Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
7
Prófessorsembætti í fiskifræði
Dómnefnd að
taka til starfa
DÓMNEFND til að rncta hæfni umsækjenda um stöðu prófessors í
fiskifræði við Háskóla íslands mun væntanlega taka til starfa um
næstu mánaðamót. Að sögn Sveinbjörns Björnssonar rektors má
búast við að starf nefndarinnar taki þrjá mánuði og prófessorinn
taki til starfa í haust.
Háskólinn hefur undanfarin ár
óskað eftir heimild til að ráða í stöðu
prófessors í fiskifræði og á fjárlög-
um þessa árs fékkst til þess fjárveit-
ing. Embættið verður við liffræði-
skor raunvísindadeildar, auk þess
sem samið hefur verið um að pró-
fessorinn fái rannsóknaraðstöðu í
Vestmannaeyjum.
5 erlendir umsækjendur
Staðan var auglýst í maí, meðal
annars í tveimur erlendum fagtíma-
ritum, en það er mjög óvenjulegt
því stöður við Háskólann eru yfir-
leitt eingöngu auglýstar hér á landi.
Umsóknarfrestur rann út í byijun
júlí og sóttu ellefu um, 5 útlending-
ar og 6 íslendingar. Tveir umsækj-
enda hafa nú dregið umsóknir sínar
til baka. Háskólinn staðfesti mót-
töku umsóknanna síðari hluta ágúst
og dómnefnd var skipuð 3. nóvem-
ber. Hana skipa Agnar Ingólfsson
prófessor, Norðmaður og Breti.
Umsækjendum var veittur frestur
til að skila inn gögnum og rennur
síðasti frestur út næstkomandi
mánudag. Eftir það getur dóm-
nefndin tekið til starfa.
Samkvæmt upplýsingum Háskól-
ans tekur undirbúningur dómnefnd-
arstarfanna langan tíma vegna þess
Sex innbrot
í Reykjavík
SEX innbrot voru tilkynnt til lög-
reglunnar í Reykjavík eftir að-
faranótt miðvikudagsins.
Oftast var ýmsu smálegu stolið,
skiptimynt á einum stað, faxtæki á
öðrum og sígarettum á þeim þriðja.
Verðmætasta þýfið hefur að líkind-
um verið hljómflutningstækið, sem
hvarf úr bíl þessa nótt, en það er
metið á um 100 þúsund krónur.
-----------♦ ♦ ♦-----
Ennþá heimt-
ast kindur
Borg í Miklaholtshreppi.
ÞAÐ var einn morgun fyrir
stuttu þegar frúin á Hallkells-
staðahlíð í Kolbeinsstaðahreppi
var á ferð til gripahúsa er hún
heyrði kindajarm. Nokkra stund
tók það hana að átta sig á hvað-
an jarmið kom. Loks sá hún eina
kind uppi í brattri hlíð.
Heimamenn hugðust ná kindinni
en vegna styggðar létu þeir hóp af
ám fara í áttina til kindarinnar.
Eftir skamma stund kom kindin til
ánna sem út voru látnar og reynd-
ist þetta vera lamb frá Breiðaból-
stað á Skógarströnd.
- Páll
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikib úrval af
allskonar buxum
Opið á laugardögum
kl. 11-16
{
i 12, sími 44433..
að þýða þarf reglur fyrir hina er-
lendu umsækjendur og einnig er
töluverð þýðingarvinna vegna
starfa dómnefndarinnar þar sem
dómnefndarmenn eru frá þremur
löndum.
Morgunblaðið/Sigurður Hjálmarsson
Vegafrám-
kvæmdir við Vík
Eftir er að leggja um 1 km kafla yfir
Skeifnadal hjá Vík í Mýrdal og þá verð-
ur lokið við að leggja bundið slitlag á
um 5,5 km langan kafla. Þegar verkinu
verður lokið er komið bundið slitlag frá
Vík til Reykjavíkur. Sigurður K. Jó-
hannsson, tæknifræðingur hjá Vega-
gerð ríkisins á Selfossi, segir að á kafl-
anum sem eftir er verði lagður nýr
vegur sem liggi neðar en gamli vegur-
inn, en hann hafi verið snjóþungur,
þröngur og hættulegur á veturnar.
Hann segir að verkinu eigi að vera
lokið í júlí en byrjað hafi verið á fram-
kvæmdunum síðastliðið haust og bund-
ið slitlag verið lagt á um 4,5 km kafla.
Það hafi gengið mjög vel en nú undan-
farið hafi - framkvæmdir gengið hægt
vegna mikillar bleytu.
mhöfumopnab
í.i wetrshjjj
saumastofu/heildverslun
milliliöalaus vibskipti
Við bjóðum fatnað úr
fyrsta flokks hráefni,
framleiddan af fagfólki
með mikla reynslu á
verði sem er öllum
viðráðanlegt.
Dæmi um verð:
Herraföt
frá kr. 15.900
Dömudragtir
frá kr. 15.900
Stakir jakkar
frá kr. 10.900
Stakar buxur
frá kr. 4.900
Viö bjóðum
okkar þjóðkunna
ferminqarfatnab,
en við saumuðum fyrir
Karnabæ og fleiri.
Gott úrval, gott verö.
Verb á fermingarfatnabi:
Stakir jakkar
Buxur
S ky rtu r
Bi n d i
Slaufur
frá kr. 7.500
frá kr. 3.900
frá kr. 1.990
frá kr. 1.290
frá kr. 1.090
z
uT
T
v
Við bjóðum einnig innfluttan
sportfatnað á milliliðalausu verði.
Þetta fólk á þab sameiginlegt ab vera í fötum frá
okkur - íslenskt -já takk!
Við saumum á hópa, stóra sem smáa, á mjög hagstæðu, verði.
Leitið tilboða. Það er óneitanlega hagkvæmt að taka sig saman og
fá sérsaumub föt hjá okkur en við saumum líka eftir máli.
Hjá okkur starfa klæðskerar
með mikla reynslu.
Það er minna mál en
flestir halda að fá
sér klæðskera-
saumuð föt.
Verð frá kr. 20.670. ( (
SAUMASTOFA-HEILDVERSLUN
milliliðalaus viðskipti
Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Kópavogi, sími 45800
NYBYL
Toyota
Jofur
AUÐBREKKA