Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
13
Evrópusambandið
eftir Emil Breka
Hreggviðsson
Með hruni kommúnismans í Sov-
étríkjunum og Austur-Evrópu áttu
sér stað straumhvörf í alþjóða-
stjórnmálum. Þessar gjörbreyttu
aðstæður áttu eftir að hraða _sam-
lögunarþróun Vestur-Evrópu. í ljósi
þessara umfangsmiklu breytinga
tóku aðildarríki Evrópubandalags-
ins (EB) þann kost að dýpka sam-
starf sitt verulega með samþykkt
Maastricht-sáttmálans um Evrópu-
samband í lok árs 1992. Maastricht-
sáttmálanum er ætlað að setja af
stað nýtt stig í samvinnu aðildar-
ríkjanna og um leið er hann vegvís-
ir um hvert beri að stefna i sam-
starfi Evrópuþjóða. Sáttmálinn tók
gildi hinn 1. nóvember 1993 eftir
að hafa endanlega hlotið samþykki
allra aðildarríkja Evrópubandalags-
ins.
Evrópusamband
Maastricht-sáttmálinn um Evr-
ópusamband markar að mörgu leyti
þáttaskil í samlögunarþróun Vest-
ur-Evrópu. Þar var lagður grunnur
að samvinnu aðildarríkja Evrópu-
sambandsins fram að aldamótum
og vilji þeirra til aukinnar samvinnu
var staðfestur. Með sáttmálanum
mynda aðildarríki EB með sér Evr-
ópusamband (ES) sem vettvang
fyrir aukna samvinnu ríkjanna.
Nokkur óvissa hefur ríkt um þessa
nýju nafngift en með gildistöku
Maastricht-sáttmálans mun heitið
„Evrópusamband“ leysa nafnið
„Evrópubandalagið“ af hólmi.
Evrópusambandið byggist á
þremur meginstoðum. í fyrsta lagi
á Evrópubandalaginu og þeim
þremur meginsáttmálum sem liggja
að baki því. í öðru lagi byggist
Evrópusambandið á auknu sam-
starfi á sviði réttar- og innanríkis-
mála, og í þriðja lagi á samvinnu
aðildarríkjanna á sviði utanríkis-
og öryggismála, þar sem lagður er
grunnur að sameiginlegri utanríkis-
og öryggismálastefnu sambandsins.
Aukin samvinna aðildarríkjanna á
þessum sviðum mun aðallega felast
í milliríkjasamvinnu þar sem ríkis-
stjórnir aðildarríkjanna munu
gegna lykilhlutverki. Evrópudóm-
stóllinn, framkvæmdastjórn ES og
Evrópuþingið munu lítil áhrif hafa
á mótun þessarar samvinnu. Leið-
togaráði Evrópusambandsins er
hins vegar ætlað mikilvægt hlut-
verk við stjórnmálalega útfærslu
sambandsins. Evrópusambandið er
því samheiti á EB og aukinni sam-
vinnu aðilarríkjanna, annars vegar
á sviði réttar- og innanríkismála
og hins vegar á sviði utanríkis- og
öryggismála.
Með gildistöku Maastricht-sátt-
málans mun valdsvið Evrópusam-
bandsins aukast verulega á ýmsum
sviðum þjóðmála. Hér má meðal
annars nefna aukið samstarf á sviði
mennta- og menningarmála, neyt-
endaverndar, iðnaðarstefnu, orku-
mála, almennrar heilsugæslu, um-
hverfisvemdar ásamt rannsóknar-
og þróunarmálum. Hér er um að
ræða umfangsmikla útvíkkun á
valdsviði EB sem hefur lítið haft
með þessa málaflokka að gera áð-
ur. Með auknum viðfangsefnum
Evrópusambandsins má í raun segja
að fá samfélagsmál verði því óvið-
komandi. Jafnframt mun Evrópu-
sambandið í auknum mæli stuðla
að því að skapa evrópska samvitund
meðal íbúa þess. Aukið samstarf
aðildarríkjanna á sviði mennta- og
menningarmála ásamt nánari út-
færslu á ríkisborgararétti að Evr-
ópusambandinu gegna mikilvægu
hlutverki í þeirri þróun.
Nálægðarreglan
í Maastricht-sáttmálanum er ná-
lægðarreglan, „subsidiarity", viður-
kennd sem meginregla varðandi
athafnir Evrópusambandsins. Hér
er um að ræða reglu um verkaskipt-
ingu milli Evrópusambandsins og
ríkisstjórna aðildarríkjanna, en í
„Gildistaka Maastricht-
sáttmálans undirstrik-
ar að Evrópa er að taka
á sig nýja mynd. Með
stofnun Evrópusam-
bandsins er hafið nýtt
stig í samlögunarþróun
aðildarríkjanna þar
sem lagður er grunnur
að vaxandi samvinnu
þeirra á fjölmörgum
sviðum.“
henni felst að á þeim sviðum sem
ekki falla alfarið undir valdsvið
stofnana Evrópusambandsins skal
það aðeins framkvæma ef það getur
gert það á hagkvæmari og skilvirk-
ari hátt en einstök aðilarríki þess.
Evrópusambandið verður að
rökstyðja mál sitt sérstaklega með
tilliti til reglunnar ef það hyggst
taka að sér verkefni á sviðum þar
sem það hefur ekki gegnt hlutverki
áður. Með nálægðarreglunni vilja
aðildarríkin koma í veg fyrir of
mikla miðstýringu innan Evrópu-
sambandsins og tryggja að það
gangi ekki um of inn á valdsvið
einstakra aðildarríkja eða sveita-
stjórna.
Efnahags- og myntsamband
(EMU)
Mikilvægasta breytingin á Róm-
arsáttmálanum sem fólst í Maas-
tricht-sáttmálanum var án efa
ákvæði um efnahags- og myntsam-
band aðildarríkjanna sem á að verða
að veruleika í síðasta lagi árið 1999.
Þar tóku ríkin ákvörðun um að
gera Evrópumyntina ECU að sam-
eiginlegum gjaldmiðli ríkjanna fýrir
aldamót. í sáttmálanum er gert ráð
fyrir aukinni samlögun á efnahags-
og peningamálastefnu ríkjanna í
því skyni að skapa forsendur fyrir
myntsamruna. I áætluninni um
efnahags- og myntsamband er gert
ráð fyrir stofnun sameiginlegs
Seðlabanka Evrópu sem yrði óháður
stjórnmálalegu valdi að þýskri fyrir-
mynd. Til að uppfylla skilyrði fyrir
þátttöku í lokastigi myntsamrunans
þurfa aðildarríkin að uppfylla
strangar kröfur, meðal annars um
fjárlagahalla, verðbólgustig, vaxta-
stig og hlutfall opinberra skulda.
Gert er ráð fyrir því að aðildarríkin
geti aðlagast samstarfinu á sviði
peningamála á misjöfnum hraða,
ef einhveiju þeirra reynist erfitt að
uppfylla kröfur lokastigsins. Sam-
eiginlegur gjaldmiðill Evrópu þarf
því ekki að gilda í öllum ríkjum
Evrópusambandsins eftir að hann
hefur verið innleiddur.
Ólíklegt er þó að sameiginlegur
gjaldmiðill verði að veruleika fyrir
aldamót vegna efnahagsörðugleika
og íjárlagahalla í mörgum aðildar-
ríkjanna. Erfiðleikar í gengissam-
starfi ríkjanna hafa einnig vakið
upp efasemdir um forsendur og trú-
verðugleika myntsamrunans, en
ljóst er að efnahagsleg samleitni
ríkjanna er ekki nægjanlega á veg
komin til að skapa grundvöll trú-
verðugs fastgengis. Varðandi fram-
tíð þessa samstarfs veltur mikið á
því hvort pólitískur vilji sé í aðildar-
ríkjunum til að viðhalda gengissam-
starfinu og halda áfram á braut
efnahags- og peningalegrar sam-
einingar.
Evrópa eftir Maastricht?
Alþjóðavæðing seinustu áratuga
hefur gert það að verkum að ríki
heimsins eru orðin háðari hvert
öðru gegnum aukin utanríkisvið-
skipti og sívaxandi samskipti sín á
milli. Aukin alþjóðleg samtvinnun
hefur orðið til þess að ekkert eitt
ríki getur leyst öll sín vandamál
eitt og sér án samstarfs við önnur
ríki. Hvergi hafa ríki brugðist við
þessari þróun með afdrifaríkari
hætti en í Vestur-Evrópu. Evrópu-
bandalagið byggist á þeirri hugsun
að með náinni samvinnu geti aðild-
arríkin betur tryggt hagsmuni sína
á alþjóðavettvangi og náð markmið-
um sem þau næðu ekki fram ella.
Þannig hafa ríkin séð hag sinn í
að framselja hluta af fullveldi sínu
til sameiginlegra stofnana EB. í
tímans rás hefur samstarfið orðið
viðameira og í dag er Evrópusam-
bandið orðið að efnahags- og stjórn-
málalegri þungamiðju Evrópu með
tólf aðildarríkjum og 350 milljónum
íbúa. Vitnisburður um aukið vægi
Evrópusambandsins á alþjóðavett-
vangi er að nú hafa EFTA-löndin,
Svíþjóð, Noregur, Finnland og
Austurríki, sótt um aðild að því.
Þessi ríki telja sig ekki lengur geta
staðið utan þeirrar samlögunarþró-
unar sem nú á sér stað innan Evr-
ópusambandsins. Gert hefur verið
ráð fyrir því að ríkin gerist fullgild-
ir aðilar að Evrópusambandinu í
ársbyijun 1995, en aðild að því
byggir á þeim grunni sem lagður
var með Maastricht-sáttmálanum.
Lögð er áhersla á að þessi tíma-
mörk standist svo að hin nýju aðild-
arríki geti orðið virkir þátttakendur
við endurskoðun Maastricht-sátt-
Emil Breki Hreggviðsson
málans árið 1996. Þegar þetta er
ritað ríkir þó nokkur óvissa um
hvernig aðildarviðræðum EFTA-
ríkjanna að Evrópusambandinu
mun lykta.
Gildistaka Maastricht-sáttmál-
ans undirstrikar að Evrópa er að
taka á sig nýja mynd. Með stofnun
Evrópusambandsins er hafið nýtt
stig í samlögunarþróun aðildarríkj-
anna þar sem lagður er grunnur
að vaxandi samvinnu þeirra á fjöl-
mörgum sviðum. Evrópusambandið
er þannig í áuknum mæli að verða
ein efnahagsleg, félagsleg og
stjórnmálaleg heild sem mun verða
leiðandi af! innan álfunnar. Jafn-
framt mun Evrópusambandið axla
aukna ábyrgð varðandi varnir Evr-
ópu með mótun sameiginlegrar-
utanríkis- og öryggismálastefnu.
Þær breyttu aðstæður í alþjóða-
málum sem ég hef nefnt hér að
framan gera auknar kröfur til sam-
starfs ríkja á ýmsum sviðum. ísland
mun þurfa að laga sig að auknu
samstarfí innan Evrópusambands-
ins. EES-samningurinn var vissu-
lega mikilvægur við að tryggja við-
skiptahagsmuni íslands gagnvart
Evrópusambandinu, en tæplega er
hægt að líta á EES-samninginn sem
langtímalausiyí samskigtum Íslands
við Evrópusambandið. í ljósi þeirra
breytinga sem nú eiga sér stað í
Evrópu þurfa íslendingar að endur-
meta og skilgreina stöðu sína í því
evrópska samfélagi sem nú er í
mótun. Mikilvægast er því að aukin
umræða eigi sér stað hér á landi
um tengsl Islands við Evrópusam-
bandið.
Höfundur er rekstrar- og
stjómmálafræðingur.
TALHÓLF
PÓSTS OG SÍMA
J augnablikinu getur verið
slökktá farsímanum, hann utan
þjónustusvæðis eða,
Talhólf er ný og fullkomin símsvaraþjónusta Pósts og síma. Það er
sérstaklega sniðið að þörfum farsímanotenda, en hentar einnig öðrum sím-
notendum. Talhólfið er geymsla fyrir töluð skilaboð til þín. Þjónustan er ódýr,
þú þarft ekkert annað en símann þinn. Og þú ert alltaf í sambandi.
Stofngjald fyrir talhólf er 623 kr. m. vsk. en föst afnotagjöld eru 374 kr. m. vsk.
ársfjórðungslega fyrir farsímanotendur, en 934 kr. m. vsk. fyrir aðra símnotendur.
Talhólfið:
- Svarar alltaf
- Fullkominn símsvari
- Einfalt og þægilegt
- Örugg geymsla
skilaboða
Talhólfið tilkynnir
skilaboð sjálfkrafa:
- í farsíma
- í boðtæki
- í venjulegan síma
Skráning og upplýsingar: {j^Grsentnúmer: 99 63 88
Umsóknareyöublöö liggja frammi á öllum sölustööum Pósts og síma.
('
V/,
PÓSTUR
OG SÍMI