Morgunblaðið - 28.01.1994, Síða 51

Morgunblaðið - 28.01.1994, Síða 51
Atli Baldur ■ BALDUR Bjarimson, knatt- spymumaður með Fylki og áður Fram hefur ákveðið að leika með Stjörnunni á næsta tímabili. ■ ATLI Einarsson, knattspyrnu- maður sem lék með Fram í fyrra hefur verið í viðræðum við FH-inga. Atli hefur þó mestan áhuga á að fara til Bodö í Noregi. Mál hans skýrast á næstu dögum. ■ SIGURJÓN Arnarsson kylfíng- ur úr GR tók þátt í atvinnumanna- móti á Grenelefe-völlunum í Flórída í vikunni. Keppt var á þrem- ur völlum og lauk Siguijón leik á 226 höggum, 11 yfir pari, og varð í 50. sæti af 160. ■ JONATHAN Bow, körfuknatt- leiksmaður sem hætti hjá ÍBK á dögunum, var á leið í 1. deildarlið Breiðabliks og hugðist leika með Kópavogsliðinu í úrslitakeppninni í vor. Menn áttuðu sig svo á því að erlendum leikmönnum er óheimilt að skipta um félag eftir 15. desember þannig að ekkert verður úr... Thorstvedt BJarnl ■ BJARNI Sigurðsson, fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var með Brann í vináttuleik gegn Rosenborg í fyrradag og stóð sig vel. Brann vann 2:1 og sagði. þulur norska sjónvarpsins að Bjarni hefði greinileg engu gleymt. ■ SÍÐASTI leikur Bjarna í Noregi fyrir fímm árum var leikur þessara liða í úrslitum bikarsins. Þá tapaði Brann 1:0. ■ BJARNI sagði í samtali yið norska sjónvarpið eftir leikinn að búið væri að ganga frá hans málum; að hann léki með Brann næsta keppnistímabil. ■ HINRIK Þórhallsson hefur tek- ið við þjálfun kvennaliðs ÍBA í knatt- spyrnunni, að því er fram kemur í Degi. I EVGENI Alexandrov, leikmað- ur Þórs í handknattleik er á förum frá félaginu. Hann heldur heim til Búlgaríu eftir leikinn við KR í kvöld. Þetta kemur fram í Degi á þriðjudag- inn. ■ NORÐMENN hafa valið 100 íþróttamenn til að keppa á Ólymp- íuleikunum í Lillehammer og er búist við að bætt verði við um tíu skíðamönnum. ■ BJÖRN Dæhlie göngugarpurinn mikli verður fánaberi Norðmanna en það er til siðs hjá þeim að sá sem 'stóð sig best á næstu leikum á und- an sé fánaberi. ■ VEGARD Ulvang, annar mikill göngugarpur, mun sveija Ólymp- íueiðinn fyrir hönd keppenda. ■ BOBBY Robson, fyrrum iands- liðsþjálfari Englands, sem var látinn fara frá portúgalska liðinu Sport- ing í síðasta mánuði, var á miðviku- daginn ráðinn þjálfari hjá meisturum Porto. Hann tekur við af Tomislav Ivic, sem er orðinn þjálfari hjá Al- þjóða knattspyrnusambandinu. ■ ERIK Thorstvedt leikur ekki í marki Tottenham næstu tvo mán- uði. Hann var borinn meiddur af velli i tapleiknum gegn Swindon um s.l. helgi og í ljós kom að liðband í hné hafði skaddast. ■ GLASGOW Rangers hefur ákveðið að meina stuðningsmönnum Celtic aðgang að leik liðanna á Ibrox 30. apríl, vegna skrílsláta þeirra á fyrri leikjum félaganna. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 _______________51 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN 1995 Reynt að finna lausn á sjónvarpsmálinu fyrir helgi Allar leiðir kannaoar til að hakla keppninni RÍKISÚTVARPIÐ, Framkvæmdanefnd HM 95 og Handknattleiks- samband íslands brugðust skjótt við eftir fund með fulltrúa sviss neska fyrirtækisins CWL T elesport í fyrrakvöld og báru saman bækur sínar í gær til að reyna að leita ráða til að mæta óvænt- um kostnaði vegna upptöku og sendinga leikja frá heimsmeist- arakeppninni á næsta ári. Allt verður lagt í sölurnar til að keppn- in verði á íslandi, en frestur til að ganga frá málum rennur út á mánudag. Magnús Oddsson, formaður framkvæmdanefndar, og Ólafur B. Schram, formaður HSI, fóru á fund Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, og Halldórs Blöndal, samgöngumálaráðherra, og greindu þeim frá gangi mála og breyttri stöðu með hugsanlegan stuðning ríkisvaldsins í huga. For- ystumenn handknattleikshreyfing- arinnar skilja enn lög Alþjóða hand- Franski ökuþórinn Francois Delecour sigraði í gær í fyrsta skipti í Monte Carlo rallinu, sem lauk þá í 67. sinn. Rallið er það fyrsta í stigakeppninni til heimsmeistara- titils í ár. Delecour ók Ford Escort. Finninn Juha Kankkunen, sem í fyrra varð heimsmeistari í rallakstri í fjórða sinn, kom annar í mark í Monte Carlo á Toyota Celica bifreið sinni og þriðji varð Spánveijinn Car- los Sainz, fyrrum heimsmeistari, á Subaru Impreza; bíl sem nýlega var knattleikssambandsins, IHF, um réttindi og skyldur i sambandi við sjónvarpsútsendingar á þann veg að framkvæmdaraðila keppninnar beri ekki að greiða fyrir upptöku og sendingar, en segja að ágrein- ingur um túlkun þessara laga setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Hætta sé á að keppnin verði tekin af Is- lendingum tryggi þeir ekki um- ræddar framkvæmdir og því voru byijað að nota í rallkeppni. Ökuþórarnir spáðu mjög jafnri og spennandi keppni í ár. Reiknað er með að Kankkunen fái mesta keppni frá Frökkunum Delecour og Didier Auriol, sem þrívegis hefur sigrað í Monte Carlo rallinu, og hafði forystu þegar hann varð að hætta keppni vegna bilunar í bílnum á fyrsta keppnisdegi. Báðir stefna þeir að langþráðu marki: að fagna heims- meistaratitli í ralli, fyrstir Frakka. í gær skoðaðar mögulegar leiðir til að fjármagna upptöku og sending- ar. Eins var farið yfir kostnaðar- áætlun RÚV vegna keppninnar í þeim tilgangi að lækka kostnaðinn án þess að það kæmi mikið niður á þjónustunni. Engar ákvarðanir voru teknar í gær, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var talið að minnka mætti kostnaðinn um 15 til 20 millj- ónir með því að leika samtímis á tveimur stöðum í einu á höfuðborg- arsvæðinu en ekki þremur stöðum, eins og áætlað hafði verið, en með breyttu fyrirkomulagi mætti spara einn upptökubíl. Gert er ráð fyrir að tæknideild RÚV skili endurskoðaðri kostnaðar- KNATTSPYRNA Eyjólfur medslilid liðband Eyjólfur Sverrisson, landsliðs- maður í knattspyrnu, komst ekki með Stuttgart-liðinu í æfinga- búðir til Madeira, þar sem liðband í vinstra hné slitnaði í innanhúss- móti á dögunum. í fyrstu var ótt- ast að liðþófi væri rifínn, en svo var ekki. Eyjólfur er nú í endurhæf- ingu fyrir utan Munchen. íuém FOLK ■ MIKILL ótti var meðal forráða- manna körfuknattleiksliðsins Efes Pilsen í Tyrklandi fyrir leik liðsins við nágranna sína frá Grikklandi, Panathinaikos, en það á milli hefur ekki ^alltaf verið ástsælt samband. ■ ÓTTINN reyndist óþarfur því allt gekk eins og í sögu. 12.000 áhorfendur troðfylltu íþróttahöllina og úti í rigningunni voru nokkur þúsund fylgismenn tyrkneska liðsins og hvöttu sína menn þrátt fyrir að fá ekki miða á leikinn. Þar voru einn- ig 500 sérþjálfaðir lögreglumenn, sem áttu rólega kvöldstund. ■ MARIO Boni, stigahæsti leik- maðurmn í 1. deildinni í körfuknatt- leik á Ítalíu féll á dögunum á lyfja- prófi. í gær viðurkenndi læknir að hafa gefið honum anabolíska stera. Boni á yfir höfði sér tveggja ára leikbann. ■ LÆKNIR liðsins hefur sagt af sér en hann sagði að Boni hefði sam- þykkt að fá sprautuna vegna þreytu og að hann hefði verið farinn að létt- ast of mikið. ‘ Reuter Frakklnn Francols Delecour var að vonum kátur eftir sigur í 62. Monte Carlo rallinu í gær; hans fyrsti sigur þar. Delecour sigraði í Monte Cario KORFUKNATTLEIKUR Falur ur leik í vetur Falur Harðarson körfuknattleiks- maður leikur ekki meira með KR-ingum á þessu tímabili. Hann brákaði bein í rist hægri fótar í leik gegn Grindvíkingum um helg- ina. „Þetta gerðist snemma í síðari hálfleik þannig að þetta ævintýri er úti hjá mér, að minnsta kosti í bili,“ sagði Falur í samtali við Morg- unblaðið. Falur kom til KR í lok desember og ætlaði upphaflega að leika fimm leiki með félaginu en þeir urðu að- eins einn og hálfur. „Leiknum við Tindastól var frestað og þessi gegn Grindavík átti að vera þriðji leikur- inn. Þetta var stutt gaman en skemmtilegt,“ sagði Falur. Aðspurður um hvort hann væri búinn að ákveða hvað hann gerði næsta haust, en hann lýkur námi í Bandaríkjunum í vor, sagði Falur: „Já, það eru lang mestar líkur á að ég verði hjá KR.“ áætlun í dag og verður ákvörðun um framhaldið tekin í kjölfarið. Hahn svartsýnn Sjónvarpið hafði eftir spænskum íþróttafréttamanni í gærkvöldi að ekki hefði verið hægt að skilja orð Raymonds Hahns, framkvæmda- stjóra IHF, á blaðamannafundi á Spáni öðruvísi en svo að íslendingar gætu ekki uppfyllt sett skilyrði og gætu því ekki haldið keppnina. Haft var eftir blaðafulltrúa spænska hnadknatleikssambands- ins að það hefði stuðning ráðherra til að halda keppnina. Hins vegar stefna HSÍ og framkvæmdanefnd HM 95 að því að koma öllum um- beðnum gögnum til IHF innan til- skilins tíma. ÚRSLIT Handknattleikur 2. deild karla: Fylkir-HK......................21:25 Grótta - Ármann................31:22 Körfuknattleikur 1. deild karla: ÍR-UBK.........................75:70 NBA-deildin: Atlanta - Phoenix............116:107 Boston - Miami................103:98 Charlotte - Orlando .........120:145 Philadelphia - Dallas.........104:90 Minnesota - Utah..............100:98 Golden State - Detroit........108:92 LA Lakers - Indiana...........103:99 EM félagsliða: Tyrklandi: Efes Pilsen - Panathinaikos....68:59 Limoges, Frakklandi: CSP Limoges - Guildford Kings..72:55 Pau, Frakklandi: Pau-Orthez - Virtus Bologna-...70:79 Treviso, Ítalíu: Benetton Treviso - Mechelen....89-73 Knattspyrna ítalfa Átta liða úrslit i bikarkeppninni: Inter - Sampdoria................1:1 (Fontolan 70.) - (Gullit 89.) 12.000 ■Sampdoria vann samanlagat 2:1 Tennis Opna ástralska: ; Undanúrslit í kvennaflokki: Sanchez Vicario - Gabriela Sabatini ....2:0 6-1, 6-2 Steffi Graf - Kimiko Date........2:0 6-3, 6-3 Golf Dubai eyðimerkur-mótið: Staða efstu manna eftir fyrsta hring: 61- Emie Els 66- Jon Lomas, Mark Roe 67- Isao Aoki, Gary Evans 68- Alberto Binaghi, Gary Orr, John McHenry, Greg Norman, Jim Payne íkvöld Handknattleikur 1. deild karla: Akureyri: Þór - KR...20.30 2. deild karla: Keflavík: ÍBK - ÍH......20 Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Selt.nes: KR-UMFT........20 1. deild karla: Sandgerði: Reynir - ÍS..20 FELAGSLIF Mannfagnaður körfu- knattleiksdeildar KR Körfuknattleiksdeild KR heldur sinn ár-( lega mannfagnað í félagsheimiiinu við Frostaskjól á morgun, laugardaginn 29. janúar og opnar húsið kl. 19.30. Heiðurs- gestir verða Reykjavíkur-, Islands- og bikar- meistarar KR 1974, en Einar Bollason verð- ur veislustjóri. Lelkjaskóli Fram Leikjaskóli Fram, fyrir 3-6 ára börn, hefst að núju sunnudaginn 30. janúar kl. 9.30 f íþróttahúsi Álftamýrarskóla. Leið- beinandi er Þór Bjömsson. NámskeiðiiT stendur í 10 vikur og kostar 3.500 krónur. Innritun við upphaf námskeiðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.