Morgunblaðið - 28.01.1994, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994
Tíðarfar hamlað flugsamgöngum í janúar
4 dagar fallið úr
og oft hluti úr degi
Nokkur samdráttur í farþegaflutningum
ÞAÐ sem af er árinu hefur flug milli Akureyrar og Reykjavíkur
fallið niður í fjóra daga, en að meðaltali fellur flug á þessari flug-
leið niður 6-7 daga yfir allt árið. Auk þess hefur flug oft fallið
niður hluta úr degi. Á síðasta ári fækkað farþegum Flugleiða um
1,2% á flugleiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, en 16% fækk-
un varð á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Örlítil fjölgun varð á
Sauðárkróksleiðinni.
„Janúarmánuður hefur verið
okkur býsna erfiður og þó hann
sé ekki liðinn hafa þegar fallið
niður 4 dagar sem ekki hefur ver-
ið hægt að fljúga og það er mikið
þegar til þess er litið að það falla
að jafnaði ekki niður nema 6-7
dagar á ári. Þá hefur oft komið
fyrir að flogið hefur verið að
morgninum og síðan orðið ófært,
eða þá að leiðin hafa ekki opnast
fyrir en undir kvöld, þannig að
þetta hefur verið mjög erfitt,"
sagði Bergþór Erlingsson um-
dæmisstjóri Flugleiða á Norður-
landi.
Bíllinn helsti keppinauturinn
Á síðasta ári fækkaði farþegum
á flugleiðinni milli Akureyrar og
Reykjavíkur um rúm ellefu hundr-
uð, en til og frá Akureyri voru
fluttir alls 94.649 farþegar á liðnu
ári. Mest var fækkun farþega á
leiðinni milli Húsavíkur og Reykja-
víkur en þeim fækkaði um tæplega
1.700 eða 16%. Um 1,2% fjölgun
farþega var að ræða á leiðinni
milli Sauðárkróks og Réykjavíkur.
Alls var Norðurland með um 45%
hlutdeild í innanlandsflugi Flug-
leiða á síðasta ári.
Bergþór sagði að helsta skýr-
ingin á 1,7% samdrætti í farþega-
flutningum Flugleiða til Norður-
lands væri samkeppni við bílinn,
en í kjölfar þess að bæði vegir og
bílar hafa batnað kysu margar að
ferðast með bílum milli landshluta
fremur en að fljúga. „Við reynum
að bregðast við þessu með því að
bjóða upp á mikla tíðni flugferða,"
sagði Bergþór.
Ejjólfur sýn-
ir í Galleríi
AllraHanda
EYJÓLFUR Einarsson list-
málari opnar málverkasýn-
ingu í Gallerí AlIraHanda í
Grófargili á Akureyri næst-
komandi laugardag, 29. jan-
úar.
Hann opnaði sýningu í Sólon
íslandus um síðustu helgi og
skiptir því myndefninu milli
tveggja sýningarstaða, en syðra
sýnir hann stór olíumálverk og
fyrir norðan eru vatnsiitamyndir
sem Eyjólfur vann að í Helskinki
haustið 1992 og er landslagið
þar í fyrirrúmi.
Eyjólfur á að baki langan feril
í myndlist, hann nam við Kon-
unglegu listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn á árunum 1962 til
1966. Hann hefur haldið margar
einkasýningar og er sýningin í
Gallerí AIlraHanda sú 17. í röð-
inni og þriðja málverkasýning
hans á Akureyri. Sýningin stend-
ur yfir til 12. febrúar næstkom-
andi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tómstundamiðstöð
UNNIÐ er að því að opna tómstundamiðstöð fyrir atvinnulausa í húsnæði sem Landsbankinn á Glerá-
reyrum þar sem áður var skóverksmiðja og í gær kom hópur fólks til að hreinsa þar til.
Tómstundamiðstöð fyrir
atvinnulausa komið á fót
UNNIÐ er að því að opna tómstundamiðstöð fyrir atvinnulausa í
rúmlega 900 fermetra húsnæði þar sem skóverksmiðjan Strikið var
til húsa á Gleráreyrum. Þar er gert ráð fyrir að verði fjölbreytt
starfsemi, námskeið, fyrirlestrar og fleira auk þess sem fólk getur
stundað hvers konar tómstundaiðju.
„Þetta er mjög spennandi og við
hlökkum til að starfsemin hér hefj-
ist,“ sagði Guðrún Antonsdóttir ein
þeirra sem í gærdag vann við hrein-
gerningar á húskynnunum, en reynt
er að virkja þá sem hyggjast síðan
notfæra sér tómstundamiðstöðina
til að koma húsnæðinu í þokkalegt
horf.
Fjölbreytt starfsemi
Gert er ráð fyrir að fólk geti
notið leiðsagnar í ýmis konar hand-
verki á staðnum, en fram hafa kom-
ið hugmyndir um verkefni eins og
bókband, smíðar, saumaskap, leir-
munagerð, viðgerðir ýmis konar,
tölvuvinnu og vefnaði en einnig
verður aðstaða til að stunda íþrótt-
ir og þá verður setustofa þar sem
hægt verður að grípa í spil eða tefla.
Loks má nefna að komið verður upp
leikherbergi fyrir börn sem fylgja
foreldrum sínum í tómstundastöð-
ina.
Hermann Sigtryggsson íþrótta-
og tómstundafulltrúi hefur unnið
að undirbúningi málsins, en að mið-
stöðinni standa íþrótta- og tóm-
stundaráð á Akureyri, Félagsmála-
stofnun og Akureyrarbær. Hann
sagði að hugmyndin væri sú að
þeir sem hygðust notfæra sér að-
stöðuna myndu byggja starfsemina
upp og færi það eftir áhuga þátttak-
enda hvað gert yrði, en í næstu
viku verður gerð skoðanakönnum
meðal atvinnulausra um hvað þeir
helst kjósa að verði í boði í tóm-
stundamiðstöðinni.
„Þetta fer af stað í rólegheitum,
en við væntum þess að fólk hafi
áhuga á að nýta sér þessa aðstöðu.
Hér er mikið atvinnuleysi og það
er ástand sem er viðvarandi, því
miður loka margir sem búa við at-
vinnuleysi sig inni, en fólk verður
að lifa áfram og þess vegna væntum
við þess að það grípi þetta tæki-
færi fegins hendi,“ sagði Hermann
og gat þess að lokum að nú væru
menn að reyna að útvega sér áhöld
og tæki til að nota í miðstöðinni.
MTC
PENINGASKÁPAR
Með kortalásum,
tölvulásum og
talnalásum.
Verð frá kr.
29.810,-
Fáanlegir með gólf-
festingu og bjöliu
TILVUTÆKI
FURUVÖLLUM 5, AKUREYRI
SÍMI 96-26100.
ÍJU Tæknival
SKEIFUNNI 17, REYKJAVIK
SÍMI 91 -681 665.
L STÍLL j
^JHHHHHHL^ A
s LJöföar til Llfólks í öllum tarfsgreinum!
1 Mt
Metframleiðsla í frystihúsi á síðasta ári ÚA þrátt fyrir minni afla
Verðmæti framleiðslunnar
nam röskum 2 milljörðum
METFRAMLEIÐSLA var í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa á
liðnu ári, en verðmæti framleiðslunnar jókst um 28% milli ára. Fram-
leiðsluverðmæti nam röskum 2 milljörðum króna á síðasta ári. Fram-
leiðsluverðmæti frystitogara félagsins jókst um 11% milli ára þrátt
fyrir aflasamdrátt. Kvóti togara ÚA hefur verið skorinn niður um
2.400 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári og íþyngir nokkuð rekstri
þess. Útlit er fyrir að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári
verði a.m.k. 50-60 milljónir króna. Rekstrartekjur á síðsta ári námu
um 2,9 milljörðum króna og heildarveltan var um 3,7 milljarðar.
Björgólfur Jóhannsson fjármála-
stjóri Utgerðarfélags Akureyringa
sagði að félagið hefði ekki farið
varhluta af erfiðri stöðu í sjávarút-
vegi, minnkandi aflakvóta, sam-
drætti í afla og verðlækknunum á
mikilvægum mörkuðum, en þrátt
fyrir þessa erfíðu stöðu hefði ekki
verið tap af rekstri félagsins í ára-
bil og allt stefndi í að hagnaður
yrði einnig af rekstri síðasta árs.
9000 tonn í 3.900
Skerðing þorskkvóta hefur komið
sérlega þungt niður á reksti ÚA,
en félagið hefur bætt sér hana upp
með kaupum á kvóta. Árið 1988
var þorskkvóti togara ÚA um 9
þúsund tonn, en á yfirstandandi
fiskveiðiári er hann 3.900 tonn, þó
svo að varanlegur kvóti, um 1.100
tonrt, hafí verið keyptur á árinu.
Aðhalds er gætt í rekstri í kjölfar
þessa niðurskurðar og ráðstafanir
gerðar til að afla nýrra veiðiheim-
ilda auk þess sem leitað er leiða til
að auka framleiðsluverðmæti afurð-
anna, m.a. með því að vinna aflann
í verðmætari pakkningar.
Afli ísfisktogaranna 5 var 1,3%
minni í fyrra en var árið á undan,
en aflaverðmæti þeirra var tæplega
780 milljónir króna á móti 755
milljónum á árinu á undan. Frysti-
togaranir 2 komu með afla að landi
að verðmæti tæpar 800 milljónir
króna miðað við 713 milljónir árið
áður, þannig að verðmæti fram-
Jeiðslunnar jókst um 11% milli ára
þó að heildaraflinn væru um 600
tonnum minni á liðnu ári en því á
undan. Heildarafli togaranna allra
á síðasta ári var 20.787 tonn á
móti 21.603 árið 1992.
Verðmætið 2 milljarðar
Aldrei í sögu Útgerðarfélags
Akureyringa hefur verið framleitt
jafn mikið í frystihúsi þess og á
síðastliðnu ári, eða 7.769 tonn að
verðmæti 2.003 milljónir króna en
það er 28% aukning frá fyrra ári
þegar framleidd voru 6.401 tonn í
fiskvinnslunni að verðmæti 1.551
milljón króna. Framleiðsluaukningu
landvinnslunnar í fyrra má að
mestu skýra með kaupum á afla
af öðrum veiðiskipum.
Björgólfur sagði að fyllilega
stæðust þær áætlanir um hagnað
sem gerðar höfðu verið í útboðslýs-
ingu félagsins í nóvember þegar
boðið var út nýtt hlutafé, en þar
hafði verið gert ráð fyrir 50-60
milljón króna hagnað og jafnvel
gæti orðið um meiri hagnað að
ræða, því nýliðinn desembermánuð-
ur hefði verið einkar góður og ekki
dottið niður dagur í vinnslunni,
öfugt við það sem vanalega tíðkað-
ist í þeim mánuði.
Útivistardagair
í Hlíðarfjalli
FORMLEGUR opnunardagur
nýhafinnar skíðatíðar verður í
Hlíðarfjalli næsta sunnudag,
30. janúar og verður þá frítt í
allar lyftur á svæðinu.
Sérleyfisbílar Akureyrar aka
skíðafólki í íjallið án gjaldtöku og
skíðafólk úr Skíðaráði Akureyrar
mun ?-kenna fólki á skíðum, svig
og göngu án endurgjalds. Leiðbeint
verður um hvernig skíðaáburður
er notaður, barnaleikgarður verður
opinn og almenningssvigbraut
verður í Hjallabrekku. Loks mun
Hjálparsveit skáta kynna starfsemi
sína.
i
i
í
I
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
í