Morgunblaðið - 28.01.1994, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FOSTUDAGUR 28. JANUAR 1994
HANDKNATTLEIKUR
Selfyssingar búa sig undir seinni leikinn gegn Pick Szeged, eftir eftirminnilega ferð til Ungverjalands
Fyrsta skoðunarferðin
á tveimur jafnfljótum
SELFYSSINGAR leika síðari leik sinn í átta liða úrslitum Evrópu-
keppni bikarhafa gegn ungverska liðinu Pick Szeged í Kaplakrika
kl. 16.30 á morgun. Ferð þeirra til Ungverjalands um síðustu helgi
í fyrri leikinn varð all söguleg, eins og fram hefur komið. Fyrir ferð-
ina bað Morgunblaðið Sigurð Sveinsson að halda dagbók um það
sem á dagana drifi í ferðinni og birtist hér ferðasaga hans.
Klukkan var rúmlega -sex,
fimmtudaginn 20. janúar, þeg-
ar rútan frá Selfossi kom að Rauða-
vatni, en þar hittumst við bæjardren-
girnir og Selfyssingamir áður en lagt
var af stað tií Keflavíkur. Við rennd-
um í hlað við Leifsstöð rétt fyrir
klukkan hálf átta í skítakulda. Eins
Reeboh
EROBIK SKÓR
ATOMIC
S K I Ð I
^1 ÁÐUR: NÚ:
• SIÐAR ÚLPUR 11.500 5.900
• REEBOK EROBIKSKÓR 6.990 4.900
• BARNA KULDASKÓR (loðfóðroðir) 5.590 1.490
• JOGGINGGALLAR 8.990 3.900
• BARNASKIÐAGALLAR 7.200 3.900
• ATOMIC ACS System 80 skíði 14.900 8.900
SUNDBOLIR og EROBIKFATNAÐUR 40%-60% afsláttur
70% staðgreiðsluafsláttur
af öllum öðrum vörum í versluninni.
Nýjum vörum bætt við daglega.
Jlisstð ekki af
einni bestn úts'ólu
vetrarins!
BOLTAMAÐURINN
Laugavegi 23 • sími 15599
gott að enn var nægur tími fyrir
notalegan kaffibolla og eina ristaða
samloku uppi.
Enginn hafði gleymt vegabréfinu
sínu og enn færri voru með skotvopn
undir höndum, enda runnum við Ijúf-
lega í gegnum öryggishliðið. Nema
Gísli Felix og Einar þjálfari, þeir
þurftu enn einu sinni að skáskjóta
sér í gegn. Ekki orð um það meir.
Flugið til Amsterdam gekk
(flaug?) eins og í sögu. Biðin þar á
flugvellinum var stutt, aðeins um
klukkustund. Áfram var haldið til
Búdapest, höfuðborgarinnar í Ung-
verjalandi, með flugvél frá KLM og
var það um tveggja tíma flug.
17.00. Það var ekki laust við að
smá spenningur væri í mannskapn-
um er við lentum í Búdapest, enda
flestir í hópnum að koma til Austur-
Evrópu í fyrsta sinn. Þegar við geng-
um út úr vélinni mætti okkur þetta
týpíska Austur-Evrópuloft, afskap-
lega frískandi og gott!
Það er ótrúlegt að þessi flugvöllur
er sá eini í Búdapest því þarna var
aðeins ein önnur flugvél, gömul
skrúfuþota frá miðöldum. Púff, það
var eins gott að við ákváðum að taka
rútu áfram til Szeged.
Það var glatt yfír mönnum eftir
komuna til Búdapest því nú var að-
eins um tveggja tíma ferð eftir á
áfangastað og klukkan ekki nema
fimm. Töskurnar skiluðu sér allar á
færibandinu og var ekki hægt að
kvarta undan því. Það sama var ekki
hægt að segja um herramennina í
glerbúrunum sem skoðuðu vegabréf-
in. Þeir tóku sinn tíma til að skoða
myndirnar og annað mjög gaum-
gæfilega þó þeir hafi eflaust ekki
haft hugmynd um hvar eða hvað
ísland væri (hvað þá Selfoss).
„Hæ, hó,“ kallaði David Vokes,
liðstjóri Selfossliðsins, yfirfararstjóri
og íslenskufræðingur - „allir út í
rútu“, og allir örkuðu af stað. Fyrir
utan flugstöðina stóðu fjórir Tra-
bantar, einn Wartburg og Lada
Sport, en engin rúta.
Fararstjómin lagði höfuðið í bleyti
— (sendum við þeim ekki fax?). Jú,
jú, Snorri formaður var með faxið í
vasanum. Á því stóð: Komum klukk-
an fimm. Það var ekkert að gera
annað en að reyna að ná sambandi
við forsvarsmenn Szeged liðsins og
David hringdi í símanúmer sem þeir
höfðu gefíð okkur upp; ring, ring.
„Hello, my name is David, do you
speak English? Sprechen sie Deutch?
Espaniol?" Þá var skellt á og góð ráð
dýr. Á endanum fundum við konu
sem talaði bæði ungversku og ensku
og hringdi hún fyrir okkur. Hún til-
kynnti okkur að þeir hefðu ekkert
fax fengið en myndu verða komnir
með rútu til okkar á flugvöllin um
átta leytið, þremur tímum síðar.
Við komum til Szeged um klukkan
ellefu um kvöldið og vorum orðnir
fremur framlágir. Hótelið var eins
og öll hótel í Austur-Evrópu, en ég
hef verið á þeim allmörgum í gegnum
árin. Viðhald virðist mér ekki í miklu
uppáhaldi í þessum löndum og and-
rúmsloftið á hótelunum er alltaf jafn
sérstakt. En þetta var þó í fyrsta
sinn sem ég sé litasjónvarp á hverju
herbergi.
Föstudagur 21. janúar
Það var vakið klukkan níu og
höfðu flestir sofið sem lömb. Eftir
ágætan morgunmat var sest niður
og málin rædd. Hvað átti að gera í
dag: Matur klukkan eitt, skoðun-
arferð um tvö, æfíng klukkan fimm,
kvöldmatur, videófundur, svefn.
14.00. Eftir hádegismatinn vorum
við allir til í að fara í smá skoðunar-
ferð enda athyglisvert að vita eitt-
hvað um það hvemig þessi 150 þús-
und manna iðnaðarborg lítur út. Við
urðum hissa þegar okkur var sagt
að skoðunarferðin væri á tveimur
jafnfljótum. Við létum okkur hafa
það. Ekki get ég nú sagt að þetta
sé falleg borg, hún er óttalega skítug
og grá. Ekki sjást að neinar meiri-
Á leið í skoðunarferð. Selfyssingum var boðið í ferð til að kynnast borg-
inni. Ekki var farið í rútu eins og venjulega heldur fóru þeir á tveimur jafnfljótum.
háttar breytingar hafí orðið þarna
austur frá þrátt fyrir aukið lýðræði.
Það er helst að verslunum hafi fjölg-
að. Nema málningarverslunum, þær
eru alltaf jafn fáar ef maður miðar
við litinn á húsunum, eða þá þær
selja bara gráa liti - ljósgrátt, dökk-
grátt, svargrátt....
Skömmu fyrir æfínguna var okkur
tjáð að klæða okkur vel því við þyrft-
um að ganga þangað og væri það
um 15 mínútna gangur. Þetta var
fyrsta ferðin mín í Evrópukeppni þar
sem boðið var upp á skoðunarferð
og ferðir á æfíngastað á tveimur
jafnfljótum. En enginn er verri þó
hann þreytist!
17.00 Æfingin varð einnig all
söguleg. Einar þjálfari bað um að
enginn utanaðkomandi væri í salnum
á meðan við værum að æfa enda var
áætlunin að fara yfír leikkerfi okkar
og varnarleik.
En það var eins
og við manninn
mælt, salurinn
fylltist af alls-
konar fólki. Allt
var reynt til að
fá „aðdáend-
uma“ til að yf-
irgefa svæðið
en það var eins
Dagbók Sigurðar
Sveinssonar úr
ferdinni frægu til
Ungverjalands
og að tala við steypu, allir sátu sem
fastast. Þetta var líka í fyrsta sinn
sem ég upplifi það að aðkomulið fær
ekki frið á æfingu. í okkar hugum
var þetta ekkert annað en argasta
ósfífni áf hálfu gestgjafa okkar.
En það var ekki annað að gera
en að halda haus og láta þetta ekki
hafa áhrif á okkur.
Laugardagur 22. janúar
Laugardagurinn rann upp og það
var ekki laust við að við værum
komnir með örlítinn fiðring í mag-
ann. Það er alltaf gott að vera eilítið
spenntur fyrir þýðingarmikinn leik,
þó ekki megi keyra um þverbak.
Eftir góðan hádegismat héldum
við fund þar sem farið var yfir leik-
inn, dómarana og það andrúmsloft
sem á leiknum yrði. Við vissum nátt-
úrlega við hveiju var að búast í svona
leik, átta liða úrslit í Evrópukeppni
á erfiðum útivelli. Við ætluðum að
spila skynsamlega, hanga á boltan-
um, láta ekki spenna okkur upp. Líka
að hafa gaman af öllu saman hvern-
ig sem færi.
Enn var okkur tjáð að rútan væri
ekki á lausu og því ættum við að
rölta í höllina. Við tókum það ekki
í mál. Eftir örlítil orðaskipti tilkynntu
þeir að rúta hefði skotið upp kollinum
og væri á leið á hótelið. Þetta var
hætt að vera fyndið.
Höllin er frekar lítil, þröng og lágt
til lofts, en rúmaði þó 2500 manns.
Löngu var uppselt á leikinn. Við
gerðum okkur strax grein fyrir að
þetta var ljónagryfja af bestu gerð
og erfitt yrði að koma skilaboðum
inn á leikvöllinn.
I klefanum fyrir leikinn voru menn
að peppa hvern annan upp og fara
yfir leikkerfín. Selfossliðið er sam-
rýmdur hópur og skemmtilegur þó
þar séu óvenju margir og miklir skap-
menn. Sumir með viðurnefni, t.d.
Einar ofsi 1, Einar ofsi 2 osfrv. En
það er gott ef tekst að virkja skapið
rétt. í leikjum sem þessum er líka
meiri samstaða innan hópsins en t.d.
í leikjum í deildinni hér heima. Menn
leyfa sér ekki að rífast og kenna
öðrum um þó illa gangi.
Þegar við gengum inn á völlinn
fundum við vel hveiju við áttum von
á - það sást varla í gólfið fyrir papp-
írsdóti, hávaðinn var mikill og alíir
með trefla í gulum litum heimaliðs-
ins. Og við gátum ekki betur heyrt
en allir væru að hrópa í einum kór:
„Fuck you Selfoss!“
Þetta gekk samt vel í byijun og
við héldum í við þá. En um miðjan
hálfleikinn fórum við að missa menn
útaf og þeir náðu að keyra upp hraða.
Þetta var ströggl í síðari hálfleik,
gekk vel framan af og við náðum
að minnka muninn en dómararnir sáu
einfaldlega til þess að við vorum
færri langtímum saman og við misst-
um þetta útúr höndunum á okkur í
lokin. Létum veija hjá okkur í dauða-
færum.
En þótt aðstæður hafí verið erfíð-
ar og dómgæslan með því allra versta
sem ég hef séð, þá er Pick Szeged
mjög gott lið. Þeir eru líkamlega
talsvert sterkari en við, breiðari, og
sigur þeirra var verðskuldaður. Fjög-
ur til sex mörk hefði verið eðlilegt.
Það var ekkert eðlilegt við ofbeld-
ið í lok leiksins. Eg hef aldrei séð
annað eins nema i bíómyndum! Einn
hélt höndunum, annar barði með
krepptum hnefa í andlitið! Með mörg
þúsund bijálaða áhorfendur og dóm-
ara sem höfðu enga stjórn á neinu
var bara eitt að gera: Láta fara lítið
fyrir sér. Ef við hefðum reynt að
svara í sömu mynt þá hefðum við
komið með sjúkraflugi heim.
Menn voru svekktir í búningsklef-
anum. Hnúarnir á Oliver voru ennþá
skjannahvítir, enda er hann mikill
áhugamaður um box. En það var
ekki annað að gera en koma sér í
fötin og aftur upp á hótel. Undan-
tekningalaust er aðkomuliði haldið
boð eftir svona leiki, þar sem menn
skiptast á minjagripum, borða saman
og þess háttar, en því var ekki að
heilsa hér. Rútan skilaði okkur á
hótelið og þar fengum við okkur
kvöldmat, ungverskt gúllas, í róleg-
heitum. Einir.
Sunnudagur 23. janúar
Lagt var af stað í rútu til Búdapst
klukkan tvö um nóttina, flogið til
Amsterdam og beðið þar á flugvell-
inum í fjóra tíma. Menn reyndu að
kíkja í búðarglugga og bar helst til
tíðinda að Hallgrímur markmaður sá
sama geislaspilarann og hann hafði
keypt í Keflavík, á afar góðum kjör-
um að hans mati á leiðinni út — 6.000
krónum ódýrari á Schiphol. Hann
varð svekktur mjög og hafði ekki enn
náð sér fyllilega í leiknum gegn Val
í fyrrakvöld! Komið var heim á
sunnudagseftirmiðdag eftir tíðinda-
lítið ferðalag.
Þó ég hafi verið Iengi að, hef ég
alltaf jafn gaman af svona ferðum.
Þetta er kryddið í keppnistímabilið.
Þessi ferð verður eftirminnileg meðal
annars vegna þess dónaskapar sem
okkur var sýndur. Við ætlum að
svara fyrir okkur með því að taka
vel á móti þeim hér, sjá hvort þeir
kunna að skammast sín,
Tólf mörk er auðvitað full mikill
munur. En þeir hafa hingað til í
keppninni tapað með miklum mun á
útivelli, meðal annars með tólf mörk-
um gegn tékknesku bikarmeisturun-
um svo allt getur gerst. Við verðum
ekki með neina kurteisi við þá inná
vellinum og áhorfendur láta þá líka
vonandi finna fyrir sér með því að
búa til stemmningu ennþá betri en
í höllinni þeirra í Szeged.