Morgunblaðið - 28.01.1994, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík haldið um helgina
Átta bjóða sig fram
Ámi Ingi
Stefánsson
Böðvar Jónsson
Guðjón Ómar
Hauksson
Ingólfur
Bárðarson
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík vegna væntanlegra
sveitarstjórnarkosninga í vor, fer fram laugardaginn 29. jan-
úar. Átta frambjóðendur gefa kosta á sér og er prófkjörið opið
öllum stuðningsmönnum flokksins sem náð hafa kosningaraldri
á kjördag. Kosið er í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, í Njarðvík
og hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 22.
Jakob Sigvaldi
Sigurðsson
Jónína A. Sanders
Kristbjörn
Albertsson
Valþór Söring
Jónsson
Frambjóendur eru í stafrófsröð:
Árni Ingi Stefánsson fram-
kvæmdastjóri, Holtsgötu 48, Njarð-
vík. Árni er 39 ára og starfar sem
framkvæmdastjóri Dverghamra sf.
Hann er nú 1. varamaður í bæjar-
stjórn Njarðvíkur. Eiginkona Árna
er Halldóra Húnbogadóttir og eiga
Borgarstjóri um framsetningu á skuldum borgarsjóðs
Tæknilegt atriði að telja
með skuldir bílastæðasjóðs
Borgarhagfræðingur segist einn bera ábyrgð á mistökunum
BORGARSTJÓRI segir það nánast tæknilegt atriði að telja skuld-
ir bílastæðasjóðs með heildarskuldum borgarsjóðs eins og gert
hafi verið við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar fyr-
ir árið 1994. Fulltrúar minnihlutans í borgarsijórn hafa vakið
athygli á að heildarskuldir séu um milljarði lægri um síðustu
áramót en fram hafi komið í ræðu borgarsíjóra. Eggert Jónsson
borgarhagfræðingur, segist einn bera ábyrgð á þeim mistökum
að bæta skuldum bílastæðasjóðs við heildarskuld borgarsjóðs.
„Mér finnst þetta vera dæmigert
upphlaup hjá minnihlutanum og þá
einkanlega hjá Sigrúnu Magnúsdótt-
ur,“ sagði Markús Örn Antonsson
borgarstjóri. „Þetta eru vinnubrögð
sem hún er vel þekkt að hér á
borgarstjórnarvettvangi. Málið var
upplýst á fundi borgarráðs á þriðju-
dag í þessari viku og það er ‘ljóst
að borgarhagfræðingi varð það á
að telja skuldir bílastæðasjóðs með
heildarskuldum borgarsjóðs. Þetta
er nánast tæknilegt atriði því bíla-
stæðasjóður var meðtalinn í borgar-
sjóðnum til skamms tíma og það eru
mjög náin tengsl þarna á milli því
að borgarsjóður er ábyrgur fyrir öll-
um skuldbindingum bílastæðasjóðs.
Þessi skuld bílastæðasjóðs nemur
um 760 milljónum króna sem er sú
upphæð sem þarna er um að ræða.
Það er síður en svo að minnihlutinn
hafi komið niður á einhvern fjársjóð
þó að þessi skekkja hafi verið í fram-
setningu á tölum. Þetta eru skuldir
sem borgin verður að standa skil á
og borgarsjóður verður að greiða ef
bílastæðasjóður hefur ekki tekjur til
þess að greiða af sínum skuldbind-
ingum sjálfur."
í frétt frá Eggerti Jónssyni borg-
arhagfræðingi kemur fram að hon-
um hafi orðið á þau mistök að bæta
skuldum bílastæðasjóðs við heildar-
skuld borgarsjóðs eins og hann hafi
greint frá á fundi borgarráðs. Tekið
er fram að tölur ársins 1993 séu
byggðar á áætlunum og að þær
muni ekki liggja ■ endanlega fyrir
fyrr en í ársreikningi. Menn geti
hins vegar haft ólíkar skoðanir á því
hvort eðlilegt sé að telja skuldir bíla-
stæðasjóðs þar með, þar sem hann
sé öðrum borgarfyrirtækjum tengd-
ari borgarsjóði, sem ber ábyrgð á
öllum skuldbindingum hans.
Þá segir: „Mér finnst hinsvegar
leitt, að Sigrún Magnúsdóttir skuli
hafa vegið svo ómaklega að borgar-
stjóra eftir að ég hafði upplýst hana
um ábyrgð mína á mistökunum á
fundi borgarráðs 25. þ.m. Borgar-
stjóri átti að geta treyst upplýsingum
mínum um áætlaðar heildarskuldir
um síðustu áramót," segir í frétt frá
borgarhagfræðingi.
þau þrjá syni.
Böðvar Jónsson fasteignasölu-
maður. Böðvar er 25 ára og býr á
Brekkustíg 33b, Njarðvík. Hann
Iauk stúdentsprófi 1988 og starfar
í dag sem fasteignasölumaður á
Eignamiðlun Suðurnesja. Unnusta
Böðvars er Anna Karlsdóttir Taylor
og eiga þau einn son.
Guðjón Omar Hauksson fulltrúi.
Guðjón er fæddur í Reykjavík 9.
mars 1948. Hann lauk prófi frá
Gagnfræðaskólanum við Lindargötu
í Reykjavík 1963, stundaði nám við
Iðnskólann í Reykjavík. Guðjón
stundaði nám í markaðsfræðum,
verslunarstjórn, bókhaldi o.fl. Guð-
jón stundaði verslunarstörf frá 1964
til 1985, þar af sem verslunarstjóri
í 9 ár og kaupmaður í 7 ár. Starf-
aði við bókhald í 3 ár, sem starfar
nú sem fulltrúi umhverfisdeildar
Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Sam-
býliskona Guðjóns er Guðný Jóns-
dóttir.
Ingólfur Bárðarson rafverktaki,
Hólagötu 45, Njarðvík, 56 ára. Ing-
ólfur er fæddur og uppalinn í Njarð-
vík. Hann lauk iðnskólanámi og
sveinsprófi 1962 og fékk rafverk-
takaleyfi og landslöggildingu 1965.
Síðan hefur Ingólfur verið sjálfstæð-
ur verktaki. Hann hefur verið bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 1982
og forseti bæjarstjórnar í þijú ár og
er það í dag. Eiginkona Ingólfs er
Halldóra Jóna Guðmundsdóttir og
eiga þau fimm börn.
Jakob Sigvaldi Sigurðsson vél-
virkjameistari, Kirkjubraut 1, Njarð-
vík. Jakob er fæddur 3. janúar 1935.
Jakob lauk iðnnámi í vélvirkjun frá
Iðnskólanum í Keflavík 1969. Eigin-
kona Jakobs er Jónína Margrét Her-
mannsdóttir.
Jónína A. Sanders hjúkrunar-
fræðingur, Lágmóa 7, Njarðvík. Hún
er hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrun-
arskóla íslands 1985, lauk fram-
haldsnámi í svæfingar- og gjör-
gæsluhjúkrun í Svíþjóð 1988, BSc.
prófi í hjúkrunarfræðum frá Háskóla
Islands 1993. Unnið við hjúkrun
bæði í Svíþjóð og á íslandi, nú síðast
í afleysingum sem hjúkrunarforstjóri
við Heilsugæslustöð Suðurnesja í
Grindavík. Fyrir hjúkrunarnám vann
Jónína hjá íslenskum markaði í flug-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli í fimm
ár og í tvö ár sem gjaldkeri hjá'
Rafveitu Njarðvíkur. Jónína er gift
Jóni Benediktssyni lækni og á einn
son.
Kristbjörn Albertsson kennari og
bæjarfulltrúi. Kristbjörn er 49 ára
og býr í Fífumóa lb í Njarðvík.
Hann starfar sem kennari við
Grunnskólann í Njarðvík. Kristbjörn
hefur verið bæjarfulltrúi í Njarðvík
síðan 1990 og átt sæti í bæjarráði.
Valþór Söring Jónsson, Njarðvík-
urbraut 1, Njarðvík. Hann er 40 ára
og starfar sem yfirverkstjóri. Valþór
er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflok-
Eiginkona Valþórs er Hálldóra
Lúthersdóttir
börn.
og eiga þau fjögur
Vöruskiptin hagstæð árið 1993
í DESEMBERMANUÐI sl. voru fluttar út vörur fyrir tæpa 9,3 miHj-
arða kr. og inn fyrir röska 8,4 miiljarða kr. fob. Vöruskiptin í desem-
ber voru því hagstæð um 0,8 milljarða kr. en í desember 1992 voru
þau óhagstæð um 3,3 milljarða kr. fob á sama gengi, segir í frétt frá
Hagstofu Islands.
Allt árið 1993 voru fluttar út vör-
ur fyrir 94,7 milljarða króna en inn
fyrir 82,6 milljarða króna fob. Vöru-
skiptajöfnuðurinn á árinu var því
hagstæður um 12,1 milljarð kr. en
árið áður var hann óhagstæður um
0,4_ milljarða kr. á föstu gengi.
Árið 1993 var verðmæti vöruút-
flutningsins nær hið sama á föstu
gengi og árið áður. Sjávarafurðir
voru 79% alls útflutningsins og var
verðmæti þeirra um 2% minna en
árið 1992. Útflutningur á áli var 5%
minni en útflutningur kísiljárns 39%
meiri á föstu gengi en árið áður.
Útflutningsverðmæti annarrar vöru
(að frátöldum skipum og flugvélum)
var 2% minna í janúar-desember
1993 en árið áður.
Heildarverðmæti vöruinnflutn-
ingsins árið 1993 var 14% minna á
föstu gengi en árið áður. Innflutning-
ur sérstakrar fjárfestingarvöru (skip,
flugvélar, Landsvirkjun) varð innan
við þriðjungur af því sem hann var
árið 1992. Innflutningur til stóriðju
varð 12% minni en árið næsta á
undan og olíuinnflutningur 4% minni.
Að þessum liðum frátöldum reynist
annar innflutningur'hafa orðið 9%
minni en á árinu 1992.
Fiskréttaverksmiðja í Garðinum vill nýta möguleika EES
Lánasjóðir iðnaðarins
vísa fiskinum frá sér
FYRIRTÆKI sem er að byggja upp fiskréttaverksmiðju til fram-
leiðslu á tilbúnum fiskréttum í neytendaumbúðir, meðal annars
til að nýta möguleika sem opnast hafa á Evrópska efnahagssvæð-
inu, hefur átt í erfiðleikum með að fá stofnlán vegna véla-
kaupa. Að sögn annars eigandans vísa sjóðir iðnaðarins fyrirtæk-
inu frá sér þar sem það sé sjávarútvegsfyrirtæki og Fiskveiða-
sjóður gefur þau svör að hann hafi ekki peninga aflögu til að
lána í slíka starfsemi. Stjórnendur Iðnþróunarsjóðs og Fiskveiða-
sjóðs segjast hafa heimildir til að veita stofnlán til fullvinnslu
á fiskréttum og Iðnlánasjóður segir að verkefnið sé nálægt starf-
sviði sínu. Hins vegar þurfi að uppfylla ýmis skilyrði.
Víðir hf. í Garði hóf í vetur fram-
leiðslu á súpum og ýmsum fiskrétt-
um, aðallega fískrúllum, í neytenda-
pakkningum. Vörumar hafa hingað
til aðallega verið seldar á innan-
landsmarkaði, bæði í mötuneyti og
verslanir, og líkað vel að sögn Jó-
hannesar S. Guðmundssonar ann-
ars eigenda Víðis hf. Fyrirtækið er
jafnframt að undirbúa markaðs-
sókn erlendis^ í samvinnu við Út-
flutningsráð íslands. Vegna tolia-
lækkana sem urðu á þessum vörum
við opnun Evrópska efnahagssvæð-
isins er litið sérstaklega til Evrópu-
markaðar og hafa Bretar m.a. sýnt
áhuga á vörum frá Víði hf.
Jóhannes sagði að fjármögnunin
væri erfíð. Fengist hefði stuðningur
frá Eignarhaldsfélagi Suðumesja
og einnig styrkur frá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði til að veita nokkrum
mönnum vinnu um tíma. Hins veg-
ar hefðu ekki fengist stofnlán til
vélakaupa og væri það fyrirtækinu
erfitt að þurfa að binda mikið fé í
vélum í upphafi rekstrar. Jóhannes
sagði að starfsmaður Iðnþróunar-
sjóðs hefði synjað um lán til véla-
kaupa og það án þess að bera erind-
ið undir stjórn sjóðsins sem þó
væri skylt. Þær skýringar hefðu
fengist að fyrirtækið stundaði físk-
vinnslu og Iðnþróunarsjóður lánaði
ekki í fiskinn. Sagðist Jóhannes
telja það furðulega afstöðu því físk-
réttaframleiðslan væri matvælaiðn-
aður. Hann sagði að einnig hefði
fengist neikvætt svar frá Iðnlána-
sjóði en málið hefði verið tekið aft-
ur upp og væri nú til athugunar.
Þá hefðu þau svör fengist hjá Fisk-
veiðasjóði að þar væm engir pen-
ingar til að lána í þetta vegna leng-
ingar á lánum sjávarútvegsins.
Heimild til lánveitinga
Stjórnendur sjóðanna ræða ekki
einstakar lánsumsóknir. Þorvarður
Alfonsson, framkvæmdastjóri Iðn-
þróunarsjóðs, sagði að sjóðurinn
lánaði til iðnaðar í víðtækum skiln-
ingi þess orðs, hann gæti lánað til
nánast allrar arðbærrar atvinnu-
starfsemi. Kannaðist hann ekki við
að hafa fengið lánsumsóknir frá
fiskréttaframleiðslu en hins vegar
hefði sjóðurinn lánað nokkrum fyr-
irtækjum sem hafa farið út í að
pakka fískflökum í neytendaum-
búðir. Taldi Þorvarður að sjóðurinn
myndi sýna því áhuga ef hann fengi
beiðni um að fjármagna fískrétta-
verksmiðju, að því tilskyldu að
starfsmenn sjóðsins fengju trú á
stjórnendum fyrirtækisins og fjár-
hagslegu heilbrigði þess.
Bragi Hannesson, forstjóri Iðn-
lánasjóðs, sagði að Iðnlánasjóður
væri sjóður iðnaðarins og sam-
kvæmt reglum hans hefði fiskiðnað-
urinn fallið utan verksviðs hans.
Hins vegar væri áhugi á að opna
sjóðinn meira og yrði unnið að því
í kjölfar laga um lánastofnanir,
aðrar en banka og sparisjóði, sem
sett voru undir lok síðasta árs.
Bragi viðurkenndi að pökkun á fiski
í neytendaumbúðir félli nálægt
starfssviði sjóðsins en hann hefði
fengið lítið af slíkum umsóknum.
Hann sagði að meginþorri þeirra
fyrirtækja sem fengju synjun við
lánsumsóknum uppfylltu ekki skil-
yrði sjóðsins um eigið fé. Sjóðurinn
mæti fyrirtæki út frá rekstri og
afkomu og væri miðað við að eigið
fé væri almennt ekki minna en
15%. Mörg fyrirtæki næðu ekki
þessu marki enda væri lítið eigið
fé íslenskra fyrirtækja eitt af meg-
invandamálum í íslensku efnahags-
lífí.
Svavar Ármannsson, aðstoðar-
forstjóri Fiskveiðasjóðs íslands,
sagði að sjóðnum væri heimilt að
veita lán til framleiðslu fiskrétta í
neytendaumbúðir. Nokkuð væri um
að frystihús hefðu bætt við sig full-
vinnslulínum og taldi hann líklegt
að Fiskveiðasjóður hefði í einhveij-
um tilvikum veitt lán til slíks. Svav-
ar sagði að ekki hefði reynt á um-
sóknir til fiskréttaverksmiðja að
undanförnu en það yrði að athuga
mjög vel ef til þess kæmi. Sagði
har.n að lánveitingar færu eftir því
hvernig sjóðnum litist á verkefnið,
hvað veð væru örugg og rekstur
fyrirtækisins góður, og hvað sjóður-
inn hefði mikið fé til útlána. Svavar
sagði að Fiskveiðasjóður þyrfti
stöðugt að taka ný lán til að fjár-
magna starfsemina, jafnvel þó eng-
ar lánveitingar væru, því erlend lán
sjóðsins væru til mun styttri tíma
en þau ián sem sjóðurinn veitti.
Hins vegar væri aðgangur hans að
fjármagni takmarkaður og þyrfti
að setja verkefni í forgangsröð.