Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 45 Úr myndinni í kjölfar morðingja. Frumsýning á myndinni I kjölfar morðingja STJÖRNUBÍÓ og Laugarásbíó hafa hafið sýningar á bandarísku spennumyndinni I kjölfar morðingja eða „Striking Distance". Með aðal- hlutverk fara Burce Willis og Sarah Jessica Parker. Willis leikur Tom Hardy, lögreglu- mann í glæpadeildinni í Pittsburgh. Hann er sannfærður um að fjölda- morðingi sem myrðir hveija stúlkuna af annarri sé úr röðum lögreglunnar þótt annar maður afpláni dóm fyrir glæpina. Hann er fyrir vikið lækkað- ur í tign og gegnir nú starfí fljótalög- reglu. Að tveimur árum liðnum fínnst lík ungrar stúlku í ánni. Skömmu síðar finnst annað lík og Hardy er sannfærður um að sami fjöldamorð- inginn sé aftur kominn á kreik. Dag nokkum fær hann nýjan félaga, unga konu (Parker). Hún er ekki sátt við ólöglegar vinnuaðferðir Hardys, sem iðulega svífst einskis til að komast í kjölfar morðingjans. Fyrmm starfs- menn Hardys taka þetta óstinnt upp og hann fer að gmna að ekki sé allt með felldu í röðum félaga sinna og ættingja, sem margir hveijir starfa innan lögreglunnar. Framleiðendur myndarinnar era Steven Reuther og Amon Milchan og leikstjóri er Rowdy Herrington. Næturakstur SVR hefst SVR HF. byrjar í kvöld nætur- akstur um helgar. Fyrst um sinn verður eingöngu ekið föstu- dags- og laugardagskvöld. í fréttatilkynningu SVR hf. seg- ir: „Þjónustan miðast við leiðina frá miðbænum og út í úthverfín. Far- þegar taka vagninn í miðborginni og lýkur akstri þegar vagninn er orðinn tómur. Farið kostar 200 kr. staðgreitt (farmiðar og Græn kort gilda ekki). v Akstrinum verður skipt í tvær meginleiðir: Leið 125 fer frá Kalk- ofnsvegi kl. 2 og 3 eftir miðnætti í Bústaða- og Breiðholtshverfi. Akstursleið verður: Lækjargata, Hringbraut, Háaleitisbraut, Bú- staðavegur, Reykjanesbraut, Stekkjabakki, Skógarsel, Jaðarsel, Norðurfell, Austurberg, Suðurhól- ar. Leið 130 fer frá Hverfísgötu við Stjórnarráðið kl. 2 og 3 eftir mið- nætti og fer í Sundin, Árbæ og Grafarvog. Aksturleið verður: Hverfisgata, Hlemmur, Laugaveg- ur, Suðurlandsbraut, Reykjavegur, Sundlaugavegur, Austurbrún, Langholtsvegur, Skeiðarvogur, Miklabraut, Strengur, Rofabær, Vesturlandsvegur, Gagnvegur, Fjallkonuvegur. ÞORRAHLAÐBORÐ kr. 1.290,- Kiddi Rós sér um fjörið frá kl. 22-3 RÓSA lianmihorg 11, sími 42166 ANWl VAGNHÖFÐA 11; REYKJAVÍK, SÍMI 685090 Þorrablót og dansleikur Uppselt í mat. Opið á morgun laugardag. Hljómsveitin TÚNIS leikur fyrir dansi til kl. 03. Verö á þorrahlaðborði kr. 1.800,- Verð á dansleik kr. 800,- Miöa-og borðapantanir í L ; símum 685090 og 670051. SOUL DELUXE Í KVÖLD 10 manna hljómsveit af Skaganum. Soul. funk og diskó og frábær dans- stemmning. Skagamenn búsettir i Reykjavik sér- staklega hvattir til að mæta MILLJÓNA- MÆRINGARNIR OG PÁLL ÓSKAR Laugardagskvöld Næstu helgi: BLÚSMENN ANDREU Loksins er hún komin á kreik með blúsmennina. eitthvað sem margir bíða eftir. I) — . Danssveitin ásamt Evu Ásrúnu í kvöld. Sólarkaffi Arnfirðinga annað kvöld. Borðapantanir í síma 686220. Næsta helgi: Föstudaginn 4/2: Geirmundur Valtýsson. Laugardaginn 5/2: Þorrahlaðborð og dansleikur með Danssveitinni ásamt Evu Ásrúnu. Verð aðeins kr. 1.890,-. Hópa- og borðapantanir í síma 686220. C/D með nýrri hljómsveit SIGGU BEINTEINS Frissi Karls - gítar Gummi Jóns - gítar Halli Gulli - trommur Eyþór Gunnars - hljómborð Þórður Guðmunds - bassi Húsið opnað kl. 22. Miðaverð kr. 1.000,- Sími687111 í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.