Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994
Lítil loðnulöndun en flestar verksmiðjur að fyllast
Siglt með loðnuna
norður eða austur
LOÐNULÖNDUN hefur verið fremur litil seinustu tvo solar-
hringa, og stafar það aðallega af löngum siglingartíma skipa
frá miðum til þeirra verksmiðja sem enn geta tekið á móti
loðnu. Frá klukkan níu á þriðjudagsmorgun til nlu í gærmorg-
un lönduðu loðnuskip 6.660 tonnum, samkvæmt upplýsingum
frá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem er um helm-
ingi minna en landað hefur verið að meðaltali á sólarhring
seinustu vikur.
í gærmorgun var búið að til-
kynna til loðnuverksmiðrja um
7.000 tonna löndun í gær og í
nótt. Er þá búið að landa um 239
þúsund tonnum á vetrarvertíð, eða
alls um 692 þúsund tonna heildar-
veiði á loðnuvertíð. Eftirstöðvak-
vótar eru þá um 379 þúsund tonn.
Sólarhrings sigling
Sigurður VE var á veiðum um
VEÐUR
25 mílur norðvestur af Garðskaga
þegar Morgunblaðið náði sam-
bandi við skipið síðdegis í gær,
og hafði fengið um 1.400 tonn af
loðnu í þremur köstum. Kristbjöm
Árháson, skipstjóri, sagðist vera
ánægður með veiðina en lakara
væri að þurfa að sigla í sólarhring
með aflann. „Allur okkar afli hef-
ur farið í bræðslu vegna þess
hversu langt við þurfum að sigla
til að losa okkar við hann, nú eru
það nær eingöngu verksmiðjur
fyrir norðan og austan sem geta
tekið við meiri loðnu. Það eru ekki
margar loðnuþrær tómar núna,“
segir Kristbjörn. Sigurður VE hef-
ur mestmegnis landað í loðnuverk-
smiðjunni í Krossanesi það sem
af er þessari vertíð.
Kristbjörn segir að loðnan sé á
hraðri ferð í norðvesturátt og
stefni á Snæfellsnes, auk þess sem
sterkir straumar flýti för hennar
enn frekar. Hann kveðst hafa
fundið góðar torfur á þessum slóð-
um og virðist næg veiði fyrir hendi
áfram ef veður leyfi, en siglingar-
tíminn leiði til of langrar fjarveru
frá veiðum. Ólíklegt sé því að ná-
ist að ljúka við kvótann.
/ DAG kl. 12.00
Heimild: Veöurstofa íslands
(Byggt á veðurepá k). 18.30 í gœr)
VEÐURHORFUR I DAG, 24. FEBRUAR
YFIRLIT: Um 1.400 km suður af Hvarfi er mjög víðáttumikil og vaxandi
970 mb lægð sem hreyfist austnoröaustur. Yfir norðaustur Grænlandi
er 1.047 mb hæð.
SPÁ: Austan- og norðaustanátt, kaldi víðast hvar en sums staðar all-
hvöss við suðurströndina. Austanlands og á annesjum norðan til verða
dálítil él en annars verður víða lóttskýjað. Syðst á landinu verður hitinn
á biiinu 0-3 stig en annars verður vægt frost.
STORMVIÐVÖRUN; Búist er við stormi á Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAQ, LAUGARDAQ OQ SUNNUDAQ: Búast má við
áframhaldandi austlægri átt á landinu, strekkingi og dálítilli súld eða
slyddu við suður- og suðausturströndina en hægari vindi og víða björtu
veðri annars staöar. Hiti nálægt frostmarki sunnanlands en 2-8 stiga
frost noröanlands.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsimi Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
O tik
Heiðskírt Léttskýjað
/ / /
/ /
/ / /
Rigning
* / *
* /
/ * /
Slydda
&
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
A
Skýjað
Alskýjað
V Ý v
Skúrír Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindðrin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
Súld
Þoka
V
itig-.
FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 igæri
Allnokkur hálka er víða á heiöum og Steingrímsfjarðarheiði er ófær, en
að öðru leyti er færð um landiö ágæt.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i síma 91-631500 og á
grænnilínu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavik
hltl veður
0 skýjað
4 léttskýjað
Bergen 1 léttskýjað
Helsinki 4-9 þokumóða
Kaupmannahöfn 0 snjóél
Narssaresuaq 6 léttekýjað
Nuuk •fl skýjað
Ósió +4 léttskýjað
Stokkhólmur +2 snjókoma
Þórshöfn 4 skýjað
Algarve 17 skýjað
Amsterdam 1 þokumóða
Barceiona 17 skýjað
Beriín f3 þokumóða
Chicago ■j-4 frostúöi
Feneyjar 7 þokumóða
Frankfurt 3 skýjað
Glasgow 2 snjóél
Hamborg +2 snjókristallar
London 3 rigning
Los Angeles 10 skýjað
Lúxemborg 6 skýjað
Madríd 11 skýjað
Malaga 20 skýjað
Mallorca 19 skýjað
Montreal +14 alskýjað
NewYork 0 alskýjað
Orlando 19 léttskýjað
Parfe 8 rigning
Madelra 18 skýjað
Róm vantar
Vín 3 þokumóða
Washington 2 rigning
Winnipeg +19 alskýjað
Hitakostnaður í Reykjavík og á Seltjarnarnesi
1991-94 Miðað er við meðalkyndi-
____ kostnað140fermetraíbúðaráári
34-----------------------------------------_____----
32
30
28
26
24
22
20
18 —f-
Álagning 14% vsk. ^ 1 L— ÍReykjavík
\ J |
p Á Settjamamesi*
■—1 A,
L 22.481,-
+-
1991 1992 1993 1994
'[ hitakostnaði á Seitjarnarnesi er reiknað með 5-7% varmatapi vegna forhitunar
Gjaldskrár Hitaveitii Reykjavíkur og Seltjamamess
Gjaldskrá Hitaveitu Seltjamamess hefur verið lækkuð um 10% frá 1.
janúar 1994. Af því tilefni þótti forvitnilegt að bera saman meðalhitun-
arkostnað fyrir 140 fermetra íbúð í sveitarfélögunum frá árinu 1991.
Gjaldskrá Hitaveitu Seltjarnarness hækkáðf ekki á þessu tímabili en virðis-
aukaskattur var lagður á húshitun í janúar 1993 og veldur hækkun það
ár. Auk rúmmetragjalds greiða notendur sérstakt fastagjald eða mæla-
leigu og hefur það verið óbreytt, 2.280 krónur á ári, á Seltjarnarnesi.
Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið hækkuð fimm sinnum frá
1. janúar 1991 en það ár hækkaði hún tvisvar og á ný í nóvember 1992
og loks tvisvar árið 1993. Fast mæla- og hemlaleigu- og heimæðargjald
hækkaði á sama tímabili úr 1.808 krónum í 1.971 krónu á ári í Reykjavík.
Fransk-íslenska verslunarráðið
Frönsk stjómvöld
hætti að hindra
fijáls viðskipti
FRANSK-ísIenska verslunarráðið samþykkti ályktun í gær um
viðskipti íslands og Frakklands. Ályktunin var afhent sendiherra
Frakka á íslandi, Francois Rey-Coquais, og honum falið að koma
henni á framfæri við forsætisráðherra Frakka, Edouard Balladur.
Verslunarráðið gerir þá kröfu til franskra stjórnvalda að hætt
verði að hindra frjáls viðskipti milli íslands og Frakklands þannig
að tryggja megi áframhald á áralöngum góðum samskiptum land-
anna, eins og segir í ályktuninni.
í ályktuninni er upphaf við-
skipta þjóðanna rakið aftur til árs-
ins 1898 þegar íslensk ull og bát-
ur voru seld hertoganum af Norm-
andí. Þar segir að heildarverð-
mæti vöruviðskipta sé nú um 12
milljarðar króna eða 1 milljarður
franskra franka. Bæði löndin eigi
aðild að samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið og auk þess
hafi menningartengsl landanna
verið í blóma.
„Það skýtur því skökku við að
frönsk stjómvöld skuli nú í kjölfar
aðgerða og krafna franskra sjó-
manna grípa til smásmugulegra
tæknihindrana í skjóli heilbrigðis-
eftirlits, sem dregur úr framboði
fisks í Frakklandi, til að stuðla að
hærra markaðsverði á fiski og
friða sjómenn,“ segir í ályktunni.
Þá segir að verndaraðgerðir af
þessum toga leysi engan vanda
og séu eingöngu til þess fallnar
að hækka viðskiptakostnað og
stefna gamalgrónum viðskipta-
samböndum í mikla hættu. Það
sé þekkt að viðskiptahindranir
hamli gegn hagvexti og auka at-
vinnuleysi.
Kosningar í HÍ
Fékk sér
bjórinn of
snemma
LÖGREGLAN stöðvaði för
ölvaðs. ökumanns á þriðju-
dag. Maðurinn var þá að aka
frá útsölustað ÁTVR en
hafði ekki getað stillt sig um
að bragða á bjórnum sem
hann keypti.
Maðurinn fór í útsölu ÁTVR
í Miklagarði og keypti bjór.
Hann fór síðan út í bíl sinn
og teygaði stórum af veigun-
um. Fólk, sem sá til hans, lét
lögregluna vita og þegar hún
kom á staðinn var maðurinn
lagður af stað á bíl sínum.
Hann komst hins vegar ekki
langt áður en lögreglan stöðv-
aði ferð hans og fékk í staðinn
ferð með lögreglubíl á stöðina.
Röskva fór með sigur
RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks í Háskóla íslands, sigraði í kosn-
ingum til Stúdentaráðs sem haldnar voru þriðjudaginn 22. febrúar,
hlaut sjö fulltrúa. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fékk fimm
menn kjörna og Óháðir fengu einn mann kosinn. Röskva og Vaka
fengu sitt hvorn fullrúann í Háskólaráði en Óháði listinn bauð ekki
fram til þess.
Alls voru 5.409 á kjörskrá og af
þeim kusu 2.979, eða 55,1%.
Röskva fékk 1.398 atkvæði til Stúd-
entaráðs, 46,9% atkvæða, Vaka
fékk 1.008, 33,8%. og Óháði listinn
395 atkvæði eða 13,3%. Auðir seðl-
ar voru 178 eða 5,8%.
1.581 Röskvu eða 53,1% en Vaka
fékk 1.165 atkvæði, 39,1%. Auðir
seðlar voru 233 eða 7,8%.
í síðustu kosningum fékk Röskva
7 menn kjörna en Vaka 6 en 30
manns eru í Stúdentaráði. Stúdent-
ar hafa tvo fulltrúa í Háskólaráði,
í kosningu til Háskólaráðs kaus og þeir sitja einnig í Stúdentaráði.
J