Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 26
-t
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1994
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpáisson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Ærumeiðingar í
beinni útsendingu
Þrír þingmenn hafa lagt
fram frumvarp á Al-
þingi, þar sem gert er ráð
fyrir að útvarpsstöðvar,
sem heimila almenningi að
taka þátt í beinni útsend-
ingu, verði skyldaðar til að
nota útbúnað, sem tefur
útsendinguna í stutta
stund. Þannig er hægt að
koma í veg fyrir að útvarp-
að sé ærumeiðingum um
nafngreinda einstaklinga
eða óviðurkvæmilegum
ummælum.
Er í frumvarpinu gert ráð
fyrir að eigi almenningur
kost á að taka þátt í beinni
útvarpsútsendingu skuli
hver og einn segja til nafns.
Stjórnendur þátta eigi jafn-
framt að tryggja sér fyllri
upplýsingar um sérhvern
þátttakanda. Sé ærumeið-
andi ummælum útvarpað,
þrátt fyrir búnað þann sem
tefur útsendinguna, ber sá
ábyrgðina, sem ummælin
viðhefur. Náist hins vegar
ekki til hans einhverra hluta
vegna er stjórnandi þáttar-
ins ábyrgur.
Þættir, þar sem fólk get-
ur hringt inn og viðrað
skoðanir sínar milliliðalaust
í beinni útsendingu, hafa
verið vinsælt útvarpsefni á
undanförnum árum. Er nú
svo komið að meginuppi-
staða margra þátta á besta
útsendingartíma eru ein-
mitt slík símtöl frá almenn-
ingi. í öðrum löndum eru
útvarpsstöðvar, sem út-
varpa efni af þessu tagi,
nánast undantekningar-
laust skyldaðar til að tefja
útsendingu um nokkrar
sekúndur til að þær hafí
svigrúm til að stöðva hana
ef tilefni gefst til.
Forsvarsmenn prent-
miðla geta ávallt lesið yfir
allt efni til birtingar. Eðli
málsins samkvæmt er hins
vegar útilókað að yfirfara
útvarpsefni í beinni útsend-
ingu fyrirfram. Það er held
ur ekki skýrt hver ber
ábyrgð á hugsanlegum
ærumeiðingum á öldum
ljósvakans. Oft eru í þess-
um þáttum látin falla hörð
orð um nafngreinda ein-
staklinga og vekur raunar
furðu hversu lítið virðist oft
vera gert til að halda um-
ræðum innan siðsamlegra
marka. Virðist stundum
sem hver sem er geti komið
og sagt hvað sem er um
hvem sem er í beinni út-
varpsútsendingu er nær
kannski til tugþúsunda
hlustenda. Hver er ábyrgur
ef einhver vill leita réttar
síns? Sá sem ærumeiðing-
amar hefur í frammi eða
sá sem varpar þeim út á
öldum Ijósvakans?
í greinargerð með frum-
varpinu segir m.a.: „Eitt
það dýrmætasta, sem hver
einstaklingur á, er gott
mannorð. Og það getur tek-
ið dijúgt skeið á ævi hans
að ávinna sér þann orðstír.
Hins vegar tekur það
óvandaðan mann ekki nema
sekúndubrot að skemma
mannorð annars manns ef
hann fær tækifæri til þess
í útvarpi. Þess vegna á lög-
gjafínn að gera það sem í
hans valdi stendur til að
vernda menn fyrir slíku.
Það virðist svo sem virðing
fyrir mannorði og tilfinn-
ingum annarra fari þverr-
andi eftir því sem þjóðfélag-
ið verður opnara og frjáls-
legra og er það miður.“
Þetta er þarft mál og
raunar undarlegt að ekki
skuli fyrr hafa komið upp
kröfur af þessu tagi. Það
er talið sjálfsagt að menn
séu ábyrgir fyrir því sem
þeir senda frá sér á prenti.
Raunar er það einn af horn-
steinum hinsnstjórnarskrár-
bundna málfrelsis, að menn
skuli jafnframt bera fulla
ábyrgð á eigin ummælum.
Ný tækni og breyttur tíð-
arandi hafa hins vegar gert
það að verkum að núgild-
andi lög eru ekki nægilega
skýr þegar kemur að ijós-
vakamiðlunum. Það er
löngu orðið tímabært að
settar verði sambærilegar
reglur um lagalega ábyrgð
á þeim orðum sem látin eru
falla í beinum útvarpsút-
sendingum og þeim sem
prentuð eru.
Félagsmálaráðherra í umræðu á Alþingi um atvinnuleysi
Þörf gæti orðið á tengja at-
vinnuleysisbætur við laun
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA varpaði fram þeirri spurningu á AI-
þingi í gær hvort þörf yrði á sérstöku launatengdu trygginga-
kerfi sem gæti bætt einstaklingum upp það tekjutap sem verður
við atvinnumissi en nú fá allir jafnháar atvinnuleysisbætur óháð
fyrri tekjum. Umræða um þetta kynni að verða almemiari ef at-
vinnuleysi yxi og yrði viðvarandi. Ljóst er að talsvert atvinnu-
leysi verður viðvarandi fram á árið og er atvinnuleysi í lok jan-
úar áætlað 7-8%, sem svarar til um 9.500 manns. Vonir standa til
að aftur dragi úr atvinnuleysi í lok janúar þegar fiskvinnsla eykst
og sveitarfélög hefja atvinnuskapandi aðgerðir í samvinnu við
atvinnuleysistryggingasjóð. Þjóðhagsstofnun spáir 5-5,5% atvinnu-
leysi að jafnaði á árinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu í
utandagskrárumræðu um atvinnuleysi að aukið atvinnuleysi hér-
lendis stafaði af rangri efnahagsstefnu og eina lausnin væri að
ríkisstjórnin færi frá völdum.
Ólafur Ragnar Grímsson formað-
ur Alþýðubandalagsins hóf umræð-
una um atvinnuleysi. Hann sagði
að það grundvallareinkenni siðaðs
þjóðfélags, sem fælist í rétti ein-
staklinga til að vinna, væri að bresta
hér á landi. Þúsundir fjölskyldna
byggju við atvinnuleysi og örvænt-
ingu og engin von væri að úr rætt-
ist. Á hvetjum klukkutíma bættust
15 nýjar fjölskyldur í hóp atvinnu-
lausra.
Svavar Gestsson þingmaður Al-
þýðubandalagsins sagði að tölur frá
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar sýndu að á síðasta ári hefði
verið veitt aðstoð upp á 435 milljón-
ir króna sem væri 50% hærri upp-
hæð en árið 1992. í þessum mánuði
væri gert ráð fyrir að tvisvar sinnum
fleiri einstaklingar fái aðstoð frá
Félagsmálastofnun en í fyrra og
hitteðfyrra. Og opinberar tölur
sýndu, að á þessu ári myndi þjóðin
tapa 9-10 milljörðum króna á at-
vinnuleysinu.
Nýtt forrit nauðsynlegt
Margir stjórnarandstæðingar
sem tóku til máls sögðu, að ekki
yrði hægt að vinna bót atvinnuleys-
inu hér á landi nema skipt yrði um
forrit í efnahagsstjóm og ríkis-
stjómin færi frá. Það sæist best á
því að atvinnuleysi hefði þrefaldast
í tíð núverandi ríkisstjórnar án þess
að verðbólgan hefði lækkað að
marki. Ólafur Ragnar Grímsson
sagði að ekki væri hægt að kenna
ytri aðstæðum eins og þorskafla-
bresti og lækkandi afurðaverði um
vaxandi atvinnuleysi í lok síðasta
árs því árið 1993 hefði verið annað
besta aflaár þjóðarinnar frá upp-
hafi. Þá lægi fyrir, að um miðjan
desember 1993 hefði þorskafli árs-
ins verið orðin 7.000 tonnum meiri
en á sama tíma árið áður. Þá hefðu
sölusamtök sjávarafurða verið að
auka sölu og verðmæti útflutnings
á síðasta ári. Skýring ríkisstjórnar-
innar og forsætisráðherra á orsök-
um vandans væri því einfaldlega
fölsk. Rétta skýringin fælist í efna-
hagsstefnu ríkisstjómarinnar sem
byggðist á fijálshyggju og sam-
drætti.
Finnur Ingólfsson þingmaður
Framsóknarflokks sagði að árið
1991 hefði verið framið skemmdar-
verk í hagstjórn og sagði vandann
nú heimatilbúinn. Fyrri ríkisstjómir
hefðu brugðist við efnahagsþreng-
ingum án þess að það hefði í för
með sér aukna verðbólgu eða at-
vinnuleysi. Tómas Ingi Olrich þing-
maður Sjálfstæðisflokks sagði að
hægt væri að skapa atvinnu með
því að eyða umfram það sem aflað
væri og stofna til viðskiptahalla til
að standa undir þenslu. Einnig væri
hægt að skapa atvinnu með óða-
verðbólgu þar sem fýrirtækin keppt-
ust þá við að íjárfesta og þetta
hefði^ raunar verið gert í stómm
stíl. Á slíkum tímum hefði ekki ver-
ið fjárfest í þróunarstarfsemi heldur
tækjum og steinsteypu og menn
vildu greinilega endurvekja þennan
draum þegar fólk byggi við raun-
verulegar afleiðingar af þessu
ástandi.
Ytri áföll
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði að samverkandi ytri
þættir ættu þátt í auknu atvinnu-
leysi. Þar ættu ytri áföll stærstan
þátt, einkum lægra verð á mörkuð-
um okkar, bæði fiski og áli. Þannig
hefði verðlag á sjávarafurðum, á
mælikvarða mynteiningarinnar
SDR lækkað um 24-25% frá 1991
til 1993. Þessu til viðbótar mætti
nefna fjárfestingarmistök og offjár-
festingu síðustu áratuga, sem fjár-
mögnað var með erlendu lánsfé.
Skuldasöfnun í góðæri hefði leitt til
þess að nú, þegar saman drægi
væri ríkissjóður að greiða 51 millj-
arð króna í afborganir og vexti af
erlendum lánum á þessu ári.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði að íslendingar
hefðu dregist aftur úr nágranna-
þjóðunum í efnahagsmálum enda
hefði samfellt hnignunar- og sam-
dráttarskeið verið frá árinu 1988
til 1994. Hann sagði, að ef íslend-
ingar hefðu búið við sama hagvöxt
og viðskiptalöndin innan OECD
væri þjóðarframleiðslan 250 millj-
örðum meiri en nú.
Friðrik sagði, að ríkisstjómin
hefði með varnarbaráttu náð að
koma í veg fyrir verulegt vaxandi
atvinnuleysi og minnti á að Alþýðu-
samband íslands hefði talið fyrir
15 mánuðum að atvinnuleysi gæti
farið í 20-25% ef ekkert væri að-
gert. í nágrannalöndum okkar hefði
atvinnuleysi víða vaxið mikið enda
væri atvinnuleysisvandinn alþjóð-
legur og hefði um skeið heijað á
velferðarríkin á vesturlöndum með
óvægnari hætti en áður. Friðrik
sagðist vera sannfærður um að í
framtíðinni verði litið meira á þenn-
an vanda í alþjóðlegu samhengi en
hingað til og nauðsyn þess að leysa
þennan vanda á alþjóðlegum grunni
en ekki einungis með heimaaðgerð-
um.
Styrkir við hugmyndir
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra rakti ýmsar aðgerðir
sem væru í undirbúningi til að
bregðast við atvinnuleysinu. Meðal
annars væri unnið að reglugerð um
atvinnuleysistryggingasjóð, þar sem
lögð yrði áhersla á að styrkja sér-
stök verkefni sem einkum væru
ætluð námsmönnum sem lokið hafa
námi en komast ekki á vinnumark-
að. Þá yrði heimilt að styrkja at-
vinnulausa einstaklinga til að hleypa
af stokkunum eigin viðskiptahug-
myndum en haldi atvinnuleysisbót-
um í ákveðinn tíma meðan verið er
að láta reyna á að hugmyndin sé
framkvæmanleg.
Jóhanna sagði ennfremur, að
ýmsar vinnumarkaðsaðgerðir í ná-
grannalöndunum hefðu verið til
skoðunar í félagsmálaráðuneytinu.
Flestar ættu þær það sameiginlegt
að vera mjög kostnaðarsamar og
byggja á að verulegt atvinnuleysi
hafi skotið rótum. Jóhanna sagðist
telja, að margar þeirra ættu erindi
sem tilraunaverkefni í samvinnu rík-
is, sveitarfélaga og atvinnuleysis-
tryggingasjóðs og nefndi í því sam-
bandi aðgerðir sem stuðluðu að
hreyfanleika vinnuafls innanlands
oghvettu til sjálfstæðrar atvinnu-
sköpunar. Á lokastigi væri endur-
skoðun laga um vinnumiðlun sem
eiga að fela í sér öflugra vinnumiðl-
unarkerfi með sérhæfðri ráðgjafar-
þjónustu og í undirbúningi væri átak
í atvinnumálum fatlaðra.
Þá sagðist Jóhanna myndu beita
sér fyrir því að þeir sem búið hafa
við langvarandi atvinnuleysi eða
mikinn tekjumissi og eru því í mikl-
um vanskilum í almenna lánakerf-
inu, standi sú úrlausn til boða að
fresta greiðslum ef greiðslubyrði
lána fer yfir tiltekið hlutfall af tekj-
um greiðanda. Þessi heimild er fyr-
ir hendi í félagslega kerfínu.
Morgunblaðið/Kristinn
Yfirlýsing afhent
SIGRÍÐUR Kristinsdóttir, formaður Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, sem var fundar-
sfíóri á fundinum, afhendir Þorsteini Páls-
syni, starfandi forsætisráðherra, yfirlýs-
ingu fundarins. Á minni myndinni sést einn
fundarmanna.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna
„Atvinnuleysi er þjáning og
henni lýsir ekkert linurit“
Launamisréttið aldrei áður jafn mikið segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar
ÚTIFUNDUR verkalýðsfélaga á Reylqavíkursvæðinu gegn at-
vinnuleysi sem haldinn var á Austurvelli í gær samþykkti einróma
að krefjast táfarlausra aðgerða gegn atvinnuleysi og var Þor-
steini Pálssyni starfandi forsætisráðherra afhent yfírlýsing þar
að lútandi. Að sögn lögreglu voru um 1.500 manns á fundinum.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
formaður Landssambands íslenskra
verslunarmanna, annar tveggja
ræðumanna á ftmdinum, sagði að
til hans væri boðað til að vekja at-
hygli Alþingis á því að ísland væri
komið í hóp þjóða með umtalsvert
atvinnuleysi og verði ekki við því
brugðist þá sé það til frambúðar.
Áður hefði atvinnuleysi verið tíma-
Útífundur verkalýðsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gegn atvinnuleysi
Krafist tafarlausra að
gerða í atvinmimálum
HÉR á eftir birtist í heild yfirlýsing sem samþykkt var á úti-
fundi verkalýðsfélaga á Reykjavíkursvæðinu í gær og afhent
var starfandi forsætisráðherra.
Konur í örugg sæti
eftir Auði Auðuns
Á næstu dögum munum við
sjálfstæðismenn gegna ábyrgðar-
staríi þegar við prófkjörsdagana
veljum fólki sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í komandi
borgarstjómarkosningum.
Fullvíst má telja að minnihluta-
flokkarnir {borgarstjórn muni bera
fram sameiginlegan lista sem vald-
ið getur óvissu um úrslit borgar-
stjómarkosninganna. Þá er það og
kunnugt í aðalatriðum að sá listi
verður þannig skipaður að megin-
áhersla verður lögð á hlut kvenna.
Þetta verðum við sjálfstæðis-
menn að horfast í augu við, snúa
bökum saman og til mótvægis
hljótum við að skipa konum vegleg-
an sess á framboðslista okkar,
enda er í þeim efnum góðra kosta
völ á prófkjörslistanum.
Það gladdi mig mikið að Inga
Jóna Þórðardóttir féllst á að taka
Auður Auðuns
sæti á prófkjörslistanum. Þar fáum
við hinn ágætasta valkost í annað
sæti á framboðslista okkar, en að
sjálfsögðu veljum við Markús Öm
borgarstjóra í fyrsta sæti. Ef við
ætlum að vera raunsæ og láta
skynsemina ráða veljum við einnig
konu í þriðja sæti. Yrði það sæti
vissulega vel skipað með Guðrúnu
Zoega.
Ég vona að sjálfstæðisfólk geri
sér ljóst hve tniklu skiptir af fram-
boðslisti okkar tryggi konum ör-
ugg sæti. Fjórar konur í átta efstu
sæti listans væri sanngjörn skipan
og reyndar nauðsyn eins og nú
horfir.
Loks mætti bæta því við að viss
endurnýjun, ný nöfn, á framboðs-
lista hefur oft reynst vænlegt til
árangurs í kosningum.
Höfundur er fyrrverandi
borgarstjóri í Reykjavík og
fyrrverandi dómsm&laráðberra.
„Útifundur verkalýðsfélaga á
Reykjavíkursvæðinu, haldinn 27. jan-
úar 1994, skorar á ríkissljórn og al-
þingi að grípa strax til ráðstafana
gegn því geigvænlega atvinnuleysi
sem nú vex dag frá degi og leiðir
hörmungar yfir þúsundir einstakl-
inga og heimila.
Miðað við fjölgun atvinnulausra á
skrá á félagssvæði þessara félaga frá
áramótum missir einn einstaklingur
eða fyrirvinná fjölskyldu atvinnu sína
tólftu hveija mínútu og em þá ekki
taldir til þeir starfsmenn ríkis og
sveitarfélaga sem einnig verða fyrir
þessum samdrætti á vinnumarkaði.
Allt þetta fólk steypist inn í hörmung-
ar atvinnuleysis með allri þeirri
mannlegu niðurlægingu sem slíkt
hefur í för með sér.
Fjölskyldum sem orðið hafa fyrir
atvinnuleysi í tvo til þijá mánuði
mæta efnahagslegar þrengingar sem
vaxa eftir því sem atvinnuleysistími
þeirra lengist. Veikindi, bæði sálræn
og líkamleg, eru meiri hjá þessu fólki
en öðru. Böm þessa fólks líða veru-
lega í daglegu lífi sökum þessara
aðstæðna. Vanskil vegna fjárskuld-
bindinga hlaðast upp og eignaupp-
taka blasir við fjölda fólks af þessum
sökum.
Fjölskyldan er kjarni hvers þjóð-
félags. Lífsmöguleikar fjölskyldna
byggjast á atvinnu og tekjum þeim
til framfærslu. Hér er því um líftaug
þjóðfélagsins að ræða. Þessi líftaug
er öðrum fremur í höndum stjórn-
valda og alþingis á hveijum tíma.
Atvinnuleysi leiðir til þess að fjárhag-
ur heimilanna hrynur. Afleiðing
þessa er augljós; niðurbrot þjóðfé-
lagsins fylgir í kjölfarið.
Mannleg örlög verða ekki mæld
sem prósentustærð í hagskýrslum
hins opinbera. Atvinnuleysi er kaldur
veruleiki heimila hinna atvinnulausu
og barna þeirra.
Verkalýðshreyfingin og aðrir
ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu geta
ekki viðurkennt slíkt sem eðlilegt
ástand. Það er ekki mælikvarði á
efnahagslegan árangur. Það er ekki
vitnisburður um stöðugleika. Það er
öruggt merki þess að valdhafamir
hafa ekki valdið hlutverki sínu og eru
að bregðast þegnunum.
Útifundur verkalýðsfélaganna
krefst tafarlausra aðgerða í atvinnu-
málum sem létti af því atvinnuleysi
sem nú er að leggja í rúst lífsmögu-
leika og lífshamingju þúsunda launa-
manna og heimila þeirra. Verkalýðs-
félögin eru reiðubúin tii þátttöku í
slíkum aðgerðum og hafa þegar lagt
fram í'jölda tillagna um átak í þeim
efnum.
F.h. Verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
Guðmundur J. Guðmundsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Sigríður Kristinsdóttir.
og svæðabundið en nú væru þús-
undir manna atvinnulausar og at-
vinnuleysið ykist mest hjá konum.
Þrátt fyrir þetta væri eins og ráða-
menn forðuðust að horfast í augu
við vandann. Krafan væri að allir
hefðu tækifæri til þess að sjá fyrir
sér og sínum með vinnu.
Atvinnuleysið sundrar þjóðinni
„Fámenn þjóð eins og við íslend-
ingar hefur ekki efni á almennu
langvarandi atvinnuleysi. Við getum
ekki umborið langvarandi atvinnu-
leysi vegna þess að óréttlætið sem
fylgir því sundrar þjóðinni. Við
megum ekki umbera langvarandi
atvinnuleysi vegna þeirra sem það
bitnar á. Langar ítarlegar skýrslur
og litfögur línurit mega ekki leiða
athygli okkar frá því að atvinnu-
lausar systur okkar og bræður eru
holdi klæddar verur. Atvinnuleysi
er þjáning og henni lýsir ekkert línu-
rit. Engar prósentur eða vísitölur
skýra örvæntinguna sem fylgir fjöl-
skyldum atvinnulausra. Fyrir hvem
einn sem tapar vinnu verða aðrir
þrír eða fjórir fórnarlömb atvinnu-
leysis hans. Atvinnuleysi snertir
tugþúsundir landsmanna með béin-
um hætti og hefur áhrif á afkomu
þeirra, sjáifsvirðingu og vellíðan,"
sagði Ingibjörg meðal annars í ræðu
sinni.
970 atvinnulausir í VR
Hún rakti dæmi af því hvaða
áhrif atvinnuleysi hefur á afkomu
og kjör þeirra sem verða fyrir barð-
inu áPþví. Hún sagði að stöðugt
fjölgaði þeim sem hefðu verið at-
vinnulausir í meira en ár og einnig
þeim heimilum sem stefndu í gjald-
þrot vegna þess. Skaðinn yrði seint
eða aldrei bættur. Af þeim rúmlega
970 félagsmönnum í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur sem nú
væru atvinnulausir hefðu 359 verið
atvinnulausir í meira en sex mánuði
og 125 í meira en heilt ár. „Alvar-
legar afleiðingar atvinnuleysis eru
vel þekktar í löndunum í kringum
okkur. Óregla og afbrot fara í vöxt,
börn flosna upp úr skólum og heim-
ili leysast upp. Örvænting grípur
um sig. Það er lífsspursmál að tafar-
laust verði gripið til aðgerða gegn
atvinnuleysinu. Okkur er ljóst að
þjóðin á í verulegum fjárhagslegum
erfiðleikum, en atvinnuleysi kostar
margfalt meira en við höfum ráð
á. Við höfum ekki ráð á öðru en
að gera nú þegar allt sem við getum
til þess að útrýma atvinnuleysinu,"
sagði Ingibjörg ennfremur.
Launamisrétti sem aldrei fyrr
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, sagði í ræðu sinni að
fátt eða ekkert bryti manneskjuna
eins mikið niður og atvinnuleysi.
Menn fylltust einsemd og örvilnan
og óttinn og skorturinn blasti við.
Gjaldþrot blasti við ft'ölda fjöl-
skyldna ef ekki rættist úr. „Það
eykur gremjuna að lág laun. og
launamisrétti í landinu er sem aldr-
ei fyrr. Meðan stór hluti launafólks
er með milli 50 og 65 þúsund krón-
ur á mánuði, sem engin fjölskylda
lifir eðlilegu lífi af, er hópur manna
með hálfa milljón og uppí milljón
og slatti af forstjórum og yfírmönn-
um með yfir milljón á mánuði, tutt-
uguföld laun verkamanna,“ sagði
Guðmundur.
Hann sagði að talað væri um að
ekki mætti uppræta atvinnuleysið
og ekki mætti taka erlend lán til
þess að auka ekki skuldir þjóðarinn-
ar, en ef svo héldi áfram sem horfði
yrðu atvinnuleysisbætur í ár yfir
fjórir milljarðar og til þess þyrfti
að taka erlent lán. Væri það nútíma-
hagfræði að greiða mönnum at-
vinnuleysisbætur frekar en að láta
menn vinna og framleiða. „Þetta
land á ærinn auð. Við höfum orðið
sjálfbjarga á því að hafa unnið,
karlmenn, konur, unglingarogjafn-
vel börn. Hin gamla, góða hagfræði
er að vinnan skapar verðmætin,
atvinnuleysi skapar þau ekki,“ sagði
Guðmundur.
Hollenskir gulldúkatar
Hann sagði að það hefði verið
upplýst að ftöldi atvinnutækifæra
hefði flust úr landi og mikið væri
flutt irm af vöru sem hægt væri að
framleiða hér heima og ríkið virtist
hafa forgöngu um þetta. Á sama
tíma og dýrir erlendir frystitogarar,
sem lönduðu afla sínum óunnum
erlendis, væru keyptir fyrir erlend
lán, væri okkar eina von að við
gætum keypt afla rússneskra frysti
togara til úrvinnslu. Þannig mætti
lengi telja, en nú þyrftu allir að ein
henda sér í að efla íslenskt atvinnu-
líf. Það þyrfti hugrekki og djörfung
en ekki þann doða og kjarkleysi sem
nú ríkti í íslensku þjóðlífi.
Guðmundur sagði ömurlegt að
þurfa að segja þann sannleika að
frammámenn íslenskra Hfeyrissjóða
væru nú í kauphöllinni í London til
að kynna sér þar hvemig eigi að
kaupa hlutabréf í erlendum fyrir-
tækjum. Ef íslenskir lífeyrissjóðir
ættu svona mikið fjármagn ættu
þeir að veita það í íslenskt atvinnu-
líf til að hjálpa við að útrýma at-
vinnuleysi. „Það er eins og þessir
menn lifi eftir frægri setningu úr
íslandsklukkunni en hún er svona:
„Maður sem aldrei hefur séð hol-
lenskan gulldúkat veit ekki hvað
það er að hafa lifað“.“
Hann sagði að það væri ótrúlega
mikið af ungu fólki atvinnulaust hér
á landi. „Hér er að koma breskt
þjóðfélag þar sem þúsundir fólks
sem er orðið fertugt hafa aldrei
fengið neitt starf, en hafa lifað á
atvinnuleysisbótum og félagsmála-
stofnunum. Það er vitfirring að
neita að taka konu í vinnu af því
að hún er fimmtug og það er vitfirr-
ing að neita körlum um vinnu af
þeir era um sextugt ... Við ætlum
ekki að skapa hér fátæka og at-
vinnulitla undirstétt og það þjóðfé-
lag sem því fylgir. Það er þjóðfélag
ömurleikans og þjóðfélag misréttis,"
sagði Guðmundur. * '
Við það fólk sem væri atvinnu-
laust sagðist hann vilja segja þetta:
„Missið ekki trúna á landið, missið
ekki trúna á sjálf ykkur, missið
ekki trúna á lífið. Og sameinuð
hönd í hönd skulum við öll beijast
gegn atvinnuleysinu og ekki hætta
fyrr en við útrýmum því. Sú sókn
er hafin og sú sókn skal vera þung.i ,
Og góðir félagar. Ef við höldumst
í hendur þá skulum við hafa sigur.“
Markmið aðgerða að treysta
atvmnulíf
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, sem gegnir störfum for-
sætisráðherra í fjarvera Davíðs
Oddssonar, sagði að ríkisstjórnin
deildi sömu áhyggjum vegna allra
þeirra sem væru atvinnulausir.
Ríkisstjórnin hafi haft það að
markmiði með aðgerðum sínum að
treysta atvinnulífið og hafi átt all-
gott samstarf við verkalýðshreyf-
inguna um að veita fjármagn til
atvinnuskapandi verkefna og til að
flýta opinberum framkvæmdum.
„Ég vona að það samstarf geti hald-
ið áfram, því það er sameiginlegt
markmið okkar að vinna bug á þeim
vanda sem þið hafið verið að fjalla^
hér um í dag,“ sagði Þorsteinn enn-
fremur.