
gnauðaði úti og hún vissi af Þorvaldi
sínum einhvers staðar langt úti á
sjó. Það lýsir best skapgerð Olu, hún
var svo stillt kona. Kannski óttaðist
hún um ástvin sinn, en tilfinningar
sínar bar hún ekki á torg. Hún var
einnig afar hlédræg, en þess þurfti
hún sarmarlega ekki. Hún hafði svo
margt til brunns að bera, það sýndi
heimili hennar vel og fallegu hann-
yrðirnar. Þær voru ekki fáar peys-
urnar, sem hún hafði með sér í
saumaklúbb og var þá að pijóna á
börnin og síðar barnabörnin, sem
voru henni mjög hjartfólgin og hænd
að henni. Sama var og hver kom til
Ólu og þeirra hjóna, alltaf átti hún
til nógan mat eða aðrar góðgerðir.
Hún var Iíklega ein af þeim dæmi-
gerðu heimavinnandi húsmæðrum,
sem því miður eru óðum að hverfa.
Það er stundum, að maður heyrir
heidur hnjóðað í saumaklúbba, þar
sé lítið saurnað en meira masað. En
við þekkjum best okkar eigin klúbb.
Þegar við vorum yngri og vorum að
ala upp börnin okkar, þá var — auk
handavinnunnar — skipst á skoðun-
um um barnauppeldi, og við gáfum
hver annarri mataruppskriftir. Með
árunum breytist svo umræðuefnið
nokkuð. Þá eru barnabörnin komin
og ekki er síður ánægjulegt að sinna
þeim er þau koma í heimsókn. Við
vorum níu í þessum klúbbi, flestar
úr Vestmannaeyjum. Þar ólumst við
upp, flestar við mikla gleði, þótt efn-
in væru oft ekki mikil. Fjórar okkar
fóru þá saman á Húsmæðraskólann
á lsafirði, þar á meðal var Óla. Þar
á staðnum hitti hún myndarlega
mannsefnið sitt. Skóladvölin þar var
okkur öllum ánægjuleg og ætíð
minoisstæð. Stöllur okkar, þær er
sátu heima, hafa oft fengið frásagn-
ir af því á saumafundum.
Óla er sú fyrsta er fellur frá úr
þessum hópi, en klúbbur okkar er
nú meira en hálfrar aldar gamall.
Það hefur gengið á ýmsu á svo löng-
um tíma; skin og skúrir hafa skipst
á. Sumar hafa misst börn sín, marg-
ar hafa séð á bak eiginnrönnum sín-
um, sumum langt urn aldur fram.
Aðeins tvær okkar hafa makann enn
sér við hlið. Svona er lífíð. En þegar
mest hefur reynt á vegna veikinda
eða annars, höfum við leitast við að
styðja hver aðra. Slík vinátta er gulls
ígildi.
Og nú er elsku Óla okkar horfin
úr hópnum. Við þökkum henni ljúfa
samfylgd og biðjum Guð að blessa
böm hennar, barnabörn og litla
langömmubarnið, sem öll voru henni
svo kær.
Við stallsystur hennar úr sauma-
klúbbnum kveðjum svo vinu okkar
Ólafíu Friðriksdóttur með þessum
orðum skáldkonunnar Margrétar
Jónsdóttur:
Vertu sæl. Þér kærleikskveðju senda
klökkir vinir. - Leiðin er á enda.
Fyrir handan djúpan dauðans ál
Drottins friður geymi þína sál.
Saumaklúbburinn.
Magngeir hné niður við vinnu
sína síðastliðið haust, fór heim til
að jafna sig og kom aftur. Enginn
mátti telja hann af því að klára
sína vakt.
Magngeir var fremur lágvaxinn,
grannur, en stæltur og seigur.
Handtakið var karlmannlegt. Hann
var hógvær í framgöngu, en samt
sérkennilega fattur. Að því leyti var
hann vaxinn að sinni skapgerð:
standa sína vakt og þurfa ekki að
sækja neitt undir aðra. Hann var
ljósrauðhærður og gránaði ekki.
Hann hafði unnið mikið, átti
áreiðanlega oft erfiðar stundir og
var löngum einn, en samt var eins
og lífið hefði gleymt færslum sínum
síðustu tíu árin. Og ef ætti að lýsa
honum í þremur orðum, þá eru
þau: seigla, sjálfstæði og hjálpsemi.
Ég gæti skrifað langt mál um
það, hvað hann var mér og mínum
og hvað hann gerði fýrir okkur.
En þá finnst mér hlýhijúf röddin
segja: „Vertu ekki að þessu, þetta
var ekkert.“ Þessi sama rödd, sem
sagði svo oft: „Hvað er þetta, mað-
ur. Við reddum þessu.“
Það gekk eftir.
Fari Magngeir Valur Jónsson í
friði og þökk.
Ólafur Thóroddsen.
Magngeir Valur
Jónsson - Minning