Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 39

Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 39 Sigrún Ásgeirs- dóttir — Minning Fædd 15. október 1915 Dáin 17. janúar 1994 Send mér eld í anda eilífðar úr heimi, Drottinn. Lífs af lindum ljós þitt til mín streymi. Grafist gamlar sorgir. Gleymist dagsins mæða. Sé mín þrá og sigur sókn til þinna hæða. (E.M. Jónsson) Sigrún Ásgeirsdóttir fæddist hinn 15. október 1915 á Óspaks- eyri í Bitrufirði. Foreídrar hennar fluttu norður á Krossnes, þar sem hún ólst upp. Árið 1937 fluttist hún til Reykja- víkur, þar sem hún var lögð inn á berklaheimilið á Vífilsstöðum. Kynntist hún þar Gísla Sigurðssyni sem síðar varð hennar lífsförunaut- ur þar til hann lést. Sigrún var Gísla mikil stoð og stuðningur sem kemur best fram í því þegar eitt barna Gísla, dó um aldur fram, þá sýndi hún í verki þá manneskju sem hún hafði að geyma og studdi hann gegnum þá efiðleika með einlægni sinni og hlýju. Sigrún var mjög vinnusöm og óhætt held ég sé að fullyrða að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Er hún hætti störfum sem hjúkrunarkona sakir aldurs sat hún ekki auðum höndum, heldur gerðist blaðberi á gamals aldri. Hin síðari ár átti Sigrún við veik- indi að stríða og dvaldist á Drop- laugarstöðum allt til þess dags er hún lést hinn 17. janúar síðastlið- inn. Fyrir hönd aðstandenda Gísla vil ég koma fram þakklæti fyrir hóg- værðina og hlýjuna sem við fengum að kynnast hjá henni. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Haraldsson. Hinn 17. janúar sl. andaðist mág- kona mín, Sigrún Ásgeirsdóttir, á Droplaugarstöðum við Snorrabraut, á sjötugasta og níunda aldursári. Sigrún var fædd á Óspakseyri við Bitrufjörð í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Guð- mundsson frá Ófeigsfirði, bóndi og síðar kaupfélagsstjóri á Krossnesi við Norðurfjörð á Ströndum, og Valgerður Jónsdóttir frá Tröllatungu í Steingrímsfirði. Þegar Sigrún var á fyrsta ári fluttust foreldrar hennar að Krossa- nesi, þar sem þau bjuggu myndarbúi til ársins 1943 er þau fluttu til Akra- ness. Válgerður andaðist þar árið 1945, en Asgeir árið 1971. Alls voru systkinin fjögur. Af þeim er nú Ólafía ein eftir á lífi, gift Pétri Stefánssyni. Hin voru: Ásgeir, sem kvæntur var Gróu Siguijónsdóttur, en hann lést árið 1975, Snorri, sem kvæntur var Kristjönu Heiðberg Guðmundsdóttur, en hann lést árið 1989, og Sigrún, sem hér er kvödd. Hún var þeirra elst. Sigrún ólst upp á Krossnesi við venjuleg sveitastörf þeirra ára. Bærinn Krossnes stendur á nesi norðan megin við mynni Norð- urfjarðar, en Reykjaneshyrnan á móti hinum megin fjarðarins. Yfir bænum gnæfir Krossnesmúli, en endalaust úthafið blasir við beint fram undan bænum. Stórbrotið landslag, fagurt og hrikalegt, traust en á stundum kuldalegt. I fjörunni eru fallegir klettadrangar sem báran gælir við á blíðum sumardögum en öldurnar skella á með þunga ef hvessir að norðan. Þannig fóstrar norðurhjarinn börn sín, umhverfið mótar manninn. Sigrún minntist oft æskuáranna og hafði frá mörgu að segja um þá erfiðleika sem fólk í svo afskekktri byggð mátti una við og þá miklu vinnu sem fólk varð að leggja á sig til að framfleyta sér og sínum. En það voru líka margar skemmtilegar minningar frá mönn- um og málleysingum. Hún var mik- ill dýravinur og veitti mörgu eftir- tekt í umhverfinu og náttúrunni. Foreldrar Sigrúnar voru framtakss- amir og fylgdust með nýjungum í búskaparháttum. Kargaþýfi var breytt í slétt tún, byggt var tveggja hæða hús í stað torfbæjarins, sjórinn var sóttur af kappi, gengið á reka og timbrið unnið í staura. Öll föt voru saumuð heima, en sagt var að Sigrún hefði nú meiri áhuga á út- saumi en fatasaumi. Ullin var unnin heima og pijónavélin nýtt að fullu. Og börnin tóku þátt í vinnunni strax og þau höfðu krafta og getu til. Einnig aðstoðaði Sigrún föður sinn í Kaupfélaginu, sérstaklega við að skrifa reikninga, en hún hafði af- burða fallega rithönd. Sigrún fór ekki í barnaskóla en naut kennslu foreldra sinna heima og tók próf á vorin. Sóttist henni námið, því að hún var ágætlega greind og stálminnug. Eftir að kennslan í útvarpinu kom til sögunn- ar stunduðu bömin á Krossnesi nám í íslnesku, dönsku og ensku. Sendu verkefni suður til kennaranna og fengu þau leiðrétt um hæl. Þetta nám dugði svo vel að er þau yngri fóru í framhaldsskóla nýttist það þeim eins og um reglulega skóla- göngu hefði verið að ræða. Hugur Sigrúnar stóð til frekara náms, en örlögin komu í veg fyrir það. Sautján ára að aldri fékk hún bijósthimnubólgu og eftir það var heilsa hennar mjög tæp. Var hún oft rúmföst í lengri tíma. En rúm- lega tvítug að aldri hleypti hún heim- draganum og hélt suður til Reykja- víkur til að stunda nám við Húsmæð- raskóla Reykjavíkur. En ekkert varð úr þeirri skólavist, því stuttu eftir komu hennar suður kom í ljós að hún hafði smitast af berklum og var lögð inn á Vífilsstaði, þar sem hún var síðan á annað ár. Þá fékk hún að fara heim, en eftir um það bil eitt ár tók sjúkdómurinn sig upp á ný og varð hún þá að fara aftur á Vífilsstaði, þar sem hún var sjúkling- ur um margra ára skeið. Sigrún var þó það hress síðari árin að hún vann þar sem starfsstúlka, eins og svo margir sjúklingar gerðu á þeim árum, ef kraftar og geta leyfðu. Eftir að Sigrún útskrifaðist hélt hún áfram að vinna á Vífilsstöðum, eða til ársins 1976, er hún flutti til Reykjavíkur, en næstu fjögur ár vann hún í eldhúsinu á Hvítaband- inu. Á Vífilsstöðum kynntist hún Gísla Sigurðssyni. fyrrverandi bóna á Völl- um í Garði, en hann hafði misst konu sína frá mörgum börnum og var nú sjálfur orðinn berklaveikur. Þeim Sigrúnu varð vel til vina og stóð sú vinátta allt þar til Gísli and- aðist árið 1982. Seinustu árin bjuggu þau á Bergþórugötu 23 í Reykjavík. Það er mikið áfall fyrir unga stúlku í blóma lífsins að sjá alla sína framtíðardrauma hrynja til grunna. En aldrei heyrði ég Sigrúnu kvarta. Hún Yók því sem að höndum bar með jafnaðargeði. Sigrún hafði stórl skap, en fór vel með það. Hún virt- ist ætíð sjálfri sér nóg og leitaði aldrei aðstoðar til eins né neins. Samúðin var ríkur þáttur í eðli Sigr- únar og hjálpaði hún oft af sínum litlu efnum þeim sem minna máttu sín. Sigrún og Gísl lifðu í sínum heimi sem við hin áttum ekki svo greiðan aðgang að og þegar Gísli féll frá var sem tilgangi lífs hennar væri lokið. Hún hafði kynnst Gísla ung að árum, tryggðin og kærleikurinn til hans var hennar líf. Þau studdu hvort annað á lífsbrautinni, fyrst sem sjúk- lingar, með hvíta sverðið yfir höfðum sér, síðar sem aldrað fólk með engar Jóna Oddnv Torfa dóttir — Minning Fædd 9. ágúst 1909 Dáin 23. desember 1993 Jóna var fædd á Búðum við Fá- skrúðsfjörð og þar var hennar heimabyggð til æviloka. Foreldrar hennar voru Torfi Sigurðsson og Ragnheiður Jónsdóttir. Hún giftist aldrei en eftir fráfall móður hennar rak hún bú með föður sínum um árabil og annaðist hann af mikilli alúð uns hann lést. Þau feðginin tóku í fóstur þriggja ára dreng Birgi Ágústsson, en hann hafði misst föður sinn er vélbáturinn Kári fórst í sjóróðri frá Fáskrúðsfirði. Lífið hélt áfram og enn voru verkefnin næg. Jóna réðst ráðskona til Jakobs Stefánssonar er hafði misst eigin- konu sína frá tveimur börnum. Þar var hún uns hann lést. Hún reynd- ist í hvívetna hin besta húsmóðir og lét sér ávallt annt um farsæld annarra. Jóna átti dóttur, Torfhildi, með Friðjóni Guðmundssyni, og bjuggu þær mæðgur einar saman um tíma. Torfhildur giftist Óskari Gunnars- syni og til þeirra flutti Jóna, og var hjá þeim allt til dauðadags. Hún lifði tímana tvenna í at- vinnusögu byggðarinnar og störf hennar tengdust oftast úrvinnslu sjávarafurða. Ég hygg að fullyrða megi að hún hafí unnið við alla þætti þess að auka verðmæti og geymsluþol sjávarfangs. Hlutskipti verkakvennanna þekkti þún allt frá fyrri hluta aldar- innar og hafði reyndar ekki verið mulið undir þær á þeim árum. Vinn- an á saltfiskreitunum, en þeir voru brattir og erfiðir yfirferðar, hefur áreiðanlega oft gengið nærri lík- amsþreki þeirra. Einhverntíma sagði hún mér að þvotturinn á blautfiskinum hefði reynst sér einkar erfiður og var hún þó ekki vön að kvarta. Hlífðarfötin voru ófullkomin og vatnið kalt í frostum að vetrarlagi en vinnan fór fram utanhúss, oft á bryggjunum sjálfum. Þá kom það fyrir að hún féll í yfirlið við ísaðan þvottakassann vegna kuldans, en samverkakon- urnar reistu hana við og áfram var haldið vinnunni. Samviskusemi, ósérhlífni, og vinnusemi voru ríkir þættir í eðlis- fari hennar. Hún var heiðruð á sjó- mannadaginn fyrir vel unnin störf er langt var liðið á starfsævina. Handbragð hennar bar ávallt vitni vandaðra og traustra vinnu- bragða og var þá sama hvort hún vann við sauma eða fiskvinnslu. í öllu viðmóti sínu við aðra var Jóna heilsteypt og hélt ótrauð fram sín- um skoðunum er hún taldi réttar en aðrir nutu sannmælis. Hún var glaðvær og alltaf stutt í brosið. Börnum reyndist hún vel og munu þau vera mörg er sakna hennar. Síðustu árin sem Jóna lifði var sjón hennar farin að bila. Læknar skiptu þá um annan augasteininn og gáfu góða von um framtíðarvonir né heldur tækifæri. Þau voru stolt og sjálfstæð og vildu enga meðaumkvun. Og þegar aldur meinaði henni að fá vinnu á almenn- um markaði, gafst hún ekki upp, en fór að bera út blöð. Þar sýndi hún sömu samviskusemina og dugnaðinn eins og ávallt endranær. En þrátt fyrir heilsubrest og háan aldur áttu þau líka góðar stundir. Þau voru ætíð velkomin til Sigrúnar og börn Gísla og barnabörn sýndu þeim umhyggju og hlýju og fóru Sigrún og Gísli oft í heimsóknir til þeirar suður með sjó. Eftir að Gísli féll frá bjó Sigrún áfram á Bergþórugötunni og fór þá brátt að bera á þeim sjúkdómi er engin lækning er við. Olafía systir Sigrúnar og Pétur maður hennar urðu þá stoð og stytta Sigrúnar. Allan þann tíma er hún var ósjálfbjarga heima og beið eftir plássi á hjúkrunarstofnun, færðu þau henni mat daglega og aðstoðuðu hana á allan hátt. Verður þeim seint eða aldrei fullþökkuð sú hjálpsemi og kærleikur er þau sýndu henni alla tíð. Árið 1991 flutti Sigrún að Drop- laugarstöðum við Snorrabraut og dvaldist þar þangað til hún fékk hvíldina. Þar naut hún mikillar um- hyggju og hlýju. Öllu starfsfólki Droplaugarstaða eru hér með fluttar hugheilar þakkir fyrir þá umönnun og nærgætni sem henni var sýnd allt þar til yfir lauk. Sigrún var manni mínum góð systir og sonum mínum góð frænka. Snorri maður minn og Sigrún áttu margt sameiginlegt í skapferli og ríkti mikill kærleikur á milli þeirra, en í hennar huga var hann alla tíð litli bróðir. Það var gaman að fá Sigrúnu í heimsókn og heyra þau systkini ræða um liðna daga. Sigrún hafði frá mörgu að segja, var víðles- in og fylgdist vel með. Synir mínir og fjölskyldur þeirra þakka Siggu frænku fyrir velvild og hlýju í þeirra garð. Ég mun ætíð minnast Sigrúnar með virðingu og hlýjum huga. Aldursmunur okkar og lífsreynsla hennar umfram mína á fyrri árum gerði það að verkum að við urðum ekki mjög nánar fyrst í stað, en með hveiju ári sem leið náðum við betur saman og nú er ég kveð hana í hinsta sinn, finn ég hversu mikils virði hún var mér og mínum. Það var lærdómsríkt að ganga með henni veginn. Blessuð sé minning mágkonu minnar, Sigrúnar Ásgeirsdóttur. Kristjana H. Guðmundsdóttir. Elsku Sigrún er látin. Hún, þessi góða kona, er komin til himnaríkis og líður þar vel. Sigrún amma eins og við kölluðum hana var konan sem studdi Gísla afa í einu og öllu. Þau voru ekki gift en voru saman í mörg ár, virtu og unnu hvort öðru. Þegar við systkinin vorum lítil, hlökkuðum við alltaf til jólanna, þá komu Gísli afi og Sigrún amma í heimsókn með jólapakka sem voru áberandi fallega innpakkaðir. Sig- rún var svo natin við allt. Hún skrif- bætta sjón að nokkrum tíma liðnum. Jóna dvaldi hjá okkur í nokkrar vikur fyrir og eftir aðgerðina og minnisstæð er gleði hennar er góð- ur árangur kom í ljós. Þrátt fyrir skerta sjón hennar, minnist ég margra stunda, er við tókum í spil á meðan hún var hjá okkur en það stytti henni stundirnar. Oft vildi spilamennskan fara á dreif, þegar talið barst að Fáskrúðs- firði og lífsháttum þar á fyrri tíð. Það kom þó ekki að sök því alltaf var hægt að byrja að nýju. Síðan hélt Jóna heimleiðis og batinn hélt áfram jafnt og þétt. Sambandi var hatdið og dag nokkurn kvaðst hún sér til mikillar gleði nú geta þrætt saumavélina sína hjálparlaust á ný. Horfði hún því enn vonglöð til fram- tíðar, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það er með þakklæti í huga að þessi hugljúfa vinkona er kvödd. Minning hennar rís hæst í mann- gildi, trúmennsku, vináttu og kær- leika til annarra. Öllum aðstandendum votta ég samúð við fráfall hennar. Guð blessi minninguna. Ragnar Þorvaldsson. aði vel, var blíðleg og róleg, alltaf kát. Hvað sem hún gerði var yfir- leitt óaðfinnanlegt. Nú síðustu ár höfðum við lítið haft samband við Sigrúnu, en þó fréttum við alltaf af henni. Elsku Sigrún, við þökkum þér samfylgdina og hvað þú varst alltaf blíð og góð við Gísla afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systkinin frá Laufási, Garði. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E V/Reykjanesbraut. J Kopavogi, sími éS 671800 ^ Opið sunnudaga kl. 13-18. jörug bílaviðskipti ntar góða bíla á skrá Daihatsu Applause 16x '90, vínrauður, 5 g., ek. 68 þ., vökvast., rafm. í rúðum o.fl. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Pajero V-6 '91, grár/blár, sjálfsk., ek. 52 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 2.2 millj., sk. á ód. Ford Orion CIX '92, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 870 þús. MMC Pajero langur T.D. m/lntercoler 92, grænn/tvílitur, sjálfsk., ek. 52 þ., sól lúga, álfelgur, rafm. í rúðum, central læs. spoiler, 31 “ dekk o.fl. V. 3,1 millj., sk. á ód. Subaru Legacy Artic '92, vínrauður, sjálfsk., ék. 20 þ., rafm. í rúðum, álfelgur, central læs. V. 1880 þús., sk. á ód. Mazda 323 GLX '91, hvítur, 3ja dyra, 5 g., ek. 44 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús., sk. á dýrari eða ód. MMC Colt GLX '89, rauöur, sjálfsk. ke 70 þ. V. 680 þús. Toyota 4Runner SR5 EFi '87, 5 g., ek. 80 þ. mílur, 35“ dekk, cruscontrol, sóll úga, rafm. í rúöum, álfelgur, central læs V. 1550 þús. Mikið breyttur Bronco '74, 4 g., 8 cyl. (460 cc), 205 millikassi, Unimoc hásingar, 44“ dekk o.fl. V. 650 þús. Toyota Douple Cap diesel '92, rauöur, 5 g., ek. 46 þ., upphækkaður, 33“ dekk, lengd skúffa, brettakantar o.fl. Vsk-bíll. V. 1890 þús. Subaru Legacy station '90, brúnsans, 5 g., ek. 55 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1270 þús., sk. á Toyota 4Runner V-6 '92, blár, 5 g., ek. 37 þ., 33“ dekk, sóllúga, brettakantar o.fl. V. 2.750 þús. L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.