Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
33
Hulda Sólborg Har-
aldsdóttír — Minning
Fædd 30. desember 1902
Dáin 28. desember 1993
Hinn 28. desember sl. lést í Borg-
arspítalanum tengdamóðir mín
Hulda Haraldsdóttir, Háteigsvegi 32,
eftir stutta sjúkrahúslegu. Stundum
er dauðinn líknsamur og má ætla
að svo hafi verið að þessu sinni, lífs-
gangan orðin löng og dagsverkið
mikið.
Hulda var fædd á Álftanesi á
Mýrum 30. des. 1902, dóttir Mörtu
Maríu Níelsdóttur og Haralds
Bjarnasonar bónda þar.
Hulda var gæfukona í einkalífi.
Hún lifði í farsælu hjónabandi með
eiginmanni sínum, Jónasi Böðvars-
syni skipstjóra, sem hún gekk að
eiga í apríl 1924. Þau eignuðust fjög-
ur börn, átta bamaböm og 22 barna-
barnabörn. Afkomendahópurinn er
því orðinn okkuð stór. Jónas lést
fyrir rúmum fimm árum.
Eins og hjá öðrum sjómannskon-
um hvíldi uppeldi bamanna og rekst-
ur heimilisins mjög á henni.
Hulda var hlédræg, heimakær og
vönduð til orðs og æðis. Hög í hönd-
um, mikil húsmóðir, móðir og eigin-
kona. Vandvirkni og snyrtimennska
var henni í blóð borin. Hún bjó sér
og sínum fallegt heimili þar sem vel
var veitt og vel að öllum búið. Jónas
og Hulda eru svo samtengd í minn-
ingunum frá Háteigsveginum.
Kærleikur þeirra og virðing hvors
fyrir öðru og umhyggja fyrir allri
' fjölskyldunni. Þau undu hag sínum
vel heima og héldu reisn sinni til
hins síðasta.
Nú þegar Hulda er öll eigum við
fallegar mínningar um prúðu konuna
góðu, en hún á örugga bjarta heim-
von því að hún æðraðist aldrei,
byggði hús sitt á bjargi og trú sína
á Guði.
Blessuð sé minning hennar.
Erna Aradóttir.
Hún hefur lagt þá frá sér í síðasta
sinn, prjónana sína. Fallegar hendur
leika ekki lengur við lopa og band.
Taktfast tifið er hljóðnað.
Amma mín Hulda Sólborg Har-
aldsdóttir var fædd á Álftanesi á
Mýrum 30. desember árið 1902.
Faðir hennar var Haraldur Bjama-
son, fæddur á Borg á Mýrum og síð-
ar bóndi á Álftanesi á Mýrum. Móð-
ir hennar var Marta María Níelsdótt-
ir, fædd í Vogi á Mýrum, en síðar
húsmóðir á Álftanesi.
Hulda amma ólst upp á mann-
mörgu heimili við ástríki foreldra,
hálfsystkina og vandalausra. Hún
átti einn albróður, Jón, sem lést á
unga aldri. Það dró enginn dul á að
sá missir setti mark sitt á unga sál
og bjó með henni ævilangt.
Húsbændur og hjú á Álftanesi
hafa ugglaust þurft að gefa allt sitt
í að fæða og klæða svo marga. Jörð-
in var gjöful ef nákvæmt og rétt var
nytjað. Þar finnst mér að hafi farið
fyrir og fremstur um allt langafi
minn Haraldur, handtakagóður,
hæglátur og greindur. Er það ekki
að undra að hann hafí átt ást og
virðingu dóttur sinnar skefjalausa.
Þessa ást fann ég svo glöggt í hvert
sinn sem hún amma mín kyssti mig
og kvaddi. Hélt í hönd mína og sagði:
„Þú heitir þó alltaf Haraldur.“
Huldubarnið er horfíð í annan
heim. Heim elskaðs föður og móður.
Heim þess sem hjarta ungrar stúlku
eignaðist og alltaf átti og á.
Mér fannst hún amma mín aldrei
alveg mennsk. Hún var dvergur að
hagleik, fádæma greind. Hún virtist
aldrei fíýta sér, en fékk svo miklu
áorkað. Staðföst, hlý og ófboðlítið
dulúðleg. Hún var eins og klettur,
traust og trygg. Eins og klukka, takt-
viss og nákvæm. Eins og blóm, rót-
föst, viðkvæm, mjúk og þokkafull.
Það var ekki eitt í dag og annað á
morgun hjá henni Huldu ömmu. Þeir
sem eitt sinn fengu vist í hjarta henn-
ar voru ekki afturræktir. Það er gott
að fá að bera blóð hennar í æðum
sínum og vegsemd að vera brot af
hennar bergi, en vandi að varðveita
eðlisþætti hennar. Amma elskaði afa
heitar öllum öðrum og er þó til nokk-
urs jafnað svo mikil var ást hennar
til áa allra og afkomenda.
Það eru ekki einvörðungu hlýjar
minningar sem við eigum sem eftir
lifum. Við klæðumst og skörtum
listaverkum sem hún amma pijón-
aði. Ótölulegum fjölda ættardjásna,
undrasmíða, sem orna okkur og orna
munu ókomnum kynslóðum.
Blessuð sé minning Huldu Sól-
borgar Haraldsdóttur.
Haraidur Haraldsson.
Hinn 28. desember síðastliðinn
kvaddi hún amma okkar þetta jarð-
líf. Hún lést á Borgarspítalanum.
Síðustu vikurnar var hún mikið veik
og sáum við að hveiju stefndi. Hún
átti ekki afturkvæmt á Háteigsveg
32, heimilið sem henni var svo kært
og þar sem hún helst vildi vera.
Heima hafði hún dvalist eftir að afl
lést. Með aðstoð barna sinna og
tengdabarna gat hún fengið að dvelj-
ast heima eins og hún hafði sjálf
kosið.
Amma var fædd á Álftanesi á
Mýrum 30. desember 1902. Hún var
yngsta barn foreldra sinna, Mörtu
Maríu Níelsdóttur og Haralds
Bjarnasonar. Ömmu þótti mjög vænt
um Álftanesið og talaði oft um árin
sín þar.
Ung stúlka kynntist amma afa
okkar, Jónasi Böðvarssyni. Afi var
sjómaður, stýrimaður í fyrstu en
skipstjóri síðar á millilandaskipum.
Þau voru mjög samhent hjón, báru
virðingu hvort fyrir öðru og voru
ástfangin alla tíð. Þau eignuðust
fjögur börn, Sigríði, Harald, Mörtu
Maríu og Böðvar.
Amma hélt góðum tengslum við
skyldfólk sitt og var sérstaklega
minnug á alla afmælis- og tyllidaga
hjá ættfólki sínu. Við minnumst gam-
alla daga þegar góðar veislur voru
haldnar og öll ættin og vinir voru
saman komnir.
Amma og afí áttu sérstaklega fal-
legt heimili. Yfir því ríkti einhver
ævintýraljómi í augum okkar bam-
anna. Þar var allt í röð og reglu.
Hver hlutur átti sinn stað. Þar leið
okkur ávallt vel.
Hluti af æskuminningum okkar
er tengdur þeim tíma er við, litlar
stelpur, sóttum tíma í dansi hjá Her-
manni Ragnari í Skátaheimilinu við
Snorrabraut. Eftir dansinn fórum við
til ömmu. Þar var gott að koma.
Amma vildi sífellt vera að buga ein-
hveiju að okkur og frá henni fór
enginn svangur. Hjá henni fengum
við hefðbundinn íslenskan mat ásamt
framandi vörum frá útlöndum, sem
afi kom með. Ef afí var í landi spil-
aði hann gjarnan við okkur meðan
amma tók til mat.
Amma var mikil hannyrðakona.
Hún var sífellt að pijóna á okkur
afkomendurna. Hún sá til þess að
við vorum alltaf í heimaprjónuðum
peysum, áttum hlýja ullarsokka og
vettlinga. Það var fallegt handbragð
á hlutunum hennar. Hún leysti öll
sín verk fallega af hendi.
Amma var dagfarsprúð, henni
fylgdi ró og virðing. Hún var trúuð
kona og trúði á líf eftir dauðann.
Hún var alltaf að biðja guð að blessa
okkur og sérstaklega ef við áttum
ferð fyrir höndum. Minnisstætt er
okkur þegar við vorum að fara í sveit
á sumrin að amma kom til að kveðja
okkur með nýja vettlinga og ullar-
sokka. Hún endaði ævinlega á því
að biðja guð að blessa okkur og bað
okkur að slíta flíkunum heilar.
Síðustu tuttugu ár ævi afa var
hann í landi, kominn á eftirlaun. Þá
voru þau óaðskiljanleg, amma og
afi. Fyrir fímm árum dó afi. Amma
saknaði hans mikið. Hún hafði ávallt
mynd af honum hjá sér. Hún talaði
oft um hann og sagði að hann væri
hjá sér áfram og þegar hún færi í
síðustu ferðina sína myndi hann bíða
sín á bryggjunni og taka á móti sér,
því svo oft hafði hún beðið hans
þegar hann kom að landi.
Við viljum trúa því að svo hafí
verið. Við þökkum ömmu samfylgd-
ina og alla hlýju og ástúð sem hún
sýndi okkur. Að lokum viljum við
biðja guð að blessa henni síðustu för
hennar á sama hátt og hún fól guði
okkar vegferð hér á jörð.
Blessuð sé minning Huldu ömmu.
Hulda og Oddný.
Ef finna á eitt orð til að lýsa
ömmu minni held ég að besta orðið
sé grandvör. Hún var grandvör kona,
trygglynd og hugsaði vel um sína.
íhaldssöm var hún í besta skilningi
þess orðs. Allt var í föstum skorðum
og regla á öllu. Hún breytti ekki
breytinganna vegna. Raunar þurfti
fáu að breyta. Það sem gert var var
gert til að endast.
Þau voru samtaka í því amma og
afí. Allt var vandað - fyrsta flokks
- eins og þau voru bæði. Eins ólík
og þau voru í raun, afi og amma á
Háteigsvegi, voru þau í hugum okkar
barnabarnanna eitt. Þau mynduðu
eina heild, samrýnd og vönduð. Afi
var stórtækur, heimsmaður, léttur í
lund en þó fastur fyrir. Amma var
róleg, dul og mild. Hún var þó ekki
síður föst á meiningunni. Bæði voru
þau traust og ákjósanlegar fyrir-
myndir. Hjónaband þeirra stóð á sjö-
unda áratug. Þau virtu hvort annað
og bjuggu við þá lukku að vera ást-
fangin alla tíð. Afí dó fyrir rúmum
fimm árum. Amma, sú trausta kona,
var fegin því að hann fór á undan.
Hún hefði síður viljað vitað hann
einan. Hún vissi það, sem við vitum
innra með okkur, að konurnar eru í
raun hið sterka kyn. Amma elskaði
afa ekki síður eftir að hann dó - í
þeirri fullvissu að þau hittust á ný á
efsta degi.
Sá lánsami maður sem átti ást
ömmu minnar, í hálfan sjöunda ára-
tug, var Jónas Böðvarsson, skipstjóri
hjá Eimskip. Hennar var hlutskipti
sjómannskonunnar. Eiginmaðurinn
var langdvölum á sjó en hátíð í hvert
skipti sem hann kom í land. Börn
þeirra eru fjögur: Sigríður húsmóðir,
gift Jóni Erlendssyni verkstjóra,
Haraldur rafvirkjameistari, kvæntur
Svanhildi Olafsdóttur skrifstofust-
manni, Marta María bankastarfs-
maður, sem gift var Garðari Bjarna-
syni stýrimanni, sem látinn er fyrir
nokkru, og Böðvar húsasmiður og
starfsmaður Vitastofnunar, sem
kvæntur er Ernu Aradóttur hjúkrun-
arfræðingi.
Heimili ömmu og afa var glæsilegt
og mikil reisn yfir öllu. Þar vildi
amma vera og hvergi annars staðar.
Eftir að afi dó studdu börn hennar
og tengdabörn við bakið á henni og
óskin fékkst uppfyllt. Á engan er
hallað þótt getið sé Mörtu. Síðustu
árin annaðist hún móður sína af ein-
stakri umhyggjusemi.
Amma var trúuð kona og í hennar
huga var enginn efí um líf eftir þetta.
Hún kveið því ekki vistaskiptunun-
um. Hún var viss um góðar móttök-
ur. Við, afkomendur Huldu og Jónas-
ar, sjáum þau fyrir okkur sameinuð
á ný. Amma var farin að hlakka til
þeirra endurfunda. Aðskilnaðurinn
var orðinn fulllangur.
Fari hún í friði.
Jónas Haraldsson.
Látin er í Reykjavík amma rnín
Hulda Sólborg Haraldsdóttir, síðust
sinna systkina, enda yngst. Nú munu
einnig fáir eftir af fjölmennum hópi
systkinabarna eða aðeins Friðrik
Dungal og svo síðari konu börn séra
Haralds móðurbróður hennar, Berg-
ljót og Jónas, enda eru þau að aldri
til kynslóð yngri, þó að þau tilheyri
gamla settinu í númeraröð kynslóð-
anna.
Ekki veit ég mikið um ætt ömmu,
en það litla sem ég veit, er frá henni,
svo og áðurnefndum Jónasi og Frið-
riki komið. M.a. var amma í móður-
ætt af Austfírðingum og Þingeying-
um komin, þó að afi hennar og amma
hafí sest að á MýrUnum. Um þin-
geysku ættina er mikið til skjalfest,
en um Austfirðinginn Níels og hans
ætt man ég eftir að þeir Friðrik og
Jónas sögðu þekkingu sína að mestu
komna frá tveimur þekktum kosn-
ingasmölum á Austfjörðum, þeim
Lúðvík og Eysteini. Ekki var þó
þekking ömmu minnst. í föðurætt
mun hún hafa talist til svokallaðrar
Þorkelsættar. Segja má að sérarnir,
séra Sveinn, séra Jón, séra Þorkell
o.s.frv. hafí mótað ijölskylduna hér
í gamla daga með litríkum hætti.
Landnámsjörð sú, sem amma mín
fæddist og ólst upp á, er um marga
hluti ærið sérstæð og mér er harla
minnisstæð heimsókn þangað á sl.
sumri. Fyrir utan fegurð landslagsins
ber hæst móttökur þeirra mæðgna
Agnesar og Ásdísar tölvubónda og
kennara, en Haraldur „Kvíslhöfða-
bóndi“ sást tilsýndar í hillingum á
sandinum, hvar hann þeysti á gæð-
ingum í fararbróddi reiðmanna.
Hvergi háttar betur til útreiða en á
fjörunum þar.
Það er gaman að sjá hve allt er
að verða glæsilegt á ný á Álftanesi
og í hve góðu ásigkomulagi kirkjan
og kirkjugarðurinn eru. Amma mín
hélt mikið upp á Álftaneskirkju, sem
mig rámar í að hún hafi talið jafn-
öldru sína. Hún gaf þangað bæði fé
og kirkjumuni, m.a. altarisklæði. Nú
er kirkjan í góðri umsjá Ásdísar, sem
nýtur ómældrar aðstoðar Hallgríms
tengdaföður síns. Það var líka gaman
að sjá agnarsmáan afkomanda þeirra
Ásdísar og Jónasar Hallgrímssonar,
sem nú er sennilega farinn að feta
í fótspor ömmu minnar. Hið forn-
kveðna: „Maður kemur í manns stað“
er enn í fullu gildi. Ég á vonandi
eftir að koma aftur að Álftanesi og
sjá þar glæsilegar drullukökur og bú
barnanna og fá sæbarinn rabarbara
með „hreinum sveitaskít", eins og
Agnes sagði.
Ef líf er á eftir þessu, þá getur
amma nú glaðst yfir því hve allt er
í mikilli endurbót og framför á henn-
ar æskuslóðum. Landið sjálft er enn
jafn glæst og það var í ömmu ung-
dæmi. Sjálfsagt er hún nú búin að
taka eina „glennu" þanra uppeftir.
Kirkjan og kirkjugarðurinn með ný-
smíðuðu hliðinu eru til sóma, eins
og áður var sagt.
Þau hljóta að vera ánægð með
Álftanesið, feðginin, amma mín og
langafi minn Haraldur, sem hjá henni
dvaldist síðustu æviárin eftir 80 ára
og einnar viku búsetu á Álftanesi.
Þeir eru glæstir reiðskjótarnir, sem
nú eru í húsum og á hlaði á Álfta-
nesi og hljóta að gleðja þau „Gógó
mína“ og Hara. Skömmu eftir fyrra
stríð giftist amma afa mínum Jónasi
Böðvarssyni stýrimanni, sem lengst
af starfaði sem sjómaður á Fossum
hf. Eimskipafjelags íslands. Þau lifðu
spart, en hjálpuðu oft öðrum, t.d. í
veikindum. Amma hafði einstakt
minni á allar dagsetningar, t.d. af-
mælis- og brúðkaupsdaga, og það
var miklu stærri ættbogi en ég kann
skil á, er naut góðs af. Fram undir
það síðasta mundi amma nákvæm-
lega fæðingardag, stund og stað allra
sinna ættmenna og afa ættmenna í
gríðarstóran radíus.
Ekki held ég að afi minn hafi ver-
ið mikið fyrir þessa ættfræði, en
hann fjármagnaði „fyrirtækið",
stundum meira af vilja en maajti,
þannig að allir fengu sinn pakka, oft
stórgjafír. Á sama tíma hafði sá
gamli e.t.v. ekki efni á að fá sér föt
eða endurnýja bílinn. Afi var sem
sagt gegnheill höfðingi. Þau voru
ólík amma og afi, en samtaka. Frá
þeirra langa sambandi eru aðrir
hæfari til frásagnar. Að leiðarlokum
vil ég þakka ömmu minni væntum-
þykju og óverðskuldaða velvild í minn
garð, sem kom fram allt til síðustu
stundar, þegar hún var jafnvel að
spyija mig að því, hvort það væri
ekki alveg öruggt að ég hefði fengið
buxur í afmælisgjöf sl. sumar og ég
ætti líka að fá buxur næst. Hún vissi
sem sagt, að buxurnar dygðu ekki
nema árið, í besta falli. Nú verð ég
að hafa einhver önnur ráð með bux-
urnar, næst!
Ömmu varð. að ósk sinni, að geta
verið heima, nánast fram í andlátið.
Til þess fékk hún aðstoð og hjálp frá
ýmsum ættingjum og Jóni, einnig frá
Þóru og síðar Láru, sem komu til
hennar og veittu húshjálp. Þær unnu
báðar bæði göfugt og gott Starf. Um
tíma var líka Sirra „sem hellti upp
á könnuna". Síðustu dagana dvaldi
amma síðan á Borgarspítalanum, þar
sem hún fékk frábæra umönnun.
Amma saknaði afa mjög mikið og
nú hafa þau „kanske“ náð saman
aftur, eins og hún var svo fullviss
um. Hún trúði því statt og stöðugt,
að afí væri ekki í kirkjugarðinum,
heldur heima á Háteigsvegi að hjálpa
henni. Hvert þau hafa brugðið sér
núna, veit ég ekki, en vona að þau
„brúki" nú tækifærið og fari sem
flestar „glennur", því að för út á
land eða til annarra landa er nú trú-
iega aðeins ein „glenna“. _
Ólafur.
Hún amma mín kom í heiminn í
mesta skammdeginu og hún kvaddi
þennan heim einnig í mesta skamm-
deginu. En hún var sumarbarn, þráði
birtu og hlýju. Hún beið eftir komu
kríunnar. Þegar amma var lítil stúlka
í sveitinni sinni Álftanesi á Mýrum,
þá hefur hún lært að með kríunni
kæmi vorið. Ég trúi því að hún hafi
beðið stillt og prúð eftir vorinu, stillt
og prúð eins og hún var ætíð.
Amma og afi Jónas Böðvarsson
skipstjóri bjuggu lengst af á Háteigs-
vegi 32 hér í höfuðborginni, eða frá
1946. Það var reisn yfír þeim hjónum
og bústað þeirra. Þau voru alltaf
bakhjarl íjölskyldu minnar. Tilbúin
að rétta okkur hjálparhönd. Þegar
ég var 13 ára bjó ég ásamt móður
minni einn vetur hjá ömmu og afa.
Hugsuðu þau vel um mig eins og
þeirra var von og vísa. Góður matur
var á réttum tímum, skólanestið
vænt. Föt og hýbýli hrein og snyrti-
leg. En umhyggja ömmu fyrir mér
náði lengra. Hún sá hvað ég saknaði
hundsins míns mikið. Þó að það hefði
ekki tíðkast í hennar sveit að hafa
hunda innan húss, hvað þá að klappa
hundi, tók hún hundinn inn á sitt
heimili til að mér liði betur.
Hún amma mín var eins og marg-
ir íslendingar af hennar kynslóð iðin,
nýtin og nægjusöm. Ég man hana
sívinnandi. Alltaf var hún að hugsa
um aðra, um fjölskyldu sína og af-
komendur, sem voru henni allt. Alla
afmælis- og merkisdaga mundi hún.
Sendi hún þá hagnýta gjöf eða
hringdi til viðkomandi. Fallegur var
sá siður hennar að þegar langömmu-
börnin hennar fæddust sendi hún
mæðrum þeirra gjarnan náttföt.
Þegar við barnabörnin vorum
yngri vissi hún vel hvað hveijum féll
í mat og passaði upp á að hver fengi
það sem honum líkaði. Margar flík-
urnar hefur hún amma mín saumað
um ævina og ófáar lykkjurnar pijón-
að. Var handbragðið jafnt og fal-
legt. Hún sat með poturnar sínar þar
til hún var flutt á spítala 2. des. sl.
Nutum ég og börnin mín þijú góðs
af. Við erum vel birg af pijónlesinu
hennar ömmu og það á eftir að ylja
okkur næstu árin.
Nú eru dagar ömmu hér á jörðu
taldir. Daglegt líf mit og fjölskyldu
minnar var samofíð hennar lífi, þann-
ig að við skynjum tómleika.
Nú er hún amma búin að hitta
hann afa, sem hún elskaði fram í
andlátið. Hún kyssti myndina af hon-
um á hverju kvöldi eftir að hann lést.
í banalegu sinni hélt hún alltaf á
myndinni og kyssti hana af og til.
Hún sagði að hann myndi bíða eftir
sér hinum megin. Hún hefði svo oft
beðið hans, sjómannsins, í gegnum
tíðina.
Áshildur, Garðar og Jónas kveðja
langömmu.
Guð blessi þig, amma mín.
Valgerður Garðarsdóttir.
Ég man fyrst almennilega eftir
langömmu eftir að langafí dó fyrir
rúmum fimm árum. Hún var sípijón-
andi og átti fullan kassa af sokkum
og vettlingum sem hún gaf iðulega
okkur systkinunum.
Ég kom oft til hennar á laugardög-
um. Það var alltaf bijóstsykur í litla
kramarhúsinu inni í stofu og kex í
eldhússkápnum. Það var líka svo
hlýtt hjá langömmu og notalegt að
koma til hennar. Hún fór á hveiju
sumri með okkur fjplskyldunni í sum-
arbústað og verður því tómlegt þegar
við förum næst í bústaðinn.
Núna ér hún loksins komin til
langafa sem beið hennar svo lengi.
Áshildur Arnarsdóttir.