Morgunblaðið - 28.01.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994
41
STJÖRNUR
Ormarnir hans
Tony Curtis
Hin bandaríska Peggy heldur
því fram að tvíburarnir
Gregory og David séu synir leikar-
ans Tony Curtis. Sjálfur hefur
hann aldrei viðurkennt að vera
faðir þeirra en að öllum líkindum
hefur hann komið nálægt kon-
unni, því þegar hún varð ófrísk
greiddi hann hennf 10 þúsund
dollara í eingreiðslu, sem voru
miklir peningar þá.
Þegar Peggy hitti Tony var
hann 42 ára og tvífráskilinn, en
hún tæplega 18 ára. „Við sváfum
ekki saman fyrr en daginn eftir
að ég varð 18 ára,“ segir Peggy,
sem var 19 ára þegar drengirnir
fæddust. Hún segir að Tony hafi
sýnt henni lífið í Hollywood og
Las Vegas, en síðan varð hann
að fara í tökur. „Ég fékk áfall
þegar ég heyrði að hann hefði
kvænst Leslie Allen meðan á tök-
um stóð,“ er haft eftir Peggy.
„Stuttu síðar uppgötvaði ég að ég
var ófrísk."
Hún sá sér ekki fært að annast
tvíburana og voru þeir því ætt-
leiddir. Nú hefur hún haft upp á
þeim aftur, en þeir hafa aldrei
hitt föður sinn.
Tony Curtis hefur ekki gengist
við sonunum en greiddi
móðurinni á sínum tíma fúlgu
fjár. A neðri myndinni sést
Peggy ásamt sonunum Gregory
og David, sem nú eru orðnir 25
ára.
Guðmundur Hrafnkelsson hefur spilað 218 landsleiki fyrir íslands
hönd.
IÞROTTIR
Iþróttamaður Vals
árið 1993
Guðmundur Hrafnkelsson
markmaður Vals og lands-
liðsins í handknattleik var út-
nefndur íþróttamaður Vals 1993.
Á árinu hlaut hann — ásamt félög-
um sínum í meistaraflokki Vals í
handknattleik — íslands-, bikar-
og deildartitil ásamt því að verða
meistari meistaranna 1993. Guð-
mundur var einnig valinn hand-
knattleiksmaður ársins af HKÍ.
Þá varð hann í 4. sæti í vali
íþróttamanns ársins sem valinn er
af íþróttafréttamönnum. Guð-
mundur hefur spilað samtals 218
landsleiki fyrir Islands hönd.
NAM
Tamningamenn
í jámingaprófi
Félag tamningamanna gekkst
um helgina fyrir námskeiði í
járningum og í lokin þreyttu nem-
endur próf þar sem þurfti að járna
tvo fætur. Var námskeiðið haldið í
rúmgóðum húsakynnum hestamið-
stöðvarinnar Hindisvíkur í Mos-
fellsbæ. Til að hljóta inngöngu í
Félag tamningamanna þarf að
þreyta þijú próf. í fyrsta lagi er
um að ræða frumtamningu á þrem-
ur ótömdum trippum, annar hlutinh
er próf í dómum á kynbótahrossum
og þriðji hlutinn er járningapróf.
Prófdómari var sá kunni hesta-
maður Sigurður Sæmundsson, sem
er meistari í faginu. Hann lærði á
sínum tíma í Svíþjóð og starfaði
þar við járningar um árabil. Kenn-
ari var Valdimar Kristinsson. Ellefu
nemendur þreyttu prófið en ekki
er ljóst hvort allir hafi náð, því eft-
ir er að skila inn ritgerð sem gildir
um 40%. En járningarnar gengu
vel fyrir sig og létt var yfir mann-
skapnum þótt gr.eina hefði mátt
örlítinn prófskrekk í byijun. Var
úthellt miklum svita og sjá mátti
einn og einn sáran putta en allt
lukkaðist þetta vel og ekki annað
að sjá en tamningamennirnir hefðu
gaman af þessari prófraun.
Brúnin að léttast á próftökunum enda farið að hilla undir lok verk-
efnisins, frá vinstri talið Sólveig Ólafsdóttir, Páll Bragi Hólmarsson,
María Dóra Þórarinsdóttir, Sigurður Jökulsson, Gunnar Tryggva-
son, Steinar Alfreðsson, Betina Rasmussen, Ólafur Kristjánsson,
Róbert Petersen, Steingrímur, Snorri Dal Sveinsson, Sigurður Sæ-
mundsson prófdómari og Valdimar Kristinsson kennari.
Staðlaðar sundlaugar
fyrir
sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga.
Getum boðið hina þekktu „Myrtha“ sundlaugar frá A & T Europe, nú úr ryðfríu
stáli með 25 ára ábyrgð.
Gerum föst verðtilboð. Upplýsingar á skrífstofunni.
0$ cUiúi vei.
° ÁRMÚLI 38, 108 REYKJAVÍK.
SÍMI 91-689517. FAX 91-686014.
Skálatúnsheimilið
40
í tilefni 40 ára afmælis Skálatúnsheimilisins verður opið hús í Skálatúni
laugardaginn 29. janúar nk. frá kl. 14 til 17.
Allar deildir verða opnar ásamt vinnustofum, þar verður sölusýning
áframleiðslu heimilismanna.
Allir velunnarar og eldri starfsmenn eru hjartanlega velkomnir.
Kaffiveitingar.
Mosfellsbæ
ÚTSALA 10 - 60% AFSLÁTTUR
Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur,
íþróttaskór, íþróttagallar o.fl.
OPIÐ
laugardag
kl.10 16
»hummel^
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Simi 813555 og 813655