Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 17 byggingu. Ríkisstjóminni var orðið ljóst 1932- að Safnahúsið mundi ekki losna til að breyta því til afnota fyrir Hæstarétt. Þess vegna var horfið frá þeirri hugmynd m.a. Frásögn Hrafns Bragasonar af forsendum fyrir vali lóðarinnar er enn einn vottur þeirra vinnubragða við valið, sem Guðrún Jónsdóttir lýsti í bókun sinni í skiplagsnefnd 10. maí 1993. Þegar samkeppnin var boðin út var húsrýmislýsing í útboðinu miðuð við þá húsrýmis- þörf sem Ingimundur Sveinsson hafði byggt tillögu sín á. Þetta upplýstist þegar gagnrýnd var lög- leysan við undirbúning samkeppn- innar. Einnig verður að hafa í huga að takmarkanir á hússtærð- inni voru m.a. afleiðng af lóðar- stærðinni. Þetta leiðir hugann að því að staðarvalið byggist ekki á traustari grunni en ruglið í með- ferð skipulags- og byggingaryfir- valda sem lýst var hér að framan. Hvar stöndum við þá? Mannvirkið sjálft og húsrýmisþarfirnar Forseti Hæstaréttar lýsir yfir skammsýni höfunda núverandi dómhúss Hæstaréttar. Hann telur sig nú sjá fyrir þarfir Hæstaréttar um alla framtíð. Skoðum það nánar. Dómhúsið sem Hæstaréttur hef- ur búið við í 40 ár er að vísu orðið of þröngt. Það var þó byggt þann- ig að unnt væri að stækka það til austur og norðurs til að mæta þörfum okkar tíma og jafnvel til að mæta síðarf þörfum. Nú ætla menn að færa Hæsta- rétti í afmælisgjöf á 75 ára af- mæli réttarins dómhús, sem hola á niður á svo lítilli lóð að skera verður við nögl sér húsrýmisáætlun og girða fyrir frekari vöxt til að mæta framtíðarþörfum. III. Deiluefnið uró staðsetningu dómhúss Hæstaréttar er nú komið í hámæli vegna mótmæla hundr- uða borgarbúa gegn staðsetning- unni. Hér er að framan rakin at- burðarás sem vekur upp efasemdir um forsendur staðarvalsins. Sú atburðarás hefur almenningi ekki verið kunn. Samt sem áður er sá hópur sem andmælt hefur sann- færður um réttmæli afstöðu sinnar. Slík afstaða réttlætist enn frekar við að kynnast forsögu málins. Undanfari mótmælanna er á annan tug greina í dagblöðum gegn staðarvalinu, allt frá því að samkeppnin var boðin út til þess tíma að saman komu 12 þeirra greinahöfunda og hrundu af stað undirskriftunum. Mótmælendur eru ekki teknir upp af götunni. Margir þeirra hafa hringt og beðið um að fá að taka þátt í mótmælunum og allir verið reiðubúnir að leggja fram fé til að greiða fyrir birtingu listanna. IV. Grein þessi er orðin all löng. Eftir stendur þó að fjalla um nokk- ur skrif síðustu daga. Skal það gert í eins stuttu máli og unnt er. Greinar þessar eru af þrennum toga. 1. Dagný Leifsdóttir deildar- stjóri í dómsmálaráðuneyti og for- maður byggingarnefndar hússins áréttar ýmsar fullyrðingar um ágæti undirbúnings sem lýst hefur verið hér að framan og hver og einn getur metið fyrir sig. Hún tekur einnig upp umræðuna um bílastæðin, sem málið snýst ekki um og er í raun og veru óviðkom- andi vali á stað fyrir dómhús Hæstaréttar. Hennar málflutning- ur skal virtur í krafti stöðu hennar og starfa. 2. Ungir arkitektar hafa tekið upp hanskann fyrir starfssystkyni sín. Málið snýst ekki um verk- hæfni þeirra eða þau sem einstakl- inga. I greinunum hafa þeir tekið upp hver eftir öðrum og snúið málinu um bílastæðin og fullyrð- ingar um að alla tíð hafi verið ætlað að byggja á Jþðarhlutanum norðan Safnahússins. Fyrst vil ég minna þá á að lesa og kynna sér þróunarsögu borgar- innar. Þegar sýnt er að þeir hafi meiri þekkingu um hana má rök- ræða hvað var ætlunin að gera, hvað var gert og hvers vegna. (Sjá t.d. endurminningar Knuds Ziems- ens borgarstjóra, „Úr bæ i borg“, kort af Reykjavík 1920 útg. af Árbæjarsafni og 1. bindi sögu Jón- asar frá Hriflu bls. 125 „Bygging Sambandshússins 1920“.) Þá get- um við líka tekið upp umræðu um það sem á ensku kallast „townscape" eða mótun borgar- myndar. 3. Þá kemur að „öfundsjúkum arkitektum". Ritsmíð dr. hæstaréttarlög- mannsins Gunnlaugs Þórðarsonar vekur mér nokkra furðu. Hún er í þeim götustrákslega skítkasttóni, sem ég tel óverðugan bæði höf- undi og umræðuefninu. Dæmi: „Þá gerist það að örfáir arkitektar, sem sýnilega eru haldnir öfundsýki, með nokkra framagosalega at- vinnumótmælendur í liði með sér, freista þess að stöðva byggingu Hæstaréttarhússins með undir- skriftasöfnun.“ Hér að framan hafa verið birt gögn er sýna óheiðarleikann í málflutningi lögmannsins. Sárastur finnst mér sá rudda- skapur er hann sýnir miklum fjölda grandvarra borgarbúa sem láta í ljós álit sitt þegar þeir loks sáu að hætta var á að framkvæmt yrði það sem þeir vonuðu og trúðu að hætt væri við. Hér skal látið staðar numið, þó að margt fleira en hér er skrifað sé þörf að ræða ,og upplýsa. Höfundur er arkitekt FAÍ. Forræðishyggja í öldrunarþjómistu - réttur einstaklingsins ÖLDRUNARRÁÐ íslands gengst fyrir ráðstefnu föstudaginn 25. febrúar nk. kl. 13.15 í Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan ber yfirskriftina: Forræðishyggja i öldrunarþjónustu — réttur einstaklingsins. Ráðstefnustjóri verður Sigrún Karlsdóttir, fé- lagsráðgjafi. Dagskráin hefst með erindi dr. Vilhjálms Ámasonar, heimspek- ings og höfundar bókarinnar Sið ■ fræði lífs og dauða, þá flytur Þóra Arnfinnsdóttir, geðhjúkrun- arfræðingur og forstöðumaður Hlíðabæjar, erindið Að gefa og þiggja í mannlegum samskiptum, og að lokum flytur Jóhanna Sig- marsdóttir, forstöðumaður vist- heimilis Hrafnistu í Reykjavík, erindi sem ber yfírskriftina Dag- legt líf á stóru heimili. Ráðstefnu- gjald er 1.200 kr. og er öllum heimill aðgangur. Taktu þér tak í fjármálum! Námskeið um fjármál heimilisins Markmiðið með námskeiðinu er að fólk læri að gera heimilisbókhald og áætlanir og geti tekið ákvarðanir í fjármálum heijcpilisins á skynsamlegum grundvelli. Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að kennt er tvö kvöld, 3 klst. í senn. Áhersla er lögð á verkefnavinnu, meðal annars heimaverkefni milli námskeiðsdaga. Námskeið fram að páskum: 1. námskeið: Þriðjudag 1. mars og fimmtudag 3. mars. 2. námskeið: Þriðjudag 8. mars og fimmtudag 10. mars. 3. námskeið: Þriðjudag 15. mars og fimmtudag 17. mars. 4. námskeið: Þriðjudag 22. mars og fimmtudag'24. mars. ^ , ■ ■ ----- :.........................—-............ Kennsla fer fram í Búnaðarbankanum Austurstræti (gengið inn Hafnarstrætjsmegin) frá kl.19:30 til 22:30. Leiðbeinendur verða: Andri Teitsson, rekstrarverkfræðingur Gísli S. Arason, rekstrarhagfræðingur Friðrik Halldórsson, viðskiptafræðingur. Námskeiðið kostar 1.900 kr. en félagar í Heimilislínunni greiða 1.400 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er vegleg bók um fjármál heimilanna. \ Upplýsingar og skráning \ er ( síma (91) 603 203 (markaðsdeild). Helstu efnisþættir eru: \ 1 Heimilisrekstur 1 Heimilisbókhald ' Hvernig má spara ' Avöxtunarleiðir ' Aatlanagerð ' Ákvörðunartaka * Tekju- og gjaldastýring * Lánamöguleikar * Skattamál * Tryggingabatur — ellilífeyrir * Rekstur bíls 'O.fl. HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn áfjármálum einstaklinga Námskeið utan Reykjavíkur verða auglýst síðar. ®BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.