Morgunblaðið - 28.01.1994, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994
Minning
Þorgeir Jónsson
Ingibjörg Sigurð-
ardóttir — Minning
Fædd 26. júní 1909
Dáin 10. janúar 1994
Ingibjörg Sigurðardóttir var
borin til grafar 19. janúar 1994.
Jarðarför hennar fór fram frá
Akraneskirkju og var hún jarðsett
í kirkjugarðinum á Akranesi.
Það eru um tíu ár síðan leiðir
okkar Ingibjargar Sigurðardóttur
frá Neðraskarði í Leirár- og Mela-
hreppi lágu saman. Hún og hennar
ágæti eiginmaður, Valgeir Jónas-
son, bóndi á Neðraskarði um fjölda
ára, voru „landnámsmenn“ á lóð
dvalarheimilisins „Höfða“ á Akra-
nesi, ásamt mér og átta öðrum
nýbyggjum á þessu byggingar-
svæði. Voru byggð þama tíu rað-
hús og fluttu „landnemamir“ inn
í íbúðir sínar í sept.-okt. 1984.
Þessar sjálfseignaríbúðir vom
byggðar í tengslum við dvalar-
heimilið Höfða og hafði samband
við heimilið á margvíslegan hátt,
m.a. var neyðarlína frá íbúðunum
til næturvaktarinnar á dvalarheim-
ilinu o.fl.
Við sem fluttum inn í þessar
íbúðir þekktumst lítið eða ekkert
áður en við komum á þetta svæði,
nema hvað við Valgeir Jónasson
vomm kosnir í stjóm væntanlegs
húseigendafélags á Höfðagrund og
unnum að undirbúningi samskipta
væntanlegra íbúa á Höfðagrund
við dvalarheimilið Höfða ásamt
Valgarði L. Jónssyni, sem var for-
maður þessarar stjómar. Það fór
ekki hjá því að vegna þessa sam-
starfs við Valgeir kynntist ég Ingi-
björgu meira en öðmm á svæðinu.
Ingibjörg kom mér fyrir sjónir sem
stjórnsöm húsmóðir, skoðanaföst,
< hlýleg og raunsæ. Það þurfti nokk-
um tíma til að vinna hylli hennar,
en ef hún fann í manni eitthvað,
sem hún taldi vera jákvætt fyrir
lífíð og tilvemna, átti maður í henni
góðan talsmann. Hún mat mikils
heiðarleika, samviskusemi og til-
ljtssemi gagnvart samferðafólkinu.
Ég hefí haft nokkur samskipti við
þessi ágætu hjón á þeim tíu ámm,
sem leiðir okkar hafa legið saman.
Hefir mér fundist að ég hafi sótt
meira til þeirra en ég hafí veitt
þeim. í því liggur ekki síður af-
staða, hlýleiki og velvilji Ingibjarg-
ar í minn garð en önnur samskipti
milli heimila okkar, þó að þau hafi
verið öll hin ánægjulegustu frá
fyrstu tíð.
Ég sakna hennar Ingibjargar.
En lífínu fylgja gleði og sorgir.
Við verðum að vera raunsæ og
. viðurkenna að dauðinn er kannske
ekki alltaf óvelkominn, sérstaklega
þegar fyrirsjáanlegt er að lífíð býð-
ur ekki upp á annað en hrörnandi
líkama og heilsuleysi um ófyrir-
sjáanlegan tíma. Dauðinn er alltaf
sár, sérstaklega þeim, sem þurfa
að sjá á bak við ástvinum sínum.
En þá er mikils virði að eiga minn-
ingar um félaga og vin, sem hefír
gefíð manni jákvæð viðhorf til lífs-
ins og framtíðarinnar.
Ég sendi eftirlifandi eigimanni
Ingibjargar, Valgeiri Jónassyni,
svo og börnum þeirra, tveimur
dætrum og tveimur sonum ásamt
fjölskyldum, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hermann Guðmundsson.
Minning
Friðgeir Friðjóns-
son frá Hofsstöðum
Fæddur 4. júlí 1919
Dáinn 8. janúar 1994
Elsku Geiri frændi. Nú ertu
kominn inn í eilífðina, eins og þú
sagðir alltaf. Það er erfitt að hugsa
til þess að eiga ekki eftir að fá þig
í heimsókn og drekka með þér
kaffi og spjalla. Ég hugga mig við
það að vita að nú líður þér vel og
þið pabbi (Stefán Óskar, bróðir
þinn) hafíð hist á ný.
Síðustu viku hafa minningamar
hrannast upp, ein af annarri. Fyrst
man ég eftir Geira frænda þegar
hann kom heím til mín og fjöl-
skyldu minnar á sunnudögum og
bauð okkur í bíltúr. Ég hljóp alltaf
á móti honum í stiganum og stökk
í fangið hans. Þar var gott að vera.
Oft suðuðum við systurnar í pabba
að hringja í Geira frænda og biðja
hann um að koma til okkar því að
þá áttum við engan bíl.
Þegar ég átti síðan að taka bíl-
próf þá bauð hann mér í bíltúr til
að kenna mér undirstöðuatriðin.
Geiri frændi lagði mikið upp úr
því að eiga fína bíla. Ég get nú
ekki talið alla þá bíla sem hann
hefur átt frá því ég man eftir mér.
í hvert sinn sem hann keypti sér
nýjan bíl, kom hann í heimsókn til
að leyfa mér að keyra nýja bílinn.
Síðasta ferð okkar var í júlí síðast-
liðnum. Þá fórum við ásamt syni
mínum í bíltúr suður með sjó. Það
var svo gaman að fara í bíltúr með
Geira. Hann hafði frá svo mörgu
að segja og þekkti landið sitt svo
vel.
Elsku Geiri frændi, ég og fjöl-
skylda mín eigum þér svo margt
að þakka. Því fæ ég ekki lýst í
örfáum orðum. Þú vildir allt fyrir
okkur gera. Hafðu þökk fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Heiða Ósk Stefánsdóttir.
Geiri frændi eða „afí“ hefur
kvatt okkur í hinsta sinn.
Ég kynntist Geira fyrir um 11
árum í þann mund er við hjónin
hófum sambúð. Með okkur tókst
góður kunningsskapur frá fyrstu
stund. Og held ég að hann hafí
verið góður staðgengill nýlátins
tengdaföður míns Stefáns Oskars
bróður Geira, sem mér auðnaðist
aldrei að hitta. Á þessum tíma var
Geiri ákaflega þéttur á velli og
elskaði góðan mat, en þó sérstak-
lega þann árlega sið að fara með
konunni minni í bíltúr út á Ægis-
íðu og kaupa signa grásleppu. Það
var nú ekki mikið sem hann Geiri
leifði af þessum herramanns mat.
Oft var það að við vinirnir tókum
í spil með Geira og var þá iðulega
spilaður Manni. Ollum var þetta
óblandin ánægja því Geiri hafði
þann fágæta hæfileika að kunna
að vinna og tapa í spilum. „Það
liggur bara svona í spilunum, það
er bara ekkert við þessu að gera,“
sagði hann Geiri.
Eg held að þarna hafi lífsspeki
Geira komið fram í hnotskum.
Hlutirnir voru bara svona, til hvers
að vera angra sig á þeim.
Son okkar hjónanna skírðum við
Þorgeir Jón í höfuðið á Geira og
föður hans. Ég vona að Geiri hafí
eignað sér eitthvað í honum. Alla
vega var hann alltaf kallaður afi
og þar var góður og hjartahlýr
afí. Þetta hafa verið fá en góð ár.
Við vorum ekki undir það búin að
talningu þeirra væri lokið. Síst eft-
ir heimsókn okkar upp á hjarta-
deild daginn fyrir andlát Geira, þá
leit hann svo vel út. Við höfðum
hugsað okkur að taka með spil í
næsta skipti og leyfa Þorgeiri litla
að spreyta sig á Manna, sem hann
er nýbúinn að læra, við gamla
manninn. Það varð aldrei, „það
liggur bara svona í spilunum“.
Það verða margar góðar vættir
sem taka á móti honum Geira. En
það er samt sárt að missa góðan
vin. Við þökkum fyrir öll árin,
Geiri minn.
Farðu vel.
Gunnar, Ásta Birna,
Þorgeir Jón.
ERFIDRYKKJUR
^jeWngahtis^
HéTtL tSJI
sími 689509
V _____/
Fæddur 1. október 1931
Dáinn 16. janúar 1994
Óneitanlega hrekkur maður við
þegar fréttir berast um að lífsglað-
ur maður á. besta aldri sé farinn
yfir móðuna miklu, en svona er
þetta vist, enginn ræður sínum
næturstað.
Kynni okkar Friðgeirs hófust
fyrir um 25 árum, þó að við vissum
hvor af öðrum fyrr. Við vorum
báðir haldnir ólæknandi dellu fyrir
hestum og fyrstu raunverulegu
kynnin voru í dómnefnd gæðinga,
ég þá ungur maður að stíga mín
fyrstu skref í þeim málum, Frið-
geir nokkru eldri og þegar orðinn
sjóaður. Þá var enn dæmt með
„gamla laginu“ svokallaða, farið á
bak öllum hestum og skoðanir síð-
an bornar saman. Eftir þetta lágu
leiðir okkar saman við gæðinga-
dóma og félagsmál hestamanna
almennt, meðal annars við stofnun
Dómarafélags LH.
Áður fyrr var oft ferðast um
landið við val á gæðingum fyrir
stórmót og þá naut minn glaðlyndi
félagi sín vel. Friðgeir þekkti
marga, kunni mikið af sögum og
mikið af vísum. Skemmtilegri
ferðafélaga var ekki hægt að
hugsa sér. Glaðlyndi Friðgeirs
brást aldrei og ekki skemmdi hin
bjarta söngrödd. Tónlist var Frið-
geiri mikils virði og þegar hann
spilaði á harmonikkuna og söng
var oft gaman að lifa.
Minningamar sækja á og margt
væri hægt að rifja upp, þessi fá-
tæklegu orð segja lítið.
Friðgeir félagi minn, þakka þér
fyrir allar ánægjustundirnar og ég
efast ekki um að eitthvað er sæmi-
legt undir hnakkinn hinum megin.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Jón Sigþór Sigurðsson.
Sérl'ræðingar
í hlóiiiaskrcy(iii|giiin
við öll (a'kil'uM'i
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
t
Sonur minn og fóstursonur,
BJÖRN ELLERTSSON,
Urðarstekk 2,
andaðist í Borgarspítaianum 26. janúar.
Fyrir hönd ástvina,
Gyða Sigvaldadóttir, Kristján Guðmundsson.
t
Útför móður okkar,
HALLDÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Stóra Saurbæ,
áður húsfreyju á Hjarðarbóli, Ölfusi,
ferframfrá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 29.janúarkl. 13.00.
Börn hinnar látnu.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN B. ANDRÉSSON
skipstjóri,
sem lést þann 20. janúar sl. verður jarðsunginn frá Þingeyrar-
kirkju á morgun, laugardaginn 29. janúar, kl. 14.00.
Erla Ebba Gunnarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkuð er samúð og virðing auðsýnd við andlát og jarðarför
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR
fyrrverandi bankafulltrúa.
Fyrir hönd vandamanna,
Stefanfa Gísladóttir.
t
Innilegar þakkir og kærar kveðjur sendum við öllum þeim, sem
auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför
SIGRÍÐAR SIGFÚSDÓTTUR,
Suðurgötu 80,
Akranesi.
Þorvaldur Sigtryggsson, Ingveldur Sverrisdóttir,
Sverrir Þorvaldsson, Tryggvi Þorvaldsson,
Inga Valdís Þorvaldsdóttir,
Sigtryggur Matthfasson, Sveinn Matthíasson.
t
Sá einlægi hlýhugur og samúð, er við urðum aðnjótandi við and-
lát og útför,
ÞÓRGUNNAR EYSTEINSDÓTTUR,
veitti okkur ómetanlegan styrk og huggun.
Við þökkum þá virðingu, er minningu hennar hefur verið sýnd.
Sérstakar kveðjur og þakkir til U.M.F. Mývetnings og Sparisjóðs
Mývetninga, svo og lækna og hjúkrunarfólks á lyfjadeild Sjúkra-
hússins á Akureyri og deild 11-E á Landspítalanum í Reykjavík.
Ásta Kristín Benediktsdóttir, Bergþóra Eysteinsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir, Eysteinn Sigurðsson,
Arnarvatnl.
+ Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÞÓRU EINARSDÓTTUR,
og heiðruðu minningu hennar.
Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Hans W. Rothenborg,
Svava Jakobsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson,
Þór Edward Jakobsson, Jóhanna Jóhannesdóttir,
Jón Einar Jakobsson, Gudrun Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Tilraunastöð Háskóla ísiands í meinafræði að
Keldum verður lokuð eftir hádegi í dag föstudag-
inn 28. janúar vegna jarðarfarar JÓNS ELDONS
sérfræðings á tilraunastöðinni.